Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 37
michael eru að gera þarna — sér í lagi ekki Rockin’ Chair, þar sem Bubber Miley er aðaltrompetsólist- inn. Nær hefði verið að hafa meira af gömlu Wolverine-ópusunum, því það eru elstu ópusarnir sem mest- um framförum taka í endurgerð Parkers. Hvað um það, á þessari skífu er margt listaverkið og sumt sem maður fær aldrei fullþakkað. Ég nefni aðeins Sorry, Jazz Me Blues, Since My Best Girl Turned Me Down og At the Jazz Band Ball. Bessie Smith er raddmest allra djass- og blússöngkvenna og í með- förum Parkers verður rödd hennar enn magnaðri en áður hefur heyrst. Upptökur hennar eru frá 1925 til 1933, yngst Take Me For a Buggy Ride af síðasta sessjóni hennar. Undirleikur Fletchers Henderson á ópusunum frá 1925 og 1926 er all- ur annar en á eldri endurútgáfum, þar sem hann heyrist varla á stund- um. Joe Smith kornettleikari og Charlie Green básúnublásari fara á kostum í mörgum blúsanna, enda voru þeir í hópi uppáhaldsundirleik- ara Bessiar. Jelly Roll Morton er fyrsta stór- tónskáld djassins og taldi sjálfan sig upphafsmann þeirrar tónlistar- stefnu. Það er nú orðum aukið og vel það. Jelly Roll stjórnaði einni af helstu smásveitum djasssögunnar við hljómplötuupptökur á árunum 1926—28, Jelly Roll Morton and his Red Hot Peppers. Á skífu hans í BBC-útgáfunni á klassískum djassi má finna gott úrval með bandinu: Black Bottom Stomp, The Cant, Grandpa’s Spell Original Jelly Roll Biues o.fl. Yngsta upptakan með Jelly er frá 1934 með hljómsveit ein- henta trompetleikarans hvíta Wing- ys Mannone. Það sama er hér upp á teningnum og á New Orleans-skíf- unni, þar sem Dr. Jazz er að finna. Hljómgerðin öll betri en áður þekkt- ist. Johnny Dodds er af mörgum tal- inn einn helsti klarinettuleikari djassins. Hann var enginn tækni- meistari en blústilfinning hans mögnuð. Leikur hans var óheflaðri en kreólaklarinettistanna new orlínsku, en hefur haft meiri áhrif á yngri djassklarinettuleikara en leikur annarra klassískra djassklar- inettublásara. Á Dodds-skífunni er tónlist er hann hljóðritaði undir eig- in nafni og m.a. með King Oliver og Jelly Roll og If You Want To Be My Sugar Papa, með þvottabrettisleik- aranum Jimmy Bertrand, en þar blæs Louis Armstrong í kornettinn. Allar þær skífur, er hér hefur ver- ið minnst á, komu út í fyrra. í ár hafa tvær bæst í hópinn. Ekki var vonum seinna að fá meistara Duke Elling- ton í slíkri útgáfu. Það er skemmst frá að segja að sú skífa hefur tekist meistaralega vel og þó ég hefði val- ið dálítið öðruvísi er enginn ópus þarna sem ekki er frábær: The Blues with a Feeling, Black Beauty, Hot and Bothered, The Mooche, East St. Louis Toodle-oo (upptaka frá 1930—1927, upptökunar má finna á New Orleans), Creole Love Call, Solitude og Stompy Jones svo helm- ingurinn sé nefndur. Síðasta skífan sem út er komin hefur að geyma ópusa með fiðlaran- um Joe Venuti og gítaristanum Eddie Lang. Bix Beiderbeck, Red Nichols, Benny Goodman og Dorsey-bræður koma þar við sögu ásamt fjölda hvítra djassara ann- arra. Eddie Lang lék m.a. með Bessie Smith og Lonnie Johnson undir nafninu