Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 24
UM HELGINA eih-leikhúsiö veröur með síðustu sýningar á einþáttungum eftir Tsje- kov næstu dagana, en sýningamar fara fram i Djúpinu. í kvöld verður sýnt kl. 20.30 og á laugardag og sunnudag kl. 16. Þá veröur síðasta sýning á Sögum úr dýragarðinum eftir Edward G. Albee á sunnudag- inn kl. 16.00. Klukkan tíu mínútur yfir tíu í kvöld sýnir Stöð 2 kvikmyndina Hinstu óskina. í henni leikur Anne Bancroft konu, sem berst gegn óréttlæti í hvaða mynd sem er. Þegar hún kemst að því að hún er haldin sjúk- dómi sem hún getur ekki sigrast á biður hún son sinn um aðstoð við að láta stærsta draum sinn rætast. Hann er sá að hitta Gretu Garbo, sem sést öðru hverju á gangi í New York. Myndin er bráðskemmtileg með al- varlegu ívafi og Anne Bancroft vist sjaldan verið betri en í þessari mynd. A laugardaginn sýnir Stöð 2 svo í Fjalakettinum myndina Réttar- holdin. Þar segir frá nafniausum manni sem ákærður er fyrir glæp, sem hann sjálfur veit ekki nákvæm- lega hver er. Orson Welles er leik- stjóri og jafnframt einn aðalleikari myndarinnar. Bylgjan í Olátagaröi heitir þáttur i umsjón Arnar Árnasonar sem flutt- ur verður milli klukkan eitt og þrjú á sunnudaginn. Þar er enginn óhultur og hver sem er getur verið tekinn fyrir í þessum þætti þar sem spaug, spé og háð ráöa ríkjum. Á Bylgjunni, FM 98,9 og 100,9 ... Uppselt er á sýningar í Þjóðleik- húsinu um helgina! A litla sviðinu verða til dæmis tvær sýningar bæði á laugardag og sunnudag á Bílaverk- stæði Badda, og uppselt á allar fjór- ar. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur verða síðustu sýningar fyrir jól á Hremm- ingu núna á laugardaginn, 5.12., og síðan föstudaginn 11.12. Þarerenn- þá hægt að fá miða. Dagur vonar verður sýndur annað kvöld, 4.12., og síðan á laugardaginn eftir viku, 12.12., en þetta eru síðustu sýningar fyrir jól. Uppselt er á Djöflaeyjuna um helgina. Sveiflan verður í hávegum höfð í Listasafni Alþýöusambands ís- lands á laugardaginn. Þar mun tríó Guðmundar Ingólfssonar leika fyrir sýningargesti kl. 17, en í Listasafni ASÍ stendur yfir sýning á málverkum Tryggva Ólafssonar. Sýningin er haldin í tilefni af því að Listasafn ASÍ og Lögberg bókaforlag hafa gefið út listaverkabók um Tryggva. Tryggvi Ólafsson er mikill áhugamaður um djass og hefur orðið fy rir talsverðum áhrifum frá þeirri tegund hljómlistar. Sýningin er opin virka daga kl. 16—20 en laugardag og sunnudag frá kl. 14—22. Henni lýkurnæstkom- andi sunnudag, 6. desember. Dallas, Dallas, Dallas! Og svo kom villa i dagskránni siöast þegar Dallas var. Skrásetjari sá ekki Dallas og veit ekki hvað gerðist, en úr því verður bætt á laugardaginn klukkan 12.50. Þá verður Dallas frá þvi á mánudag- inn endursýnt. Tónleikar, Ijóðalestur, myndlistar- sýning, málverkauppboð og aðventuhlaðborð að ógleymdum jólatónleikum Bubba Morthens, sem haldnir verða á Þorláksmessu, eru það sem Hótel Borg býður upp á fyr- ir jólin. Sérstakur metnaður er lagður í að gera aðventuhlaðborðið sem glæsilegast, en það var sett upp í fyrsta skipti á sunnudaginn var. Jóla- sveinn mætir í heimsókn og leikur við börn í salnum og sannkölluð jóla- stemmning rikir á Hótel Borg á að- ventunni. Sigriöur