Helgarpósturinn - 07.01.1988, Qupperneq 15
LJÓNIÐ
Þér mun ganga vel í vinnu og námi á árinu
1988, en grunnurinn verður að vera traustur.
Það þýðir: mikil vinna, sjálfsagi og harka.
Stundum mun þig langa að stinga af frá öllu
saman, en þú stenst slíkar freistingar.
Flækja í ástamálum leysist snemma á árinu
og strax í febrúar ríkir meira logn á þeim
vettvangi en undanfarið. Það verður hins
vegar ólga á vinnustað þínum og þá er mikil-
vægt að þú reynir að stilla til friðar. Sýndu
stillingu, hjartahlýju og leiðtogahæfileika
þína.
Þú nýtur verðskuldaðrar athygli á tímabil-
inu frá 9. mars til 22. júlí og ættir að notfæra
þér þær hagstæðu aðstæður. Ef þú ætlar að
taka nýjan pól í hæðina skaltu gera það í júní,
sem verður þér mjög góður mánuður.
Það reynist nauðsynlegt að endurhugsa
framtiðaráform á þessu ári, líklega í tengsl-
um við ferðalög eða nám, og þú íhugar jafn-
vel búferlaflutninga. Þér tekst að yfirvinna
mótstöðu og finna lausnir í september. Ein-
hverjar breytingar verða í lok október.
MEYJAN
Rómantík, ævintýr og aukið frelsi — þetta
er aðallega upp á teningnum hjá þér árið
1988. Þú hristir af þér viðjar vanans og gríp-
ur spennandi tækifæri.
Löngun þín til að hjálpa öðrum kemur vel
í Ijós. Þú skrifar, kennir, skýrir frá hugmynd-
um þínum, gefur eitthvað út eða auglýsir...
bæði til að koma sjálfum þér og öðrum á
framfæri. Þetta gengur sérlega vel í febrúar,
en heppnin er með þér allt fram í júlí.
Mesta spennan tengist samt ástinni og
mikið mun ganga á í þeim efnum. Þú munt
t.d. segja og gera hluti, sem þú átt ekki vanda
til, og finna samtímis til frelsislöngunar og
öryggisleysis. Atakamikið ástarævintýri er
afar líklegt, en þú getur sparað þér ónauð-
synleg rifrildi með því að gera þér grein fyrir
eigin mótsögnum.
Hlutirnir ganga sérlega vel í vinnunni eftir
22. júlí og þá færð þú þá viðurkenningu, sem
þú átt skilið. Eirðarleysi gerir hins vegar vart
við sig i einkalífinu — sérstaklega í janúar og
október.
r----—-------—--------------1
HANDMENNTASKÓLI ÍSLANDS
Sími 27644 box 1464 1 21 Reykjavík
Handmenntaskóli fslands hefur kennt yfir 1250 íslending-
um bæöi heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá
okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift
- fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í
bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir
okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leíðréttartil baka.
Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt
hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu
skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða
hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við
pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið-
anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt,
hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er
tækifærið, sem þú hefur beðið eftirtil þess að lærateiknun
og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú
getur þetta líka._______________________
I ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT
HIVlÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU
NAFN.
I
I
^HEIMILISF.
Börn líta á lífið
sem leik.
Ábyrgöin er okkar -
fulloröna fólksins.
VATNSBERINN
Hugmyndaauðgi þín fær að njóta sín árið
1988. Þú færð fjöldann allan af frábærum og
hagkvæmum hugmyndum, sem þú ættir að
nýta til fulls. Þetta verður líka ár breytinga og
nýrra tækifæra og þú verður á einhvern hátt
í sviðsljósinu.
Þú mátt búast við nokkurri rómantík og
nýjum vináttutengslum, enda laðar þú að
þér skemmtilegt fólk. Þess vegna verður
mikið um veislur, skemmtanir, íþróttir og fé-
lagslíf. Og þig mun langa til að taka áhættu
og vera í forystuhlutverki. En um miðjan
febrúar verður þú að fara að öllu með gát,
því mikilvægir hlutir gerast þá að tjaldabaki
og þú mátt ekki vera of opinskár. Á þessu
tímabili mun eflaust ganga töluvert á.
Maí er tími viðkvæmra tilfinninga, þegar
fjölskyldan er annars vegar, og þú skalt
leggja þitt af mörkum við undirbúning ein-
hverrar hátíðar eða veislu. Þú verður farinn
að sjá árangur erfiðis þíns í júlí og getur þá
sett fram ákveðnar kröfur. I þeim mánuði
gæti „gamall” ástvinur líka skotið aftur upp
kollinum, en ástamálin eru mjög svo i
brennidepli eftir 22. júlí.
Hlutirnir fara að skýrast í september og þó
þú hafir einhverjar efasemdir veistu betur
hvað þú vilt. Þetta gæti leitt til hjónabands
hjá þeim ólofuðu, en dýpri tengsla hjá þeim,
sem eru þegar í hjónabandi.
FISKARNIR
Lífið fer að ganga hægar fyrir sig árið 1988
og þú færð því tækifæri til að vinna úr öllu
því, sem gerðist í fyrra. Áherslan er ekki
lengur á sjálfstæði, heldur miklu fremur á
samvinnu og fjölskyldubönd. Þú finnur þörf
fyrir að hafa kunnugleg andlit í kringum þig.
Ástin er svo sannarlega með í spilinu, því
ákaflega tilfinningarík persóna laðast að þér.
Hún er kannski svolítið mislynd, en það er
þægilegt að hafa hana nálægt sér. Þú hefur
ef til vill þekkt þennan aðila áður og sameig-
inlegar minningar gætu átt ríkan þátt í sam-
bandi ykkar. Mestar líkur á rómantík eru á
tímabilinu 16. janúar til 9. febrúar, en ástar-
samband sem byrjar í maí veldur þér ein-
hverjum vonbrigðum. Þetta verður hins veg-
ar allt komið á hreint í ágúst.
Þú hefur áfram áhyggjur af fjárhagslegu
öryggi þínu, eins og á síðasta ári, en þau mál
þróast hægt og þétt í rétta átt. Til þess verður
þú hins vegar að reyna að spara og neita þér
um ákveðinn munað. Félagslífið og vináttu-
sambönd verða spennandi og eitthvað mikil-
vægt mun gerast á þeim vettvangi í febrúar.
Treystu þeim hugboðum sem þú færð.
Það er einnig mikil áhersla á heimili og
fjölskyldu á þessu nýbyrjaða ári. Tengsl við
foreldra og/eða börn munu styrkjast og þú
munt jafnvel flytja til þeirra, ef þú bjóst ekki
hjá þeim fyrir. Mánuðirnir apríl og septem-
ber verða sérlega þægilegir.
KERASIASE
'FRÁ L’ORÉAL RARÍS
ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ.
LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU-
MEISTARANUM.
SPURÐU HANN UM KERASTASE.
FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM.
HELGARPÓSTURINN 15