Blind Willie Dunn, kynþáttaaðskilnaðurinn þá í al- gleymingi í Bandaríkjunum. Þarna má finna blús er hann hljóðritaði undir nafninu Church Street Sobbin’ Blues. Hægt væri að fjalla um þessar skífur endalaust. Þarna er saman- kominn fjársjóður. Allar eru þær frá- bærar en sumar frábærari en aðrar. Louis, Duke og Jelly Roll eru ómet- anlegar í hverju djassplötusafni og hinar skreyta þær allar. Bix Beiderbeck og félagar, 1924. BÓKMENNTIR Leitið og þér muruid halda áfram að leita! Sólstafir eftir Bjarna Guðnason. Skáldsagan Sólstafir eftir Bjarna Guðnason gerist einhvers staðar í Mið-Evrópu á miðöldum — og býð- ur sagan manni á einum stað að af- marka tímann við ofanverða 13du öld. Þetta eru tímar trúarofbeldis og kúgunar í Evrópu, tímar valdníðslu og spillingar jafnt veraldlegra sem andlegra yfirvalda. Á íslandi eru þetta tímar Sturlunga og endaloka þjóðveldisins. Sagan segir frá ungum dreng af alþýðustétt, Pétri, sem í upphafi bókar er skólasveinn í klaustri, en verður frá að hverfa til heimahúsa og flýr þaðan til að leita ungrar meyjar, Donnu, táknmyndar ástar og fegurðar. í leit sinni, píslargöngu trúarinnar/blekkingarinnar, hring- ferð sinni um lendur tálmyndanna, labbar Pétur snauður og óvarinn í gegnum mannlíf miðalda og lendir í miklum ævintýrum; hann heyrir af undrum og upplifir stórmerki. Hann kynnist fjöldanum öllum af skrýtnu og skemmtilegu fólki af öllum teg- undum og kynjum, úr öllum mögu- legum þrepum þjóðfélagsins; allt frá stigamönnum og portkonum til lær- dómsmeistara, rannsóknardómara og greifa — að ógleymdri Maríu Guðsmóður og Djöflinum sem á þessum tíma átti það m.a. til að dansa með fleðulátum kviknakinn í kvenmannslíki yfir og undir guðs- mönnum — tælandi til voðaverka. Það sem sameinar nær allar per- sónur bókarinnar er leitin. Allir eiga sér draum, von um eitthvað sem ekki er, og allir eru beinlínis að leita einhuers, „frjálsir eins og fuglar í búri”. Og flestir án tilætlaðs árang- urs og án þess að skilja að sá sem leitar „með gassa” finnur aldrei það sem leitað er að — og veit jafnvel aldrei hvað það er. Sama hvort það er huglægt og heitir trúarvissa, ást, hamingja, vald... eða er áþreifan- legt: ástmaður, ættingi, Guðsmóðir, gull. Og allir „leita þeim mun ákafar sem vonin er minni”. Sagan segir okkur þó jafnframt að leitin þurfi ekki að vera unnin fyrir gýg: fundur hinna eilífu verðmæta geti verið fal- inn í leitinni sjálfri — rammlega fal- inn. En á leið sinni þangað þarf hvorki að fara hátt né geyst. í sögunni er líka fólgin von; í sögu- lok þegar Pétur klifrar upp í sólar- skarðið reynslunni ríkari á „heim- leið" brosir framtíðin til hans og allra, þótt vonbrigðin hlaði valköst og vondir menn kyndi undir með slóttugri valdníðslu og morðóðri spillingu. Það er samt von: lögmál sköpunarverksins bjóða öllum að yrkja betri heim handan fjallsins — lesendum líka. í sögu Péturs og kynnum hans af ríki mannanna er tekið á mörgum ótímabundnum kvillum — hlut- lægum sem huglægum — er fylgt hafa samfélagi og þjóðum frá örófi, og plaga okkur enn í dag engu minna en á myrkum öldum