Eyþórsdóttir og Tryggvi Hansen sýna um þessar mundir í Ásmundarsal meðal annars torf- skúlptúra, en á undanfömum sumr- um hefur mátt sjá þau hjónakomin skera torf og hlaða hús í Vatnsmýr- inni. Sýninguna kalla þau Jarðarvit- und og henni lýkur á sunnudaginn kemur. I Glugganum, Glerárgötu 34 á Ak- ureyri, stendur nú yfir sýning á nýj- um málverkum Helga Vilbergs Helgi er 36 ára gamall Akureyringur sem lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1973. A sýningunni eru rúmlega tuttugu akrýlmálverk, flest máluð á þessu ári. Sýningin stendur til 6. desember en Glugginn er opinn daglega frá kl. 14-20. í FÍM-salnum, Garöastræti 6, stendur yfir um þessar mundir sýn- ing á verkum Bjarna Ragnars. Þar sýnir Bjarni Ragnar 27 olíumálverk á pappir og striga, en þetta er níunda einkasýning listamannsins. Auk þess hefur Bjarni Ragnar tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. í feþrúar næstkomandi hefur Bjarna Ragnari verið boðið að sýna í New York, þar sem hann mun taka þátt i samsýn- ingu tólf alþjóðlegra listamanna i Mussavi Art Center í Soho-hverfinu. Sýning Bjarna Ragnars er opin virka daga kl. 16—21 og frá kl. 14—22 um helgar. Sýningunni lýkur á sunnu- daginn kemur, 6. desember. Við minnum La Bamba-aðdáend- ur á að Richie Valens verður látinn víkja um jólin þegar Stjömubíó tekur jólamyndina til sýningar. Þeim sem láta sér ekki nægja að hlusta á La Bamba og Donnu af spólu eða úr út- varpi skal bent á að fara í Stjörnubíó og hlusta á lögin i Ðolby Stereo. Meira að segja Platters syngja í þess- ari mynd. I Háskólabíói er verið að sýna kvik- myndina Hina vammlausu sem margir gagnrýnendur telja frábæra. Þetta mun vera mynd sem svíkur engan, en hún er bönnuð innan sex- tán. Hvað gat ég annað gert? heitir laugardagsleikrit ríkisútvarpsins sem flutt verður á laugardaginn klukkan hálffimm. Þetta leikrit er eft- ir einn þekktasta rithöfund Finna, Mariu Jotuni. María lést árið 1943, en eftir hana liggja fjölmörg verk, einkum smásögur og leikrit. Laugar- dagsleikritið fjallar um konur, sam- skipti þeirra við karlmenn og stöðu þeirra í samfélagi þar sem ekki er margra kosta völ. Tiu úrvalsleikkonur fara með hlutverk í þessu verki sem verður einnig endurflutt næstkom- andi þriðjudagskvöld, 8. des. klukkan 22.20. Þú ert nýbúin að setja andlits- maskann á andlitið þegar hann birt- ist óvænt með gesti: „Gettu hverjir komu með mér heim?" Þetta og margt annað má lesa um í nýútkom- inni teiknimyndabók sem heitir Karl- remban. Bókin er gefin út af Fjölsýn forlagi og er þýdd af Braga Halldórs- syni og Vilhjálmi J. Árnasyni. Á bók- arkápu segir að hér sé loksins komin bók þar sem konur fá aö segja álit sitt á vonlausu háttalagi karlmanna, bók sem komi öllum til að brosa. Síðustu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða haldnir í Háskólabiói í kvöld, fimmtudagskvöld 3. desember. Þar veröur frumflutt nýtt píanóverk eftir Jónas Tómasson. Þetta er konsert fyrir tvö píanó, sem Jónas lauk við að semja fyrir tveimur árum. Verkið heitir „Midi" og er óður fyrir tvö píanó og hljómsveit. Jónas Tómas- son er eitt af afkastamestu tónskáld- um okkar í dag og er búsettur á ísa- firði, þar sem hann kennir við tónlist- arskólann.’Einleikarar í verki Jónasar