Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 28
VETTVANGUR
VIÐSKIPTI
TÖLVUFRÆÐSLUNNAR
VIÐ HELGARPÓSTINN
Þegar ég frétti af grein um Tölvu-
fræðsluna í Helgarpóstinum sá ég
mig tilneyddan að fjárfesta í eintaki
af þessu blaði. Er það í annað sinn á
ævinni sem ég verð fyrir því að
kaupa þetta blað, en til að skrifa
svargrein þykir víst siður að lesa
greinina sem á að svara.
Og þegar ég var búinn að lesa
þessa furðulegu grein fór ég að
fletta blaðinu og sá allar auglýs-
ingarnar. Þá mundi ég allt í einu eft-
ir því að Tölvufræðslan auglýsti eitt
sinn heilsíðu í Helgarpóstinum. Öllu
heldur var það Helgarpósturinn
sem auglýsti námskeið hjá Tölvu-
fræðslunni, óbeðinn.
Málsatvik eru þau að Töl vufræðsl-
an og Helgarpósturinn voru í sama
húsi í Ármúla 36 í þrjú ár. Á þessum
tíma voru samskipti fyrirtækjanna
engin, nema þá helst að alltaf var
gaman að hitta Ingólf Margeirsson,
fyrrverandi ritstjóra blaðsins, á
göngunum. Ingótfur hafði áhuga á
því að tölvuvæða blaðið, enda mað-
ur framsýnn.
Eitt sinn sáu Helgarpóstsmenn
auglýsingu frá Tölvufræðslunni í
Morgunblaðinu um námskeið sem
þeir höfðu áhuga á. Þeir hringdu og
skráðu sig nokkrir og minntust á
það hvort við vildum ekki auglýsa
hjá þeim. Ekki höfðum við áhuga á
því, enda búnir að gera áætlun um
auglýsingar. Við gerðum þeim ljóst
að við hefðum ekki trú á auglýsing-
um um tölvukennslu í Helgarpóstin-
um.
En svo berst reikningur til Tölvu-
fræðslunnar upp á 18 þúsund krón-
ur. Höfðu þá mennirnir birt heilsíðu-
auglýsingu í blaðinu án þess að ráð-
færa sig við okkur.
Upp úr þessu hefur þeim orðið
ljóst að Tölvufræðslan mundi ekki
auglýsa framar í Helgarpóstinum.
Þetta er sennilega ástæðan fyrir því
að þeir eru ósparir á að skrifa æsi-
fréttir um Tölvufræðsluna.
LOKAORÐ
Það er ljóst að framfarir á þessu
landi verða fyrst og fremst fengnar
með meiri framleiðni. Framleiðni-
aukning byggir ekki lengur á því að
afkasta meiru í handavinnu, heldur
að tileinka sér nýja tækni, ekki bara
í skrifstofuvinnu heldur í allri fram-
leiðslu.
Hér er á ferðinni nýstárleg starf-
semi sem notar nýjar aðferðir í
kennslu. Að sjálfsögðu sjá sumir
opinberir starfsmenn það sem ógn-
un, að einkaaðilar taki að sér jafn
mikla kennslu og Tölvufræðslan
hefur gert. Eitt er víst, að Tölvu-
fræðslan hefur ekki kostað skatt-
borgara eina einustu krónu. Þvert á
móti skapar hún atvinnu handa
mörgum háskólamenntuðum
mönnum, sem ekki gætu nýtt sína
þekkingu annars staðar, og þar með
tekjur til ríkisins í formi tekjuskatta
þessa fólks.
Það er því mikil afturhaldssemi og
skilningsleysi að ráðast á framtak í
endurmenntun á borð við Tölvu-
fræsluna. Að megn óánægja sé með
námskeið Tölvufræðslunnar er vís-
að á bug. Fleiri þúsund ánægðir
nemendur geta vitnað um það.
Kristján Ingvarsson
Svargrein vegna
skrifa Helgar-
póstsins um Tölvu-
fræðsluna hf.
