Helgarpósturinn - 07.01.1988, Qupperneq 24
UM HELGINA
Leikfélag Reykjavíkur hefur „ver-
tíö" sína í Leikskemmunni viö Meist-
aravelli á sunnudaginn meö frum-
sýningu á nýjum íslenskum söngleik
eftir löunni og Kristínu Steinsdæt-
ur. Heitir hann Síldin er komin og
eru tónlist og söngtextar eftir Val-
geir Guðjonsson Að sjálfsögöu er
uppselt á frumsýninguna en næstu
sýningar veröa þriöjudaginn 12.1. og
fimmtudaginn 14.1. í Iðnó veröur
Dagur vonar Birgis Sigurðssonar
sýndur nk. miðvikudagskvöld,
Hremming veröur á fjölunum í kvöld
og á laugardagskvöldið, jólaleikrit
LR, gamanleikurinn Algjört rugl,
veröur sýnt annaö kvöld, sunnu-
dagskvöldiö 10.1. og þriöjudags-
kvöldiö 12.1. og hiö sívinsæla leikrit
Þar sem djöflaeyjan rís verður næst
sýnt í leikskemmu LR á miðviku-
dagskvöldiö 13.1.
Þaö er uppselt á Bílaverkstæði
Badda, sem sýnt er á litla sviöinu í
Þjóöleikhúsinu, fram til 24. janúar
sem og á Vesalingana, nema þá á
efstu svölum. Síöustu sýningar
standa nú yfir á Brúðarmynd eftir
Guömund Steinsson, en næstu sýn-
ingar á þvi verki eru á laugardags-
kvöldið og á föstudag í næstu viku,
15.1.
Einn af yngri þáttageröarmönnum
Stjörnunnar er Kjartan Guðbergs-
son, en hann verður meö þátt annaö
kvöld frá kl. 22—03 þar sem hann
leikur hressilega tónlist fyrir hlust-
endur. Það verður Árni Magnússon
sem kyndir upp fyrir laugardags-
kvöldiö, en þáttur hans er á dagskrá
Stjörnunnar frá kl. 19—22 laugard.
9.1.
Um þessarmundirsýnirLeikfélag
Akureyrar söngleikinn Pilt og stúlku
sem byggist á skáldsögu Jóns
Thoroddsen, í leikgerð eins niöja hans,
Emils Thoroddsen. Alþýðuleik meö
söngvum kallaði Emil leikgerö sína
þegar hún kom fyrst fram fyrir u.þ.b.
fimmtíu árum. Það er Borgar Garð-
arsson sem leikstýrir verkinu, kom
sérstaklega frá Finnlandi til aö taka
aö sér stjórnina, en þar starfar hann
dags daglega. Verkið verður sýnt í
kvöld, fimmtudagskvöld, og annaö
kvötd kl. 20.30, á laugardaginn kl.
18.00 og sunnudaginn kl. 16.00 og
vilja leikfétagsmenn nyröra vekja
athygli á breyttum sýningartíma.
Á laugardagskvöldiö veröa stór-
tónleikar í Háskólabíói og hefjast
þeir kl. 21.30. Tónleikarnir eru haldnir
á vegum Samtaka um byggingu tón-
listarhúss og hafa yfirskriftina Ger-
um drauminn að veruleika. Á annaö
hundraö þekktir íslenskir tónlistar-
menn koma fram og gefa þeir allir
vinnu sína. Meöal atriöa á tónleik-
unum er flutningur lagsins Söngs
um draum, sem Gunnar Þórðarson
hefur samiö sérstaklega til styrktar
byggingu tónlistarhússins. Lagiö
verður bæöi flutt af söngvurum og
svo í lokin af fullskipaðri Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Marga góöa
gesti mætti nefna til sögunnar en
hér verður látiö nægja aö geta Kórs
Langholtskirkju, Ólafar Kolbrúnar
Harðardóttur, Mezzoforte, Kristins
Sigmundssonar og Bubba
Morthens. Fyrir popp- og rokkað-
dáendur veröur svo án efa rúsínan í
pylsuendanum endurkoma sjálfs
Þursaflokksins, en hann kemurfram
í fyrsta sinn í langan tíma. Kynnir
veröur svo hæstvirtur menntamála-
ráöherra, Birgir ísleifur Gunnars-
son.
í kvöld er á dagskrá Bylgjunnar
þáttur Júliusar Brjánssonar sem
heitir því ofur venjulega nafni „Fyrir
neðan nefið". Júlíus fær til sin góöan
gest sem viö vitum þvi miður ekki
hver veröur. Á laugardaginn veröur
gaman aö henda út jólatrénu og
pakka niður jólaskrautinu undir tón-
list sem Ásgeir Tómasson velur frá
kl. 12.10—15.00, en sá tími ætti aö
duga flestum til að koma heimilinu í
venjulegt horf.
