Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 38
skrá með skemmtilegum athuga- semdum listamannsins. Siík skrá hefur meira að segja en ella hjá málurum eins og Eggert — jafnvel fagurfræði og form verða að víkja undan sjógangi sögunnar. Form- fræðilega verða myndirnar því á stundum vandræðalegar, en sagan kemst ailtaf rakleitt til skila. Ein af elstu myndunum á sýningunni á Kjarvalsstöðum er t.a.m. af póst- hesti sem eitt sinn varð úti á Skeið- arárjökli. Uppbygging myndarinnar er sérkennileg fyrir þá sök að hests- hræið er dregið fram á myndflötinn í skærrauðum lit sem stingur í stúf og minnir á plastheim og gervi- drauma. Heimur Eggerts er á mörk- um hversdags og draums þar sem ósennileikinn er lögmál og hið vanabundna og klisjukennda öðlast geislabaug nýs sjónarhorns á lífið. Slík efnistök eru eiginleg mörgum sjálflærðum listamönnum sem „hafa ekki haft tíma" til að leggja fyrir sig listiðkun fyrr en á fullorð- insárum. Það segir ekki alla sögu að afgreiða slíka málara sem „naiv- ista“, því allt lífsstarf þeirra á hinum fjölbreyttasta vettvangi er vendi- lega samofið myndefninu. Meðal indíánaþjóðflokka Suður-Ameríku og ýmissa Austur-Evrópulanda er hefð fyrir þess konar alþýðulist sem gengur mann fram af manni og virkar sem eins konar myndræn fréttamennska. Fréttnæmir við- burðir eru málaðir í einföldum en litríkum dráttum og greypast fyrr en varir í vitundina. Þá er tómt mál að tala um raunsæi, því frásögnin hefur a.m.k. 23 hliðar eins og hellir Ljóns- ins — innan hennar hljóta ósenni- ieikinn og ævintýrið að dvelja. Ann- ars virka allar vangaveltur um til- gang listarinnar hjákátlegar hjá slík- um hvalreka á heimasætufjörurnar. Ólafur Engilbertsson TÓNLIST * Islenska hljómsveitin endurborin Guðmundur Emilsson er seigur og jafnframt stórhuga. Það hefur verið mjög erfitt að reka íslensku hljómsveitina, en hann hefur ekki gefist upp. Þetta var alltaf hið menn- ingarlegasta fyrirbæri og var efnis- skrá sveitarinnar alltaf til fyrir- myndar. Lagði Islenska hljómsveitin megináherslu á að frumflytja ís- lensk tónverk og koma ungum ein- leikurum á framfæri. Þetta var þarft verk. Síðastliðinn sunnudag, 13. des- ember, hóf hljómsveitin nýja tón- leikaröð í Hallgrímskirkju. Þrjú ís- iensk verk voru á efnisskránni, tvö þeirra frumflutt, og ungur einleikari spilaði. Þetta voru fyrstu tónleik- arnir í syrpu sem nefnist „Námur" en í efnisskrá segir:,,... fjallar um til- tekið brot úr íslandssögunni, ýmist stóratburði eða daglegt líf, söguhetj- ur eða almúgafólk. Ljóðskáld, tón- skáld og myndlistarmenn nema þjóðararfinn likt og málm úr jörðu og beina sjónum að honum á öld sterkra erlendra menningaráhrifa." Fyrsta verk var Októ-Nóvember eftir Áskel Másson, sem íslenska hljómsveitin fékk hann til að semja fyrir nokkrum árum. Þetta er fínlegt verk, þar sem næmt skyn Áskels fyrir litbrigðum hljóða nýtur sín vel. Unnið er fremur á skala blæs en tón- hæðar í áreynslulausri framvindu. Eg naut ekki verksins sem skyldi, því hljómburður þessarar kirkju er mikill hrærigrautur: eins og spilað sé á píanó með pedalinn ávallt niðri. Vera kann einhvers staðar hljómi betur annars staðar, það skiptir mig engu máli — í góðum músíksal hljómar alls staðar jafn vel. Kannski stendur þetta til bóta, og kannski er unnt að laga þessi ósköp. Ég vona að svo sé, þótt sú von mín sé ansi veik, eftir sunnudaginn. Þarnæst var frumfluttur fiðlu- konsert eftir ungt og efnilegt tón- skáld, Hilmar Þórðarson, sem nú stundar framhaldsnám við Cal Art í Bandaríkjunum. Laufey Sigurðar- dóttir lék sólóna mjög fallega, flutn- ingur hennar dálítið kaldur og taugaveiklaður, en það passaði vel við þessa innhverfu og seinteknu músík. Innhverfa þarf ekki að vera ókostur, góð list þarf sinn