þ. 10.12/87
Við nemendur Tölvufræðslunnar
í skrifstofutækninámi viljum svara
28 HELGARPÓSTURINN
grein sem birtist í HP þann 10. des.
síðastliðinn.
I greininni er talað um að nem-
endur þurfi undirstöðumenntun til
að ná árangri í þessu námi, en svo er
ekki. Undirstöðumenntun okkar er
mjög misjöfn frá því að vera góð og
niður í það að vera lítil sem engin.
Árangur okkar er misjafn að sjálf-
sögðu eins og gerist og gengur í öllu
námi, en þeir sem ekki höfðu undir-
stöðumenntun voru alls ekki þeir
lökustu.
Það er samróma álit okkar að við
höfum öðlast visst öryggi og sjálfs-
traust eftir þetta nám þannig að við
treystum okkur til að sækja um ýmis
störf sem við hefðum ekki gert áður.
Kennsla hér hefur verið að öllu
leyti til fyrirmyndar. Nokkrir tímar
féllu niður vegna veikinda eins af
kennurum okkar. Eftir veikindi
kennarans bauð skólastjórinn þeim
nemendum sem misst höfðu úr
náminu 12—20 tíma námskeið að
eigin vali eftir áramót, og eru það
mun fleiri tímar heldur en féllu
niður.
í greininni er vegið að ákveðnum
kennara, þau okkar sem nutum
kennslu hans viljum lýsa yfir fullum
stuðningi við hann. Hann var ein-
staklega viðfelldinn og hjálpsamur.
LOKKAÐARÁ
NÁMSKEIÐ Á FÖLSKUM
FORSENDUM
Því er haldið fram að 6 þættir af
18 hafi fallið niður. Eftir að hafa far-
ið nákvæmlega í gegnum kynning-
arbæklinginn um skrifstofutækni-
námið þá er okkur ómögulegt að sjá
nema 12 námsgreinar, þar af leið-
andi getum við ekki skilið um hvað
er verið að tala.
ERFITT AÐ FÁ AUKATÍMA
Tölvufræðslan er opin frá 8 á
morgnana til kl. 22 öll virk kvöld
vikunnar, nema föstudaga. Einnig
hefur verið opið alla laugardaga í
vetur frá kl. 8—16 og nokkra sunnu-
daga að auki. Á þessum tímum hef-
ur húsið staðið opið fyrir okkur
nemendurna til að koma og æfa
okkur.
ENGIN HEIMAVINNA
Okkar mat er það að heimavinna
sé ekki nauðsynleg, en að sjálf-
sögðu skaðar hún engan og það er
persónubundið hve mikið fólk þarf
að leggja á sig til þess að ná árangri.
Flestir eru í fullri vinnu og með
heimili að auki, svo það segir sig
sjálft að það hafa ekki allir aðstööu
til að læra heima, en eftir að hafa
rætt við marga af nemendunum
kemur í ljós að þeir sem ekki hafa
lært heima standa hinum yfirleitt
ekki að baki hvað námsárangur
snertir. Aftur á móti skipta mæting
og athygli meginmáli. Þá ætti hver
nemandi að gera sér grein fyrir því
að það er engan skóla hægt að
stunda án einhvers heimanáms.
Menn uppskera jú eftir því sem
þeir sá.
Sá sem ieggur sig vel fram við
nám sitt í Tölvufræðslunni, hann
þarf ekki að kvíða framtíðinni.
ÚTPRENTUN:
Við höfum komist í prentara þeg-
ar við höfum óskað eftir, og þess má
geta í sambandi við prentun á hin-
um ýmsu verkefnum að við óskuð-
um frekar eftir nánari kennslu í öðr-
um skipunum frekar en að eyða
miklum og dýrmætum tíma í út-
prentun.
LOKAVERKEFNI:
Hvað lokaverkefni snertir þá voru
kennarar og annað starfsfólk skól-
ans öll af vilja gerð til að koma okk-
ur í samband við fyrirtæki.
