Helgarpósturinn - 07.01.1988, Síða 31
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR CUÐMUNDSSON
- LYFTINGA'
^ MENNMEÐ
FOGETAVALD
ist að loka þjóðgarðinum sem mest
frá umferð manna og bíla og meðal
annars að Valhöll skyldi rifin. Eig-
andi Valhallar, Jón Ragnarsson, var
skiljanlega ekki ánægður með
þessa tillögu og það sem hann kall-
aði „sjóræningjastarfsemi" nefndar-
innar. Og sumarbústaðaeigendur á
svæðinu eru að vonum súrir ef þeim
verður úthýst og eignir þeirra gerð-
ar verðlausar. Nánar var síðan fjall-
að um tillögur þessar 20. ágúst þeg-
ar fréttir HP voru staðfestar.
* 2. júlí var ítarlega fjallað um or-
sakir Sudurlandsslyssins eftir rann-
sókn sérstakrar nefndar. Meginor-
sökin var sú, að farmur hafði runnið
til og sökkt skipinu eftir að það fékk
á sig brotsjó. 23. júlí var málið enn til
umfjöllunar, fleiri slys rifjuð upp og
kom meðal annars fram að yfir-
menn á kaupskipum semja um
minna öryggi við lestun skipa, að
um ieið og krafist er meiri lestunar-
hraða fækkar sjómönnum um
borð, að grein HP hefði leitt til þess
að þil í lest skipsins var rannsakað
sérstaklega.
* Fjallað var um sjúkrasögu og
málshöfðun Karvels Pálmasonar
áfram á þessu ári. 29. janúar var
greint frá því að varanlegt tjón þing-
mannsins var metið á 7,4 milljónir
og örorka hans 75%. Krafa Karvels
á hendur borgarsjóði nam tæpum 7
milljónum króna fyrir utan kostnað
og vexti. 12. nóvember var sitthvað
meira komið fram: Komið í borgar-
dóm hljóðuðu kröfur Karvels upp á
12 miiíjónir króna, enda læknar
Borgarspítalans ásakaðir um
„seinagang, hirðuleysi og kæru-
leysi“. Frestur hinna stefndu til að
skila inn greinargerð rennur út í
þessum mánuði.
* Loks er ástæða til að vekja at-
hygli á greinum HP um lífið á
Hlemmi (19.2.), Vopnasmygl til
landsins (5.3.), umdeildar silfurfyll-
ingar í tönnum (11.6.), smánarbætur
fórnarlamba flugslysa (17.6.), Morg-
unbladsúttekt (23.7.), Sólgossmis-
tök Davíðs Schevings Thorsteins-
sonar (17.9.), aðförina að OLÍS
(24.9.), eftirmála snjóflódsins á
Patreksfirði (10.12) og aukinn launa-
ójöfnuð í verslunarstéttinni (17.12.).
ÞETTA SÖGÐU ÞAU í HP
ÁÁRINU
„Það er engin hætta þó maður sé
nálægt styrjöldum. Hættan við að
ferðast um göturnar í Reykjavík er
KEFLAVÍK í BRENNIDEPLI
Málefni Keflavíkur komu nokk-
ud vid sögu á sídum HP á fyrri
hluta nýlidins árs. Sérstaka athygli
vakti umfjöllun bladsins um mál-
efni Sjúkraháss og Heilsugœslu
Sudurnesja og mikiö fjaörafok
sudurfrá þegar svars var leitad viö
spurningunni: Hver lak trúnaöar-
skýrslunni í HP?
Frétt HP birtist 22. janúar og var
þar greint frá innihaidi leynilegrar
skýrslu, sem tekin hafði verið
saman um málefni sjúkrahússins í
kjölfar stjórnarskipta. Pegar nýir
endurskoðendur skoðuðu reikn-
inga sjúkrahússins og heilsugæslu-
stöðvarinnar kom ýmislegt ein-
kennilegt í ljós og var málið kann-
að nánar. Niðurstaðan var að öll
'stjórnun væri í mesta óiestri,
reikningshald og bókhald með
ólíkindum, áætlanir höfðu ekki
staðist, birgðasöfnun var óhófleg,
launalistar óskiljanlegir og að
sjóður hafði ekki verið stemmdur
af í áraraðir. En orsökina fyrir því
að forstöðumanninum, Eyjólfi
Eysteinssyni, var vikið úr starfi var
þó fyrst og fremst að rekja til
skulda hans við sjúkrahúsið og
„óvenjulegra launagreiðslna" og
117 greiddra reikninga til hans.
