Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 23

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 23
Treysti áhorfendum til að hlusta á texta — og skilja segir Andrés Sigurvinsson, leikstjóri og forsvarsmaöur P-leikhópsins, sem ígœrkvöldi frumsýndi leikrit Harolds Pinter „Heimkomuna“. „Þessu leikriti hefur oft verið þannig lýst að það fjalli um valdabaráttu, valdabaráttu bræðra og kynslóða og jafnframt um kynjabaráttu.“ Þetta sagði Andrés Sigur- vinsson, sem er í forsvari fyrir P-leikhópinn sem í gær- kvöldi frumsýndi leikritið Heimkomuna eftir Harold Pinter í húsi íslensku óperunnar. P-leikhópinn segist Andrés hafa stofnað utan um þetta verk, en í því leika margir af fremstu leikurum þjóðarinnar, auk þess sem Hjalti Rögnvaldsson leikari kom frá Danmörku, þar sem hann er búsettur, eingöngu til að taka þátt í uppfærslu verksins. Andrés Sigurvinsson er forsvarsmaður P-leikhópsins og jafnframt leikstjóri Heimkomunnar. „Það er einfalt mál að svara því hvers vegna ég valdi þessa leikara," segir Andrés. „Það er ekki á færi nema mjög reyndra og færra leikara að leika þetta leikrit, svo einfalt er það. Ég var svo heppinn að fá þessa snillinga, Róbert og Rúrik ásamt Hjalta og öllum hinum snillingun- um, þannig að hér er á ferðinni mjög sterkt leikaralið." Um efni leikritsins segir Andrés: „Pinter er svo dásamlegur að hann kippir öllum forsendum í burtu og þess vegna sýnist sitt hverjum um þetta verk. A yfirborðinu virðist það vera dálítið óvenjuleg fjölskylda sem fjallað er um, en allt er slétt og fellt þar til elsti sonurinn kemur heim. Sá er doktor í heimspeki, bú- settur í Bandaríkjunum, og þegar hann kemur í heimsókn ásamt eig- inkonu sinni fer ýmislegt að koma upp á yfirborðið og hjólin fara að snúast. Það er dálítið fyndið hversu mikið móðirin kemur við sögu í verkinu, en hún er dáin þegar það gerist, — og hver var hún?“ Er þetta mjög þungt verk? „Nei — þetta er mjög létt leikrit. Mörgum finnst þetta grimmt verk, en þungt er það ekki vegna þess að það er gígantískur húmor i því þótt hann sé kannski grár." Nú getið þið einungis haft þrettán sýningar á þessu verki. Er það ekki svolítið sárt þegar tekið er tillit til þeirra miklu æfinga sem liggja að baki? „Jú, óneitanlega hefðum við vilj- að hafa fleiri sýningar, en það spilar margt inn í. Við getum aðeins haft húsið í þennan tíma og auk þess fer Hjalti af landi brott um mánaða- mótin þar sem hann fer til starfa í sínu leikhúsi í Danmörku. Það er því öruggt að þetta verk verður aðeins sýnt fram til 28. janúar og aldrei aft- ur. Ég hef ekki hugsað mér að æfa aðra leikara inn í verkið." Og P-leikhópurinn dettur uppfyr- ir? „Já, P-leikhópurinn var eingöngu stofnaður utan um þetta verk. Hins vegar má vel vera að M-leikhópur- inn verði einhvern tíma til og við setjum upp leikrit eftir Miller eða O- leikhópurinn og setja upp Osborne? Það er kominn tími á að setja upp mörg verk aftur. Snillingarnir lifa ekki til eilífðar og við þurfum að sjá þá og læra af þeim meðan við höf- um þá, hvort sem það eru Rúrik eða Róbert, Helgi Skúlason eða Gunnar Eyjólfsson. Við eigum til nóg af góð- um leikurum og góðum leikritum, en oft virðist mér sem áhorfendum sé ekki treyst nógu vel. Þetta er fólk með