Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 17.12.1987, Blaðsíða 31
en þau standa stutt vinnu á DV. Ljómandi afmælisgjöf. Þar var ég í níu mánuði, fyrst á neyt- endasíðunni og svo einhvern tíma í fréttum en þrátt fyrir að þetta væri heilmikil reynsla veitti það mér litla fullnægju. Mér fannst starfið ekki krefjast neins af mér.“ — Og þá hefurðu farið á Mannlíf? „Eg hafði að vísu verið að skrifa fyrir Mannlíf, fyrsta viðtalið sem ég tók þar var fyrir Herdísi Þorgeirs- dóttur, en þegar til átti að taka sprakk allt í loft upp og hún hætti. Arni Þórarinsson tók við af henni og hann rukkaði mig um þetta viðtal. Hann er stífur rukkari, kemst það sem hann vill og ég tók mig saman og kláraði viðtalið. Þannig lágu leið- ir okkar Árna saman og við höfum síðan verið nánir samstarfsmenn og ég bý að því nú þegar ég tek við af honum.“ — Þannig að þú hefur lagt skóla- gönguna á hilluna? ,,Ja — fyrst ætlaði ég í skóla eftir að hafa tekið mér árshlé en þá bauðst mér vinna á Mannlífi. Svo ætlaði ég mér að fara næsta haust en þá bauðst mér ritstjórastaðan. En það er svo sem allt í lagi. Ég er ekki komin á grafarbakkann." — Og hvað ætlaðirðu að læra? „Mig langaði í heimspeki og svo ákvað ég það líka allt í einu að verða kvikmyndaleikstjóri. Ég veit ekki af hverju og hef ekki hugmynd um hvort ég hef nokkra hæfileika á því sviði." . — Hefurðu leikið eitthvað? „Ahh nei. Það ætti sennilega ekki við mig. Þegar ég var í skóla var ég mikið í að setja upp alls konar sýn- ingar, stjórna. Ég er stjórnsöm og finnst það mjög góð tilfinning að hafa fullkomið vald á því sem ég er að gera." — Förum út í ættfræði, þú hefur náttúrlega stjórnsemina beint úr Konn-ættinni á Akureyri. „Reyndar held ég að ég hafi hana úr báðum ættum en föðurfjölskylda mín er vissulega ákveðin og stjórn- söm. Og hávær. Ég held nú samt að ég sé ekki hávær. Þetta er skemmti- leg fjölskylda sem samanstendur af prímadonnum." — Syngurðu? „Nei, ekki opinberlega a.m.k.“ — Hvert er eftirminnilegasta við- talsefnið þitt? „Þrátt fyrir að ég hafi tekið viðtöl við nokkrar frægar manneskjur úti í heimi verð ég að segja að Einar á Einarsstöðum er mér eftirminnileg- astur. Hann var einstakur maður og í annan stað bar andlát hans að sléttum mánuði eftir að viðtalið fór fram. Það sló mig illa. Ég tel mig vera ansi miklu ríkari að hafa kynnst Einari. Það var eins og að missa náinn ættingja er hann lést. Það stafaði af honum einhvers kon- ar helgi og flestir sem kynntust Ein- ari báru fyrir honum ótakmarkaða virðingu. Ég man að ég spurði hann hvað hann vildi gefa mér mikinn tíma í viðtalið og hann 'svaraði að það færj eftir hversu vel færi á með okkur. Ég dvaldi hjá honum heilan dag og fram á nótt og kynntist þá annarri hlið á honum, hversdags- legri. Hann var eins og hver annar sveitamaður sem sat í eldhúsinu og drakk kaffi og borðaði jólaköku. Það var sérkennilegt að vera hjá honum, mér leið eins og ég væri í kirkju, og þegar hann fór með mig inn í skrifstofuna sína, sem var full af bréfum, pappírum, helgimyndum og krossum, fékk ég staðfestingu á þeim gáfum sem hann bjó yfir en það er of persónulegt til að fara út í það.