RITVINNSLA OG
UPPSETNING SKJALA
OG BRÉFA:
Talað er um að ekkert hafi verið
farið í uppsetningu skjala og bréfa,
við bara skiljum þetta ekki. Hvað
um öll bréfin sem við rituðum upp,
þegar við vorum að æfa inndrátt,
feitletrun, undirstrikun, vistun
skjala, og aðrar skipanir í Word-
Perfect. Þegar við æfðum okkur í
þessum atriðum þá settum við þetta
upp í bréfaform, svo það æfðist um
leið og annað.
Hvað greinina varðar „Allt í kaos
og allir að gefast upp“ viljum við
taka fram að allt sem fjallað er um
þar á að hafa gerst í fyrra og á ekk-
ert við um árið í ár. Kaosið á ekkert
skylt við árið í ár, sömuleiðis hvað
varðar námsgögn því þau skortir
ekki núna. Námsgögn eru með ein-
dæmum fjölbreytt og góð.
Fyrir utan auglýsta æfingatíma
voru allir kennarar tilbúnir að leið-
beina fólkinu hvenær sem tækifæri
gafst.
Varðandi aðra þætti námsins
erum við mjög ánægð með þá, þar
má nefna verslunarreikning, töflu-
reikna (Multiplan með úrlausnum)
áætlanagerð, toll- og verðútreikn-
ing, ensku, íslensku og fleira.
Undir þetta skrifa eftirtaldir nem-
endur:
I ritnefnd þessa bréfs voru Hjörtur
Hansson, Sigurleifur Ágústsson,
Bylgja Jóhannsdóttir og Bylgja Sig-
þórsdóttir f.h. 45 nemenda, en á
námskeiðunum voru á áttunda tug
nemenda.
P.S.
Hvar verða kjaftasögurnar sem sí-
fellt ganga um bæinn aðallega til?
GRÓA Á LEITI
Ef hér eitthvað gerist gott
Gróa tendrar bálið.
Ógeðsleg með grimmdarglott
grefur hún í málið.
Ætíð finnur auman blett
er hún málið skoðar.
Kerling síðan kvik og létt
kjaftasögur boðar.
Hennar líf er helgað því
að hafa af illu gaman.
Hlaupa út um borg og bí
og breyta öllu saman.
Snúa því á versta veg
— vanda öll sín skeyti. —
Hún er alveg ægileg
ungfrúin á Leiti.
L.Æ.vís.
Svargrein vegna
umfjöllunar HP um
skrifstofutækninám
T ölvuf rædslunnar
í Helgarpóstinum þann 10. des-
ember er óvenju rætin og illa unnin
grein um skrifstofutækninám
Tölvufræðslunnar. Einungis er rætt
við 3 nemendur af um 75 manns
sem stundað hafa nám í fjórum hóp-
um nú á haustönn. Blaðakonan sem
samdi greinina hafði samband við
undirritaðan aðeins klukkutíma áð-
ur en senda átti hana í setningu og
hafnaði boði um að kynna sér að-
stæður og ræða við nemendur. Það
er mikill ábyrgðarhluti fyrir blað
eins og HP að senda frá sér grein
sem byggir á jafn veikum forsend-
um sem skaðað getur alla starfsemi
og þann góða orðstír sem fyrirtækið
hefur áunnið sér. Hingað til hafa
rúmlega 5.300 nemendur sótt nám-
skeið Tölvufræðslunnar og vinsæld-
ir skólans hafa vaxið jafnt og þétt.
Hvað varðar þá nemendur sem
viðtalið var við eru þær ekki mark-
tækir fulltrúar þess fólks sem stund-
að hefur nám í skrifstofutækni nú á
haustönn. Tvær þeirra hafa frá upp-
hafi reynt að spilla skólastarfinu og
lentu fljótlega upp á kant við um-
sjónarkennara og meirihluta bekkj-
arins. Það voru mín mistök að biðja
þær ekki um að hætta í skólanum
og endurgreiða þeim skólagjöldin.
