Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 34
UM HELGINA
Það verður jólastemmning á
Bylgjunni i kvöld, fimmtudagskvöld,
þegar Haraldur Gíslason sest í stúdíó
klukkan 21. Hann hefur völdin fram
til miðnættis þegar Felix Bergsson
tekur við og verður með næturdag-
skrá til klukkan sjö. Vel við hæfi að
nýta tímann og pússa silfrið fyrir jól-
in þessa nótt. Á laugardaginn verð-
ur mikið um að vera hjá Bylgjunni,
því þá verður jólaball Bylgjunnar
haldið á Lækjartorgi og að sjálfsögðu
útvarpað beint frá staðnum. Pétur
Steinn Guðmundsson og Ásgeir
Tómasson ætla að stjórna ballinu frá
kl. 14—17 og 18—22, en milli 17 og
18 verður Hallgrímur Thorsteinsson
með „Reykjavík síðdegis". Á jólaball-
inu koma fram ýmsir kunnir
skemmtikraftar og hljómsveitir og
meðal þeirra listamanna sem koma
fram eru Bjartmar Guðlaugsson,
Laddi, Hörður Torfa, Halla Margrét,
Kristinn Sigmundsson, Jóhann
Helgason, Geiri Sæm., Gaui, Berg-
þóra Arnadóttir, Helga Möller, Bjarni
Arason og hljómsveitirnar Strax,
Greifarnir og Grafík.
Á föstudaginn verður sýndur nýr
þýskur sakamálamyndaflokkur hjá
ríkissjónvarpinu. Ber hann nafnið
„Mannaveiðar"og hefst kl. 21.40. Að
honum loknum tekur Robert Red-
ford við í hlutverki metnaðarfulls
skíðakappa sem leggur mikið á sig til
að fá að taka þátt i Ólympíuleikun-
um. Á sunnudagskvöldið kl. 22.05
verður sýndur fyrsti þáttur af þrem-
ur í breska sjónvarpsleikritinu
„Fæðing Jesú". Leiknir eru þættir
úr biblíunni á nýstárlegan hátt, allt
frá sköpunarsögunni til krossfesting-
ar Jesú Krists. „Ekki mitt barn" heitir
nýleg sjónvarpsmynd sem ríkissjón-
varpið sýnir á laugardagskvöldið kl.
23.40. Þar segir frá hjónum sem eiga
tværdætur. Lífið hefur leikið við þau,
en ský dregur fyrir sólu þegar upp-
götvast að eldri dóttirin hefur ánetj-
ast vímuefnum.
Jólaóratóría Bachs verður sýnd í
ríkissjónvarpinu á sunnudaginn um
kl. 14.30, en hún er flutt í einni feg-
urstu barokkkirkju í Evrópu, Klaust-
urkirkjunni i Waldhausen.
„Jóladjass í Duushúsi" heitir
þáttur sem ríkisútvarpið sendir út á
laugardaginn kl. 17.07. Það verður
Vernharður Linnet sem kynnir og
verður þátturinn jaf nframt endurtek-
inn á mánudagskvöld kl. 22.07. Á
sunnudagskvöldið er þáttur llluga
Jökulssonar, Frjálsar hendur, sem er
klukkustundarlangur þátturog hefst
kl. 23.
I Gallerí List í Skipholti 50c stend-
ur um þessar mundir yfir sérstæð
sýning á verkum Elínar Magnús-
dótturmyndlistarkonu, þarsem Elín
sýnir verk sem unnin eru á silki. Elín
lauk námi frá Gerrit Rietveldt-aka-
demíunni í Amsterdam síðastliðið
vor, en sýningin í Gallerí List er önnur
einkasýning hennar. Sýningunni lýk-
ur næstkomandi sunnudag og er
hún opin virka daga kl. 10—18 og kl.
14—18 um helgina.
Það er mikið um að vera í tónlistar-
lífinu nú sem jafnan fyrir jól. Annað
kvöld, föstudagskvöld 18. desem-
ber, halda framhaldsnemendur úr
Tónskóla Sigursveins tónleika í
Norræna húsinu kl. 20.30 og á laug-
ardag verða söngtónleikar í Is-
lensku óperunni. Kammersveit
Reykjavíkur heldur tónleika í Ás-
kirkju á sunnudaginn þar sem
margir kunnir einleikarar koma fram.
Bubbi Morthens heldur tónleika á
Hótel Borg næstkomandi miðviku-
dag, á Þorláksmessu.
Stöð 2 er komiö í jólabúninginn og
á sunnudaginn ræðir Jón Óttar
Ragnarsson við Þorstein Pálsson
forsætisráðherra í þætti sínum Nær-
mynd. Sjálfsagt eru yngri áhorfend-
ur þó hrifnari af þáttum sem byrja á
Stöð 2 þriðjudaginn 22. desember,
en þá verða teknir til sýningar þættir
um Línu langsokk. Foreldrar sem
eiga myndlykla geta í ró og næði
dundað sér við matartilbúning á að-
fangadag, því börnin geta horft á
Stöð 2 frá klukkan níu um morgun-
inn fram til kl. 17. Þar verða sýndar
teiknimyndir og síðan taka Prúðu-
leikararnir við klukkan 15.30 í kvik-
myndinni „Prúðuleikararnir slá í
gegn".
