Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 36
King Oliver's Creole Jazz band, Armstrong fremstur á myndinni. Af stórmeisturum djassins Loksins, loksins er hægt að fá meistaraútgáfur ástralska tækni- snillingsins Roberts Parker á íslandi: Jazz Classics in Digital Stereo, og eru ellefu titlar útkomnir: New Orleans, Chicago, New York, Louis Armstrong, Fats Waller, Bix Beider- beck, Bessie Smith, Jelly Roll Morton, Johnny Dodds, Duke Ell- ington og Joe Venuti/Eddie Lang (BBC/Skífan). Robert Parker hefur unnið að þessum útgáfum um langt árabil. Sl. tuttugu ár hefur hann glímt við að færa klassísk meistaraverk djassins frá árunum milli stríða af sjötíu og átta snúninga mónó-skífum yfir í steríóskífur og diska. Ekki með því að falsa hljóðmyndina, eins og hefur tíðkast, heldur bæta við hana þann- ig að þó hljóðfærin hljómi ýmist úr hægri eða vinstri hátölurum eða frá miðju er hin upprunalega hljóð- mynd óbrengluð. Með tilkomu staf- rænu tækninnar varð árangur Parkers enn betri, en hann var einn hinna fyrstu er notuðu PCM F1 frá Sony. Parker ræður einnig yfir tæki er kannar báðar hliðar plöturásar- innar og velur þá hljóðmynd sem lausust er við suð og rispur. Að auki er Parker gamall djassgeggjari og veit nokkurn veginn hvað má gera og hvað ekki þegar hljóðritanir meistaranna eru endurunnar. Fyrsta skífan, New Orleans, hefur að geyma tónlist með Jelly Roll Morton, King Oliuer, Louis Arm- strong, Johnny Doods, Sidney Bechet, Tommie Ladnier og Red Allen og er þá aðeins hluti upptal- inn. Mesta athygli mína vekur Sweet Lovin’ Man með kreólabandi King Olivers frá 1923. Pessi upptaka er fyrir tíma hljóðnemanna og blésu hljóðfæraleikararnir í miklar trektir sem báru tóninn í nálar sem skráðu hann. Kreólaband King Olivers er ein af helstu hljómsveitum hins klassíska djass. Upptökurnar frá 1923 há- punktur ferils hans. Louis Arm- strong, jafngamall öldinni, blés ann- an kornett og Dodds-bræður á klar- inett og trommur. Aldrei fyrr hefur King Oliver-bandið hljómað jafnvel og á þessari upptöku í endurgerð Parkers. Loksins má heyra í hverju hljóðfæri fyrir sig í stað þoku- kenndrar samfellu. Þó ekki væri annað á þessari skífu væri hún pen- inganna virði. En þarna er fleira að finna. Dr. Jazz með Jelly Roll, þar sem tærleikinn er meiri en fyrr, og Alligator Crawl með Hot Seven Louis Armstrongs. Þar er líka dúett- inn óviðjafnanlegi: Weather Bird með Armstrong og Earl Hines, svo og fjöldi annarra frábærra ópusa. Chicago hefur að geyma fínan Armstrong með Carroll Dickerson- bandinu og einn af bestu sólóum Bix Beiderbecks með Frankie Trumbauer: Singin’ the Blues. Svo eru McKinney’s Cotton Pickers með Milenberg Joy og Benny Goodman með That’s a Plenty og móðir blús- ins, Ma Raney, syngur Hear Me Talk- ing To You. Upptökur Ma Raney voru afspyrnuslæmar og hér má segja að maður heyri almennilega í henni í fyrsta skipti. New York hefur að geyma Arm- strong með Fletcher Henderson; út- setningu Fletchers á ópus King Oli- vers: Dippermouth Blues, sem ber nafnið Sugar Foot Stomp. Útgáfan á San með hljómsveit Pauls White- man er djásn eins og annað sem ég hef borið saman við eldri útgáfur á breiðskífum. Þar blæs Bix í kornett og upptakan gæti verið frá seinni tíð. East St. Louis Toodleoo með Ell- ington-bandinu er hér líka, Jelly Roll, Bessie Smith og King Oliver, Fats Waller, Louis Russel og Cab Calloway og yngsta upptakan er Stratosphere með Jimmy Lunceford frá 1934. Þessar þrjár breiðskífur hafa verið gefnar út á geisladiskum með fjór- um aukanúmerum hver. Aftur á móti er geislaútgáfan á skífum hinna einstöku meistara með ná- kvæmlega sama efni og breiðskíf- urnar. Louis Armstrong var sá fyrsti er Parker helgaði einstaka skífu og kemur það engum á óvart. Arm- strong er einn af stórmeisturum djassins og bestu hljóðritanir hans eru gerðar á árunum milli stríða. Hér má finna upptökur frá 1923 til 1931. Sérhver Armstrong-aðdáandi verður að næla sér í þessa skífu því varla er hægt að hugsa sér snilli hans njóta sín betur: Wild Man Blues, West End Blues, Muggles, Hotter Than That, svo eitthvað sé nefnt. Aftur á móti eru fjölmargir Armstrong-ópusar betri en Lone- some Road. Það vantar Potato Head Blue með „stoptæm’-sólónum makalausa eða Ijóðið á Tight Like That — en svo mætti lengi telja. Það komast aðeins sextán ópusar á skíf- una! Fats Waller eru gerð góð skil. Hljóðritanirnar eru frá 1927 til 1934. Meðal þeirra elstu er Sugar, sem hann lék á orgel Þrenningarkirkj- unnar í Camden 1927. Þar eru hljómgæðin hin ágætustu. Þarna má finna Harlem Fuss, þar sem Charlie Irvis blæs í básúnuna, og Won’t You Get Off It, Please, þar sem Jack Teagarden og J.C. Higginboth- am eru básúnuleikarar. Red Allen fer á kostum í Yellow Dog Blues og alls staðar er Fats hin mikla rýþmavél sem rekur allt og alla áfram af mögnuðu lífsfjöri. Þeir sem halda mest upp á söngvarann og skemmti- kraftinn Fats Waller fá ekki mikið við sitt hæfi þarna, en djasssnilling- urinn Fats kemur vel fram. Einleiks- perla hans Alligator Crawl er sígild! Bix Beiderbeck er þriðji í röð ein- leikaranna. Hann er fyrsta hvíta djassstjarnan en skein stutt; drakk sig í hel 1931, aðeins tuttugu og átta ára gamall. Tónn hans á kornettinn var afburðafagur og bjölluhljómur- inn aðal hans. Svo undarlega bregð- ur við á þessari skífu að bjöllu- tónn Bix er ekki hinn sami og á eldri útgáfum. Þá vaknar spurningin: Var tónninn aldrei sá er við heyrðum? Hvað um það, snilli Bix er söm við sig og hann stendur eins og klettur úr hafinu umkringdur meðaltónlist- armönnum. Valið á þessa skífu er stundum einkennilegt — ég veit ekki hvað Rockin’ Chair og Barnacle Bill the Sailor með Hoagy Car- RUNNI /Va J/ó / /Vr 3 e t - • / * - - # j o/ci ve/rtntnffl 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.