Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 12
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundson, Gunnar Smári Egilsson, Jónina Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson. Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Útlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Birgir Lárusson Sölu- og markaðsstjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Áskrift: Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Aðsetur blaðsins: er i Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511. Útgefandi: Goðgá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Vid blæðum Um svipað leyti og fjármálaráðherra og fjárveitinga- nefnd reyna af fremsta megni að koma saman hallalaus- um fjárlögum með tilheyrandi óvinsælum niðurskurði á fjárveitingum í nauðsynlegar og brýnar framkvæmdir, berst inn á ritstjórnir blaðanna skýrsla Ríkisendurskoð- unar um eftirlitslaust fjármálaævintýri við Keflavíkur- flugvöll. Stjórnskipaðri byggingarnefnd tókst að klúðra byggingu Leifsstöðvar með þvílíkum bravúr, að slíkt verður vart endurtekið. Og ekki nóg með það, heldur skýrði byggingarnefndin starfsmönnum Ríkisendurskoðunar frá því, að rétt stjórn- völd hefðu samþykkt aukin útgjöld. Og ríkisendurskoð- un kannaði þetta og fékk staðfestingu á því, að bygging- arnefnd hefði fengið þessar heimildir hjá þáverandi utan- ríkisráðherrum, Geir Hallgrímssyni og síðan Matthíasi Á. Mathiesen. Klúðrið nemur um einum milljarði króna og upplýsing- ar um umframfjárþörf til fjármálaráðuneytisins voru gloppóttar. Þrátt fyrir það er ljóst, að fjármálaráðuneytið hefði átt að láta kanna þetta mál mun fyrr en raun varð á. Þá er Ijóst, að alþingismenn hafa sofnað á verðinum, því í lánsfjáráætlun kom glögglega fram, að fjárhags- áætlun vegna Leifsstöðvar stóðst engan veginn. Við athugun á skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur í ljós, að bygging Leifsstöðvar er mistakasaga frá upphafi til enda, en þó einkum undir lok byggingartímans. Af skýrslunni má ráða, að utanríkisráðuneytið og bygg- ingarnefndin tóku sér fjárveitingarvald eftir þörfum. Þar að auki er pólitískur fnykur af málinu. Ofurkapp var lagt á að klára flugstöðvarbygginguna þann 14. apríl í vor og þá haldin ein fjölmennasta veisla, sem um getur. Svo vill til, að ekki voru nema tæpar tvær vikur í alþingis- kosningar. Svo vill til, að fjármálaráðuneytinu barst ekki vitneskja frá byggingarnefnd flugstöðvarinnar um, að verulegt fé vantaði fyrr en 29. apríl, þ.e. fjórum dögum eftir kosning- ar! Jafnframt kemur í ljós í skýrslunni, að fjármálaráðu- neytið var látið vita, að umframfjárþörf næmi 450—480 milljónum króna. En það var ekki allt. Loks í júlímánuði sendi byggingarnefndin áætlun um fjárþörf til verkloka (sem nú voru áætluð 1988, en áður hafði verið áætlað að klára verkið í júní 1987) og samkvæmt henni var fjárþörf- in hlaupin upp í 890 milljónir króna. Og þá loksins var málið sett í rannsókn. Það er ljóst, að allir þeir, sem stóðu að byggingu flug- stöðvarinnar nýju, klikkuðu í starfi sínu. Og sá grunur læðist að manni, að tímabundnir pólitískir hagsmunir hafi ráðið ferðinni undir lokin. Helgarpósturinn hefur oft og einatt lagt á það áherzlu sem grundvallarreglu í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi, að menn séu látnir sæta ábyrgð verði þeim á í messunni. í þessu máli hefur nokkrum mönnum í ábyrgðarstöðum heldur betur orðið á í messunni. Þeir eiga að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Það er ekkert smámál, sem hér um ræðir. Byggingar- saga hússins virðist vera saga mistaka á mistök ofan. Fyr- ir það á almenningur eftir að blæða. Fram hefur komið tillaga um, að skipuð verði rann- sóknarnefnd vegna þessa máls. Helgarpósturinn tekur undir þá kröfu. Það er óviðunandi að horfa upp á það, að embættismenn, þingmenn og ráðherrar geri milljarða mistök og enginn kallaður til ábyrgðar. Menn hafa fengið að fjúka fyrir minna. Hvenær mun andskotinn falla á illverkum sínum? Það er mikið haldið af ræðum í heiminum í dag og sumir vilja meina, að góðar ræður séu betri en vondar ræður. Ég dreg það mjög í efa. Að vísu hrífst ég ekki síður en aðr- ir, þegar ég heyri góða ræðu gegn rangsleitni og kúgun. En þegar ræð- an góða er löngu gleymd, en rangs- leitnin og kúgunin standa eftir lítt eða ekki haggaðar, þá setur að manni efa um að heimurinn verði frelsaður með ræðum, og það meira að segja góðum ræðum. Og þegar maður sér hversu langur sá ferill er, sem efni ræðunnar þarf að leka nið- ur