Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 35
FÁRRA ÚTVAUNNA
,,Naflaskoöaniru sýna aö hinir ólíkustu stjórnmálaflokkar búa viö hin líkustu vandamál
Áratugum saman tókst gömlu
,,fjórflokkunum“ aö verjast meiri-
háttar ridlun á flokkakerfinu, en
fyrir þá hafa síöustu ár veriö mar-
tröö líkust. Kvennalistinn hefur fest
sig í sessi og Borgaraflokkurinn býr
sig til langdvalar. Klofningur og
kosningaósigrar hafa leitt til þess að
gömlu flokkarnir hafa í ce ríkara
mœli litiö í eigin barm og spurt:
Hvaö er eiginlega að? „Naflaskoö-
un“ er þaö nefnt.
Eitt af því sem einkennt hefur um-
ræðu um stjórnmálaflokkanna er
arma-talið. Sjálfstæðisflokknum
hefur verið skipt upp í
Geirsarm/flokkseigendafélagið,
Gunnarsarm, stuttbuxnadeildina
Albertsarm og svo framvegis.
Framsóknarflokknum hefur verið
skipt upp í Reykjavíkurliðið,
dreifbýlisliðið, SÍS-liðið og svo
framvegis. í Alþýðuflokknum er
talað um verkalýðsarm, vinstri
krata, hægri krata, BJ-liðið og
gamla Reykjavíkurgengið. I Alþýðu-
bandalaginu er talað um verkalýðs-
arminn, gáfumannafélagið, flokks-
eigendafélagið, lýðræðissinnana og
svo framvegis. Borgaraflokkurinn
samanstendur af gamla Hulduhers-
kjarnanum, óánægðum sjálfstæðis-
mönnum, félögum úr Gunnarsarm-
inum, Lífsvonarfólki og svo fram-
vegis. Minnst er talað um slíka hópa
í Kvennalistanum og kannski er í
þessu að finna skýringuna á því að
flokkurinn eykur fylgi sitt upp úr
þurru. Kvennalistinn þykir friðsamt
athvarf!
GAMLIR — í DAUÐADÁI
Innan Alþýðuflokksins hafa engar
sjálfsrýniskýrslur verið gefnar út
hin síðari ár, þótt flokkurinn hafi þá
ímynd að vera e.k. Islandsmeistari í
klofningum og deilum. Á sínum
tíma var Vilmundur heitinn Gylfa-
son óspar á lýsingarorð um vanda
flokksins og sömuleiðis Jón Baldvin
Hannibalsson þegar hann sóttist
eftir að blása lífi í flokkinn. í HP var
fjallað um Alþýðublaðsdeiluna, þar
sem þessir tveir voru í sviðsljósinu
og þá var haft eftir stuðningsmanni
Vilmundar: „Flokksforystunni virð-
ist líða best í dauðadái og innan um
flokkseigendaklíkuna."
Nú eru ýmsir landsbyggðarkratar
óánægðir með sinn hlut gagnvart
Jóna-veldinu úr Reykjavík, en það
er í Framsóknarflokknum sem dreif-
býlismenn og höfuðborgarmenn
hafa hvað mest tekist á. Á þingi
Sambands ungra framsóknar-
manna 1985 var mikið kvartað yfir
því að Framsóknarflokkurinn væri
gamall og staðnaður kerfisflokkur,
úr sér genginn og starfið í molum,
með „lásí“ bændaímynd, þingflokk-
urinn kvenmannslaus og laus við
sjálfsgagnrýni. Á næsta þingi sam-
bandsins átti að leggja fram „aftöku-
listá' yfir óvinsæla þingmenn, sem
víkja ættu fyrir hinum ungu og kon-
um, en ungliðarnir guggnuðu þó á
síðustu stundu.
ALLS ÓLÍKIR
FLOKKAR??
Það eru hins vegar Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðubandalag, flokk-
arnir yst til hægri og vinstri ís-
lenskra stjórnmála í gegnum tíðina,
sem biðu ósigur í síðustu kosning-
um og hafa opinberlega stundað
„naflaskoðun" af því tilefni. Þetta
eiga að heita þeir flokkar sem ólík-
Alþingismenn að störfum.
Valdaklíkur, samráðsleysi, deilur, stefnuleysi...
NEFND OG
NEFNDANEFND
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ólíkt
Alþýðubandalaginu gert sitt ýtrasta
til að forða niðurstöðum naflaskoð-
unar sinnar frá almannasjónum.
