Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 43
Hvaö er svona merkilegt viö þaö
AÐ BUA A NESINU?
„Seltjarnarnesið er lítið og lágt, lifa þar fáir og hugsa
smátt. Aldrei iíta þeir sumar né sól, sál þeirra er blind
eins og klerkur í stól. . .“ Svona er sungið á samkomum
enn þann dag í dag. Meira að segja Seltirningar lækka
ekki róminn þegar þessi vísa er sungin. Hins vegar finnst
þeim fjarri lagi að byggðin sé lítil og lág. Hvað þá að íbú-
arnir hugsi smátt. Enda er fínt að búa á Nesinu.
•EFTIR'ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR OG JÓNÍNU IEÓSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART
Á Seltjarnarnesi trúa fleiri á
Flokkinn en á Guð. Flokkurinn er að
sjálfsögðu Sjálfstæðisflokkurinn.
Stundum gengur trú fólks á hann út
í öfgar. Eða finnst ykkur eðlilegt að
fólk sem er nýflutt á Seltjarnarnesið
sé varað við ákveðnu fólki? Svo tek-
ur það nokkra mánuði að finna út
hvers vegna. „Þetta er ekki æskileg-
ur félagsskapur." Þau eru í Fram-
sóknarflokknum. Reyndar ekki
mjög margir sem kjósa þann flokk á
Nesinu, enda hefur hann ekki nema
einn fulltrúa í bæjarstjórn. Allaball-
ar hafa tvo. Sjálfstæðisflokkurinn
restina.
Myndin sem margir Reykvíkingar
hafa af Seltjarnarnesi er að þar sé
svefnbær og lítilli sem engri þjón-
ustu haldið uppi enda borgi Seltirn-
ingar minna í útsvar en Reykvíking-
ar, — en noti alla þjónustuna sem
hinir síðarnefndu borga fyrir. Aðrir
segja nægilega þjónustu vera á Nes-
inu. Hvað um Nýjabæ? Þar er allt
sem fólk þarf á að halda, matvöru-
og fataverslanir, fatahreinsun,
blómabúð, banki og lögreglustöð. Á
hverju öðru þarf fólk að halda?
Kannski atvinnu, en það er ekki
langt að sækja hana til Reykjavíkur.
Þeir hinir sömu segja að hvergi í ver-
öldinni sé eins gott að búa og á Sel-
tjarnarnesi. Ef fólk þarf að stækka
við sig eða minnka er það gert inn-
an Nessins. Það dettur fáum í hug að
flytjast af Nesinu, að minnsta kosti
ekki þeim sem hafa búið þar lengi.
Unga fólkið sem hefur uppgötvað
hversu fínt það er að búa á Seltjarn-
arnesi lætur sig meira að segja hafa
það þótt ekki þyki hentugt í Reykja-
vík að búa með börn í vörumarkaði.
En auðvitað búa líka fæstir í nám-
unda við hann.
Það er alltaf verið að byggja á Nes-
inu. Núna á meira að segja að fara
að byggja blokkir á Valhúsahæð-
inni. Auðvitað voru ekki allir sam-
mála því. En hvað þýðir að malda í
ENGIR BÍLAR NEMA ÞEIR SEM EIGA ERINDI
Rúmlega þrítug kona, Sel-
tirningur í aðra ættina, alin upp á
Nesinu og um það bil að flytjast
þangað aftur: „Mig minnir nú að
það hafi verið litið svolítið niður á
„liðið af Nesinu", þegar ég var
unglingur. Krakkar, sem stunduðu
eitthvað partý og skemmtanalíf,
fóru a.m.k. ekki mikið niður í bæ
heldur héldu sig í sjoppunni og
fóru svo kannski í hús þar sem
einhver stelpa var að passa börn.
Við vorum svolítið út úr ... Enda
var allt fullt af hestum hérna —
alveg eins og uppi í sveit. Reyndar
má enn sjá hesta á Seltjarnarnesi.
Manni finnst Nesið orðið meira
úthverfi núna á seinni árum. Það
er ekki jafnsjálfstæð heild. En
auðvitað er erfitt að reka svona
bæjarfélag, þar sem hér er ekki
mikill atvinnurekstur og það er
mestmegnis útsvarið, sem kemur í
kassann. Það er svo lítið um fyrir-
tæki, sem borga aðstöðugjöld.
Þess vegna var það víst gert að
skilyrði, þegar Byggung fékk að
reisa blokkirnar á Nesinu, að þar
ætti líka að gera ráð fyrir skrif-
stofum og öðrum rekstri.
Ég hlakka virkilega til að flytja
aftur út á Seltjarnarnes. Ekki síst
vegna umferðarinnar. Þarna er
fólk ekki á ferðinni, nema það eigi
erindi. Það er enginn „gegnum-
umferð" eins og svo víða annars
staðar."
