Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 9
fréttir og rabbþætti, í framtíðinni.
Hans Kristján neitaði þessu. Hann
sagði rekstur stöðvarinnar ganga
vonum framar.
í Tímanum í gær var greint frá því
að til stæði að íslenska myndverið
seldi sinn hlut í Stöð tvö. Ragnar
Gudmundsson, framkvæmdastjóri
íslenska myndversins, hvorki játaði
þessu né neitaði. Hann dró þó enga
dul á að fjármagnskostnaður væri
Stöðinni þungur í skauti. í samtali
við Helgarpóstinn neitaði Hans
Kristján því að þessi sala á hlutabréf-
um stæði til.
VEISLAN Á ENDA
Þessi misvísandi ummæli Hans
Kristjáns og annarra um Stöð tvö er
dálítið lýsandi fyrir ummæli flestra
forsvarsmanna ljósvakamiðlanna.
Ef upplýsingar þeirra um hlutdeild í
auglýsingamarkaðinum eru lagðar
saman má ætla að þessi markaður
sé um helmingi stærri þegar honum
er skipt niður en þegar litið er á
hann sem heild. Ástæða þess liggur
sjálfsagt í því, að auglýsingamark-
aðurinn er ákaflega viðkvæmur.
Menn veigra sér við að auglýsa hjá
útvarps- eða sjónvarpsstöðvum sem
standa höllum fæti. Því er um að
gera að bera sig vel.
En af því sem að ofan greinir má
ljóst vera að áhorfendur og áheyr-
endur þessara stöðva munu ekki
njóta sömu veislu á þessu ári og því
síðasta. Stöðvarnar draga nú saman
seglin hver og ein og það er spá
flestra að einhverrjar þeirra muni
leggja upp laupana áður en langt
um líður. Af þeim sparnaðaráform-
um sem forsvarsmenn þessara
stöðva láta uppi er ljóst, að þessi
samdráttur mun fyrst og fremst
bitna á vönduðu dagskrárefni.
Ef til vill mun fjölmiðlabyltingin
verða til þess að íslendingar sitja
uppi með einhæfara og erlendara
efni en áður.
Bifreiðaeftirlit ríkisins.
Skoðar nú hina sjóreknu bíla án fullnægjandi afstöðu og með verulegan þrýst-
ing á sig úr sitthvorri áttinni. Líklegast bjargar stöðin sér úr klipunni með því
að samþykkja skráningu með skilyrðum um úrbætur.
sinna skoðunum sem þessum fyrr.
Þannig fór hluti skoðunarinnar fram
í Keflavík í gær en í dag þarf að færa
bílana til Reykjavíkur. Hlutverki
sínu hefur hún hingað til gegnt með
því aðallega ,,að sparka í dekk og
keyra einn hring í kringum húsið",
eins og einn viðmælandi blaðsins
sagði og í raun hefur ekkert gæða-
eftirlit farið fram. Staðreyndin er því
sú að fjölmargir bílar hafa „staðist"
skoðun sem víða eriendis væru
teknir úr umferð — t.d. skakkir og
skældir tjónabílar. Á hinn bóginn
hlýtur að vera erfitt að hundsa við-
horf sérfræðinganna — framleið-
enda vörunnar sjálfrar, umboðsað-
ila þeirra og öflugra neytendasam-
taka bifreiðaeigenda! Júlíus Vífill
fær lokaorðin: „Hvað ef Boeing-
flugvélaverksmiðjurnar gæfu út yf-
irlýsingu um að tilteknar flugvélar
væru hættulegar? Myndi nokkur
vilja fljúga með slíkum flugvélum?
Myndi nokkurt flugfélag kaupa slík-
ar flugvélar? Bílar eru mun hættu-
legri og mannskæðari samgöngu-
tæki en flugvélar."
ERLEND YFIRSÝN
'eftir Magnús Torfa ólafsson.
Brottvísun úr spánskri flugstöð
æsir menn í Pentagon til of stopa
Felipe González er mikið í mun að hatda trúnað við þjóð sína.
Enn er NATÓ að jafna sig eftir sviptingar sem fylgdu
gerð samkomulags risaveldanna um útrýmingu með-
aldrægra og skammdrægra kjarnorkuskeyta. Þá skell-
ur á bandalaginu bylur úr annarri átt. í fyrsta skipti frá
því de Gaulle rak aðsetur Atlantshafsbandalagsins og
Bandaríkjaher á dyr úr Frakklandi árið 1966 hefur
stjórn bandalagsríkis ákveðið einhliða að vísa banda-
rískum herafla á brott úr þýðingarmikilli herstöð.