Reyndar má tala um eldra uppgjör
ákveðinna afla í flokknum með bók-
inni „Valdatafli í Valhöll", þar sem
hrikalegir brestir voru tíundaðir. En
í kjölfar kosningaósigursins nú var
stofnuð „endurmatsnefnd“ undir
forystu Friöriks Sophussonar, vara-
formanns flokksins, en með honum
unnu Jón Magnússon, Inga Jóna
Þóröardóttir, Magnús Gunnarsson
og Víglundur Þorsteinsson. Nefnd
þessi skilaði af sér skýrslu til mið-
stjórnar 19. júní. Þessari skýrslu var
ekki dreift, heldur var stofnuð ný
nefnd „til að fara yfir skýrsluna og
undirbúa umræður um flokksstarf-
ið“. í þessari endurskoðunarnefnd
sátu Halldór Blöndal, Salóme Þor-
kelsdóttir, Kristófer Þorleifsson og
Katrín Fjeldsted. Sú nefnd samþykkti
sérstaklega „að það þjónaði ekki til-
gangi að dreifa skýrslu endurmats-
nefndar", þ.e. skýrslu Friðriks og fé-
laga. Þess í stað lagði síðari nefndin
fram almennt orðaða minnispunkta
um flokksstarfið, þar sem sniðnir
höfðu verið af hörðustu gagnrýnis-
punktar fyrri nefndarinnar. Þá út-
gáfu fengu almennir flokksmenn að
sjá.
EINANGRUN í
DAUÐSMANNSGRÖF
Þrátt fyrir leyndina yfir skýrslu
Friðriks-nefndarinnar síuðust
punktar út. Fram kom, að forystan
væri óvirk, að formaður flokksins
væri fjarlægur almennum flokks-
mönnum og stuðningsmönnum og
hefði ekki tíðkað nægilegt samráð,
að embætti varaformanns væri of
rýrt, að viðhald og endurnýjun for-
ystunnar hefðu verið vanrækt og
ekki síst vakti athygli hörð gagnrýni
á skipan mála í Valhöll, sem þótti
e.k. dauðsmannsgröf! Þá tjáðu
menn sig í Vogum, blaði sjálfstæðis-
manna i Kópavogi, um ástæðurnar
fyrir óförum flokksins og þar spar-
aði einn nefndarmannanna ekki lýs-
ingarorðin, Jón Magnússon minnt-
ist meðal annars á pólitíska skamm-
sýni, klaufaskap og mistök siðustu
mánuðina fyrir kosningar, fræðslu-
stjóramálið, námslánamálið, halla-
rekstur ríkissjóðs, kádilják borgar-
stjórans og ekki síst klofninginn i
framhaldi af meðhöndluninni á Al-
bert Guömundssyni. Þá taldi Jón að
framboðslistar flokksins hefðu ekki
höfðað til fólksins utan flokksins.
Fróðlegt er í jjessu sambandi að rifja
upp ummæli Matthíasar Bjarna-
sonar þingmanns í HP nýverið, sem
þess manns í flokknum sem hvað
mesta reynslu hefur af flokksstarf-
inu. Matthías var ómyrkur í máii
sínu: „Á síðustu árum hafa vaðið
þar uppi menn, sem allir hafa þóst
kunna og geta og viljað sveigja
flokkinn til óhóflegrar markaðs-
hyggju.... þetta hávaðasama fólk
hefur að mínum dómi hrætt fólk frá
þvi að kjósa Sjálfstæðisflokkurinn."
astir eru í stefnu og vinnubrögðum
og því eðlilegt að bera þá sérstak-
lega saman.
I skýrslu mœöranefndar" Al-
þýðubandalagsins 1985 var dregin
upp sú ímynd af flokknum að hann
þætti leiðinlegur, ólýðræðislegur og
staðnaður kerfisflokkur, sem hefði
brugðist í baráttunni fyrir bættum
kjörum og ásjóna hans væri þung-
búnir og ábúðarmiklir gamlir karl-
ar. Starfsháttanefnd skilaði síðan
skýrslu á landsfund flokksins í nóv-
ember sama ár, þar sem pólitísk um-
ræða innan flokksins var taiin
ómarkviss, starf framkvæmda-
stjórnar tilviljunarkennt og sam-
hengislítið, að í raun væri flokkur-
inn ekki flokkur kvenna og ungs
fólks. Var síðan samþykkt tillaga um
nauðsynlegar úrbætur. En átökin
héldu áfram og lömuðu starfið. Fyrr
á þessu ári var Varmalandsnefnd
sett á laggirnar og 6 forystumenn
flokksins rituðu skýrslur um ástand-
ið.
i OFRJORRI PATTSTÖÐU
Á landsfundinum nú í nóvember
lá loksins fyrir heildarskýrsla
Varmalandsnefndar. Þar kom með-
al annars fram að bæði langtíma-
þróun og skammtímaklúður skýrðu
ófarir flokksins í kosningunum.