Samtals var um að ræða nálægt
einni milljón króna. Meðal þess
sem þótti aðfinnsluvert var að
breytingar á skurðstofu hefðu
ekki verið boðnar út og fóru 190%
fram úr áætlun og að vegna mik-
illa skuida við Lyfjaverslun ríkisins
hefðu vextir hljóðað upp á 7 ára
úttekt þar. Eyjólfur skýrði sjálfur
„óvenjulegar launagreiðslur" til
sín með því að hann hefði sjaldan
tekið sér fullt sumarleyfi, en af 117
reikningum sem þann fékk
greidda voru 48 frá ÁTVR, hótel-
um og veitingahúsum og lét hann
jafnvei sjúkrahúsið borga ný gler-
augu og skjalatösku. Stjórnin sætti
sig við skýringar Eysteins, en kaus
að hann léti fyrirvaralaust af störf-
um.
12. febrúar birti HP síðan grein
um ótrúlega óreiðu í bæjarsjóði
Keflavíkur, þar sem vantaði 50
milljónir króna upp á að áætlana-
gerð gæti staðist. Þótti sýnt að
fjárdráttur hefði tíðkast í skjóli að-
haldsleysis, handahóf ráðandi í
bókhaldinu og að starfsfólk hefði
jafnvel strikað yfir útsvör sín! Nýr
bæjarstjórnarmeirihluti hafði
fengið endurskoðunarfyrirtækið
Hagskil hf. til að gera þessa úttekt
og varð niðurstaðan með þessum
ólíkindum. Fyrri endurskoðunar-
vinna hafði verið árituð af Þór-
halli Stígssyni, en samkvæmt
heimiidum blaðsins að mestu unn-
in af Herdi Ragnarssyni, sem er
sonur Ragnars Fridrikssonar, sem
rekinn hafði verið af bæjarskrif-
stofunni eftir 7,8 milljóna króna
fjárdrátt frá Sérleyfisbifreiðum
Keflavíkur! Þá kom meðal annars
í ljós að 1986 hefði Jón B. Ólsen
bæjarverkstjóri fengið greitt fyrir
alls 1.700 yfirvinnustundir án
skýringa eða uppáskriftar.
Svo ótrúlegar — en sannar —
skýrslur um óreiðu í einu bæjarfé-
lagi hlutu að vekja upp spurningu
um hvort hér væri um einsdæmi
að ræða eða hvort þeta væri
dæmigert fyrir sveitarfélög iands-
ins?!
HELSTA VðN
VESTURLANOA
fí)Tíf}infiasj<iAur cydilot'iiur
Ufi’yrissjtibir tœrm/ir
l’lA AO BEIfA
)KKINN6C6
20 AR«A AfHROOINU
i IDKÆTSPARKf N
miklu meiri.“ Björn Gudbrandsson
barnalæknir, 15. janúar.
„Ég skipti mér ekkert af því hvað
þessi fræðsluformaður fullyrðir og á
engan orðastað við hann.“ Sverrir
Hermannsson, þáverandi mennta-
málaráðherra, 22. janúar.
„Þetta eru vonbrigði fyrir alla við-
komandi, bæði fyrir Sambandið og
viðkomandi einstaklinga." Guöjón
B. Ólafsson, forstjóri SIS, um dóm
borgardóms í Kaffibaunamálinu, 19
febrúar.
„Pólitískt kjörið útvarpsráð er fár-
ánlegt... ég sé ekki minnstu skímu í
framtíðinni fyrir RÚV nema út-
varpsráð sé aflagt." Þorgeir Ást-
valdsson, fráfarandi forstöðumaður
rásar 2, 26. febrúar.
„Fólk sem leitar til Félagsmála-
stofnunar er huldufólk nútímans."
Jón Björnsson, félagsmálafulltrúi á
Akureyri, 12. mars.
„Steindór (Steindórsson) skóla-
meistari þoldi ekki konur, hvað þá
heldur söngkonur, þess vegna rak
hann mig“. Sigrún Haröardóttir,
kennari og söngkona, 26. mars.