tilfinningar, langanir og þrár og það þorir alveg að koma í leikhús og taka afstöðu til þess sem þar er að gerast. Það er búið að ofkeyra sig á þessum frasa „að fara í leikhús til að skemmta sér“. Ég held að áhorf- andinn sé búinn að láta Ijúga því að sér að hann þurfi að vera einhver sérfræðingur til að koma og sjá verk eftir einhvern eins og Pinter. Ef eitt- hvert verk á erindi við okkur í dag þá held ég það sé Pinter því þetta verk hans er nauðalíkt þvi sem er að gerast í dag. Þegar „Heimkoman" var fumsýnd, árið 1965, olli það miklum úlfaþyt og menn voru ekki á eitt sáttir með hvað það ætti þýða." Heldurðu að það eigi eftir að valda „úlfaþyt" hérlendis? „Nei, það veit ég ekki, en ég held að verkið eigi eftir að vekja upp margar spurningar. Úlfaþytur er kannski nokkuð stórt orð því það hefur ýmislegt gerst frá því verkið var skrifað og frumsýnt fyrir meira en tuttugu árum. Menn hafa kannski viðurkennt fleiri hluti núna en þeir gerðu þá, það má að minnsta kosti tala um fleira núna, þó það sé kannski meira á yfirborð- inu, einhver „þykjustunnileikur" — og þá helst ef menn geta séð ein- hverja skrumskælda persónu og af- greitt hana þannig: „Þetta er ekki ég, þetta er einhver annar." Málið er hins vegar það að leikhús virkar alltaf best ef fólk getur komið þangað og fundið einhverja sam- svörun, þorir að taka afstöðu til þess sem það sér og leggur eitthvað til hann málanna. Ég treysti áhorfandanum til að hlusta á texta og skynja hann. Ég held að það komi af sjálfu sér ef efnið er til staðar, því við erum öll forvitin, ekki satt? Hvort sem við viljum blása það upp opinberlega eða ekki höfum við flest skoðanir á hlutunum. Það er hins vegar oft spurning um hvort hræðslan við að fylgja ekki ákveðnum „flokki" — A eða B — og sá þrýstingur að vera „eins og hinir" séu orðin svo mikil að fólki leyfist í rauninni ekki að hafa einkaskoðanir, nema með sjálfu sér, því annað gæti komið því illa." Um höfundinn: Harold Pinter er einn af helstu leikritahöfundum Breta og hefur „Heimkoman" löngum verið talið eitt af hans betri verkum. Að eigin sögn mun þetta leikrit vera það sem Pinter sjálfur er einna ánægðastur með, enda einstaklega vel skrifað og forvitni- legt. Leikritið var frumsýnt í London árið 1965 og hefur ekki fyrr verið sýnt hér á landi. Leikararnir: í þessari uppfærslu leika sex valinkunnir leikarar. Þeir koma úr Þjóðleikhúsinu og Leikfé- lagi Reykjavíkur: Róbert Arnfinns- son, Rúrik Haraldsson, Hákon Waage, Halldór Björnsson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir. Auk þess Hjalti Rögnvaldsson, sem bú- settur hefur verið erlendis um nokkurra ára skeið. Snemma í næsta mánuði heldur Hjalti til starfa við leikhús í Danmörku þar sem hann leikur sitt fyrsta hlutverk á erlendri grund í „Sarkofag", en það leikrit verður frumsýnt 26. apríl nk. Aðrir sem koma við sögu: Þýðingu verksins gerði Elísabet Snorradótt- ir. Leikstjóri er Andrés Sigurvins- son. Leikmynd gerir Guðný B. Richards, Dagný Guðlaugsdóttir sér um búninga og lýsingu annast Alfreð Böðvarsson. Sýningardagar: 8., 10., 14., 16., 17., 18., 22., 23., 24., 26., 27., og 28. jan- úar. Athugið að leikritið verður ekki tekið til sýningar aftur! HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.