órétt- lætis, ógna, fordóma, fáfræði, mis- réttis, arðrána, kúgunar, pesta og plága. Ásamt fleiru tengir þetta söguefnið við samtímann og virkjar lesandann til þátttöku í örlagagaldri sögunnar. Aðstæðunum er ætlað að verka á lesandann sem væri hann á staðnum. Dregin er upp lifandi en þó mjög hæðin mynd af prangi, blekkingu, falskaupmennsku, lognu verðmætamati, misnotkun valds, ofstjórn og misvitrum vilja. Hér má finna skírskotanir til stóra bróður og stríða tölvualdar, skoðanaofbeldis og útrýmingar; verðmætanauðgun- ar nútímans. Þessar samsvaranir eru algerlega að tjaldabaki í sög- unni, faldar milli lína, en kenna okk- ur þó ad gœsalappalaus stendur framför aldrei undir nafni. Frásagnaraðferð bókarinnar er kynföst í hefðum — með sínum sér- kennum þó. Bygging og.allur ytri búnaður eru klassísk að gerð; sígild- ur, aðgengilegur sagnastíll sem fell- ur að efni eins og sjálfsagt mál. Stíll- inn er orðfár en orðauðugur, setn- ingar stuttar og hnitmiðaðar — stundum fullbóklegar, og mikið er um vel byggð samtöl þar sem hver persóna hefur sín skýrt dregnu sér- kenni í máli. Mjög algengt er að fram fari tvennum sögum — litið til baka í huga og orði — og ófáar sögu- persónur rifja upp ýmsa liðna at- burði óskylda meginþræði er fylla þó út í heildarmyndina og eiga sér tilgang þegar upp er staðið. Mikið er um myndrænar umhverfislýsingar og náttúran er gædd lífi, birtu, lykt, hreyfingu og hljóði í samræmi við hug og athafnir hverju sinni. Og málfar bókarinnar er fallegt svo af ber. Hefur það gildi í sjálfu sér. Sólstafir Bjarna Guðnasonar er fallega skrifuð bók, fagmannlega unnin af nákvæmum fræðimanni sem gjörþekkir bæði efnivið sinn og öll smíðatól. Kunnáttan er fyrir hendi á öllum sviðum og hand- bragðið gott. En maður saknar þess þó í bókinni að hafa ekki aðeins blóðugra kjöt á beinunum — glaðari eld í ofninum, nálægari ögrun og einhvern logandi ungæðishátt, meiri frumleika, fleira sem kemur á óvart og hrífur tilfinningar. En það verður þá helst að gerast án jress dregið sé fyrir klassíska heiðríkj- una, án þess hefðin sé brotin og stíll- inn gruggaður. Og með þessari leit er ég strax búinn að villast inn í allt aðra sögu, ímyndaða og óviðkom- andi. f Sólstöfum er leitandi lesendum boðinn áttaviti er vísar burt frá drambi: lesa má að hvergi finnist ÚTVARP SJÓNVARP Fjörutíu stunda fréttavika Ad halda andlitinu Á hverjum virkum degi er um sjötíu og tveimur fréttatímum út- varpað yfir landsmenn. Eitthvað færri um helgar. Sumum þessara fréttatíma er út- varpað af fleiri en einni útvarps- rás. Einn er meira að segja einnig sendur út í gegnum dreifikerfi Sjónvarpsins. Allt tekur þetta hátt í níu klukkutíma í flutningi. Að tvíflutningi slepptum eru þetta um fjörutíu og tveir frétta- tímar á hverjum degi. Fjórir eða fimm klukkutímar. Svo skammar hann Jón Ársæll mig fyrir að hlusta ekki reglulega á fréttatímana hans á Stjörnunni. Segir að ég sé þar með enginn „fjölmiðlamaður”. Sjálfsagt þykir mér minna til þessa titils koma en Jóni, þar sem ég kippi mér lítið upp við þessar skammir. Ég tel mig vel geta lifað þó ég missi fréttatíma og frétta- tíma úr. Jafnvel unnið fyrir