Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 26
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART Bókin sem konan vissi ekki um „Viss um að sagan kemur mörgum á óvart." Undir lok þessarar uiku kemur út hjá íorlaginu Suörtu á hvítu bók eft- ir Óskar Gudmundsson blaða- mann. Bók þessi hefur hlotið það nafn sem lýsir innihaldi hennar vel, nefnilega Alþýðubandalagið — átakasaga. I bókinni rekur Óskar sögu þeirra flokka og hreyfinga sem eru forverar Alþýðubandalagsins í tslenskum stjórnmálum og linnir ekki lálum fyrr en á nýafstöðnum landsfundi bandalagsins. Óskar hefur lengi fylgst með málum í flokknum, bæöi sem stjórnmála- skýrandi og ekki síður sem blaða- maður og ritstjórnarfulltrúi á Þjóð- uiljanum um langa hríð. HP bað hann að segja lítillega frá bókinni og þeim niðurstöðum sem hann kemst aö í henni. „Það má eiginlega segja að þessi saga hefjist með stofnun Kommún- istaflokks íslands 1930, sem átti sér auðvitað aðdraganda og hann er rakinn að einhverju leyti. Bókin endar síðan á landsfundinum í haust sem reyndar hefur tafið vinnslu bókarinnar. Ég reyni að sjá þau átök sem þar urðu í sögulegu ljósi." — Og bókin er semsagt um þessi átök í gegnum tíðina. „Já, það má segja að á öllum tím- um hafi menn og hópar ást við í Al- þýðubandalaginu og forverum þess; um hugmyndafræði, pólitík hvunn- dagsins og persónur. Með vissum hætti er persónusögu nokkurra manna því fléttað inn í bókina. Þau átök sem verið hafa á síðustu árum eiga sér rætur í forsögunni og um leið og menn fara að rekja sig í gegn- um hana verða þessi átök dagsins í dag skýrari. Það er í raun ekki neitt sem ég sýni fram á því sagan sannar það sjálf. Annars er saga vinstri- hreyfingarinnar allrar mjög sam- tvinnuð, menn vilja oft gleyma því í hita dagsins. Það má t.d. nefna að Jónas frá Hriflu átti þátt í stofnun bæði Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins á einu ári. Saga verkalýðshreyfingarinnar og verkalýðsflokka er mjög samofin alþjóðlegum straumum og bæði kratarnir og kommarnir á sínum tíma voru í sterkum tengsium við alþjóðasamtök. Kommúnistaflokk- urinn var reyndar bara deild í al- þjóðasamtökum kommúnistaflokka og hafði þess vegna lítið sjálfstæði. Hér á landi hefði sennilega aldrei risið upp svo sterkur kommúnista- flokkur sem raun ber vitni ef krat- arnir hefðu verið rótgrónari, eins og þeir voru í nágrannalöndunum. Með þéttbýlismynduninni fór kommúnistaflokkurinn að gegna því hlutverki sem kratarnir gegndu annars staðar, að vera verkalýðs- flokkur. Þetta er ein skýringin á upphafinu og önnur er sú að foringj- ar kommúnista voru taktískt klókir og mjög snjallir menn.“ — Þú segir að saga vinstrihreyf- ingarinnar sé mjög samtvinnuð, eru þetta ekki mestanpart sömu menn- irnir sem hafa verið í forystu í hinum ýmsu flokksbrotum í gegnum tíð- ina? „Þetta voru vissulega eitthvað sömu mennirnir sem voru foringjar í Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokkn- um og síðar í öðrum vinstriflokkum, t.d. Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Sósíalistaflokkurinn sem tók við af Kommúnistaflokkn- um var t.d. undir formennsku Héð- ins Valdimarssonar það eina ár sem hann hafðist við í flokknum sem hann þó tók þátt í að stofna. Þarna varð samruni úr Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum en sá síðar- nefndi starfaði reyndar alltaf í skugga Moskvu. Það þoldi Héðinn ekki frekar en svo margir aðrir. Alþýðubandalagið verður síðan til með svipuðum hætti og Sósíal- istaflokkurinn, þ.e.a.s. eftir mikil átök á vinstri kantinum. Þegar Al- þýðubandalagið varð formlega til sem stjórnmálaflokkur hafði verið starfandi kosningabandalag undir sama nafni í ein 10 ár en í því voru menn úr Alþýðuflokknum og svo Sósíalistaflokkurinn, sem starfaði sem sjálfstæður flokkur þrátt fyrir að vera í þessu bandalagi. Þar voru hins vegar gífurlegar deilur á 6da og 7unda áratugnum sem náðu há- marki sínu þegar Alþýðubandalagið klofnaði á frægum fundi í Tónabíói. Þessi fundur er ítarlega rakinn í bók- inni. Ég geng út frá því að pólitísk vandamál Alþýðubandalagsins liggi í þessari forsögu og að forsendur þessara átaka séu fyrir hendi enn þann dag í dag. Ég sé t.d. Ólaf Ragn- ar Grímsson í því sögulega ljósi að hann sé þriðji maðurinn sem kemur að ,,utan“ til formennsku í flokkn- um, hinir tveir voru Héðinn Valdi- marsson og síðar Hannibal Valdi- marsson. Það er rétt að geta þess að meginþungi bókarinnar liggur samt í umfjöllun um átök síðustu ára þó við séum hér fastir í fortíðinni, Krist- ján minn.