Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 45

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 45
's. U | útíminn er stundum lengi á leiðinni. í síðasta hefti Vestur- lands, blaðs vestfirskra sjálfstæðis- manna, er að finna bréf frá tveimur ísfirðingum í London, sem skroppið höfðu á skrifstofu Flugleiða þar í borg. „Niðurlæging fyrir Vestfirð- inga“ heitir greinin, enda fundu þeir á skrifstofunni 20 ára gamlan kynn- ingarbækling, sem kynna átti út- lendingum hvernig lífið væri fyrir vestan. Á myndum í bæklingnum mátti meðal annars sjá horfnar bæjarbryggjur, hálfbyggð frystihús, auglýsingar frá niðurlögðum fyrir- tækjum og „Pollinn" mátti sjá ósnortinn að mestu. Og í London hefur það sjálfsagt vakið mikla hrifningu að sjá að Vestfirðingar aka á vinstri akgrein, sem siðuðum þjóðum sæmir! Hitt er annað mál að Innheimta ísafjarðarkaupstaðar teiur sig hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af framförum og uppbygg- ingu í bænum og auglýsir að nú skuli bæjarbúar standa í skilum við bæjarsjóðinn. Tilgreint er að 700 einstaklingar og fyrirtæki séu í 40 milljóna króna vanskilum við sjóð- inn... MÁL OG MENNING Vín og brennivín í nútímaíslenzku er orðið vín yf- irleitt notað um alla áfenga drykki aðra en öl. Samsvarandi orð í grannmálunum er hins vegar not- að í þrengri merkingu, þ.e. um borðvín (hvítvín, rauðvín, rósavín) og heit vín (t.d. sjerrí). í fornu máli hafði orðið vín sömu merkingu og í grannmálunum, enda þekktu menn þá ekki brennda drykki. Vín er allalgengt orð í fornritum, og menn virðast hafa talið það göfug- an drykk, því að í Grímnismálum (19.v.) segir: en við vín eitt/vápn- göfugr/Oðinn œ lifir. SæE 79 (útg. Bugges, stafs. samræmd). Trúlegt er, að víkingar hafi kynnzt víni á ferðum sínum, en ólíklegt, að það hafi verið flutt til íslands, svo að nokkru nemi, fyrr en eftir kristnitöku. Þá varð það nauðsynlegt vegna messugerða, t.d. við altarissgöngu. Stundum virðist þó hafa gengið erfiðlega að afla messuvíns. Þetta má m.a. marka af því, að á dögum Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) kenndi Jón Grænlend- ingabiskup mönnum víngerð úr krækiberjum. Þetta var árið 1203. Svo segir í Biskupasögum: Jón biskupgaf mönnum ráð til, hversu vín skal gjöra af krœkiberjum, ept- ir því sem Sverrir konungr hafði honum fyrir sagt. Bs. 1,135. Eftir þetta tíðkaðist það nokkuð, að klerkar í Noregi og á íslandi brugguðu krækiberjavín. En svo kom babb í bátinn, því að Gregor páfi IX bannaði þetta harðlega ár- ið 1237. Nokkrar heimildir eru um það, að vín væri flutt til landsins á síðari hluta 13. aldar, en síðar varð um tíma vínlaust í landinu. Ógern- ingur er að rekja vínsögu íslands lengra í þessum pistli. Upphaflega er listin að brugga vín tengd tilteknum vínviði, sem á latínu nefnist vitis vinifera, þ.e. vín- bær vínviður. Enginn veit ná- kvæmlega, hvar vín var fyrst bruggað. Sumir telja, að það hafi verið sunnan Svartahafs, þ.e. í Litlu-Asíu, á landsvæði, sem nefndist Pontos. Aðrir hyggja vín- bruggun eiga uppruna sinn sunn- an Kaspíahafs, þ.e. í því landi, sem nú nefnist íran. Látum þessar glepsur nægja um sögu vínsins og víkjum að sjálfu orðinu vín. Það er samgermanskt orð, sem bæði var notað í fornger- mönskum málum og er einnig notað í nútímamálum germönsk- um, sbr. t.d. í norrænum málum vin, ensku wine og þýzku Wein. Orðið er þó áreiðanlega tökuorð úr rómverskum málum, sbr. latínu vinum. Orðsifjafræðingar eru ekki sammála um endanlegan