Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 46

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 46
flestum leikjanna, jafnvel að okk- ar menn færu í úrslitin. Annai kom hins vegar á daginn og hefui sjálfsagt einhverju ráðiö fjarverc þeirra Héðins Gilssonar og Jóm Kristjánssonar. Síðustu viðureigninnt töpuðu íslensku strakarmr á fóstudag, lágu þa fyrir S-Kóreumönnum, 27-33. Þessi árangur pUtanna er slak ur og á margan hátt áfali. Gert var ráð fyrir vænlegri úrslitum í Gengi íslenska ungiú'galiösins í handknattleik var anr.að er. gott á heimsmeistaramótini. í Jugó- slaviu. Vann liðið Norötuenn en lét þar við sitja. tapaöi fyrir öðr um mótheijum sínum - sex að tölu - og lenti þvi í neðsta sæti. HANDKNATTLEIKUF liA, sem lék gegn Sovétmönnum í Evróp irður ijóst hvaða mótheija liðið fær í undi teski Islendinga ríðli í forkeppni HM í knattspymu Islendingar töpuðu fyrir ska landsliðið ífjórða styrkleikaflokF Áfall hjá piltunum í U-21 árs handboltaliöinu Góöar (slœmar) fréttir úr körfunni íslendingar urðu fyrir nokkru áfalli um síðustu helgi er dregið var í riðia fyrir undankeppni HM á Ítalíu 1990. Mótherjarnir reyndust vera lítt spennandi gamlir kunn- ingjar auk liða sem ekki beinlínis glitra af stjörnum sem trekkja að fólk. í riðilinn drógust, auk okkar íslendinga, Sovétmenn sem strax þykja sigurstranglegastir í riðlin- um, A-Þjóðverjar sem unnu okkur 6—0 á Laugardalsvelli í sumar, Austurríkismenn sem við höfum ekki haft mikl- ar spurnir af á undanförnum árum og Tyrkir sem eiga að teljast litla þjóðin í riðlinum. íslendingar urðu einnig fyrir öðru áfalli um helgina er leið þegar landslið okkar U-21 árs hafnaði í síðasta sæti á HM, sem stóð yfir í síðustu viku, eftir ósigur gegn S-Kóreumönnum. EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON Okkur verður því miður ekki alltaf að ósk okkar og við það verðum við að sætta okkur. Slæmu tréttirnar eru sem sagt þær að liðin sem við mætum eru lítt spennandi og munu að öllum líkind- um ekki draga að sér stóran hóp áhorfenda á Laugardalsvöllinn er þau spila hér á landi. Þó má ekki gleyma því að Sovétmenn hafa á að skipa einu af betri landsliðum heimsins í dag og ef leikur þeirra hér á landi skiptir verulegu máli varðandi stöðuna í riðlinum þegar hann fer fram er víst að Sovétmenn munu spila knattspyrnu á heims- mælikvarða. Sama má reyndar segja um A-Þjóðverja. Þeir spörk- uðu óþyrmiiega í afturendann á okkur í sumar með 6—0-sigri og víst er að íslenska liðið mun reyna að hefna fyrir þann ósigur. Því væri ástæða til að fjölmenna á völlinn bara til að heimta hefnd. Austurrík- ismenn hafa spilað nokkuð skemmtilega knattspyrnu á undan- förnum árum án þess þó að ná topp- árangri. Liðið var á toppnum árin 1978—82 og fáir gleyma ágætum árangri þeirra á HM í Argentinu 78. At gleðilegum fréttum (þ.e. fyrir suma) má nefna sigra Grindvíkinga á Njarðvíkingum og Blikanna gegn Haukum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik — óvæntir sigrar sem hugsanlega hjálþa körfunni sem sannarlega hefur ekki fengið náð hjá fjölmiðlum og er að kafna í handboltamörkum. BÆÐI GOTT OG SLÆMT Það er ekki laust við að nokkurrar spennu hafi gætt hjá knattspyrnu- áhugamönnum um síðustu helgi er dregið var til undankeppni HM í knattspyrnu. Eins og gefur að skilja voru óskir manna um mótherja af ýmsum toga en þó er víst að það sem að lokum varð niðurstaðan í Sviss kætti ekki margan manninn. Sovétmenn, A-Þjóðverjar, Austur- ríkismenn og Tyrkir verða öll að teljast lítt spennandi lið en þó það sterk að riðillinn verður án efa mjög erfiður fyrir íslenska liðið. Trúlega hafa menn verið að gæla við að fá hingað stórlið með stjörnur innan- borðs eða leikmenn sem þekktir eru á hverju knattspyrnuheimili á Skerinu, þ.e. lið frá Bretlandseyjum. Ekki er langt síðan liðið bar sigur- orð af V-Þjóðverjum og í liðinu er a.m.k. einn leikmaður sem gerir það gott á Ítalíu. Tyrkir eru litlir karlar með skrítin nöfn sem þó verða eflaust erfiðir heim að sækja. Þó munu fáir koma að sjá nema til að fylgjast með íslenskum sigri ef efni standa til. En lítum nú á björtu hliðarnar. Við eigum möguleika í nánast öll þessi lið. íslenska liðið gerði jafntefli við Sovétmenn hér á Fróni í undan- keppni Evrópumótsins og tapaði ekki illa úti þrátt fyrir erfiðar að- stæður. íslenska ólympíulandsliðið sigraði það a-þýska í haust og þó skellurinn hafi orðið mikill hjá A-lið- inu gegn þeim þýsku þá er það mín trú að við eigum möguleika gegn þessu liði á góðum degi. Tyrki eig- um við að vinna sé bara miðað við styrkleika liðanna í dag og gegn Austurríkismönnum verður Laugar- dalsvöllurinn að teljast gott vopn eins og