„Ég óttast að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé að kyrkja Ríkisútvarpið undir
forystu menntamálaráðherra og
formanns útvarpsráðs." Ingvi Hrafn
Jónsson fréttastjóri, 2. apríl.
„Þetta alræði innan Sjálfstæðis-
flokksins er slíkt... að það eru varla
til opinber eða hálf-opinber fyrir-
tæki eða stofnanir sem þessir aðilar
ekki ráða." Albert Guömundsson,
15. apríl.
„Ég minni bara á að (Albert Guð-
mundsson) var fyrir örfáum vikum í
innsta hring og helsti trúnaðarmað-
ur flokksins." Þorsteinn Pálsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, 23.
apríl.
„Vogur er afvötnunarstöð. Þar fer
ekki fram eiginleg áfengismeðferð."
Guöjón Bjarnason áfengisráðgjafi,
23. apríl.
„Ég er sár. Mér finnast úrslitin
ósanngjörn." Svavar Gestsson, þá
formaður Alþýðubandalagsins, 30.
apríj.
„Á félagshyggjukantinum eru
ólýsanleg fýluköst jafnan fylgifiskur
ágreinings." Ögmundur Jónasson
fréttamaður, 7. maí.
„Sjálfur hef ég lítið sem ekkert vit
á fjölmiðlun og er varla sendibréfs-
fær.“ Magnús Hreggviösson blaðaút-
gefandi, 21. maí.
„Hef aldrei verið neitt annað en
pabbadrengur." Davíö Scheving
Thorsteinsson iðnrekandi, 4. júní.
„Rokk er bara rokk.“ Bubbi
Morthens, 17. júní.
„Við vorum eins og skepnur, lifð-
um eins og skepnur og hlýddum
eins og skepnur." Leifur Muller, fangi
nasista í síðari heimsstyrjöldinni,
25. júní.
„Það er ekkert grín að lenda í
villutrúarflokki, vegna þess að þar
fremur fólk sjálfsmorð í hrönnum,
verður geðveikt og á afskaplega
bágt árum saman." Ágústa Guö-
mundsdóttir, fv. fegurðardís og fv.
mormóni, 23. júlí.
„Það er ekkert til sem heitir krist-
inn kynvillingur." Gunnar Þorsteins-
son, forstöðumaður Krossins, 6.
ágúst.
„Ég er orðinn hundleiður á því að
fá hér inn á mitt borð hvers kyns
beiðnir og erindi sem bera vott um
svo sjúskuð vinnubrögð, að það nær
ekki nokkurri átt.“ Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra, 20.
ágúst.
„Þeir sem standa að þessu eru
náttúrulega þessar fjársterku fjöl-
skyldur og ættir sem standa á bak
við Eimskip, Flugleiðir, H. Ben. og
co. og Shell." Valur Arnþórsson,
stjórnarformaður SÍS, 20. ágúst.
„Vitleysan í ráðuneytinu ríður
ekki við einteyming." Skúli Alex-
andersson, þingmaður og útgerðar-
maður, vegna ásakana um kvóta-
svindl, 20. ágúst.
„Þetta er náttúrulega hryllilegt,
að byrja á þennan hátt með nýja
vöru.“ Davíö Scheving Thorsteins-
son iðnrekandi, vegna kolsýrumis-
tr' a í Sól-gosinu, 17. september.
,Ég var á leið til helvítis." Haukur
Haraldsson, frelsaður fv. Pan-stjórn-
andi, 24. september.
„Forsætisráðherra hefur hlægi-
lega lítil völd... ég hugsa að það sé
hvergi til valdalausara forsætisráð-
herraembætti í veröldinni." Davíö
Oddsson borgarstjóri, 15. október.
„Mér finnst það mjög mikil mistök
af Ólafi Ragnari að sækjast eftir
formennsku við þær aðstæður sem
nú eru í fiokknum." Svavar Gests-
soh, fráfarandi formaður Alþýðu-
bandalagsins, 22. október.