tíma. Svo var afhjúpað málverk eftir Gunnar Örn, sem nú siglir á vit frægðarinnar vestanhafs að sögn, og Sigurður Pálsson las kvæði sitt um landnámið, er hann hið besta skáld. Að lokum var frumflutt Land- námsljóð eftir Þorkel Sigurbjörns- son við ljóð Sigurðar og Kristján Jóhannsson söng. Þetta var há- punktur tónleikanna. Verk Þorkels er sterkt, myndrænt og stemmning- in magnþrungin. Þorkell er hand- verkslega flinkur, og ávallt meðvit- aður um hlutverk tónsmíðarinnar í þjóðfélaginu. Þannig semur hann nú í stíl, sem er rökrænt áframhald hins ítalska bel canto-söngs. Þetta var gert fyrir rödd Kristjáns, en hann fór á kostum, söng af öryggi og innlifun — og barðist hraustlega við hljómahaf Hallgrímskirkju. Guðmundur Emilsson stjórnaði af öryggi og natni prýðilegum leik ís- lensku hljómsveitarinnar. Atli Heimir Sveinsson Klarinettplötur Sagt er að plötuútgáfa blómstri hér á landi um þessar mundir og ekki aðeinssíbyljan. Mér hafa borist tvær hljómplötur með afbragðsgóð- um klarinettleik. Ég fylgist ekki vel með hinum „klassíska” plötumarkaði hérlendis, en þar hefur Islensk tónverkamið- stöð unnið frábært starf á síðustu ár- um, og hlotið fyrir viðurkenningu erlendis. Kemur mér í hug m.a. frá- bær einleiksplata Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Svo man ég einnig eft- ir góðum hljómplötum með ptanó- leik Jónasar Ingimundarsonar og Halldórs Haraldssonar. Og einhvern tíma í gamla daga var gefin út plata með samleik Halldórs og Gísla Magnússonar á tvö píanó. Svo eru til fallegar plötur frá Sumarhátíð í Skálholti með Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur og „sóló-plötur með þeim báðum. Raunar var Manuela dugleg við hljómplötugerð og er það enn; tvær nýjar plötur með henni fá hið mesta lof á Norð- urlöndum. Og þær fást í ístóni á Freyjugötu 1. Af þessu má sjá að ýmislegt þarflegt hefur verið gert hér. Það er þó nokkuð liðið frá því að plata með leik Einars Jóhannesson- ar og Philips Jenkins kom út. Það er óþarfi að kynna Einar. Vonandi spil- ar hann sem mest og á sem flestum stöðum, því þar fer sjaldgæfur lista- maður. Á plötunni er músík eftir Carl Nielsen, einhvern Burgmúller, séní sem lést á unga aldri, og Fantasiestúcke eftir Schumann op. 76, gullfalleg. Svo leikur hann ís- lensk verk: Klarinettsónötuna eftir Jón Þórarinsson, sem var meirihátt- ar nýstefna hér á landi í denntíð. Þá samdi Þorkell Sigurbjörnsson Rek fyrir Einar og setti smekklega út fjögur íslensk þjóðlög. Allur er flutn- ingur eins vandaður og best má verða. En Einar er ekki eini klar- inettsnillingurinn okkar. Sigurður I. Snorrason hefur nýlega sent frá sér plötu með verkum sem ég held að öll hafi verið samin fyrir hann. Með- leikari hans er Anna Guðný Guð- mundsdóttir, eiginkona hans. Á plötunni er verk eftir íslands- vininn Werner Schulze, Steflaus til- brigði, og hið fíngerða verk Ristur eftir Jón Nordal. Bæði eru verkin ágætlega spiluð. En veigamesta verkið er þó klarinettkonsert eftir Pál P. Pálsson, eitt hans allra besta verk, og þar fer Sigurður á kostum, enda er konsertinn saminn í náinni samvinnu við hann. Ef ég væri poppari myndi ég gefa báðum þess- um plötum sæg af stjörnum. Atli Heimir Sveinsson FISHER SJÓWVARPSBÚPIH VERÐKR. 300.00 I VOLVO SÍMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG miði nr.: ?????? FATLAÐRA 1987 Vinningar: 11 BIFREIÐAR SAMTALS AÐ VERÐMÆTI 5 MJLUÓNIR KRÓNA VOLVO 244 NIS$AN SUNNY SEDAN 7.-11. vinningur NISSAN MARCH GL. ...?Í;,;T5 1. vinningur 2. -6. vinningur NIS5AIM SUNNY NISSAN MICRA GL DREGIÐ 24. DESEMBER 1987 UPPLÝSINGAR í SÍMA 686690 OG Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS í SÍMA 84999 DRÆTTI HEFUR ALDREI VERIÐ FRESTAÐ ODDI HF 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.