MEIRA AÐ SEGJA KRÍAN
Suala Sigurdardóttir er uppalin á
Seltjarnarnesi og flutti síðan aftur
þangað eftir að hafa búið erlendis
í nokkur ár:
„Þegar ég var að alast upp var
þetta hálfgerð sveit og allir þekktu
alla. Þá var líka enn stundaður
búskapur á Nesinu og ég man t.d.
eftir að hafa verið send með brúsa
á Pálsbœ til að kaupa mjólk.
Flestir sóttu þó orðið vinnu til
Reykjavíkur, þegar ég man fyrst
eftir mér. Þetta var auðvitað fólk
úr ýmsum atvinnugreinum, en ég
man t.d. eftir nokkrum skip-
stjórum og bankastarfsmönnum.
Fólki fannst mörgu að maður
ætti heima lengst uppi í sveit,
þegar maður sagðist vera frá
Seltjarnarnesi. Það var allt annar
mælikvarði á vegalengdir á þeim
tíma, þó ekki sé lengra liðið síðan.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf
verið sterkur á Nesinu, en menn
Á UNDANHALDI
starfa þarna að ýmsu fleiru en
pólitík, því það er heilmikil gróska
í hvers kyns félagslífi. Núna
stendur t.d. yfir sýning í Nýja bœ
á vegum myndlistarklúbbsins og á
Seltjarnarnesi er Kiwanis-deWd,
Rolary, JC og jafnvel Lions-
klúbbur, held ég. Og ekki má
heldur gleyma kvenfélaginu, sem
gerir marga góða hluti."
Svala sagði ennfremur, að sér
fyndist afskaplega áríðandi að
línan meðfram sjónum fengi að
haldast óbreytt og að ekki yrði
byggt lengra út í suðurnesið en
þegar hefur verið gert. Hún
sagðist enn ganga töluvert um
Nesið — bæði upp á hæðina og
meðfram sjónum — og greinilegt
væri að fuglalífið hefði beðið
skaða af uppbyggingunni. „Meira
að segja krían er á undanhaldi!"
sagði Svala Sigurðardóttir að
lokum.
móinn þegar meirihluti bæjarstjórn-
ar ákveður hvað á að gera, ber upp
tillögu á fundi — sem svo auðvitað
er samþykkt með „meirihluta
greiddra atkvæða". Minnihlutafólk-
ið hefur samasem ekkert að segja í
bæjarstjórninni. En eins gott að hafa
þau, segja menn nú samt. Annars
væri ekkert lýðræði í þessu.
Það er líka nýbúið að byggja
kirkju á Seltjarnarnesi. Fram að
þeim tíma fóru fermingarbörn með
leið 3 niður á Kaplaskjólsveg og
gengu þaðan i Neskirkju. Sumum
fannst þægilegra að taka strætó-alla
leið niður í bæ og láta ferma sig í
Dómkirkjunni. Öðrum fannst nauð-
synlegt að á Nesinu risi kirkja. Þeir
hinir sömu fóru að baka. Það var
bakað ár eftir ár á Nesinu. Allt fyrir
kirkjuna. Enda er hún komin upp.
Og það þrátt fyrir að kirkjunnar
menn fengju ekki félagsheimilið á
kosningadag. Þeir bara létu sig hafa
það og tjölduðu. Og kirkjan er risin.
En auðvitað eru þessar fullyrðing-
ar allar fremur neikvæðar. Að
minnsta kosti finnst þeim það sem
ennþá búa á Nesinu. Þeir segja eins
og satt er að fáir staðir séu jafnyndis-
legir og Nesið. Sérstaklega fyrir
börn. Hvar í miðborg Reykjavíkur
er hægt að hlaupa um holt og hæðir
eða í fjöru? Hvar annars staðar er
hægt að rölta með hundinn sinn nið-
ur að sjó á fallegum sumarkvöldum?
Hvar annars staðar er óhætt að
sleppa börnunum út á vorin eins og
kálfum? Það kemur svo lítið fyrir á
Nesinu, enda fáir á ferli. Meira að
segja þótt flest heimili hafi tvo bíla.
Eða svo segja þeir sem ekki búa þar.
Auðvitað kemur það engum við
hvort á heimilum eru einn bíll, tveir
bílar eða þrír. Ekki meðan þeir hinir
sömu borga hvorki bílana né bens-
ínið. Stundum finnst manni það
hljóti að vera öfundsýki sem veldur
því hvernig Reykvíkingar tala um
Seltirninga. Eða eitthað svoleiðis að
minnsta kosti. Samt er ekkert til að
öfundast út í. Nema einbýlishúsin.
Og náttúran, sem hvort sem er verð-
ur eyðilögð innan tíðar. Og fjaran
sem Seltirningar hafa við bæjar-
dyrnar. Að vísu má ekki á milli sjá
hvort það eru Seltirningar eða
Reykvíkingar sem þyrpast í göngu-
ferðir um fjöruna. Eða á golfvöllinn.
Þótt hann sé staðsettur á Nesinu og
HELGARPÓSTURINN 43