„Ég sé engan mun á opinberum
gjöldum og öðrum gjöldum. Aðal-
atriðið er að allir fái sitt.“ Albert
MR. ISLAND
mARAUÓMINN
HATNA
VÍIÐIUrfASOlH
mm jahzz
W>MtVI* U-
iwMMumc
O09M4MRUKA Smi>m««UNI
MR.TRIMBLE
VILDIREKA
KOMMANA
Guömundsson, fv. fjármálaráð-
herra, 29. október.
„Mín skoðun er sú, að það eigi að
bjóða þetta út og aflétta einokun á
varnarliðsframkvæmdum.'1 Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra, 29.
október.
„Ég er ekki inni á því að það eigi
að opna (varnarliðsframkvæmd-
irnar) fyrir almenn tilboð. Það græð-
ir enginn á því nema Bandaríkja-
menn.“ Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra, 29. október.
„Ég tel það ekki bera vott um
mikla víðsýni, að af hálfu Sjálfstæð-
isflokksins skuli engir nema lög-
fræðingar veljast i ráðherra-
embætti..." Matthías Bjarnason
þingmaður, 12. nóvember.
„Ég held að það sé hægt að skipta
íslensku þjóðinni í tvennt, það eru
athafnamenn og svo hinir sem ekki
eru athafnamenn og lifa á ríkinu."
Bjarni Guönason prófessor, 26. nóv-
ember.
„Tilkoma Borgaraflokksins var
dæmigert fjölmiðlafóður og mynd-
un Þjóðarflokksins féll í skuggann."
Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir,
Þjóðarflokki, 3. desember.
„Það er fráleitt að pólitikusar setj-
ist í (bankastjóra)störf." Stefán Hilm-
arsson bankastjóri, 10. desember.
ÍSLANDSSAGA í ENDURSKOÐUN
Vestur í Bandaríkjunurn hafa
ráöamenn smám saman veriö aö
aflétta trúnaöi af ýmsum þá viö-
kvcemum skjölum, meöal annars
um samskipti íslands og Banda-
ríkjanna fyrir 35—40 árum — þeg-
ar landinn var aö ganga í NALÓ
og semja um herstööina. Helgar-
pósturinn tók virkan þátl í upprifj-
uninni og er enn aö.
5. febrúar greindi HP frá við-
ræðunum á bak við tjöldin um
varnarsamninginn 1951, þegar
Bjarni Benediktsson var utanríkis-
ráðherra í samstjórn Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisfiokks. í skjöl-
um vestra kom meðai annars fram
að heimsókn Eisenhowers tii
landsins ætti að snúa almennings-
álitinu á sveif með fiugsanlegri
hersetu hér á landi. í umræðum
Bjarna við sendiherra Bandaríkj-
anna taldi Bjarni meðal annars
mögulegt að lítil hersveit yrði
staðsett í Reykjavík af allt að 7.800
manna herliði. Erfiðast gekk að ná
saman um gildistímann. 12. febrú-
ar var síðan sagt frá því að verkföll
hér heima hefðu valdið taugatitr-
ingi í viðræðunum og flýtt komu
hersins, að Alþingi hefði verið
hundsað í málinu, að ríkisstjórnin
hefði gert sér vonir um að kljúfa
verkalýðshreyfinguna, að dollara-
lán og aðstoð hefðu verið rædd í
herstöðvarviðræðunum, að
Bandaríkjamenn hefðu frestað að
mótmæla útfærslu landhelginnar
vegna þessara viðræðna og jafn-
vel boðist til að senda tundurspilla
til landsins í ljósi verkfallsátak-
anna!
Nú í desember og í kjölfar Dag
Tangen-málanna hefur HP síðan
birt skeyti og önnur trúnaðarskjöl
frá Bandaríkjunum um viðræður
ráðamanna þessara þjóða áður en
ísland gekk í NATO 1949. í fyrstu
greininni kom meðai annars fram
þrýstingur frá bandarískum um að
ríkisstjórn íslands losaði sig við
óæskilega kommúnista í mikil-
vægum embættum og almennt
um viðræður þeirra um minnk-
andi áhrif kommúnista. í annarri
grein var greint frá ofsóknum
Bandaríkjamanna gagnvart Hall-
dóri Kiljan Laxness og Nínu
Tryggvadóttur.
Upprifjun HP frá þessum árum
er enn í gangi, enda veitir ekki af
að taka með í ísiandssöguna —
það sem gerðist á bak við tjöldin.
HELGARPÓSTURINN 31