Skrifstofutækninámið er skipu-
lagt sem hnitmiðað nám í tölvu-
fræðum og viðskiptagreinum fyrir
starfandi skrifstofufólk og þá sem
hyggja á störf á skrifstofum. Tölvu-
fræðslan gegnir mikilvægu hlut-
verki í þjóðfélaginu við að fræða al-
menning og starfsfólk fyrirtækja um
notkun PC-tölva sem nú eru orðnar
algengustu verkfærin á skrifstofum.
Þetta nám er einstakt hér á landi og
þótt víðar væri leitað.
Tölvufræðslan hefur ekki aðgang
að opinberum sjóðum og nemendur
kosta því sjálfir sitt nám eða eru
styrktir af vinnuveitanda. Helgar-
pósturinn gerir mikið úr verði
námsins, sem er 80.000 kr. Innifald-
ar í verðinu eru 256 kennslustundir.
Þetta verð er það lægsta sem í boði
er fyrir námskeið í tölvuskóla hér á
landi. Innifalin í verðinu eru allar
námsbækur og önnur gögn sem
fylgja náminu, til dæmis líkanasafn
í Multiplan, en Tölvufræðslan hefur
lagt mikla vinnu og fjármuni í náms-
gagnagerð eins og sést best á þeim
bókum sem gefnar hafa verið út. Að
saka okkur um léleg námsgögn er
því á misskilningi byggt. Verð nám-
skeiðsins er það sama og fyrir einu
ári þrátt fyrir að allur kostnaður, til
dæmis laun, hefur hækkað töluvert.
Fólk verður að sjálfsögðu að vega
og meta hvort það hefur ráð á nám-
skeiði sem þessu en ég fullyrði að
þetta er eitt hagkvæmasta tölvu-
nám sem hægt er að stunda hér á
landi. Varðandi það að tölvunám-
skeið séu almennt óeðlilega dýr er
rétt að benda á að á Norðurlöndum
er algengt að greiddar séu um
10.000 íslenskar krónur fyrir hvern
dag á slíku námskeiði.
En víkjum nú að þeim atriðum
sem þær stöllur tína til í viðtalinu.
Þær kennslustundir sem fallið hafa
niður eru nær eingöngu vegna veik-
inda kennara. Nemendum var boð-
ið að bæta inn aukatímum áður en
námi lyki en flestir töldu sig ekki
geta bætt við tímum nú fyrir jól
enda margir að byrja í nýjum störf-
um. Því var afráðið að gefa nemend-
um kost á að velja 12 til 20 tíma
námskeið eftir áramót sér að kostn-
aðarlausu.
Hvað varðar æfingatíma eru
ákveðnir æfingatímar með leið-
beinanda á mánudögum og mið-
vikudögum, frá kl. 19 til 22, auk
þess á laugardögum frá 10 til 16.
Samtals eru þetta 12 klst. á viku,
nemendum að kostnaðarlausu. í
þessum æfingatímum er hver mað-
ur með eina tölvu og getur leitað til
leiðbeinanda um aðstoð. Það eru
því marklausar fullyrðingar sem
koma fram í viðtalinu.
Heimavinnu nemenda er reynt að
halda í lágmarki en áhersla hefur
verið lögð á það frá byrjun að nem-
endur mæti í æfingatíma. Sjálfir
tímarnir eru bæði í formi fyrirlestra
og æfinga sem leystar eru í tímum.
Það má deila um hvort nauðsynlegt
sé að hver maður hafi tölvu fyrir sig
en raunin er sú að samvinna við
lausn verkefna skilar oftast mjög
góðum árangri. Þetta þekkja allir
sem unnið hafa í hópvinnu.
í allri fullorðinsfræðslu er undir-
búningur nemenda misjafn. Það er
til dæmis álitamál hvort meta eigi
hærra nemanda sem hefur stúd-
entspróf heldur en annan sem hefur
margra ára reynslu af skrifstofu-
störfum. I fyrstu hópunum var tekið
inntökupróf í skólann en því var
hætt vegna þess að slík próf þóttu
ekki gefa nógu góða mynd af því
hvort nemendur stæðu sig í náminu.