“ — Hvernig vannstu bókina? „Þetta er mestanpart unnið upp úr prentuðum og fjölrituðum heim- ildum og svo auðvitað einnig upp úr samtölum sem ég hef átt við fjölda fólks í gegnum tíðina. Ég hef að vissu leyti verið í ein 10 ár að viða að mér efni til að skrifa bókina og hef í raun verið að ræða þessi mál og skoða öll þau ár með hléum." — Er ekki fullflókið að ætla sér að skoða samtímaviðburði í sögulegu ljósi svo skömmu eftir að þeir hafa gerst? „Ja, það er náttúrlega ekkert ein- falt mál. Ég reyni að rekja söguna á hlutlægan hátt — en sagan talar fyr- ir sig sjálf. Öll saga er raunsönn — en þá kannski frekar fyrir þann tíma sem hún er skrifuð á heldur en þann sem hún fjallar um.“ — Þannig að þú lítur á sögu flokksins sem órofa heild þar sem hver atburðurinn rekur annan? „Já, ég lít á stjórnmálaviðburði sem sögu, eða a.m.k. framhald af sögu. Þetta er alls ekki nein sagn- fræðileg úttekt, kannski frekar ein- hvers konar millivegur milli sagn- fræði og blaðamennskunnar? — Ert þú rétti maðurinn til að skrifa þessa sögu þegar hliðsjón er höfð af tengslum þínum við flokk- inn og starfi þínu á Þjóðviljanum? „Ég held að það væri ekki hægt að skrifa þessa sögu nema hafa per- sónulega reynslu og þekkingu á þessum málum. Það fer ekki hjá því að ég taki afstöðu í mínum skrifum, en ég hef reynt að gera það þannig að það verði ekki á kostnað sann- leikans né hlutlægninnar. En það er semsagt mín skoðun að forsenda þess að skrifa svona verk sé sú að hafa reynslu af því sem maður er að fást við.“ — Svo er það annað. Þú ert kvæntur fyrrverandi varaformanni Alþýðubandalagsins, Kristínu Á. Ólafsdóttur. Gerir það ekki málið enn erfiðara? „Þetta hefur óneitanlega verið mjög óþægilegt fyrir hana að ég skuli hafa verið að vinna að þessari bók. Snemma á vinnuferlinu tók hún því þá ákvörðun að líta ekki á hana og vita ekkert af henni. Þetta er því bókin sem eiginkonan vissi ekki af.“ — Sagði hún kannski af sér vegna bókarskrifanna? „Nei, það gerði hún nú ekki. Sagði hún ekki af sér til þess að geta sinnt bónda sínum betur?" — En þessi tengsl hljóta að hafa verið til trafala? Óskar Guðmundsson í viðtali um bók sína: Alþýðubandalagið — átakasaga „Neei, annars má líka segja um þetta að ég er ekki fyrsti maðurinn sem skrifar þætti úr sögu vinstri- hreyfingarinnar meðan einhver ná- kominn er þar innsti koppur í búri. Arnór Hannibalsson, sem sett hefur fram skeleggustu gagnrýnina á póli- tík Gúlagsins hérlendis, gerði það þegar faðir hans var formaður Al- þýðubandalagsins. Og þá voru miklu viðkvæmari tímar. Reyndar hafa bækur Arnórs verið mér dýr- mætur vegvísir við samningu bók- arinnar." — Heldurðu að bókin verði um- deild? „Ég er viss um að sagan kemur mörgum á óvart og vekur upp blendnar tilfinningar. Kannski þykir hún líka miskunnarlaus en við því er ekkert að gera. Stjórnmál eru miskunnarlaus. Sjálfsagt væri hægt að skrifa sögu annarra stjórnmála- flokka á íslandi með sömu aðferð og fá hliðstæðar niðurstöður, þ.e. að stjórnmálaflokkar séu í eðli sínu stundum varasamir." — Og hefur Alþýðubandalagið verið það? „Nei, það myndi ég ekki segja, hinsvegar hefur pólitíkin stundum verið hættuleg." — Framtíðin. Er átakasögunni lokið? „Ja, það er augljóst að pólitík gömlu kommanna hefur beðið var- anlegan hnekki. Það má segja að Alþýðubandalagið sé að ganga inn í sitt þriðja tímaskeið, fyrst var það sem kenna má við Héðin, síðan Hannibal og nú loks Ólaf Ragnar. Fyrri tilraunirnar mistókust báðar, það er spurning hvort sú þriðja tekst." — Flokkakerfið á undanhaldi þar með? „Ég held að það sé enginn vafi á að þjóðfélagið er ekki jafn niður- njörvað pólitískt og áður. Hins veg- ar búum við við þetta flokkakerfi, það er okkar aðferð til að takast á um hvernig þjóðfélagið á að vera. Þetta er fjölþátta lýðræði og stjórn- málaflokkar afar mikilvægir. Ný gildi eru að taka við, sum siðferðis- legs eðlis og fagurfræðilegs og allir verða að taka þátt hver með sínum hætti. Það er mikilvægt að sem flestir séu í stjórnmálaflokkunum, af því þeir eru svo fjandi valdamiklir." RUNNI 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.