mér með því að skrifa fréttir. Það sem mér þykir alvarlegra við þennan fjölda af fréttatímum er það, að maður hittir varla orðið nokkurn mann sem hefur hlustað á sömu fréttirnar og maður sjálfur. Þá er annaðhvort að endursegja þær áður en hægt er að hella skoðunum sínum yfir kunningj- ana. Eða þegja. Fólk er meira að segja hætt að hlusta á kvöldfréttir Ríkisútvarps- ins. Enda kannski ekki mikið að missa af. Metnaður og kraftur virðast nefnilega hafa minnkað jafnt og fréttatímanum hefur fjölgað. Það er eins og fréttamennirnir finni að æ færri hlusta á þá. Það hlýtur að vera leiðinlegt að hafa færri áheyrendur í dag en í gær. Það er engin vítamínsprauta. Gunnar Smári Egilsson Það er alveg makalaust hvað spurningaþættir verða oftast hall- ærislegir í íslensku sjónvarpi — eig- inlega vandræðalegir. Hjónaspilið, sem Sveinn Sœmundsson hefur ver- ið með á Stöð 2, og þættirnir hans Ómars í ríkissjónvarpinu eru nýleg dæmi. Þarna hjálpast allt að. Keppend- urnir eru oft svo óskaplega feimnir og/eða stressaðir að maður situr beinstífur og dauðhræddur á stól- brúninni og bíður eftir því að það líði yfir einhvern þeirra. Áuðvitað er stressandi að sitja í ljósabaði fyrir framan kvikmyndatökuvélar. Hvað þá ef ætlast er til þess að maður hugsi líka! En ég er helst á því, að þátttakendurnir taki sig yfirleitt allt of alvarlega. Þetta á nefnilega að vera skemmtilegur leikur — ekki einhver stóridómur um það hvort Jón Jónsson sé séní eða óalandi og óferjandi. Það er sko enginn verri þó hann viti ekki undir hvaða fjalli Bólu-Hjálmar er fæddur! Áhorfendur í svona spurninga- þáttum eru líka heill kapítuli út af fyrir sig. Maður finnur ekki nærri nógu mikið fyrir þeim. Eða þá að þetta fer gjörsamlega út í öfgar á hinn veginn, eins og í Hvað held- urðu? Upptökusalirnir hafa verið að drukkna í litlum krökkum, sem eiga í raun ekkert erindi þangað. Þetta með áhorfendurna verður þó ekki leyst með því að sleppa þeim alveg, því eins og við sáum i Ans-Ans þá getur það orðið ansi líf- laust og tómlegt. Það liggur við að maður mæli með því að bæði áhorf- endum og keppendum sé boðið upp á svo sem tvö léttvínsglös fyrir upp- tökuna. Eða þá að þeir væru látnir leggjast á dýnu og gera slökunaræf- ingar í kortér. Þá myndu þeir kannski hætta að taka sig svona al- varlega og slappa betur af. Fara jafn- vel úr skónum og bretta upp erm- arnar... Það er líka alveg óhætt að brosa og það verður enginn sektað- ur fyrir að hlæja. (Bakföll eru hins vegar komin á bannlista vegna of- notkunar.) Jónína Leósdóttir neinir lyklar að leyndardómum Guðs og manna. Og lífshamingjuna finna þeir helst sem rækta garðinn sinn heimtufrekjulaust, sáttir við eigin örlög eins og bróðir Benedikt — láta aðra í friði. Slíkum mönnum auðnast e.t.v. einn daginn að sjá sól- stafina rísa frá jörðu til himins líkt og stiga og Krist stíga niður þrepin. Sjá að minnsta kosti tilgang með biðinni og finna um leið fyrir al- mættinu í náttúrunni. Sigurður Hróarsson MYNDLIST Ljón og sœljón Nú í aðventuönnunum hafa tveir ókrýndir heiðursborgarar lýðveldis- ins, þeir Leó Árnason og Eggert Magnússon, haldið