Helgarpósturinn - 07.01.1988, Side 34

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Side 34
Jólaleikritin Séríslenskur losti Tilbury Sjónvarpskvikmynd Leikstjórn, klipping, handrit: Viöar Víkingsson. Byggt á samnefndri smásögu Þórarins Eldjárns. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Tónlist: Stefán S. Stefánsson. Dansar: Agnes Johansen. Helstu hlutverk: Kristján Franklín MagnúSj Helga Bernhard, Karl Ágúst Ulfsson. íslensku þjóðsögurnar eru nægta- brunnur sem kvikmyndagerðar- [menn hafa hingað til veigrað sér við að bergja af. Þrátt fyrir þá staðreynd að heimtilbúnir drýsildjöflar og tískuvofur frá Beverlyhæðum fylli kvikmyndahús og vídeóieigur, þá hefur lítið verið aðhafst í því hér á mörnum að dusta rykið af okkar hreinræktuðu forynjum. Viðar Vík- ingsson ætlar sér greinilega að bæta úr þeirri skammsýni í kvikmynd sinni Tilbury, sem RUV frumsýndi á mánudagskvöld. Kvikmyndin er byggð á sögu Þórarins Eldjárns sem birtist í smásagnasafni hans, Of- sögum sagt, fyrir nokkrum árum. Þar segir af sveitapiltinum Auðni Runólfssyni og prestsdótturinni Guðrúnu Innness frá Ýsufirði vestra. Þau fara suður á mölina árið 1940 og lenda í Bretavinnunni hvort með sínum hætti. Auðun steypir undir- stöður undir hermannabragga, en Guðrún leggst með Tilbury ofursta í breska hernum. Saga Þórarins er að því leyti frábrugðin öðrum og hefð- bundnum sögum af „ástandinu", að hann fléttar inn í hana þjóðsagnar- minninu um tilberana. Söguþráður- inn er þannig eins og flókið reikn- ingsdæmi sem vex sögupersónunni í augum. Líkindin eru þegar í stað innbyrt sem sannindi; Tilbury verð- ur tilberi og hið ósennilega verður smátt og smátt að forsendu. Áhorf- anda eða lesanda er hins vegar látið eftir að dæma um hvort frásögnin sé hreinir hugarórar manns sem hafi skaddast á geði af því að horfa á eft- ir elskunni sinni í ástandið, eða hvort hér hafi verið um raunveru- legan tilbera að ræða. Karl Ágúst Úlfsson sýndi glæsileg tilþrif í hlut- verki tilberans Tilbury. Þó svo að hann hafi ekki litið út eins og „upp- blásinn belgur með munn á báðum endum" eins og tilberum er lýst í þjóðsögunni, þá var upplitið á hon- um æði forneskjulegt. Að tilbera sið saug Karl Ágúst annarra manna kýr og veltist síðan heim til Helgu Bern- hard með fullan belg og kallaði upp: „Fullur beli mamma!" Hún svaraði um hæh „Láttu lossa sonur!" og þá sá Karl Ágúst sér ekki annað fært en að selja upp allri mjólkinni. Það atriði er einna eftirminnilegast í myndinni og myndmálið er þar í ætt við þýskan expressjónisma þriðja áratugarins; Skáp Dr. Caligari eða Nosferatu. Ögn einbeittari og dramatískari lýsing hefði gert þetta atriði í íbúð Guðrúnar að ógleyman- legu augnakonfekti. Þó súkkulaðið hafi verið til staðar þá vantaði eitt- hvað uppá að þessi hápunktur verksins rynni ljúflega niður. Kvik- myndataka og lýsing, sem annars eru hárbeittar og yfirvegaðar í myndinni, missa þarna marks þegar mest ríður á. Takan er dauð og flöt þegar átök smáatr iðanna eru í mest- um hávegi. Lokaatriðið í hlöðunni er hinsvegar sérlega vel útfært. Þar leika rólurnar undir í hinum óræða endi þegar Auðun hverfur í heyið (eða undir torfu?). Kristján Franklín Magnús nær vel aulasvip sveita- mannsins semog borðsiðum. En jafnvel þótt hlutverk Auðuns sé að- alhlutverk, þá er það .langt í frá það átakamesta. Hlutverk Guðrúnar virðist t.a.m. búa yfir meiri mögu- leikum í túlkun. Helga Bernhard er lævís og hrokafull, en inn á milli, 34 HELGARPÓSTURINN eins og t.d. í kirkjugarðinum, virtist leikur hennar detta niður í stagl. Fyrir utan hlutverk Tilburys sjálfs eru önnur hlutverk fremur smá. Þó má e.t.v. geta Magnúsar Bjarnfreðs- sonar sem tekur sig mjög vel út í hlutverki hershöfðingja undir lok myndarinnar. Leikmynd Gunnars Baldurssonar er sérstaklega skemmtilega