“ — Kraftaverk fyrir blaðamann- inn? „Já, það má segja það. Þetta var sérkennilegasta reynsla sem ég hef orðið fyrir. Einar vildi ekki einu sinni lesa viðtalið yfir og blaðið var komið í prentsmiðjuna þegar hann dó. Við bjuggum okkur undir að stöðva vinnsluna en ekkjan sagði strax að við skyldum láta viðtalið fara. Þetta var allt einhvern veginn með jákvæðum formerkjum. Ann- ars þótti mér það líka sérkennilegt að Éinars var að litlu minnst, fáar minningargreinar. Þessi maður, sem fjöldi fólks átti bókstaflega líf sitt að launa. Hann dó eins og hann lifði. Hógværlega. — Hefurðu áhyggjur af því að þurfa að finna tíu forsíðuefni á ári til að selja blaðið? „Vissulega. Þetta er lítið þjóðfélag og það er tæplega hægt að ætlast til þess að tímarit komi með tíu sprengjur á ári. Ég vil ekki blekkja lesendur. það verður að vera kjöt á beinunum. Maður veifar ekki tómri beinagrind nema einu sinni. Ég ber virðingu fyrir lesendum og geri ráð fyrir að þeir hafi skýra dómgreind og vilji fræðast um eitthvað nýtt. Hins vegar virðist svo vera sem að forsíður þurfi að höfða til einhvers sem fólk þekkir vel fyrir. Það er oft verið að kvarta yfir því að við skrif- um bara um ,,jet-settið“ í Reykjavík, af hverju við skrifum ekki um hvunndagshetjuna, en staðreyndin er sú að það nennir enginn að lesa það. Þetta er ákveðinn tvískinnung- ur og ég lít á það sem illa nauðsyn að selja blaðið út á einhverja „sen- sasjón". — Hvað var það í upphafi sem varð til þess að þú fékkst áhuga á að gerast blaðamaður, áhugi á fólki eða eitthvað annað? „Áhugi á fólki, já. Ég fæ fólk á heilann þegar ég er að taka við það viðtal, vil helst hitta það tvisvar, þrisvar sinnum og sökkvi mér ofan í viðfangsefnið. Ég verð ábyggilega óþolandi á meðan og þar sem þetta gerist a.m.k. tíu sinnum á ári er ég sennilega óþolandi lengst af. T.d. þegar ég tók viðtalið við Jósafat Arngrímsson var ég með hann á heilanum, hugsaði ekki um annað. Maður reynir að komast inn í fólk, skilja það og skynja tón þess. Ég er að reyna að berjast við að vera ekki yfirborðsleg en hvort það tekst veit ég ekki. Ég hef engan áhuga á að þurrka út mína persónu, hvorki í viðtölum né annars staðar, maður verður að gefa viðmælandanum af sér á móti og á endanum er það manns eigin karakter sem mestu skiptir. Ef fólk ekki treystir manni þá verður viðtalið hvorki fugl né fisk- ur.“ — Nýr herra, nýir siðir? „Nei, það eru ekki fyrirhugaðar neinar eðlisbreytingar á blaðinu. — En svona í framhjáhaldi, þá lít ég hvorki á mig sem „herra" eða „frú“ í þessum efnum. Mér finnst for- stjóraleikir fremur lágkúruleg iðja og læt hana öðrum eftir... enda nógir til að bítast um bitann." ÞVOTTASTOÐIN OS veitir eftirtalda þjónustu: tjöruþvott, djúphreinsun teppa og sœta, mótorþvott, Mössum lökk, bónum og límum ó rendur. Opiö virka daga kl. 8—19. Opið laugardaga kl. 10-16. Bón- og þvottastööin Ös, Langholtsvegi 109 Sími 688177 r • „Original“ hemlahlutir í alla japanska bíla. • Innfluttir beint frá Japan. • Einstaklega hagstætt verð. Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavík Símar 31340 & 689340 LITRIK ÞJÓNUSTA Opiö 10-18.45 Laugardaga og sunnudaga 10—16 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.