stiga valdakerfisins, þar til komið er að þeim kontórum, einum eða fleiri, sem annast eiga framkvæmd efnis hennar, þá hlýtur maður jafn- vel að efast um gildi þess að Fjall- ræðan var flutt. Sú ræða, sem um þessar mundir er hvað vinsælust, er kennd við „glasnostur", en það mundi útleggj- ast, á voru máli, sem sá verknaður að gera eitthvað uppskátt, skafa ekki utan af hlutunum, en nefna þá óhikað réttum nöfnum. Þetta glasnostur er byggt á enn eldri ræðu, sem Valdimar Elíasson (Lenín) flutti austur á Volgubökkum og mörgum þótti afspyrnugóð á sinni tíð. Sú ræða gekk í höfuðatrið- um út á það, að það sem mestu varð- aði í lífinu væri að hefa rétt skipulag, og ef við skipulegðum tilveru okkar frá vöggu til grafar mundi allt hitt veitast yður að auk. Þessi ræða vakti þvílíka hrifningu, að þriðjung- ur mannkynsins breytti skipulaginu til samræmis við efni hennar. Þetta skipulag er nú kallað Sovét af þeim, sem skoða það með glýju í augum, en gegnum glasnostur séð heitir það Gúlag. Nýlega birtist í breska tímaritinu The Economist raunsönn lýsing og tæpitungulaus á ástandinu í nokkr- um sæluríkjum Austur-Evrópu og var komist að þeirri niðurstöðu, að eftir 40—70 ára sleitulaust uppbygg- ingarstarf við að skipuleggja tilver- una væri helstu liliðstæður við stjórnarfar þessara ríkja að finna í sumum illræmdustu herforingja^ stjórnarríkjum Suður-Ameríku. í staðinn fyrir þann þaulskipulagða og missmíðalausa áætlunarbúskap, sem í orði kveðnu á að ríkja þarna, hefur komið einhver afskræmdasta efnahagsóstjórn í víðri veröld. Af- leiðingarnar gætu orðið 50—300% verðbólga í vetur, uppgjör fyrir- tækja, brottrekstrar úr vinnu, verk- föll og jafnvel byltingaröldur í Rúmeníu, Júgóslavíu, Póllandi og Ungverjalandi. Rúmenía hefur smátt og smátt breyst í einkaóðal Ceausescu-fjölskyldunnar á svipað- an hátt og Dóminíska lýðveldið og Nicaragua voru prívatleikvellir herranna Trujillos og Somoza, sem að lokum var komið fyrir kattarnef við almennan fögnuð þegna sinna. Pólski kommúnistaflokkurinn leyst- ist upp eftir því sem Samstöðu óx ás- megin 1981 og herinn varð opinber- lega að taka völdin. Jaruszelski trónir þar eins og suður-amerískur einræðisherra. Júgóslavía er sokkin í efnahagslegan bjálfaskap, sem gæti leitt til upplausnar þessa laus- girta sambands átta ríkja og héraða. Ungverjaland, sem á undanförnum árum hefur vakið athygli með því að lögleiða svarta markaðinn og viður- kenna hann, sem einkageira við hlið ríkisgeirans, leitar nú leiða til hagræðingar í þeim síðarnefnda. Yfirlýst markmið er að losa sig við öll fyrirtæki, sem tapa, og þannig gæti allur stáliðnaðurinn fallið í val- inn á næsta ári með tilheyrandi at- vinnuleysi. Öll hafa þessi ríki reynt að hafa stjórn á hlutunum með því að moka inn niðurgreiðslum á brýnustu nauðsynjar, halda strangri verð- stöðvun á matvælum og eldsneyti. Árangurinn hefur orðið sá að vör- urnar hverfa af markaðnum. í Júgó- slavíu voru laun ýmist fryst eða lækkuð um 10%. Sums staðar risu þá verkamenn upp og fengu þá 100% kauphækkaun! Hryllilegast er ástandið í fjölskylduríki Ceaucescus. Þar fá menn rafmagn til hitunar tvo tíma á dag og bannað er að nota meira en 40 kerta perur í heimahúsum. Samt eru stöðugar framleiðslustöðvanir, þegar rafkerf- ið brestur undan álaginu. Amerísk- ar Kent-sígarettur hafa verið að leysa „leyið" af hólmi sem gjaldmið- ill á gengi, sem gefur til kynna að það sé jafnvirði eins sjöunda af því sem opinberlega er haldið fram. Sovétríkin eru nú á svipuðum sígarettustaðli og Vestur-Þýskaland 1948: Vel menntað fólk Qjau hafa á að skipa fleiri verkfræðingum og vísindamönnum en Bandaríkin) í spennitreyju kerfisbundinna fram- leiðsluhátta, þar sem enginn er hvattur til að framleiða það sem þörf er fyrir. Úr frábærum aðföng- um verða til svo lélegar afurðir í Sovét, að Rússinn hefur aðeins minni möguleika á að eignast eigin bifreið en svartur Suður-Afríkumað- ur. Ef Sovét og Austur-Evrópa tækju slíkan sprett út úr haftakerfi sínu, sem V-Þjóðverjar tóku undir forystu Erhards 1948, gætu þau afrekað álíka efnahagsundri. En til þess eru engin líkindi. í þessum ríkjum er nú að finna samþjappaðasta íhaldskerfi veraldarinnar. Óg það er ekki nóg að vilja vel. Það er hald margra að andskotinn muni um síðir falla á sín- um illverkum. Ég hef litla trú á því. Hitt grunar mig, að áður en til þess kemur muni margur maðurinn hafa fallið á sínum góðverkum og góðu áformum — ^g að maklegleikum. Ólafur Hannibalsson 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.