útfærð. Minnisstætt er atriðið þegar Auðun eltir Guðrúnu í gegnum braggahverfi og beint inn í kirkjugarð. Það er þó líklega gervi Tilburys tilbera sem veldur hvað mestum vangaveltum hvað leik- myndina varðar. Það hefði að ósekju mátt leggja meira í förðun til- berans. Undirritaðursá t.d. ekki bet- ur en að farðinn væri að flagna af Karli Ágústi þegar hann kom uppúr kafinu í heita pottinum og spjó á sveitapiltinn. Nefið var e.t.v. of ýkt. Það sómdi sér samt vel á Magnúsi Bjarnfreðssyni. Tónlist og dans spila drjúgan þátt í myndinni. Stefán S. Stefánsson samdi sérstaklega big- bandlög fyrir myndina og Agnes Johansen stjórnaði eftirminnilegu dansatriði þegar tilberinn afhjúpar sig á dansgólfinu. Tilbury er saga um frumþarfir; hungur og losti eru ráðandi öfl í samskiptum manna. Þannig má út- leggja flestar ef ekki allar þjóðsögur. Viðar Víkingsson hefur áður farið svipaða leið í því að steypa saman þjóðsögu og nútíma á hvíta tjaldinu. Fyrir nokkrum árum lét hann t.d. Garúnu þeysa með djáknanum á Myrká á mótorfák um götur Parísar- borgar. Á svipaðan hátt er Tilbury áminning um forneskjuna sem bíð- ur rétt handan við hornið. Við erum þrátt fyrir allt ekki komin langan veg frá miðaldamyrkrinu og það er sama hvernig við reynum að hylma yfir hungrið og lostann; þessar frumþarfir eru samt sem áður okkar ær og kýr enn í dag. Tilbury minnir okkur á það og undirritaður er þeirrar skoðunar að kvikmyndin sú arna sé með þeim eftirminnilegustu sem hér hafa verið gerðar í seinni tíð. Ólafur Engilbertsson Töfrandi leikhús Þjóöleikhúsiö Vesalingarnir. Les Misérables (Vesalingarnir) hafa þegar slegið í gegn í París, London, New York, Tókýó, Tei Aviv og Sidney. Verk sem getur gert það víðar um heim hlýtur að gera það sama hér á íslandi, eða hvað? Ekki það að Frakkarnir og Bret- arnir treysti okkur ekki. Vitaskuld ekki! En samt, til þess að vera alveg viss, vegna þess að þetta er verk sem verður að takast, verða öll leik- hús sem ætla að sýna Vesalingana að fara nákvæmlega eftir þeim regl- um sem um þessa uppsetningu gilda. Þetta er stykki sem á hvílir höfundarréttur. Þannig að það er varla hægt að segja mikið um leikmyndina, vegna þess að hún er næstum því ná- kvæmlega eins og erlendis. Sömu- leiðis búningarnir, vegna þess að þeir eru alveg eins og í London, París og New York, o.s.frv. Það er innfluttur pakki með engum vara- hlutum. En þrátt fyrir þessar fáranlegu for- sendur hefur Benedikt Árnasyni tekist að gera skemmtilega, nánast töfrandi sýningu. Hvað sem sumir segja er söngurinn virkilega góður. Egill Ólafsson er mest áberandi. Ekki einasta syngur hann frábær- lega vel heldur tekst honum einnig öðrum betur að samræma sönginn leikrænni tjáningu án þess að fara nokkurn tíma yfir strikið. Jóhann Sigurðarson, Sigrún Waage, Sverrir Guðjónsson og Aðalsteinn Bergdal og fleiri syngja kröftuglega, hinir virðast stundum máttlausir við hlið þeirra. En það er ekki ísienska óper- an sem flytur verkið, heldur Þjóð- leikhúsið. Eða þannig... Sumum finnst sýningin býsna skemmtileg en einum of hávær á köflum. Það gæti skrifast á reikning hljóðmanna. I annan stað eru sumir þessara leikara með svo magnaða rödd, að aðrir sem hafa ekki eins mikla rödd verða að syngja hærra eða það heyrist ekki til þeirra. Fyrir mitt leyti er sýningin ekki of hávær þó það myndi ekki skaða neitt ef Aðalsteinn lækkaði örlítið í sér. Önnur athugasemd sem ég hef heyrt varðar tónlistina sjálfa. Hún er, segja sumir, ekki nógu melódísk. Við fyrstu hlustun eru sum laganna ef til vill frekar flöt, en vinna á því oftar sem á þau er hlýtt. Að mestu leyti eru þau einhvers konar bland af frönskum andblæ sem og skosk- um þjóðlögum. Inn á milli koma gamalkunn stef sem rekja ættir sínar til Jesus Christ Superstar og annarra vinsælla poppópera. Eitt lagið (Regn) minnti mig sterklega á Mr. Tambourine Man eftir Bob Dylan. Tónlistin klingir þannig kunnuglega í eyrum, en er samt ekki leiðinleg. Þó að á frumsýningunni hafi menn staðið upp og klappað lengi var jafnskemmtilegt á æfingu fyrir tveimur vikum, þar sem voru mjög fáir aðrir en leikararnir og leikstjór- inn. Þetta er sýning sem á eftir að slá í gegn, og ef það eru nokkur atriði sem þarf að laga, þá gerist það örugglega með tímanum. Það er gjörsamlega óþarfi að lesa bókina Les Misérables eða þessi fallegu orð í leikskránni, vegna þess að það er söngurinn en ekki heimspeki Vict- ors Hugo sem hér er um að ræða. Og samanburður við risana Mozart og Verdi er með öllu óþarfur. Verkið Vesalingarnir er rómantískur söng- leikur sem þykist ekki vera neitt annað en rómantískur söngleikur. Gleymið ykkur í Þjóðleikhúsinu! Martin Regal Rugl eöa ekki rugl Hinn 30. desember frumsýndi LR gamanleikritið Algjört rugl eftir Christopher Durang og er þetta fyrsta leikrit hans sem sýnt er á ís- landi. Eins og flestir farsar fjallar þetta verk aðallega um kynlíf. En í stað þess að fara úr einu svefnher- bergi í annað fara aðalpersónurnar í þessu leikriti inn og úr stofum sál- fræðinga. Sumt af þessu er bráð- fyndið, annað ekki og myndi sóma sér vel í Muppet Show — klisjur úr bandarískum húmor sem hægt er að heyra orðrétt í gegnum íslensku þýðinguna. Ef til vill er eitthvað í þýðingunni sem truflar. Hún er góð og rennur vel en samt hefur Birgir Sigurðsson stundum ákveðið að þýða eitthvað sem er sérbandarískt yfir á islensku, t.d. er það sennilega LIFE-tímaritið sem ber íslenska heitið Mannlíf. Þetta virkar einkennilega vegna þess að leikritið gerist í Bandaríkj- unum og Mannlíf ekki enn komið þangað þegar ég frétti síðast. Ann- aðhvort á að staðfæra allt eða ekki neitt. Slík vandamál þurfa þýðendur alltaf að glíma við og erfitt að marka sér ákveðna stefnu. Hins vegar er alltaf hætta á að eitthvað hljómi fár- ánlega þar sem ekki er til þess ætl- ast þegar engin stefna er tekin. Guðrún Gísladóttir stóð sig sér- staklega vel sem Prudence, líklegast vegna þess að hún virkaði eins og ís- lendingur sem týnist í einhverju út- lensku rugli og fær svo samúð áhorfendanna. Stundum var þetta svo sannfærandi hjá henni að ég fór að ímynda mér annað leikrit byggt ! á íslendingi sem gengi til bandarísks sálfræðings (ágætur möguleiki á gríni). Jakob Þór Einarsson var líka góður sem hinn misskildi hommi, Bob Lansky, en sýninguna sjálfa skorti rétta hraðann. Erfitt er að dæma leik í farsa þar sem allt á að vera ýkt en hér var því miður allt of mikið um mismæli og hik sem ekki átti að vera. Farsi er eina tegund leikrita sem verður að vera ofleikin á miklum hraða. Allan tímann fannst mér þetta leikrit höfða beint til bandarískra áhorfenda en ekki íslenskra. Það er vissulega til fólk hér á landi sem auglýsir í einkamáladálkum en það er ekki margt ennþá. Hugmyndin um einmanaleika er líka allt önnur en í Bandaríkjunum og sjaldnast til- efni til gamanmáls hér. Durang er best þekktur fyrir svartan húmor, þar sem hann reynir að sýna svört- ustu hliðar amerískra trúarbragða og kynlífs, en flest leikrita hans fara miklu lengra en Algjört rugl í þá átt og gagnrýna bandarískt samfélag af miklu meiri krafti og ákveðni. Hér á jú að vera blanda af græskulausum húmor og svo þeim þar sem annað og meira býr undir. Það er samt lítið af því sem kallast grátt gaman og margt orðið útþvælt, jafnvel þó leik- ritið sé ekki nema sjö ára gamalt. Þetta er þó hvorki slæmt leikrit né slæm sýning. Vonbrigðin felast miklu fremur í markmiði og tilgangi uppsetningarinnar hjá þeim sem ákváðu að setja verkið á svið í upp- hafi. Það er erfitt að ímynda sér, eins og hins vegar er tilfellið t.d. með Vesalingana, að þetta sé það sem fólkið vill og enn erfiðara að