Á sunnudagskvöldið kl. 21 verða
haldnir tónleikar í Norræna húsinu,
þar sem Þóra Johansen leikur á
sembal og syntheziser og Maarten
Van der Valk á slagverk. Tónleikarnir
eru haldnir á vegum Musica Nova og
þar veröa flutt verk eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson, Rachaix, Barberg
Woof, Lárus H. Grímsson og Louis
Andriessen, en í síöastnefnda verk-
inu leika Anna Guöný Guðmunds-
dóttir á píanó og Þóra Fríða Sæ-
mundsdóttir á selestu.
Með allt á þurru heitir íslensk
sjónvarpsmynd sem ríkissjónvarpið
sýnir í kvöld, fimmtudagskvöld.
Myndin er gerö aö tilstuðlan áfeng-
isvarnaráðs og segir frá þrítugum
manni, Agli aö nafni, sem er giftur,
tveggja barna faöir. Allt virkar eöli-
legt á yfirborðinu en drykkjuskapur
Egils skyggir þó á aö myndin sé full-
komin. Fylgst er meö þvi hvernig
hann missir smátt og smátt stjórn á
drykkjunni og áhrifunum sem þaö
hefur á daglegt líf hans, fjölskylduna
og vini. Aö lokinni sýningu myndar-
innar stýrir Ingimar Ingimarsson
umræðum i sjónvarpssal, en þangaö
geta áhorfendur svo hringt og
borið fram spurningar varðandi
áfengissýki. Annað kvöld er á dag-
skrá rikissjónvarpsins bandarísk
sjónvarpsmynd frá 1984 sem heitir
Astin brúar bilið. Þar segir frá ung-
um lögfræöingi og samstarfskonu
hans sem fella hugi saman og veldur
þaö vinum þeirra og vandamönnum
áhyggjum, enda konan „eldgömul"
eöa fjórtán árum eldri en maðurinn.
Eitthvaö til aö hafa áhyggjur af ha?
Athyglisverður þáttur, Göturnar i
bænum, í umsjón Guðjóns Friðriks-
sonar sagnfræðings, verður á dag-
skrá ríkisútvarþsins nk. laugardag, 9.
janúar, kl. 16.30. Lesari í jtættinum
veröur Hildur Kjartansdóttir.
í kvöld, fimmtudagskvöld 7. jan-
úar, kl. 20 verður opnuð sýning á
lokaverkefnum nýlega útskrifaöra
arkitekta í húsi Arkitektafélags ís-
lands, Ásmundarsal, Freyjugötu 41.
Slíkar sýningar hafa verið árviss viö-
buröur síöustu ár, en þar gefur aö líta
lokaverkefni fólks sem á að baki
langt nám í ólíkum skólum og ólíkum
löndum, því eins og kunnugt er fer
engin kennsla í arkitektúr fram hér á
landi. Höfundarnir munu kynna verk
sín í tengslum viö sýninguna, helm-
ing verkanna í kvöld og hinn helm-
inginn næstkomandi fimmtudag,
14. janúar. Sýningin verður opin
virka daga kl. 17—21 og um helgar
frá 14—18, en henni lýkursunnudag-
inn 17. þ.m. Arkitektarnir sem verk
eiga á sýningunni eru:
Andrés Narfi Andrésson, Hafdis
Hafliðadóttir, Halldóra Bragadóttír,
Helgi Mór Halldórsson, Hjördís Sig-
urgísladóttir, Ólöf Flygenring,
Pálmi Guðmundsson og Ragnar
Ólafsson.
Annaö kvöld, föstudagskvöld 8.1.,
verður opnuö sýning í Galleri
Svörtu á hvitu á vatnslitamyndum
Guömundar Thoroddsen. Guö-
mundur stundaöi nám viö Myndlist-
arskólann í Reykjavík á árunum
1974—76 og í París 1976—78. Um
fjögurra ára skeið nam Guömundur
við Ríkislistaakademiuna í Amster-
dam en er nú búsettur í París þar
sem hann starfar sem myndlistar-
maöur. Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 17. janúar.
Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands veröa haldnir í
kvöld í Háskólabíói. Þar veröurfrum-
flutt hljómsveitarverk eftir Pál P.
Pálsson, „Hendur", en Páll mun enn-
fremur stjórna hljómsveitinni. Ein-
leikari veröur breski pianóleikarinn
John Ogdon Auk verks Páls veröa á
efnisskránni hljómsveitarverkiö
Karnival í París eftir norska tónskáld-
ið Johan Svendsen og píanókonsert
nr. 2 eftir Brahms viö einleik Johns
Ogdon. Frægöarferill Ogdons hófst
fyrir alvöru áriö 1962 er hann hlaut
fyrstu verölaun í Tchaikovski-keppn-
inni í Moskvu, þá aðeins 24 ára að
aldri. Hann leikur jöfnum höndum
klassíska Vínartónlist, rómantíska
tónlist og slavneska, en þó e.t.v. fyrst
og fremst tónlist tuttugustu aldar
tónskálda. — Tónleikarnir hefjast í
Háskólabíói kl. 20.30.