Þótt aðilar hafi enn ekkert látið
frá sér fara opinberlega um málið
er orðið alkunna að stjórn sósíal-
istaforingjans Felipe González á
Spáni hefur tilkynnt Bandaríkja-
stjórn uppsögn samnings um veru
401. skammfleygu árásarsveitar
bandaríska flughersins í flugstöð-
inni Torrejón rétt vestan við
Madrid. Þýðir það að flugvélarnar
72 af gerðinni F-16 skulu verða
þaðan á brott innan þriggja og
hálfs árs.
Þessi ráðstöfun sýnir, að þolin-
mæði González gagnvart Banda-
ríkjastjórn er þrotin. í þrjú misseri
hafa staðið árangurslausar samn-
ingaumleitanir, þar sem Banda-
ríkjamenn hafa þvælst fyrir og
neitað að taka alvarlega þá yfirlýs-
ingu Spánarstjórnar að þeir yrðu
að rýma flugstöðina í Torrejón.
Sósíalistaflokkurinn undir for-
ustu González vann frægan sigur í
þingkosningum 1982 og endurtók
hann 1986. Meginmarkmið stjórn-
ar sósíalista í utanríkismálum var
að tryggja Spáni aðild að Evrópu-
bandalaginu. Þegar það mál var
farsællega í höfn sneri González
sér að því að koma afstöðunni til
Atlantshafsbandalagsins í fast
horf.
Síðasta hægri stjórn í Madrid
gekk frá aðild Spánar að banda-
laginu, gegn atkvæðum þing-
manna sósíalista. í flokknum voru
skiptar skoðanir um málið. Sumir
vildu aðild að NATÓ með sérstöðu
varðandi undirgefni spánsks her-
afla undir sameiginlega herstjórn,
svipaða þeirri sem de Gaulle tók
Frökkum. Aðrir í flokknum vildu
halda landinu utan hernaðar-
bandalaga.
Gonzáiez fékk því ráðið, að efnt
var til þjóðaratkvæðis um aðild að
NATÓ árið 1966. Með skírskotun
tii langþráðrar aðildar að Evrópu-
bandalaginu fékk hann talið
meirihluta flokks síns á, að í sam-
ræmi við það yrði Spánn að sýna
samstöðu í öryggis- og varnarmál-
um með öðrum Vestur-Evrópu-
ríkjum. Og til að slá því föstu að
evrópsk samstaða væri leiðarljós
Spánar í þessu efni hét González
því að beita sér fyrir verulegum
niðurskurði bandarískra her-
stöðva á Spáni, féllust kjósendur á
aðild að Atlantshafsbandalaginu
án sjálfkrafa undirgefni spánsks
herafla undir sameiginlegu her-
stjórnina, þar sem bandarískur
hershöfðingi hefur frá öndverðu
verið æðsti yfirboðari.
González reyndist sem fyrr
sannspár um afstöðu landa sinna.
Flokksbræðrum hans, sem halda
vildu Spáni áfram utan hernaðar-
bandalaga, varð lítil ágengt. Og
ekki varð hægri flokkunum kápan
úr því klæðinu að skora á kjósend-
ur að sitja heima, þótt sjálfir væru
þeir frumkvöðlar aðildarinnar að
NATÓ. Skilmálarnir sem ríkis-
stjórnin lagði fyrir þjóðina fengu
mikinn meirihluta atkvæða.
Ljóst er af því sem síðan hefur
gerst, að Bandaríkjastjórn, og sér í
lagi bandarísk heryfirvöld, tóku
González og spánsku sósíalista-
stjórnina ekki alvarlega. Er það
ekki í fyrsta skipti, sem bandarísk
fáfræði um umheiminn og sögu-
stöðu mála Spánar megin er Reg-
inald Bartholomew, sendiherra í
Madrid. Hann hefur fyrir sitt leyti
lagt áherslu á það eftir að Gonzál-
es tilkynnti uppsögn herstöðvar-
samningsins 10. desember að
Bandaríkjastjórn rasi ekki um ráð
fram. Bandarískir fréttamenn,
sem lýsa þessari afstöðu sendi-
herrans, skýra jafnframt frá því að
legar forsendur með öðrum þjóð-
um verða þarlendum stjórnvöld-
um að fótakefli.
