Helgarpósturinn - 07.01.1988, Síða 26

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Síða 26
■ Nokkrir gamlir hundar; Jeff Lynne, Clapton, Elton John og sjálfur George Harrison, Saman á plötu þess síðastnefnda Cloud Nine. Gamlingjar slá í gegn á ný ekkert tímamótaár 1987 Þá er árid 1987 lidid. Aö mörgu leyti var þad tímamótaár í heimi popptónlistar. Pá voru t.d. lidiri 30 ár frá því Elvis Presley sendi frá sér lögin All Shook Up, Teddy Bear og Jailhouse Rock og jafnmörg ár eru lidin sídan Buddy Holly sló í gegn. Þann l.júnísidastliðinn voru lidin 20 ár frá því ad Bítlarnir sendu frá sér Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Barid. Paö var líka árið 1967 sem The Doors sendu frá sér sína fyrstu plötu, eöa sarria ár og hippatískan náöi hámarki. Áriö 1987 voru líka liöin 10 ár frá því aö Sex Pistols gáfu út plötuna Never Mind the Bollocks og skömmu áður eri þaö varö sendu The Clash frá sér sína fyrstu plötu. TÍMAMÓTAÁR EÐA EKKI A árinu 1987 var sem sé haldið upp á nokkur stórafmæli rokksög- unnar. Að því leyti var það tíma- mótaár. Það urðu þó engin tímamót í þeim skilningi að einhver spreng- ing hafi orðið í rokkinu eins og varð árin 1977 og 1967. Það verður ör- ugglega ekki haldið upp á 20 ára af- mæli einhverrar plötu árið 2007, hins vegar er allt eins líklegt að þá verði með pomp og pragt haldið upp á 40 ára afmæli Sgt. Pepper’s. Nýir straumar og stefnur hafa átt fremur erfitt uppdráttar á því ári sem nú er nýliðið. Þeir nýju flytjend- ur sem skotið hefur upp á stjörnu- himininn í Bretlandi eiga það sam- eiginlegt að flytja tónlist sem engan særir og engum usla veldur, nema helst hjá þeim sem vilja meiri kraft. Ef litið er yfir breska vinsældalist- ann á síðasta ári verða þar helst fyr- ir manni létt danslög og vel unnið slétt og fellt popp. Hin harðari teg- und rokktónlistar hefur ekki verið áberandi þar. A bandaríska breið- skífulistanum voru þaulsetnustu plöturnar í efstu sætunum úr þunga- rokksdeildinni. Hljómsveitir eins og Bon Jovi, Whitesnake, Poison og Def Leppard áttu þar miklu fylgi að fagna. GAMALMENNI GERA ÞAÐ GOTT Það hefur líka verið áberandi við vinsældalista þessa árs hvað gamlar rokk- og poppstjörnur hafa verið að gera það gott. Plata Pauls Simon, Graceland, sem kom út 1986, var t.d. inni á topp tíu í Bandaríkjunum i marga mánuði á fyrri hluta ársins 1987. Það gæti verið gaman að bera saman lista yfir vinsælustu plötur ársins 1987 annars vegar og ársins 1973 hins vegar. A báðum þessum listum verða fyrir manni nöfn eins og Paul Simon, Genesis, Pink Floyd, Yes, David Bowie og fleiri má nefna. Steve Winwood starfaði árið 1973 með Traffic en hann hefur sjálfsagt aldrei verið vinsælli en einmitt nú á síðustu tveimur árum. Hljómsveitin The Band var starfandi fyrir fimmt- án árum, en hún hætti störfum árið 1976. Það var þó ekki fyrr en nú, ell- efu árum síðar, að forsprakki henn- ar, Robbie Robertson, sá ástæðu til að senda frá sér sína fyrstu sóló- plötu. MEÐ GRÁAN LIT í HÁRI Ein óvæntasta og jafnframt ánægjulegasta endurkoma ársins 1987 var endurkoma hljómsveitar- innar Grateful Dead, sem sendi frá sér plötuna In the Dark, sem er þeirra fyrsta stúdíóplata síðan Go to Heaven kom út árið 1980. Dead hafa að vísu löngum gert það gott sem hljómleikahljómsveit en einnig á því sviði var þeim tekið að förlast. Var það einkum vegna þess að aðal- lagasmiður, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar, Jerry Garcia, féll niður á botn eiturlyfjagryfjunnar ömurlegu. Haft hefur verið eftir Garcia: ,,Þú flýrð inn í heim eitur- lyfjanna með vandamál þín og áður en varir eru öll vandamál orðin þetta eina vandamál. Eftir það eru það bara þú og eiturlyfin." Garcia varð þræll kókaíns og heróíns. Svo fór að lokum að heilsa hans gaf sig og hann féll í dá. Hann var nær dauða en lífi. Þessi nálægð Garcia við dauðann gaf honum kraft til að breyta til. Segja skilið við lyfin og byrja á nýjan leik að lifa lífinu lif- andi. Platan In the Dark er ekki einung- is besta plata Grateful Dead síðan 1970, þegar þeir gerðu Working- man’s Dead og American Beauty, heldur er hún einnig vinsælasta plata sveitarinnar frá upphafi. Þá er á plötunni að finna þeirra fyrsta topp tíu-lag, Touch of Grey, en í texta þess er einmitt fjallað um hljómsveit hvers meðlimir eru teknir að eldast, en þeir eru engu að síður staðráðnir í að láta engan bilbug á sér finna og halda áfram á sinni braut, eða eins og segir í textanum: ,,We will get by/We will survive.” HVERS VEGNA? Hver er ástæða þess að á síðasta ári komu svo margar góðar plötur úr eldrimannadeild rokksins? Svo virðist sem margir þeirra flytj- enda, sem um árabil hafa verið að gera sömu hlutina frá ári til árs og plötu til plötu, hafi loks vaknað upp við þann vonda draum