Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 19
A Islandi eru allir klœddir sam-
kvœmt nýjustu tísku. Kvikmyndir
eru sýndar hér á sama tíma og t
stœrri löndum eins og Englandi eda
Bandaríkjunum. Einn dagur í nám-
unda vid glœsilegar tískuverslanir
Reykjavíkur varpar öllum fyrri hug-
myndum um Island fyrir róda.
Eitthvað á þessa leið er íslandi lýst
í aukablaði með „Reklam och
Mediatidningen Resume", blaði sem
gefið er út á vegum auglýsingaiðn-
aðarins í Svíþjóð. A forsíðu blaðsins
er enginn annar en „Mr. Island“ —
öðru nafni Baldvin Jónsson, auglýs-
ingastjóri Morgunblaðsins. Og það
er líka mynd af Mr. Island inni í blað-
inu. Mr. Island er að baða sig í Bláa
lóninu. Inni í blaðinu er viðtal við
Baldvin Jónsson, auglýsinga- og
markaðsstjóra „eina leiðandi blaðs-
ins á Islandi", eins og Morgunblaðið
er kallað í greininni. Þar segir enn-
fremur að hér sé líka bara ein „leið-
andi“ sjónvarpsstöð og ein „leið-
andi“ útvarpsstöð. En í gegnum þær
næst til allra íbúa þjóðarinnar og
þess vegna er gott að selja vörur á
Islandi. En bara þær sem þegar hafa
slegið í gegn því íslendingar eru svo
góðu vanir, að þeir láta ekki bjóða
sér hvað sem er! Sex þúsund Reyk-
víkingar fara út um hverja helgi til
að skemmta sér, og það þótt þeir
hafi ekkert nema fiskinn til að fram-
fleyta sér á!U! Á öðrum stað er rætt
við Sólveigu Baldursdóttur, auglýs-
ingastjóra á Nýju lífi. Sagt er að Nýtt
líf sé selt í 16—17.000 eintökum
mánaðarlega. Skemmtilegcu- tölur,
að vísu óstaðfestar, en eigi að síður
þýðir þetta 580.000 eintök af sam-
svarandi blaði í Svíþjóð miðað við
fólksfjölda. Ekki nema von að Sví-
unum þyki mikið til koma. í heildina
virðist kynningin á íslandi vera sett
fram gagnrýnislaust. Hvað til dæm-
is með að hér séu engir glæpir, lífs-
standardinn sé sá hæsti í heimi, hér
séu allir vel ^fnaðir og í viðtali við
Svíann Björn Vestergren kemur
fram að hann fær 500 sœnskar
krónur á tímann, eða 3000 íslensk-
ar (!!). Blaðið birtir síðan nokkrar
myndir af fallegu íslensku kvenfólki
(enda hvergi fegurra) en auðvitað
fylgja einnig litmyndir af sönnum
víkingum á „Sögueyjunni"! Á einni
myndaopnunni stendur hin gull-
væga setning stórum stöfum: „ís-
lendingar lifa lengst allra." Kannski
ekki furða miðað við þá velmegun
sem hér ríkir, samkvæmt upplýsing-
um sem blaðamaðurinn hefur feng-
ið. Hann hefur samt greinilega ekki
spurt hver launakjör almennings
séu.
Gagnrýnislaus umfjöllun
um Island í
sœnsku auglýsingariti
Island
EN MARK N ADSFÖRARES DRÖM
lœwiBSmP ; ' wy
■ flf.1
f •1 ÍJ& v £ í.WJM', Á v.. . .
Forsíðumyndin. Inni í blaðinu
stendur að þetta sé mynd af Mr.
Island, Baldvini Jónssyni, að baöa
sig í Bláa lóninu.
HELGARPÓSTURINN 19