einkasýningar í anddyrum stórstofnana. Sýningu Eggerts á gangi Kjarvalsstaða lauk sunnudaginn 13. og sýningu Leós, Ljóns norðursins, í anddyri Hótels Borgar lauk einnig um síðustu helgi, viku fyrr en áætlað hafði verið. Hér verður enginn samanburður gerður á þessum tveimur heiðursmönnum, heldur leitast við að varpa ljósi á hið barnslega æðruleysi sem gerir það að verkum að list þeirra beggja er eins og stríðnisleg áskorun til allra viðtekinna fagurfræðigilda. Ljón norðursins er t.a.m. alls ósmeykt við að bjóða sænsku konungsfjölskyld- unni og fleiri tignum höfðingjum til sætis í aldingarði sínum. Og jafnvel þótt Sylvía og börnin séu klippt út úr Hjemmet er ekki annað að sjá en þau séu fastagestir í aldingarði Ljónsins. Litskrúðugur akrýllinn samsamast skandinavískri prent- svertunni og allt fellur í ljúfa löð. Að- ferðir sem þessar minna um margt á fáránleikastefnu dadaista, en við nánari athugun kemur i ljós að á bak við býr ekki kaldrifjaður húmor heldur hlýtt hjartaþel ásamt eins konar glysgirni áþekkri þeirri sem er áberandi meðal frumstæðra indí- ánaþjóðflokka Suður-Ameríku. Þó væri e.t.v. nærtækara að líkja uppá- komum Ljónsins við evrópskar sígaunahefðir, runnar frá Indusárós- um á „knerri sannleikans”. Heimur Ljónsins er hömlulaus, en af og til stígur byggingameistarinn fram og dregur nærfærnislega upp segl og burstir í ótamið útsýnið. I Ijóðakveri sínu, „Grjótrunna hugans”, sem var gefið út í tilefni af sýningunni á Hótel Borg, talar Ljónið um að „á djúpmiðum sálar oft reiki undra- birta / svo takmörkin og víddir tæp- ast verða til”. Og víst er að fantasían í myndum Leós ber nokkurn keim af E1 Greco, sem sá heiminn teygjast í undarlegri birtu. Einnig má sjá skyldleika við kínverska fjarvíddar- tækni í landslagi Leós Árnasonar. Birtan verður þó að teljast sérís- lensk og dumbungsdrættirnir gætu varla norðlenskari verið. Sýningin á Hótel Borg var öllu meiri leiksýning en myndlistar-. Myndirnar á tíðum í belg og biðu á borðum, stólum og gólfum og sýningarskrá engin. Allt hlýtur það að teljast iöstur á annars sérstæðri sýningu, en skýrist e.t.v. af því að Leó Árnason var og er Ljón. Eggert Magnússon er hins vegar gamalt sæljón sem þekkir öll heims- ins höf og margar íslenskar heima- sætur að auki. Á fimmtu einkasýn- ingu hans á Kjarvalsstöðum gaf að líta allt frá afrískum refaveiðum og mannætutígrum til vestfirskrar galdrabrennu og hvalveiða við Grænland. Áberandi eru myndir af sjómönnum og búlduleitu og ítur- vöxnu kvenfólki, geislandi af lífs- þrótti í góða veðrinu. Styrkur Eggerts er græskuleysið. Það sem mörgum þykir ómerkileg gróusaga, og hreint ekki innblásin, verður honum kveikja að listaverki. Þannig hefur Eggert gert bæði Brigitte Bardot og Grace Kelly ódauðlegar á íslandi. Samkvæmt kokkabókum listasögunnar hefur Eggert harla fátæklegan smekk, en í því felst líka að nokkru sérstaða hans í heimi list- anna. Undirritaður saknaði þess á Kjarvalsstöðum að hafa ekki sýn- ingarskrá. Sýningu Eggerts í List- munahúsinu fyrir rúmum tveimur árum fylgdi greinargóð sýningar- HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.