Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 33
Þessa teikningu er að finna í fréttabréfi íslenska undirbúningshópsins. Hún
minnir óneitanlega á stemmninguna fyrir kvennafrídagana í upphafi og við lok
kvennaáratugarins.
„Það væri ekki verra, ef þingið
kynti þannig undir konum að þær
fylltust þarna eldmóði til að halda
jafnréttisbaráttunni áfram á heima-
velli. Við vonum það auðvitað og
trúum því, að svo verði. Það er
a.m.k. líklegt, að við verðum ekki
sömu manneskjur þegar við kom-
um heim! Við verðum tvíefldar og
til í slaginn, en auðvitað verða opin-
berir aðilar — ráðamenn íslensku
þjóðarinnar — með framkvæmda-
áætlunina í höndunum og það er
hlutverk okkar hér heima, að því
sem þar kemur fram verði fylgt eftir.
Þetta á ekki að vera skrautritað
plagg uppi í hillu. Maður eignast síð-
an líka heilmargar vinkonur á svona
þingi, bæði erlendar og íslenskar.
Slík tengsl halda áfram og eru afar
mikilvæg.
Við vonum bara að sem flestar ís-
lenskar konur komi til Osló, því hér
á landi er úrvalslið kvenna sem á
mikið erindi á svona þing. Á
kvennafrídögunum hefur líka kom-
ið í ljós hve mikla samstöðu ísjensk-
ar konur geta sýnt. Enda höfum við
vakið heimsathygli fyrir það!"
Heitir réttir
í sérflokki
enga möguleika á styrkjum til farar-
innar annars staðar frá."
— Verdur ekki erfitt ad finna gist-
ingu fyrir allar þessar konur?
„Það er hætt við því, en öllum
kvennasamtökum í Osló hefur verið
skrifað og þess farið á leit, að norsk-
ar konur hýstu kynsystur sínar frá
hinum Norðurlöndunum. Einnig
hefur verið frátekin gisting í skól-
um, sem ætti að vera tiltölulega
ódýr. Okkur finnst það síðan mjög
spennandi tilhugsun, að íslensku
konurnar reyndu að halda svolítið
hópinn og búa saman. Við tölum jú
misgóða norsku — og sumar tala
alls engin erlend tungumál — og
það er mikilvægt að þær, sem spjara
sig að þessu leyti, styðji og styrki
hinar.
Við erum pínulítið öfundsjúkar út
í færeysku konurnar, því þær eru
búnar að leigja Smyril og ætla að
sigla saman til Osló. Þær segja, að
víkingarnir hafi komið frá Noregi og
hent þeim sjóveikustu af í Fœreyjum
á leið til íslands. En þrátt fyrir sjó-
veikina ætla þær sem sagt að láta
sig hafa það að koma siglandi á
Nordisk forum. I Osló fá þær legu-
pláss þar sem konungsskipið liggur
venjulega og geta búið um borð all-
an tímann, og það er möguleiki á
því að við getum fengið þarna eitt-
hvert svefnpláss. Helst hefðum við
auðvitað viljað sigla með þeim, en
það er ansi dýrt. Flugfarið er ekkert
miklu ódýrara en til Osló og það er
líka mjög ótryggt að fljúga til Fær-
eyja vegna veðurskilyrða. Hins veg-
ar höfum við heyrt af íslenskum
konum, sem ætla að byrja á því að
taka þátt í Ólafsvökunni og fara svo
með skipinu til Noregs."
— Hvad eru margar konur hér ú
landi ordnar virkar í undirbúningi
fyrir þingið?
„Nú þegar eru um 80 konur í svo-
kölluðu tenglahlutverki, en með
fiestum þeirra vinna fjölmargar aðr-
ar. Þess vegna er erfitt að segja ná-
kvæmlega til um fjöldann. Og þetta
eru sem betur fer konur vítt og
breitt um landið.
Ýmis samtök hér á landi kjósa líka
að vera í samvinnu við systursam-
tök sín á hinum Norðurlöndunum.
T.d. hafa konur í Alþýðubandalag-
inu farið utan til fundar við konur í
norrænum vinstriflokkum og rætt
um sameiginlegt framlag kvenna
með svipaðar pólitískar skoðanir.
Konur í Framsóknarflokknum eru
líka einmitt erlendis núna að ráða
ráðum sínum með konum úr öðrum
miðjuflokkum. Svipað samstarf er
einnig á döfinni hjá Kvenréttindafé-
laginu, BSRB, ASÍ, Kvennasögu-
safninu, Friðarhreyfingu kvenna,
BHM og eflaust mun fleirum.
Við höfum frétt af því, að mikill
áhugi er fyrir því á hinum Norður-
löndunum að leggja áherslu á styttri
vinnudag, þ.e.a.s. sex tíma í stað
átta! Þetta er mjög mikilvægur
punktur og það er nauðsynlegt að
við komum líka inn í þessa umræðu,
þó hjá okkur væri verið að tala um
allt annan vinnutímafjölda. íslend-
ingar eru nefnilega svoiítið vanþró-
aðir hvað vinnutíma snertir."
— Hvaða vonir gerið þið ykkur
um árangurinn af Nordisk forum?
BJÓRINN EYKUR HEILDARNEYSLU ÁFENGIS!
Minnkum
áfengisneysluna um
fjórðung fram
til aldamóta og bætum
heilbrigði
(Alþjóðaheilbrigðisstofnunin)
Þórarinn Tyrfingsson yfiriæknir:
„ . . . enda þótt dragi úr neyslu á
sterku áfengi fyrst í stað þá mun
heildarneyslan aukast."
(HP. 31/1 1985).
Dr. Þorkell Jóhannesson
prófessor í lyfjafræði:
„Óskhyggja að draga megi úrneyslu
annars áfengis með áfengum bjór."
(Lyfjafræði miðtaugakerfisins 1984).
Guðrún Agnarsdóttir
læknir og alþingismaður:
„Reynsla annarra þjóða bendir til
að áfengur bjór muni auka
heildarneyslu áfengis. Tilmæli
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru
skýr: Draga þarf úr áfengisneyslu."
(Rúv. 29/10 1987).
Dr. Tómas Helgason
prófessor í geðlæknisfræði:
„í stað þess að minnka um
fjórðung, eins og Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin telur nauðsyn-
legt, mun áfengisneysla aukast um
þriðjung verði bjórstefnan ofan á."
(Mbl. 9/4 1986).
Pétur Pétursson læknir:
„Það er sannfæring mín að með
tilkomu áfengs öls muni áfengis-
neysla ungmenna og dagdrykkja
þjóðarinnar aukast að miklum mun."
(Um daginn og veginn, Rúv. 29/4 1985).
Jósep Ó. Blöndal læknir:
„Möguleikar mannsins á að halda
sér þurrum þegar hann hverfur
undan verndarvæng meðferðar-
stofnunarinnar eru hverfandi, því
bjórinn er alls staðar."(Mbl. 25/5 1985).
Jóhannes Bergsveinsson
yfirlæknir:
„Reynsla annarra þjóða af því að
leyfa sölu áfengs öls hefur hvar-
vetna orðið sú að það hefur leitttil
meiri neyslu vínanda og aukins skaða
af hans völdum." (Mbl. 26/2 1985).
Guðsteinn Þengilsson yfirlæknir:
„ ... ekki hefur enn verið unnt að
benda á það land í veröldinni þar
sem sterkt öl hefur dregið úr
áfengisneyslu heldur virðist það
bætast við." (DV. 24/4 1985).
Stórstúka íslands» Bindindisfélag ökumanna ° Islenskir unglemplarar
HELGARPÓSTURINN 33