Sá sem horföi á Dagfarsprúða
morðingjann á Stöð 2 á sunnudags-
kvöldiö síöasta lætur sig örugglega
ekki vanta fyrir framan skjáinn
næsta sunnudagskvöld kl. 22.05. Þá
verður sýndur síðari hluti kvikmynd-
arinnar og sjálfsagt vilja fæstir missa
af aö sjá hvernig í ósköpunum maö-
urinn loksins fannst eftir fimm ára
leit. Viö vekjum einnig athygli á
Nærmynd Jóns Óttars Ragnars-
sonar á sunnudagskvöldið kl. 20.55.
í þetta sinn ræöir Jón Óttar viö
Helgu Björnsson fata- og búninga-
hönnuö sem starfað hefur hjá hinum
þekkta tískuhönnuði Louis Feraud í
París.
P-leikhópurinn frumsýndi í gær
verk Harolds Pinter Heimkomuna í
húsi íslensku óperunnar. Þetta er
meö betri verkum Pinters og leikar-
arnir i þessari uppfærslu sérstaklega
valdir með tilliti til reynslu. Sjá nánari
umfjöllun í Listapósti.
Sniðugur fugl sundfuglinn.
Ekki mikill
galleríamaður
segir Gudmundur Thoroddsen sem opnar 8da
jan. í Gallerí Suörtu á hvítu.
Gallerí Svart á hvítu, sem stendur
viö Óöinstorg, er nú aö flytjast bú-
ferlum og kemur til meö aö standa
í nœsta nágrenni viö hin nýju húsa-
kynni Listasafns Islands, nánar til-
tekiö á horninu á Laufásvegi og
Skálholtsstíg. Þaö er aöeins ein sýn-
ing eftir í húsakynnum gallerísins
viö Oöinstorg og er þaö sýning Guö-
mundar Thoroddsen sem kemur
meö myndirnar sínar alla leið frá
París, þar sem hann er búsettur að
öllu jöfnu.
Guðmundur mætir til leiks með
fjöldann allan af vatnslitamyndum
og hann sagði í óformlegu spjalli við
HP að það mætti segja að myndirn-
ar skiptust gróflega í tvo efnis-
flokka. Annars vegar væri myndröð
af dýrlingum, inspíreruð af rússn-
eskum íkonum, og hins vegar væri
þetta hans eigin draumaveröld, til-
finningar sem hann reyndi að tjá í
myndum sínum en væru að vísu vel
dulbúnar. Hann sagði einnig að
þessari draumveröld tilheyrðu fugl-
ar, fiskar, bátar, skip, enda væri hon-
um sjórinn mikilvægur. Fuglinn
væri líka einhvers konar tákn fyrir
frelsið, bætti hann við, og þegar
maður siglir hefur maður ekki ann-
að á að horfa en öldurnar og fugl-
ana. Svo er sjófuglinn líka meistara-
smíð, hann getur allt í senn; verið á
landi, synt í sjónum, kafað og flogið.
Sniðugur fugl.
I myndunum eru líka eldgos en
Guðmundur sagðist ekki halda að
það gerði myndirnar neitt sérís-
lenskar, það væri alls ekkert sérís-
lenskt í þeim, þetta væru mest
hugarórar.
Guðmundur sagðist hafa málað
allar myndirnar í París síðastliðið
haust, a.m.k. svo til allar, en ekki
vildi hann kannast við að Frakkar
eða Frakkland hefðu haft nein áhrif
á myndefnið. Hann sagði að Frakkar
væru mest í einhvers konar teikni-
myndasögum um þessar mundir.
Annars fylgist ég lítið með, sagði
hann svo, ég er ekki mikill gallería-
maður, fer sjaldan á söfn. Nei, ég er
ekki hræddur um að einangrast
neitt þrátt fyrir að ég fylgist lítið
með öðrum myndlistarmönnum,
kannski mætti ég samt gera meira
af því að umgangast þá. Annars er
listalífið í París orðið sterílt af því
það eru svo miklir peningar í spil-
inu, allt snýst um þá. Það sem heillar
mig í sambandi við París er fyrst og
fremst mannlífið; kaffihúsin, barirn-
ir og göturnar, fólkið sem þarna
kemur saman frá ólíkum heims-
hornum. í öllu þessu hafi skiptir
kannski mestu að leita að því sem er
í manni sjálfum og reyna að koma
því frá sér.
Guðmundur opnar sýningu sína á
föstudagskvöldið 8da og hún stend-
ur til sunnudagsins 17da.
24 HELGARPÓSTURINN