Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 29

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 29
óreiða dregur taum skipulags. Jafn- vel þótt tískustefna Eiínar sé í anda þess tíma þegar Toulouse-Lautrec ól manninn á Rauðu myllunni, þá virð- ist ginnungagap á milli silkispjara „goulousanna" á Myllunni og slæðutöfra Elínar. Myllufólkið kom úr lifsþreyttri millistétt Parísarborg- ar sem leitaði ertingar fyrir eigin til- finningafátækt i hneykslanlegri dirfsku og litaflaumi Myllusýning- anna. Elínarfólkið líður einnig um í litaflaumi, en virðist langt í frá lífs- þreytt. Reyndar er það svo samsam- að flaumnum að lítið meira en útlín- ur greinist. Þannig á Elín vissan hráleika sameiginlegan með nýja ameríska skrautmálverkinu; Keith Haring, Kenny Scharf o.fl. Nýskraut- ið hefur þó víða skotið rótum, eins og sést t.d. af verkum Rússans Chemiakin, sem málar með pastel í takt við teiknitölvur. Skreytilist hef- ur staðið íslendingum nærri frá alda öðli og þá ekki síður málað skraut en útskurður. Það virðist þó aðeins í seinni tíð að torkennilegustu skrautfuglar sveima á myndhimni íslenskra skreyta. A.m.k. tvær slæð- ur Elínar hafa að uppistöðu slíka pá- fugla, sem þó líkjast ekki venjuleg- um fuglum, heldur eru þetta kynja- fygli eins og Lewis Carrol lýsti forð- um frá Undralandi. Upp á síðkastið hefur slíkum furðufuglum fjölgað ört í sýningarsölum borgarinnar. Skreytarnir Gunnar Straumland og Bjarni Ragnar héldu t.a.m. báðir sýningar á áþekkri dýrategund í síðasta mánuði. Skreytilist er göfug listgrein sem nú telst reyndar frem- ur til iðna. Um og upp úr upplýsingu og endurreisn sautjándu aldar munu allar listir hafa öðlast nýjar víddir með tengslum við galdur iðn- anna. Við erum e.t.v. að upplifa svip- uð tímamót nú; þó ugglaust með öfugum formerkjum. Síaukin tækni- fullkomnun gerir ekki annað en að efla galdur listarinnar. Slæður Elínar eru í þeim skilningi endurreisnarlist að þær spegla viðhorf til að afmá skil listar og iðnar. Iðnin ein og sér verður oft klisjukennd þó svo að klisjurnar spegli e.t.v. tíðarandann þegar vel lætur. Þrátt fyrir alda- mótatísku og skrautfugla tekst Elínu áþessari sýningu að kalla fram anda í tíðina með ósjálfráðu skipulagi á flaumi og gefa silkinu náttúru þegar fiðrildunum sleppir. Ólafur Engilbertsson TÖNLIST Músika nóua Músika nóva er bara ern eftir aldri og lifir góðu lífi. Hver skyldi hafa trúað því fyrir svo sem tuttugu ár- um, þegar skammir góðborgara og menningarfrömuða á flestum kanti stjórnmálanna dundu yfir. Töldu menn þetta brölt ungra „reiðra" manna hinn mesta óþarfa og full- komlega ólistrænt athæfi. Höfðu framsýnir menn áhyggjur af stöðu tónlistarinnar og töldu framtíð hennar óvissa: best væri að halla sér að „gömlu meisturunum" (sem ekki má rugla saman við meistarana frá Tíbet) og ganga með erfðaskrá Beethovens í rassvasanum til örygg- is. En sl. mánudag var húsfyllir í Norræna húsinu og setið langt inn í bókasafnið. Efnisskráin var hin skrautlegasta: einleiksverk eftir Berio og Stockhausen og frumflutn- ingur á verkum heimamanna. Stjörnumerkjabálkurinn eftir Stock- hausen var fluttur að hluta, en hann er saminn m.a. fyrir ýmis einleiks- hljóðfæri, má leika á ýmsa vegu. Hér léku ungir snillingar af mikilli list: Guðni Franzson á klarinett, Kol- beinn Bjarnason á flautu, Ásdís Valdimarsdóttir á víólu og Sigurður Flosason á saxófón, og hann lék líka eftirminnilega eina af Sekvensum Berios, en það er líka einleiksbálkur fyrir ýmis hljóðfæri. Það er eftir- tektarvert, hversu óþvingað sam- band unga fólkið hefur við þessa tón- list, sem var „ný" fyrir aldarfjórð- ungi. Þetta skyldi þó aldrei vera framtíðartónlistin, sem nátttröllin eru enn að ónotast út í? / En Ásdís frumflutti Birtingu eftir Hauk Tómasson og spilaði prýðis- vel. ^faukur er afkastamikið tón- skáld! sem enn er við nám; hefur verið undanfarin ár í Köln og Amsterdam og er á leið til Banda- ríkjanna. Sérkenni hans eru smám saman að koma í ljós, eins og títt er um unga menn. Eg geri mér ekki grein fyrir þeim nú sem stendur, til þess þarf nákvæma þekkingu á verkum hans. En mér virðist hann feta svipaða braut og aðrir af hans kynslóð, eða réttara sagt leggja út á listabrautina frá svipuðum stað. Síð- an dreifast menn í allar áttir. Oktett eftir Hauk var líka frumfluttur og er að mínu mati besta verk hans til þessa. Þetta er metnaðarfullt verk og