til dæmis gegn Frökkum, Norðmönnum og Sovétmönnum í EM-keppninni. Það fer síðan eftir mörgum þáttum hvernig spilast í þessum leikjum. Verða okkar bestu leikmenn með? Verður spilað að vori til eða að hausti til? Hvernig verður staðan í riðlinum? Hver verða úrslit annarra leikja í riðlin- um? Allt þetta skiptir miklu máli. í EM-keppninni þurftum við ekki að vinna nema einn leik enn til að komast upp um sæti. Það er a.m.k. ljóst að úr því að íslendingar dróg- ust ekki á móti liðum sem draga að áhorfendur vegna þess að þau hafa snjaila og þekkta leikmenn innan- borðs eða fyrir frábæra knattspyrnu þá verður að setja stefnuna á að draga að áhorfendur vegna þess að við ætlum okkur að komast upp úr þessum riðli. Stefnum hátt!! Knatt- spyrnusamband íslands þarf sann- arlega á stuðningi að halda á næstu árum vegna þátttökunnar í HM, enda löng og erfið ferðalög til Sovét og Tyrklands framundan. Aðsókn á landsleikina á þessu ári var léleg og skilaði ekki nærri því eins miklu í kassa KSÍ og til var ætlast. Því verð- ur að leggja allt kapp á að ná til áhorfenda með von um sigur og það ekki veikri von heldur allgóðri. PILTUNUM SKELLT íslenska landsliðið í handknatt- leik skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilaði rassinn úr buxunum á HM í síðustu viku. Eftir allgóða byrj- un, þar sem Norðmenn voru lagðir að velli og staðið uppi í hárinu á þriggja metra Sovétmönnum, kom tími hörmunga. Allir leikirnir eftir það töpuðust illa og niðurstaðan varð botnsætið á mótinu. Það er vissulega rétt að fyrir mótið var frekar skammur tími til undirbún- ings þar sem liðið fékk sæti á mót- inu vegna þess að lið, sem þar átti rétt, hætti við þátttöku. Vonir stóðu þó til að liðið spjaraði sig betur en raun bar vitni. Til afsökunar kemur sennilega það að Héðinn Gilsson var ekki með og undirbún- ingur ekki eins markviss og ella hefði verið ef um reglulega þátttöku á mótinu hefði verið að ræða. Eg hafði það á orði fyrir nokkru síðan í pistli hér í HP að ég hefði trú á þessum strákum. Það var skrifað eftir ágæta frammistöðu liðsins á móti í Þýskalandi þar sem sigur vannst á þokkalegum andstæðing- um og liðið hélt haus allt mótið. Eitt- hvað annað hefur greinilega verið upp á teningnum á HM. Beinast nú spjótin að þjálfara liðsins og að- standendum. Það er vissulega ákaf- lega erfitt hlutverk að hafa spreng- montna táninga á töffaraskeiðinu undir sinni stjórn og því mæðir ákaf- lega mikið á þjálfara og aðstandend- um liðsins. Þessi för liðsins var vissu- lega áfall en hvar skýringana er að leita er ekki gott að segja. Það verð: ur því að vera verkefni stjórnar HSÍ og aðstandenda landsliðsins að leita þessara skýringa því svona árangur má ekki bara líða framhjá án þess að skoðast nánar. Við erum einu sinni stórt nafn í aiþjóðahandknattleik og ef við ætlum að halda því verður að leggja rækt við ungviðið á þann hátt er sæmir stórþjóð. KÖRFUBOLTAFÍASKÓ Þau merkilegu (og góðu fyrir flesta) tíðindi gerðust um helgina í körfuknattleiknum að Blikarnir úr Kópavogi unnu sigur á Haukum í leik sem ekki verður minnst sem góðs körfuknattleiks heldur fyrir baráttu og höggið hans ívars Webst- ers. Um daginn urðu síðan enn merkilegri tíðindi er Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik og það fyr- ir nágrönnunum frá Grindavík. Við það tækifæri munaði litlu að hnefar fykju en a.m.k. varð framkoma „stóra" liðsins þeim til skammar. Til þessa hefur eitt þótt ljóst í deildinni. Njarðvíkingar tapa ekki leik og Blik- ar vinna ekki íeik. Hvor tveggja þessi „sannindi" eru nú úr sögunni og líkur á nokkuð spennandi ís- landsmóti — sem veitti ekki af. Körfuknattleikurinn hefur ekki fengið góða umfjöllun og skal ég ekki afsaka minn hlut í þeim efnum. Tíðindin á undanförnum dögum geta hins vegar breytt miklu en þetta verða forráðamenn körtu- knattleiksliðanna einnig að reyna að nýta sér til auglýsingar og áhuga á leiknum. Körfuknattleikurinn á eins og flestir vita undir högg að sækja og að mörgu leyti er það eðlilegt. Hér á landi eru handknattleiksmenn á heimsmælikvarða og mótið búið að vera ákaflega skemmtilegt. Miðað við allt það framboð af skemmtun er eðlilegt að fólk velji og hafni. Handboltinn hefur yfirhönd- ina eins og er en körfuknattleiks- menn verða að vera vel með á nót- unum og reyna að byggja sig vel upp því að það kemur að þeim fyrr eða seinna að taka frumkvæðið þegar um innanhússíþróttir er að ræða. Að sofna á verðinum væri dauða- dómur yfir körfunni. Að vera vak- andi núna er að vísu helmingi erfið- ara en þegar íþróttin er á toppnum og í það súra epli verða menn að bíta og kyngja. 46 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.