verða píanóleikararnir Halldor Har- aldsson og Gísli Magnússon, sem báðir eru landskunnir einleikarar. Þeir hafa oft áður leikið með Sin- fóníuhljómsveitinni auk þess sem þeir eiga að baki langa samvinnu við að flytja saman verk fyrir tvö pianó. Síðara verkið á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar er Sinfónía nr. 3, Eroica, eftir Beethoven. Stjórn- andi á tónleikunum verður breski hljómsveitarstjórinn Frank Shipway sem hefur getið sér gott orð undan- farnar vikur viö stjórn hljómsveitar- innar. Þetta verða síðustu tónleikarn- ir í vetur sem Shipway stjórnar. Tón- leikarnirí kvöld hefjast klukkan 20.30 og verða miöar seldir i dag í Gimli við Lækjargötu og í Háskólabiói við upp- haf tónleikanna. Hljómplata með nýjum verkum fyrir klarinettu er nú komin út. Flytj- endur eru Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Sin- fóníuhljómsveit fslands undir stjórn Páls P. Pálssonar. Á plötunni eru verkin „Ristur" fyrir klarinettu og píanó eftir Jón Nordal, en þau samdi Jón fyrir Sigurð og Önnu Guðnýju árið 1985, Klarinettukonsert Páls P. Pálssonar, sem saminn var fyrir Sig- urð árið 1982 og „Steflaus tilbrigði" fyrir klarinettu og píanó eftir Austur- ríkismanninn og íslandsvininn Werner Schulze. Platan var hljóðrit- uð í Háskólabíói af Bjarna Rúnari Bjarnasyni. Výr strengur skipar sér á bekk Af jólabókaflóði í desember á hverju ári gerist hvort tveggja. Þá lengist sá bekkur sem fremstu rithöfundar landsins sitja á og hins vegar eru slegnir eitthvað um þrjú hundruð nýir strengir í íslenskum bókmenntum. Fyrir utan þau feikn- legu tímamót sem mörkuð eru og nýstárlegheitin öll sem spretta fram úr pennum, eða tölvum eins og það er víst núorðið. Nærri má geta að bekkurinn, samanber: „...hef- ur skipað sér á bekk með fremstu skáldum þjóðarinnar“, eða: „...bókin skipar honum/henni á bekk með þeim höfundum sem best kunna að fara með íslenska tungu, best kunna að segja sögu, best hafa skrifað“, o.s.frv. — Bekkurinn er orðinn heljarinnar langur, nær svona sirka milli Akureyrar og Húsavíkur, loftlínu þ.e.a.s. Já, nema þá að rithöfundarnir sitji hver undir öðrum, sem er ekki síð- ur líklegt. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Og nýju strengirnir. Hvert tón- skáld yrði stolt af því um aldur og ævi ef því tækist að slá þó ekki væri nema brot af þeim strengjum sem verið er að slá í bókmenntalífinu á sögueyjunni í hverjum desember- mánuði. Strengirnir eru hver öðrum hljómmeiri og fegurri og þegar þeir hljóma allir í senn eru engir strengir jafnstórbrotnir í heild sinni, né held- ur hljóma betur einstakir strengir út úr heildinni. Hvergi nokkurs staðar í heiminum gefur að heyra jafn hljómmikla, stórbrotna og fjöl- breytta sinfóníu eins og þegar rit- höfundarnir slá á nýju strengina sína. Og ekki nóg með það. Það er ekkert verið að endurtaka sömu tónana ár eftir ár. Nei, sinfónían er ný og heilleg á hverju ári, tekur öll- um þeim fram sem fluttar hafa ver- ið. BÓKARKÁPUR Baksíður bókarkápa eru orðnar hreinar auglýsingar, þar sem verið er að reyna að lokka lesandann til að lesa bókina. Stundum, þegar lengst er gengið, minna bókarkáp- urnar á bíóauglýsingu í dagblaði; „stórskemmtileg, spennandi og djörf ný stórmynd" hefur