Listasöfnin verða að venju opin
um helgina og margt þar að sjá. í
Bókasafni Kópavogs er Lista-
krubba og þar eru nú sýndar gamlar
myndir úr Reykjavík unnar með
sáldþrykki, myndir frá sólarlöndum
ásamt landslagsmyndum eftir Ólaf
heitinn Jónsson siglingafræðing.
Sýningin er opin fram á gamlársdag
og opið er virka daga kl. 9—21 og kl.
11—14 á laugardögum. í Hafnar-
galleríi, bókaverslun Snæbjarnar við
Hafnarstræti, sýnir Ríkey Ingi-
mundardóttir skúlptúra og lág-
myndir og galleríið er opið á versl-
unartímum. í Grafík-glugganum á
Akureyri stendur nú yfir samsýning
tíu myndlistarmanna úr íslenskri
grafík þar sem sýnd eru á fjórða tug
grafíkverka. Þeir listamenn sem
verka eiga á sýningunni eru Aðal-
heiður Skarphéðinsdóttir, Björg Þor-
steinsdóttir, Daði Guðbjörnsson,
Guðmundur Ármann Sigurjónsson,
Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir,
Sigrún Eldjárn, Valgerður Hauks-
dóttir, Þórður Hall og Örn Þorsteins-
son. Sýningunni lýkur næstkomandi
sunnudag, 20. desember, og er opið
frá kl. 14—20 alla daga vikunnar.
Annað kvöld, föstudagskvöld 18.
des„ verður bein útsending á Stöð 2
frá jólatónieikum Langholtskirkju-
kórs. Einsöngvarar eru Olöf Kolbrún
Harðardóttir og Kristinn Sig-
mundsson og stjórnandi er Jón
Stefánsson. Á laugardaginn kl.
13.35 er á dagskrá myndin Dásam-
legt líf sem segir frá engli sem forðar
manni frá sjálfsmorði, lítur með hon-
um yfir farinn veg og leiðir honum
fyrir sjónir hversu margt gott hann
hefur látið af sér leiða.
Aðrir tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins verða haldnir þriðjudag-
inn 29. desember í Bústaðakirkju. Á
efnisskránni eru verk eftir
Mozart, Haydn og Schumann, en
flytjendur eru The Ensemble Forum
frá Japan. Þeir munu jafnframt
kynna japanskt tónverk á þessum
tónleikum Kammermúsíkklúbbsins.
Leikarar hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur munu ekki sjást á fjölunum fyrr en
eftir jólin, en þá verður Dagur vonar
sýnt, nánar tiltekið þann 27. des.
Miðvikudaginn 30. desember frum-
sýnir leikfélagið nýjan bandarískan
gamanleik sem ber heitið Algjört
rugl í íslenskri þýðingu Birgis Sig-
urðssonar. Verk þetta er eftir ungan
kana, Cristopher Durang, og þykir
bæði frumlegt og fyndið.
Ragnhildur Gísladóttir, fögur sem jafnan. Maðurinn með bindisnæluna ku
vera Bjarni Arason.
STRAX - í DAG
Á mánudagskvöldið síðastliðið
var haldið heljarmikið gilli í Hard
Rock Café í Kringlunni. Tilefni
þessa mannfagnaðar var að nýkom-
in er út plata með hljómsveitinni
STRAX, sem heitir Face the Facts,
enda er hún afurð útflutningsdeild-
ar Stuðmanna, hljómsveitar allra
landsmanna til sjávar og sveita.
Þarna var saman komin mergð
manns eins og vera ber og nokkrir
þeirra sjást hér á myndum sem Jim
Smart tók við þetta tækifæri. Ýmis-
legt var til skemmtunar; Jakob
Magnússon byrjaði á því að bera til
baka orðróm um andlát hljómsveit-
arinnar, sagði hannn bæði ýktan og
ótímabæran. Síðan voru sýnd
myndbönd sem gerð hafa verið við
lög af nýju plötunni, brot úr Kína-
mynd Stuðmanna og svo kom Val-
geir Guðjónsson á svið og tók lag
eftir sjálfan sig sem hann söng sjálf-
ur við eigin undirleik. Einar tvær
hljómsveitir komu fram, Nýdönsk
og Svarthvítur draumur, og að auki
var þarna eldri maður frá Eyrar-
bakka sem hikstaði út úr sér kveð-
skap. Svo var fótbolti í sjónvarpinu á
efri hæðinni og það var líka ágætt.
Hrafn Gunnlaugsson hefur gengiö á hurð. Meö honum Guðrún Bjarnadóttir
verslunareigandi í Reykjavíkurborg. Á milli þeirra glittir f Bowie.
Jobbi Maggadon búinn aö missa áhugann á sjónvarpskonunni Sonju B. Jóns-
dóttur. Lars Himmelbjerg lætur hins vegar tækifærið ekki framhjá sér fara.
Jón Óttar, Hans Kristján og Ólafur H. Jónsson. Fjóröi maðurinn er Charles de
Lanoy Meijer, sem var gestur Stöövar 2 um þessar mundir.
34 HELGARPÓSTURINN