Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 33
Leiðréttingar við bókmenntasöguna Soffía Auöur Birgisdóttir í viötali um kvennabók sem hún hefur séö um. Mál og menning hefur nýveriö sent frá sér bók sem heitir Sögur ís- lenskra kvenna frá 1879—1960. í þessari bók, en þad er Soffía Audur Birgisdóttir sem umsjón hefur haft með átgáfunni, má finna einar sex skáldsögur ogyfir tuttugu smásögur eftir íslenskar konur. Þetta er þó aö- eins fyrra bindi þessa mikla safns, því á nœsta ári á að koma út síðara bindið sem inniheldur sögur ís- lenskra kvenna frá 1960 til 1985. Soffía er hér í viðtali og skýrir for- sendur útgáfunnar og tilgang. „Það eru í bókinni sex skáldsögur og yfir tuttugu smásögur og ártalið 1879 er miðað við smásögu eftir Torfhildi Hólm sem skrifuð var þá og er með fyrstu smásögunum sem skrifaðar voru á á íslandi. Höfundar skáldsagnanna eru þær María Jó- hannsdóttir, Henríetta frá Flatey, Ragnheiður Jónsdóttir, Kristín Sig- fúsdóttir, Halldóra B. Björnsson og Þórunn Elfa Magnúsdóttir. í ítarleg- um eftirmála geri ég síðan grein fyr- ir hverjum höfundi, bæði skáld- og smásagna, tengi þær saman inn- byrðis og við hina almennu og opin- beru bókmenntasögu auk þess að rekja ágrip af kvennabókmennta- sögu.“ — Er hún önnur en sú sem hingað til hefur verið kennd? „Já, það er ljóst að bókmennta- saga kvenna fylgir ekki sömu línum og sú sem hingað til hefur verið kennd sem hin eina rétta saga. Það kemur t.d. í ljós að það verða ekki ris og breytingar á sama tíma í kvennabókmenntum, bókmennt- um skrifuðum af konum, eins og má t.d. sjá þegar atómkveðskapurinn ryður sér til rúms. Það eru næstum engar konur sem yrkja í þeim stíl þegar hann kemur fram." — Nú eru þessar konur varla nema rétt nafnkunnar. Þjónar það nokkrum tilgangi að setja þær á bók, með öðrum orðum; gleymdust verk þeirra þara ekki af því þær voru ekki nógu góðar? „Þær hafa vissulega orðið undir í umræðunni og hjá mörgum þeirra er það að mínu mati mjög óverð- skuldað. Hins vegar má benda á það að t.d. Þórunn Elfa hefur verið mjög mikið lesin miðað við útlánstölur frá bókasöfnum. En varðandi það hvort það sé ekki eðlilegt að þær hafi gleymst af því þær séu lélegri höf- undar en þeir sem ekki hafa gleymst þá er ég ekki sammála því að urta- garðurinn reyti sig sjálfur í þessu samhengi. Ég færi að því ýmis rök í ritgerðinni sem fylgir að þessar skáldkonur séu síst verri en margt sem varðveist hefur betur." •— Þannig að þú kemur fram með bókmenntasögulegar nýjungar? „Já, ég tel svo vera. Það má nefna í því sambandi að Þórunn Elfa skrif- ar Reykjavíkursögu áður en fyrsta slíka sagan er talin vera skrifuð. Hún skrifar líka fyrstu „kollektífu" sög- una sem birtist hér á landi, er á und- an Jakobínu með það. María Jó- hannesdóttir skrifaði nýrómantíska sögu einum tíu árum áður en að há- punkti íslenskrar nýrómantíkur kom. Af þessu má sjá að þarna eru ýmsar leiðréttingar á bókmennta- sögunni. Auk þess er nauðsynlegt að draga konur fram í dagsljósið til þess að geta skrifað bókmenntasög- una sæmilega rétt því hún er líka þeirra. Annað sem ég komst að og tengist þessu er að Svanhildur Þor- steinsdóttir Erlingssonar er ekki Svana Dún eins og alltaf hefur verið haldið. Allar bókaskrár og heimildir halda því fram að Svana Dún sé Svanhildur Þorsteinsdóttir en mér fannst það ekki geta passað vegna þess að stíll þeirra var svo ólíkur. Svo rak ég augun í fæðingardaga þeirra og það setti mig á sporið. Eftir Íanga leit komst ég að því að þetta var alls ekki sama konan. Svana Dún hét reyndar Sigríður Svanhild- ur Þorsteinsdóttir Líndal og kannski kom þessi misskilningur til vegna þess. Aðra skemmtilega sögu get ég nefnt. Torfhildur Hólm, sem var fyrsti íslendingurinn sem lifði af rit- störfum, var líka fyrst til að fá skáldastyrk, að vísu ásamt öðrum. Þetta kostaði heljarinnar mótmæli og deilur og á endanum var styrkn- um breytt í ekknabætur og um leið lækkaður um tvö hundruð krónur. Torfhildur skrifaði um þetta eitt- hvað á þá leið að hún hefði verið sú fyrsta sem uppskar fordóma gagn- vart „littererum" dömum. Þannig að það er ljóst að það hefur ýmislegt á daga íslenskra skáldkvenna drifið og þær hafa þurft að búa við margt mótlætið, bæði félagslegt og and- legt.“ — Hvaða samkenni finnurðu helst með þeim konum sem eiga verk í bókinni? „Það sem er gegnumgangandi er fyrst og fremst það að skyldan og sköpunarþráin takast á. Það má segja að undir miðja öldina boði konurnar fórn en eftir það fer að koma fram efi um þessa fórn og að lokum verður það undir að fórna listrænni þrá fyrir fjölskyldu og hefðbundið líf. Síðustu sögurnar fjalla síðan beinlínis um það að skapa listaverk. Það er líka einkenni þessara sagna að þær fjalla allar um konur sem þolendur, ég held að það megi segja um þær allar. — Er þessi bók dæmi um það besta frá íslenskum konum? Soffía; „Það er einkenni þessara sagna að þær fjalla allar um konur sem þolendur..." „Það má vissulega deila um list- rænt gildi margra þeirra sagna sem þarna eru, en á það verður að líta að plássið setti mér verulegar skorður, stærstu verk sumra þessara kvenna eru allt að átta hundruð síður ein og sér, þannig að það gefur augaleið að það var erfitt val m.a. með tilliti til þessa. En ég held að það hafi ekkert farið fram hjá mér, ég las allt sem birst hefur á prenti frá upphafi." — Eru einhverjar þessara kvenna þungavigtarkonur í bókmenntasög- unni? „Já, það tel ég alveg hiklaust. Torfhildur Hólm, Elínborg Lárus- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Krist- ín Sigfúsdóttir, Þórunn Elfa og Hulda og fleiri. Þetta eru allt mikils- verðir höfundar í bókmenntasögu okkar." KK Leyndardómurinn Viðsjávarsíðuna, erhráefnid að haíá sérhverjum rétti Sjávarréttahladborð í hátkginu alla virka daga Veitingahúsid SjáuaRsíöcma TRYGGVAGÖTU 4-6 BORÐAPANTANIR í SÍMA 15520 og 621485 HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.