hljómað svo oft að enginn tekur lengur minnsta mark á því, ekki frekar en konan sem sagði um verðbólguna að hana væri lítið að marka, þjóðin hefði verið að fara á hausinn síðan hún myndi eftir sér og væri hún þó komin á sjötugsaldurinn. Smám saman hættir fólk líka að taka mark á því þó að standi á bókarkápunni að það sé garanterað að höfundur- inn slái nýjan streng og skipi sér þar með á bekkinn margnefnda. Allir vita að þetta er ekki annað en harð- ur bissness að reka bókaútgáfu og menn gefa helst ekki út nema það sem selst alveg örugglega. Selst vegna þess að það er svona eða hinsegin, kannski spennusaga, við- talsbók við fræga persónu, erótískar lýsingar í bókinni, bók kunns höf- undar eftir langt hlé, fyrsta skáld- saga manns sem er kunnur fyrir annað, ljóðskáld sem skipt hefur yfir í skáldsögu, bók eftir konu, bók eftir konu sem er kannski líka góður höf- undur, bók eftir ungan mann, efni- legan höfund, fyrsta bók höfundar og svona mætti lengi telja. Bókum er í fáum tilfellum gefinn kostur á að standa undir sér vegna þess að þær séu góðar, vel skrifaðar eða eitthvað annað. Höfundarnir standa sjálfir undir bókum sínum með eigin per- sónu og þá er betra að vera svolítið sérstakur, hafa eitthvað sem enginn annar hefur, því án þess getur aug- lýsingamaskínan tæplega gert eitt- hvað úr efniviðnum. TUTTUGU OG FIMM PRÓSENT Og nú eru bókabúðirnar ekki orðnar nægilegur vettvangur fyrir bækurnar. Það þarf endilega að halda sýningu á öllu því sem er að koma út á einum og sama staðnum. Allar 400 bækurnar, eða hvað það er, samankomnar í einum sal þar sem almúginn getur rölt um og séð í besta falli nokkrar afbragðsgóðar bækur, í versta falli talandi dæmi um það hvernig bókaþjóðin hefur ákveðið að eyða u.þ.b. einum og hálfum milljarði af krónum á einum litlum mánuði. Þessi tala er auðvit- að bara gróf ágiskun, kannski langt frá lagi, en það veit enginn fyrr en reikningarnir verða gerðir upp ein- hvern tímann óralangt í burtu hand- an við áramót með flugeldum og blysum. Og allir kvarta auðvitað, fólk kvartar af því bækur eru dýrar, um tvö þúsund fyrir eina venjulega skáldsögu. Rithöfundarnir kvarta af því þeir fá ekki nóg í sinn hlut, bók- salarnir kvarta af því þeir geta eins haft lokað afganginn af árinu, útgef- endurnir kvarta af því fólk vill ekki kaupa allt sem þeim einu sinni dett- ur í hug að gefa út og svo kvarta allir í kór yfir því að ríkið skuli voga sér að taka tuttugu og fimm prósent af andvirði hverrar bókar, eitthvað um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir fyrir þessi jól munu líklega renna í ríkiskassann nokkuð viðstöðulaust, að því er mönnum skilst. Ríkið kvartar ekki, enda engin ástæða til, og það er líklegt að þeir sem eiga prentsmiðjunar kvarti ekki heldur, kápuhönnuðirnir una glaðir við sitt og svo allir hinir sem með einum eða öðrum hætti byggja lífsafkomu sína á því að jólabókaflóðið flæði með ofsahraða inn á stofugólf lands- manna á aðfangadagskvöld þegar guðhræddir menn eiga að vera með hugann við gamlar bækur og sögur frá austurlöndum nær. ARKITEKTAR OG SJÓNVARPSMENN Og bókasöfnin svigna og bólgna og tútna út þegar bækurnar streyma inn í desember. Nema auð- 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.