Kjördæmisráðin þóttu vannýtt, mið-
stjórn flokksins óvirk, verkalýðs-
málaráð flokksins vart starfandi,
fjármálaráð flokksins hefði lognast
útaf, lítið færi fyrir starfi málefna-
hópa og starfsnefnda, þingmenn
væru sambandslausir við flokksfé-
laga, þingflokkurinn ósamhentur
og áfram mætti telja — af nógu er að
taka. í skýrslunni er að finna fundar-
gerðir nokkurra funda nefndarinn-
ar með flokksfélögum og kom þar
meðal annars fram hjá einstökum
forystumönnum að flokkurinn væri
ekki trúverðugur kostur út á við, að
Þjóðviljinn væri leiðinlegur og þar
skorti fagmennsku, að fram-
kvæmdastjórn flokksins væri í
ófrjórri pattstöðu og að flokkurinn
væri stefnuiaus vegna skorts á
skýru uppgjöri. Varmalandsnefndin
lagði fram tillögur til úrbóta, en
minnti um leið á að tillögur starfs-
háttanefndarinnar frá 1985 hefðu í
fæstum efnum komist í fram-
kvæmd. Enda sendi landsfundurinn
forystunni tóninn og samþykkti
ábendingu til hennar um að fram-
fylgja samþykktum.
Svavar Gestsson, fv. formaður Al-
þýðubandalagsins.
Af niðurstöðum mæðranefndar,
starfsháttanefndar og Varmalands-
nefndar að dæma var flokkurinn ein-
rjúkandi rúst er Svavar skilaði af sér.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Jafnvel eftir ritskoðun var niðurstað-
an að „mikiar breytingar til hins verra
hafi orðið á stjórnskipulagi flokksins
eftir 1983".
ER ÞORSTEINN
„ANARKISTI"?
Matthías nefndi sérstaklega að
formaðurinn hefði lítið samráð
nema við fáa útvalda og að loft væri
lævi blandið í flokknum. Það er í
samræmi við þetta að sérstök nefnd
skuli hafa verið sett í að endurskrifa
og prúðbúa niðurstöður Friðriks-
nefndarinnar. Þó þótti ástæða til að
vekja athygli flokksmanna á fullyrð-
ingum fyrri nefndarinnar þess efnis
„að miklar breytingar til hins verra
hafi orðið á stjórnskipulagi flokks-
ins eftir 1983“. Fast skot á Þorstein
Pálsson þarna. Kallað var á betra
samband málefnanefnda við þing-
flokkinn, nauðsynlegt talið að fram-
kvæmdastjórn og þingflokkur ynnu
betur saman, að erindrekstur
flokksins þarfnaðist endurskoðunar
við, að endurskipuleggja þyrfti sali
Valhallar, að efla þyrfti starf flokks-
ins í launþegahreyfingunni, að yfir-
bragð flokksins væri að „harðná'
og að efna þyrfti til sameiginlegs
átaks flokksins og Morgunblaðsins
til að kynna stefnu og störf flokks-
ins.
KLÍKUR —
KLOFNINGUR —
KLÚÐUR
Því er niðurstaðan sú, að þótt
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubanda-
lag séu ólíkir flokkar út á við, með
ólíkan fylgisgrundvöll, gjörólíka
stefnuskrá, með forystumenn úr sitt
hvorum jarðveginum og ólíkt skipu-
lag, þá eru tíundaðir nokkurn veg-
inn sömu agnúarnir i flokksstarfinu.
Skipulag og samþykktir í molum, um
ræða innan flokkanna er ómark-
viss, flokksstofnanir vannýttar, for-
ystan einangruð og sambandslaus
og ótrúverðug út á við, stefnan um-
deild, forystan ósamhent í eilífum
deilum og klofningi og klúðri fyrir
kosningar. Sameiginlegt einkenni
þessara ólíku flokka eru valdabar-
átta, klíkuskapur, tortryggni, róg-
burður, hagsmunagæsla, stjórn-
leysi, deiiur. Valdagráðugar og við-
kvæmar persónur.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR JIM SMARTl
HELGARPÓSTURINN 35