Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 9
Hl^l^^Lkið hefur verið talað um
nauðsyn þess að koma hér upp
hlutabréfamarkaði og hver við-
skiptaspekingurinn á fætur öðrum
ruðst fram á ritvöllinn til að lýsa
ágæti slíks markaðar. Það er hins
vegar óvíst að íslensk fyrirtæki séu
tilbúinn fyrir þá samkeppni sem
þessi markaður yrði að geta staðist
gagnvart verðbréfamarkaði. Þegar
tafla í Frjálsri verslun um hagnað
fyrirtækja sem prósenta af eigin fé á
árinu 1986 er skoðuð kemur í ljós,
að tiltölulega fá fyrirtæki náðu því
að halda verðgildi eigin fjár á þessu
ári. Alls eru þessi fyrirtæki þrettán,
þar af þrjú ríkisfyrirtæki, eitt kaup-
félag og eitt erlent fyrirtæki með
starfsleyfi hérlendis. Eina hlutafyrir-
tækið sem hægt er kaupa hlutabréf
í á almennum markaði og sem skil-
aði fullri verðtryggingu er Flug-
leiðir. Þegar þessi fyrirtæki eru
borin saman við ávöxtun sem boðin
er á verðbréfamarkaðinum kemur í
ljós að fá þeirra standast þá sam-
keppni. Þau eru níu. Efst trónar
Afengis- og tóbaksverslun ríkis-
ins. Raunávöxtun á eigin fé hennar
er sambærileg og 447 prósenta vext-
ir á sparisjóðsbók. Með þeirri ávöxt-
un yrðu eitt hundrað krónur sem
lagðar væru í fyrirtækið um næstu
áramót orðnar að 71 milljarði króna
um næstu aldamót...
Góða
helgi!
Þú átt
þaö skiliö
*V'PI7Z\fRSIU
Grensásvegi 10, 108 R.
S: 39933
BÍLALEIGA
Útibú i kringum landið
REYKJAVÍK:.91-31815/686915
AKUREYRI:...96-21715/23515
BORGARNES:.........93-7618
BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....... 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.... 96-71489
HÚSAVÍK:....96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ......97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303
egar byggingarnefnd
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
hélt blaðamannafund þann 18.
ágúst sl, til þess að hrekja þann orð-
róm að flugstöðin hefði farið einn
milljarð fram úr áætlun, fór hún
með vísvitandi blekkingar fyrir al-
menning eða gerði sig seka um
ótrúlega vanþekkingu. Gekk nefnd-
in þá út frá að 42,4 milljónir banda-
ríkjadollara hefðu verið grunnupp-
hæð kostnaðaráætlunar frá 13.3.
1981 og að þessi upphæð hefði verið
lögð til grundvallar við upphaf
framkvæmda árið 1983. Svo var
hins vegar ekki, heldur var grunn-
upphæð kostnaðaráætlunar 33,5
millj. $ og síðan var reiknað með 8,5
millj. $ vegna áætlaðra verðhækk-
ana á öllum byggingartímanum.
Annaðhvort vissi byggingarnefnd
þetta ekki eða þá að hún hreinlega
fór rangt með tölur til þess að
blekkja almenning. Hvort sem er
gerði byggingarnefnd þar-na tilraun
til að gera sinn hlut fegri um leið og
hún sýnir sig augljóslega vanhæfa.
Fyrir áðurnefndan blaðamanna-
fund fór byggingarnefnd þess á leit
við Steindór Guðmundsson
staðarverkfræðing að hann reikn-.
aði upp fyrir nefndina hverjar verð-
hækkanir hefðu verið miðað við
vísitöluhækkanir, verðbætur, geng-
isbreytingar o.s.frv. og bað hann þá
að ganga út frá 42,4 millj. $ sem
grunnupphæð, ekki 33,5 millj. $. Á
grundvelli þessara röngu útreikn-
inga hélt byggingarnefnd því síðan
fram fyrir alþjóð að flugstöðin hefði
verið í sambandi við kostnaðaráætl-
un, þegar tillit hefði verið tekið til
verðbóta. Þegar ríkisendurskoð-
un hóf hins vegar sína rannsókn fór
hún fram á upphaflegu kostnaðar-
áætlunina hjá byggingarnefnd, en
þá fannst ekki hún ekki í þeirra fór-
um. Ekki fannst hún hjá fram-
kvæmdastjóra byggingarnefnd-
ar og Verkfræðistofa Stanleys
Pálssonar, sem seinna kom inn í
verkið og hafði á hendi eftirlitshlut-
verk, mun ekki hafa haft vitneskju
um upprunalegu kostnaðaráætlun-
ina. Eftir mikla leit fannst hún síðan
í fórum Almennu verkfræðistof-
unnar, en hún sá m.a. um ritstýr-
ingu útboðsgagna. ..
HELGARPÓSTURINN 9