Til dæmis komu upp tilvik þar sem
nemendur fengu lága einkunn út úr
inntökuprófinu en stóðu sig síðan
mjög vel í sjálfu náminu.
í lokaverkefninu er lagt mikið upp
úr að nemendur vinni sjálfstætt að
lausn verkefna. Við létum nemend-
ur velja fyrirtæki og gekk það í flest-
um tilfellum mjög vel. Ef þess var
óskað hjálpaði skólinn til við útveg-
un fyrirtækja. Sú fullyrðing að upp-
lausn hafi ríkt í lokaverkefnum og
margir hafi hætt er röng enda hafa
allir hópar skilað inn lokaverkefn-
um.
Um það atriði að oft hefur komið
fyrir að kennari hafi verið frá heilu
og hálfu tímana við ljósritun er það
að segja að það kom fyrir í einum
tíma að kennari fór frá í ca. 15 mín-
útur á meðan nemendur unnu að
verkefnum en þar sem kvörtun kom
frá nemanda gerðist slíkt ekki aftur.
Hvað varðar einstakar náms-
greinar er ýmislegt tínt til og verður
hver og einn að meta hversu mikið
gagn hann hefur haft af hinum ýmsu
greinum og hvernig frammistaða
kennara er. Hins vegar langar mig í
nokkrum orðum að leiðrétta þær
rangfærslur sem fram koma í viðtal-
inu.
í fyrsta lagi kannast enginn við að
6 þættir af 18 hafi fallið niður. Það á
jafnt við um nemendur og kennara
skólans. Það að skólinn hafi ekki tel-
exnúmer er rangt þar sem við not-
um tölvutelexkerfið Mercury Link
7500 sem mörg önnur fyrirtæki
nota. Númerið okkar er 19030995.
Við höfum tengingu við X-25-netið
og getum í gegnum það haft sam-
skipti við fjöldann allan af tölvu-
bönkum.
I ritvinnslunni var farið í 8 æfing-
ar þar sem nemendur voru látnir
setja upp bréf og annan texta. Einn-
ig var kennt að setja upp stöðluð
bréf með fjölvum.
Hvað varðar verslunarreikning,
töflureikna og áætlanagerð var að-
allega unnið að verkefnum í tímum
og komu svör við æfingum því strax
fram. Varðandi það að kennari hafi
leitað til nemenda eftir svörum er
það að segja að í bókfærslu voru
sýndar niðurstöður verkefna frá
nemendum sem kennari hafði áður
farið yfir. Þarna virðist því um mis-
skilning vera að ræða.
Tímum í verslunarreikningi var
fjölgað vegna eindreginna óska
nemenda og var í staðinn fækkað
tímum í tollskýrslugerð. Þrátt fyrir
það var farið ítarlega í gerð toll-
skýrslna bæði handvirkt og með
forritinu Tollara. Það að kennari
kunni ekki til verka er algerlega út
í hött og ærumeiðandi þar sem
hann rak um tíma bókhaidsþjón-
ustu sem m.a. tók að sér tollskýrslu-
gerð. Einnig lá fyrir frá upphafi
námsins að umsjónarkennari bekkj-
arins myndi kenna þennan þátt.
Tölvubókhald var kennt í 12 tíma
og bæði farið í ÓPUS-bókhaldskerf-
ið og Bókarann. Það er því hrein og
klár lygi að einungis hafi lítillega
verið kennt tölvubókhald í einum
tíma.
Það er margt sem getur komið
upp í jafn viðamiklu námi sem þessu
og alltaf er hægt að gera betur. Hins
vegar er Helgarpósturinn ekki sá
vettvangur sem æskilegur er fyrir
umræðu um bætt fyrirkomulag
námsins. Við erum sífellt að vinna
að endurbótum og höfum þá trú að
þetta nám eigi eftir að verða enn
betra en það er og öðlast þann sess
í þjóðfélaginu sem því ber.
Virðingarfyllst,
Óskar B. Hauksson,
skólastjóri Tölvufræðslunnar.