umfangsmikið — þungaviktar- kammermúsík. Það er litríkt og hugmyndaauðugt, vandlega saman sett og útfært með nákvæmri yfir- sýn. Þessu stjórnaði Guðmundur Óli Gunnarsson. Hann er orðinn góður stjórnandi og unga fólkið sem lék er kannski fyrsta kynslóðin hérlendis, af hljóðfæraleikurum til að vera, sem þolir „innlendan" stjórnanda. Það er ekki einleikið hvað okkar hljómsveitarstjórar hafa átt erfitt uppdráttar hér — aftur á móti hafa utanaðkomandi fúskarar oft átt hér griðland. Og svo var leikið Together with you eftir undirritaðan — gömul „synd", sem hann næstum var bú- inn að gleyma. Þetta minnti hann á þau ár, þegar gustaði um nýja list og hún vakti deilur og jafnvel hneyksl- an. Nú eru þau ár liðin og koma aldrei aftur — og það er ekki laust við að undirritaður sakni þeirra. Kontrabassi og píanó Einu sinni var sú tíð að lágfiðlan var með réttu nefnd Öskubuskan meðal strengjahljóðfæranna. Það voru ekki margir, sem veittu því at- hygli, eða trúðu, að það ætti neina þróunarmöguleika aðra en þá, að vera skuggi fiðlunnar. Þó voru snill- ingar eins og Mozart og Berlios sem gerðu sér grein fyrir því að hér væri á ferðinni stórkostlegt hljóðfæri með mikla og sérstæða tjáningar- möguleika. Fullgilt einleikshljóð- færi varð lágfiðlan fyrst á tuttugustu öld, og sama er að segja um ýmis önnur hljóðfæri, t.d. bassaklarinett- inn, saxófóninn og kontrabassann. Valur Pálsson hefur nýlokið góð- um námsferli á kontrabassa í Finn- landi og flutti hann okkur list sína í Bústaðakirkju á milli jóla og nýárs, ' ásamt Monu Sandström, sænskætt- aðri, á píanó. Á fyrri hluta tónleikanna lék Mona. Fyrst Prelúdíu og fúgu í f-moll eftir Bach, úr fyrra bindi Velstillta píanóheftisins. Þetta er ein af hinum miklu fúgusamstæðum, vissulega eru allar hinar „48“ miklar, en alla- vega var prýðilega leikið: þetta var skapmikill, ögn rómantískur Bach og töluvert dramatískur um leið. Þá kom Sónata Stravinskís frá 1924, eitt af hinum nýklassísku framlög- um hans (sem ég kann aldrei að meta), og loks Tablóetýða eftir Rakkmaninoff. Allt þetta lék Mona vel og örugglega. Hún hefur óbrigð- ula tækni, breiðan tón og er túlkun hennar litrík og innlifuð. Eftir hlé hófst kontrabassaleik- urinn. Það er ekki mikið til af fram- bærilegum verkum fyrir þetta stirð- busalega hljóðfæri, sem helst fær notið sín í djassinum, ef leikinn er á það einleikur, og þá mest án boga — strengir eru plokkaðir og það nefn- ist pizzicato. En kannski er verið að semja góð verk fyrir kontrabassann núna — góð tónverk sjá dagsins ljós, þegar góðir hljóðfæraleikarar eru til, sem flytja þau. Svo einfalt er það. Hylling til Bachs eftir Zbinden, sem mig minnir að sé Svissari, var mjög vel flutt. Valur er mjög músík- alskur og kúltiveraður listamaður og hefur náð góðu valdi á hinu erfiða hljóðfæri sínu. Og tilbrigði Beethovens við aðallagið úr Júdasi Makkabeusi eftir Hándel er upp- runalega samið fyrir selló ef mér skeikar ekki. En hvað um það: flutn- ingurinn var fínn og sannfærandi og sama var að segja um lokaverk tón- leikanna: Allegro di concerto, Mendelssohn-stæling, eins og það var kynnt, eftir einhvern G. Bottes- ini. Þetta var allt hið ánægjulegasta og ég vonast eftir að heyra meira frá þessum geðþekku listamönnum hið fyrsta. Atli Heimir Sveinsson Kjörbókin brást ekki lesendum sínum frekar en fyrri daginn: Ávöxtun í hæsta þrepi 1987 jafngilti verðtryggðum reikningi með 6,1% ársvöxtum Áriö 1987 var hagstætt ár fyrir þá sem áttu sparifé sitt á Kjörbók í Landsbankanum. Það kom reyndar ekki á óvart því Kjörbókin ber háa grunnvexti, sem hækka í tveimur afturvirkum þrepum eftir 16 og 24 mánuöi, auk þess sem ávöxtunin er reglulega borin saman viö ávöxtun verötryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri er greidd uppbót sem því nemur. Eftir uppbót á fjórða ársfjórðung var grunnávöxtun á Kjörbók 1987 26,6%, 16 mánaða þrepið gaf 28,0% og hæsta þrepið 28,6%, sem jafngilti verðtryggöum reikningi með 6,1% ársvöxtum. Þrátt fyrir þessa háu ávöxtun er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Retta var Kjörbókarsagan á síðasta ári. Núgildandi grunnvextir eru 3>3,0%, 34,4% eftir 16 mánuði og 35,0% eftir 24 mánuði. í maí n.k. hefst svo nýr og spennandi kafli þegar fyrsta vaxtaþrepið kemur til útreiknings. Þá munu Kjörbókareigendur kætast. Tryggðu þér eintak sem fyrst. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.