uppruna orðsins. Margir telja, að það sé skylt latínu vitis „vínviður" og þá einnig íslenzka orðinu víðir. Sam- kvæmt því hefir orðið þá í fyrstu táknað vínviðinn, en merking þess síðar færzt yfir á afurð berj- anna. Aðrir halda því fram, að orð- ið eigi uppruna sinn í pontísku, en hún var Ásíumál, sem talað var í Pontos og litlar leifar eru til af. En í grannmálinu georgísku kemur fyrir gwino, og er það talið vera úr pontísku. Frá Litlu-Asíu hefði orð- ið síðan átt að berast til Rómverja og þaðan til annarra Evrópuþjóða. Enga afstöðu tek ég til þessara mismunandi kenninga. En víkjum nú frá víni að brenni- víni. Það var upprunalega gert með þeim hætti, að vín var eimað. Talið er að þessi list hafi veri fund- in upp um 1100. Sennilega hefir þetta gerzt í einhverri af rann- sóknarstofum Salerno-skólans á Ítalíu, en hann er talinn elzti læknaskóli í heimi og var lengi og víða frægur. Þessi vinnubrögð, að eima vín, eiga rætur í svo kallaðri „gullgerðarlist" (alkemi), sem stunduð var á miðöldum. Maður að nafni Salernus (d. 1165) notaði fyrstur nafnið aqua ardens um af- urðina af þessari eimingu, þ.e. brennivínið, en aqua ardens merkir orðrétt „brennandi vatn“. Frá þessari nafngift er runnið nafn eimaðs víns og raunar einnig ann- arra áfengra drykkja, sem fram- leiddir eru með eimingu. Að þessu verður vikið síðar. Fyrsta brenni- vínið, sem framleitt var með eim- ingu, var gert með ófullkomnum tækjum. En talið er, að sá, sem fyrstur bjó til nýtilegt tæki til vín- eimingar, hafi verið „gullgerðar- maðurinn" Arnaud de Villeneuve (1238—1314). Hann var fæddur á Spáni, en bjó í Frakklandi. Brennivín var fyrst notað sem lyf. Það mun hafa borizt til Norð- urlanda á 15. öld. Fyrsti íslending- urinn, sem ég veit til, að hafi átt brennivín, var Gissur Einarsson biskup, en hann var mikill nýj- ungamaður, var einn af fyrstu spilamönnum landsins og boðaði Lútherstrú. í minnisgreinum Giss- urar frá 1539 segir: Lofaði hann að œtla mér áttung brenn(u)víns, 3 haka og 2 hálfhaka. ísl. forn- bréfas. X,487 (stafs. samræmd). Ekki veit ég, hve mikið magn þetta er, en Blöndal telur, að átt- ungur sé 17 pottar. Orðið haki er mér ókunnugt sem mælieining nema á þessum stað. Ég hefi að vísu grun um, hvernig það er til komið, en sleppi getgátum hér. Við lát Gissurar 1548 átti hann hálfan brennivínsáttung í vínkjall- ara (ísl. fornbréfas. XI,617). Látum þetta nægja um sögu brennivíns- ins á íslandi. Greinilegt er, að aqua ardens í miðaldalatínu liggur til grundvall- ar þeim orðum, sem notuð eru í germönskum málum um eimað vín og raunar fleiri eimaða áfenga drykki. Talið er, að norræna orðið, sem samsvarar íslenzku brenni- vín, t.d. dönsku brœndevin og sænsku bránnvin, sé fengið úr miðlágþýzku bernevin, sbr. einnig þýzku Branntwein. Þess ber þó að geta, að í miðháþýzku kemur fyrir gebranter wín, en það orðasam- band varð við samvöxt brante- wein, sbr. einnig miðlágþýzku brandewín. Enska orðið brandy, sem enn hefir aðallega merking- una „eimað vín“, er orðið til úr brand(e)wine, sem varð brandy wine og síðan við liðfall brandy. Félagsheimilið Hraunvangi, Hafnarfirði Blómabúðin Dögg, Bæjarhraun 26, Hafnarfirði OPNUNARTÍMI: Mánudaga-föstudaga kl. 14-22 Us Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 ^ STYRKIÐ SKÁTA í STARFI JÓLATRÉSALA® HJÁLPARSVEITAR SKÁTA í REYKJAVÍK OG HAFNARFIRÐI SÖLUSTAÐIR: Snorrabraut 60, Reykjavík (Skátahúsið) HELGARPÓSTURINN 45

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.