Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 21
BJARTMAR GIWLAU6SS0N
IFYLGD MED
FULLORDNUM
Hvert talandi mannsbarn á
íslandi kann utanbókar textann
„Mamma beyglar alltaf
munninn". Sigurganga Bjartmars
heldur áfram, núna einnig á
geisladiski auk plötu og
kassettu. í fylgd meö fullorðnum
er þessa dagana komin í yfir
10.000 eintök. Geri aðrir betur!
MODEL
— MODEL
Model hafa hlotið frábærar mót-
tökur, þvert ofan á spádóma
sumra. Þeir sem hlustað hafa á
hina frábæru plötu þeirra og sáu
þau koma fram í Evrópu um sl.
helgi vita að hér er á ferðinni
einstakt gæðaband. 2000 eintök
hafa selst á tveimur vikum.
Besta byrjun nýrrar íslenskrar
hljómsveitar í langan tíma.
HÖRÐUR TORFASON
— HUGFLÆDI
Sérlega hugljúf og vönduð plata,
sem sífellt fleiri hafa verið að
uppgötva undanfarnar vikur.
Enginn unnandi góðrar tónlistar
og textasmíðar ætti að vera án
„Hugflæðis".
Austurstræti22,# R
JÓLASTUND MED ÍSLENSKUM
LÖ6UM
Lögin á þessari plötu eru sótt í
smiðju íslenskra lagasmiða og
það eitt gerir þessa plötu ein-
stæða. Flytjendurnir endurspegla
gæði og grósku íslensks tón-
listarlífs í dag. Þeir eru: Stuð-
kompaníið, Sniglabandið,
Bjartmar Guðlaugsson, Eyjólfur
Kristjánsson, Hörður Torfason,
Ríó tríó, Sverrir Stormsker,
Kristín Lilliendahl, Helga Möller
og Guðrún Gunnarsdóttir. Tví-
mælalaust jólaplatan á íslandi í
ár.
GUNNAR ÞÓRÐARSON
— Í LOFTINU
A löngum ferli sínum hefur
Gunnar Þórðarson gert margt
gott, en samt ekkehrse'm jafnast
á við „í loftinu". Honum til
aðstoðar eru Björgvin Halldórs-
son, Egill Ólafsson, Jóhanna
Linnet, Laddi og Eiríkur Hauks-
son. Hreint út sagt frábær plata
og kassetta. Geisladiskur er
væntanlegur. Ef þú átt plötu
með Gunnari Þórðarsyni og
finnst hún góð skaltu tryggja þér
eintak af „I loftinu" hið snarasta.
RAUÐIR FLETIR
— MINNSTÆRSTI
DRAUMUR
Þrumugóð og kraftmikil rokk-
plata sem sýnir og sannar að
Rauðir fletir eru það besta sem
komið hefur fyrir íslenskt rokk í
mörg ár.
LADDI
— ERTU BÚNADVERA-
SVONA LENGI?
Viðvörun: Við hlustun þessarar
plötu eða kassettu er veruleg
hætta á smitun á neðan-
greindum sjúkdómi.
Sýkisflokkun: Nonstopus
laughamania (Óstöðvandi
hláturssýki).
Greining: Óstöðvanlegar hláturs-
gusur og broskrampi sem endist
minnst í viku eftir hverja
hlustun.
GREIFARNIR
— DÚBL Í HORN
Greifarnir sýna og sanna svo
ekki verður um villst, að þeim er
betur gefið en flestum öðrum að
búa til sterk og grípandi lög. í
dag er „Dúbl í horn" besta
dæmið um vandaða og góða
íslenska popptónlist, enda komin
í gull á aðeins tveimur vikum.
RÍÓ TRÍÓ
— A ÞJOÐLEGUM
NÓTUM
Ríó tríóið hefur unniö þjóðþrifa-
verk með því að færa 15 perlur
íslenskra þjóðlaga inn í nútíðina.
Móttökurnar sýna að fólk kann
líka að meta framtakið, því á
fimmta þúsund plötur, kassettur
og geisladiskar hafa nú þegar
selst.
SVERRIR STORMSKER
STORMSKERS
GUDSPJÖLL
Sverrir Stormsker fer ekki
troðnar slóðir á sinni fjórðu
plötu, „Stormskers Guðspjöll",
frekar en fyrri daginn. Hann hittir
samt naglann 26 sinnum á
höfuðið á þessari tvöföldu plötu/
kassettu.
Það mun fara fyrir brjóstið á
sumum sumt af því sem Sverrir
syngur um, en þeir eru samt
margfalt fleiri sem munu fagna
útgáfu þessarar eiturhressu
plötu.
GRAFÍK
— LEYNDARMAL
Það er engin spurning,
„Leyndarmál" hefur spurst út og
er nú á allra vörum. í síðast-
liðinni viku seldust, 1000 eintök,
sem er jafnmikið og heildarsalan
var fyrstu 3 vikurnar. „Leyndar-
mál" er til á plötu, kassettu og
geisladiski.
REYNIR JÓNASSON
— LEIKID TVEIM
SKJÖLDUM
Harmónikuunnendur, nú er tæki-
færið. Látið sjá ykkur í plötu-
búðunum okkar og eignist þessa
bráðskemmtilegu plötu. Það var
kominn tími til að út kæmi góð
harmónikuplata.
☆ STEINAR HF
Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800
• Strandgötu Hafnarffrði’?
auðarárstíg 16,• GlæsibæviðÁlfheima
■* ■
*
HELGARPÓSTURINN 21