að þeir væru komnir í blindgötu og þörf væri á breytingum. Þörf væri á því að þeir stöldruðu við og gæfu gaum að því sem þeim yngri menn væru að fást við í tónlist sinni. Jafnvel hvað væri að gerast í tónlist annars staðar í heiminum en á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Paul Simon reið á vaðið árið 1986 þegar hann gaf út plötuna Grace- land, sem er mest selda plata sem hann hefur komið nálægt að gera síðan hann sendi frá sér Bridge Over Troubled Water ásamt félaga sínum Art Garfunkel á síðari hluta sjöunda áratugarins. Arið 1983 sendi Simon frá sér plötuna Hearts & Bones, sem lítið seldist, og það var því úr vöndu að ráða. Þá varð á vegi hans upptaka af plötunni „Gumboots: Accordion Jive Hits Vol. 2", sem hafði inni að halda tónlist flutta af suður-afrísk- um tónlistarmönnum. Hann hreifst mjög af leik þessara manna og ákvað því að leita á náðir þeirra þegar kom að því að gera næstu plötu. Það sem meira var, að í stað þess að aðlaga þeirra tónlist sinni fór hann öfugt að og aðlagaði sína tónlist þeirri suður-afrísku. Úr varð hin ágæta blanda tónlistar sem finna má á Graceland. BÍTILL Á UPPLEIÐ George Harrison, fyrrum Bítill, var nærri búinn að leggja gítarinn endanlega á hilluna eftir slæma út- reið sem plata hans Gone Troppo fékk þegar hún kom út árið 1982. Hann herti þó um síöir upp hugann og ákvað að gera nýja plötu. Ekki leitaði hann til þriðja heimsins eftir áhrifum, heldur fékk til liðs við sig upptökustjóra, en áður hafði hann sjálfur stjórnað upptökum flestra platna sinna. Ekki er nú vist að val hans á manni til verksins hafi þótt ýkja frumlegt, því hann réð Jeff Lynne, sem stjórnað hefur „Raf- magnsljósaorghestrunni" (ELO) um margra ára skeið. Lynne er hins veg- ar einlægur aðdáandi Bítianna og það ásamt því að Harrison horfist nú loks í augu við fortíð sína hefur ef til vill hjálpað til þess að gera Cloud 9 að hans bestu plötu síðan All Things Must Pass kom út árið 1970. A Cloud 9 er Harrison óhræddur við að vitna í Bítlatímabilið í tónlist sinni og hann viðurkennir fyrir sjálf- um sér að hann er orðinn 44 ára, sem óneitanlega ætti að gera hon- um örðugra um vik að ná til tán- inga. Rokktónlist hefur aftur á móti slitið barnsskónum og höfðar nú einnig til fullorðinna. Þetta síðasta atriði er raunar nokkuð sem gleym- ist of oft í umræðu „listrænna" trú- boða hér á landi, sem sífellt reyna að troða sínum „klassísku" skoðun- um upp á landa sína. STEINN í RÉTTUM FARVEGI Mick Jagger er eitt „gamalmenn- ið“ enn sem loks virðist farið að gera sér grein fyrir aldri sínum. Mitt i allri umræðu fjölmiðla þess efnis að nú séu Rollingarnir loks hættir hefur Jagger látið hafa eftir sér: „Eg elska Rolling Stones... en, þeir geta ekki verið, fyrir mann á mínum aldri eftir öll þessi ár, það eina sem líf mitt snýst um. Ef mig langar til að hljóðrita öðruvísi lög og plötur — hvað sem mig kann nú að langa til — finnst mér ég hafa full- an rétt til að gera það sem mér sýn- ist." Hann hefur jafnframt itrekað látið hafa það eftir sér, að frá sínum bæjardyrum séð séu Rolling Stones siður en svo hættir. Jagger sendi nú á árinu frá sér plötu sem heitir Primitive Cool og líkt og með Harrison fékk hann til liðs við sig utanaðkomandi upp- tökustjóra. Er þar um að ræða ekki ómerkari mann en Dave Stewart, liðsmann Eurythmics. Mesta breyt- ingin sem virðist hafa orðið á tónlist Jaggers er að í textunum kemur víða fram að hann er nú farinn að kannast við aldur sinn. I Primitive Cool, titillagi plötunnar, setur hann t.d. á svið viðtal við börnin sín, sem spyrja ýmissa erfiðra spurninga, svo sem: Did you walk cool in the sixties daddy?/Did you fight in the war?/Or did you chase all the whores pn the rock and roll rumble?" I fyrsta lagi plötunnar, sem heitir Throwaway, segir frá náunga sem hér áður fyrr reyndi sem mest hann mátti að leika einhvern Casa- nova en núverandi samband hans við konu segir hann of gott til að kasta því á glæ. Einhverra hluta vegna seldist Primitive Cool fremur illa og svo virðist sem Jagger ætli ekki að ganga of vel að koma sólóferli sín- um á rekspöl. Um það hefur hann þetta að segja: „Fólk er haldið þess- ari áráttu: Það vill að þú sért eins og þú varst árið 1969. Það vill það, að öðrum kosti hverfur æska þess. Þetta er eigingjarnt sjónarmið en skiljanlegt." ÁNÆGJULEG ENDURKOMA Það að Robbie Robertson skuli vera farinn að senda frá sér plötur á nýjan leik hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla sem unna góðri rokktón- list. Árið 1968 stóð Robbie að gerð plötunnar Music From Big Pink, ásamt félögum sínum í The Band, og var þar um mikið tímamótaverk að ræða. Átta árum síðar hætti þessi hljómsveit störfum og síðan hefur RUNNI

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.