Bandarísku herstöðvarnar á
Spáni komu til árið 1953, með
samningi Eisenhowers forseta við
Francisco Franco einræðisherra.
Sá samningur varð til að rjúfa þá
einangrun sem Franco-Spánn
hafði sætt á alþjóðavettvangi frá
lokum síðari heimsstyrjaldar, þeg-
ar veldi nasista og fasista var fallið
í öðrum löndum Evrópu. Með
þessum samningi, og þeim banda-
ríska stuðningi sem fylgdi, fram-
lengdi Franco veldi sitt. Og þegar
hann var allur og lýðræðisþróun
hófst á Spáni undir leiðsögn ungs
og óreynds konungs reyndi þáver-
andi Bandaríkjastjórn með Henry
Kissinger í fararbroddi hvað hún
gat til að lengja lífdaga spánska
fasismans.
Vantrú Kissingers á lýðræðinu,
jafnt á Spáni og í Portúgal, varð sér
eftirminnilega til skammar. í
Washington vill enginn muna eftir
þessu né öðru sem á undan er
gengið, ekki einu sinni að það
voru Bandaríkin sem hrifsuðu af
spánska heimsveldinu síðustu
tætlurnar af lendum þess handan
hafa, Puerto Rico, Kúbu og Filipps-
eyjar, í lok fyrri aldar. En á Spáni
gleyma menn ekki jafn auðveld-
lega.
Forsendan fyrir að Felipe Gonz-
ález tókst að vinna þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um aðild Spánar
að NATÓ var, að honum tókst að
láta hana snúast um samstöðu
með Vestur-Evrópu og að losa jafn-
framt hernaðartengslin sem
Franco hafði bundið beint við
Bandaríkin. Forsætisráðherra
Spánar er því pólitísk lífsnauðsyn
að sýna svart á hvítu, að í þessu
efni standi hann við orð sín gagn-
vart þjóðinni, sem veitt hefur
honum svo frábært fyigi.
Eini Bandaríkjamaður í áhrifa-
stöðu sem virðist skilja þessa
embættismenn í Pentagon, land-
varnaráðuneyti Bandaríkjanna,
vilji skella hurðum svo um munar.
Leggi þeir til að Bandaríkjamenn
yfirgefi allar herstöðvar sínar á
Spáni, fái þeir ekki að hafa sína
hentisemi í Torrejón, og hefji þar
að auki pólitíska og efnahagslega
hefndarherferð gegn stjórn Felipe
González. Halda þeir því fram að
nú sé þörf á að sýna fram á, að það
kosti ríkið nokkuð að vísa Banda-
ríkjaher á dyr úr herstöð sem
harin vill halda.
í Torrejón hafast við 4.500
bandarískir flugliðar. En í tólf öðr-
um herstöðvum á Spáni eru 8.000
manns úr öllum greinum banda-
ríska heraflans. Þýðingarmest er
flotastöðin í Rota, en flugstöðvar
eru nærri Zaragoza og Sevilia og
fjarskiptastöðvar á níu stöðum
öðrum. Sagt er að tekið sé fram í
orðsendingu Spánarstjórnar, að
hún sé fús að endurnýja samning-
ana um allar þessar stöðvar nema
Torrejón.
Síðasta tilboð bandarísku samn-
ingamannanna var að fækka flug-
vélum í Torrejón um þriðjung, úr
72 í 48. En það fullnægir á engan
hátt Spánverjum. Fyrir stjórninni í
Madrid vakir að losna í eitt skipti
fyrir öll við stóra, bandaríska
herstöð í hlaðvarpa höfuðborgar-
innar. Hún er ekki aðeins ögrun
við spánska þjóðerniskennd, held-
ur má að auki leiða rök að því að
Torrejón hljóti að vera ofarlega á
skotmarkalista í kjarnorkustyrj-
öld.
Hlutverk 401. skammfleygu
árásarsveitarinnar í ófriði er nefni-
lega að halda til stöðvar á Ítalíu og
Tyrkiandi, lesta kjarnorkusprengj-
ur sem þar eru geymdar og ráðast
með þeim á skotmörk um Sovét-
ríkin sunnanverð. Ákvörðun
Spánarstjórnar setur því allt NATÓ
í klípu. Hver vill vista 401. sveit-
ina, þegar hún fer alfarin frá Spáni
fyrir mitt ár 1991?
HELGARPÓSTURINN 9