ímynda sér að leikstjórinn hafi séð eitthvað stórkostlegt við textann. Léttur farsi er ágætur sem léttur farsi en háðs- ádeila verður að rista dýpra. Martin Regal Sakleysið og djöfullinn danskur Leikfélag Akureyrar Piltur og stúlka Leikgerö Emils Thoroddsen á skáldsögu Jóns Thoroddsen. Ég verð að viðurkenna upp á mig vandræði. Hvernig tekur maður á verki eins og Pilti og stúlku? Ef að einhver nútímahöfundur kæmi með verkið inn á borð til leikhússtjórans og færi þess á leit við hann að verk- ið yrði tekið til sýningar yrði hann vafalítið beðinn að fara heim aftur og endurskrifa seinni hlutann. Sá hluti þess er vægast sagt afspyrnu- slakur frá hendi höfundar leikgerð- arinnar, Emils Thoroddsen. Það er hins vegar ekki hægt að endurskrifa verkið og þess vegna verður bara að sýna það eins og það er og auðvitað á það fullan rétt á sér. íslensk sagna- hefð er ekki löng, hvað þá heldur ís- lensk leikhúshefð, hvorki leikritun né leikgerðir af íslenskum skáldsög- um. Þess vegna verður að taka verk- ið til sýningar með þeim hnökrum sem á því eru, enda er það fróðlegt að sjá hvernig menn hafa hugsað sér leikrit á íslandi fyrir fimmtíu ár- um, á hvað höfundur leikgerðarinn- ar hefur lagt áherslu og hvernig hann hefur unnið úr efninu. Það væri að æra óstöðugan að rekja söguþráð Pilts og stúlku, svo vel er verkið þekkt með þjóðinni. Sagan af hinum saklausu sveita- börnum, Sigríði í Tungu og Indriða á Hóli, og ástum þeirra sem ekki ganga upp fyrr en í lokin eftir að ýmsir vondir menn og konur hafa reynt að leggja stein í götu þeirra. Leikgerð Emils gerir frekar lítið úr þessari sögu en leggur þeim mun meiri áherslu á aukapersónur skáld- sögunnar sem eru margar hverjar hinar skrautlegustu og um leið skemmtilegar. Um leið leggur Emil meiri áherslu á þjóðfélagsmynd og einstök atvik, sem varpa eiga ljósi á líferni og siðu forfeðra okkar, heldur en að halda stígandi í atburðarás og láta söguþráðinn lifa eigin lífi og halda athygli áhorfenda. Þetta er kostur að því leyti að það er afar erf- itt fyrir nútímafólk að setja sig í spor þeirra Indriða og Sigríðar og sagan af þeim er í raun ekki mjög spenn- andi, persónurnar afskaplega lítt áhugaverðar, einlitar og aumingja- legar. Enda gengur þetta upp í fyrri hluta verksins, sem gerist í sveitinni, vegna þess að þar eru til staðar per- sónur sem gera verkið skemmtilegt og áhugavert. Gróa á Leiti, Þor- steinn matgoggur og Búrfellsfeðg- arnir Bárður og Guðmundur. Reyndar má segja að þær séu svo sterkar að þær lifi sjálfstæðu lífi í þjóðarvitundinni og séu aðalper- sónunum langtum sterkari hvað það varðar. Borgarhluti verksins gengur hins vegar ekki upp á sömu forsendum, einfaldlega vegna þess að þar eru alls ekki til staðar auka- persónur sem eru nægilega áhuga- verðar til að bera verkið uppi og einnig vegna þess að þar eykst áherslan á sögu þeirra Sigríðar og Indriða, en sú saga er hreint ekki efni í eitt né neitt. Sömuleiðis er sú þjóðfélagsmynd sem dregin er upp af spilltum danskinum og hlálegum íslendingum sem draga af þeim dám langt frá því að vera jafnlifandi og sveitamenningin. Ekki laust við að Jón blessaður hafi skotið ögn yfir markið í predikun sinni um hættuna af dönskum mönnum. Af þeim sök- um er manni eiginlega alveg skít- sama hvort Sigríður leggst með gift- um dönskum kaupmanni; hann hef- ur enda varla verið miklu verri kost- ur en Indriði sem hefði kannski átt að enda í klaustri. Sigríður og Indriði taka enda engum breyting- um innan verksins þrátt fyrir að þau verði fyrir töluverðu mótlæti og endi á mölinni. Sökkva samt hreint ekki til botns í kvölinni. Borgar Garðarsson, leikstjóri verksins, hefur gert mjög góða hluti í sveitakaflanum. Leikur er næstum allur góður og hópsenur agaðar og markvissar, t.d. slagsmálasena þeirra Þorsteins matgoggs og Guð- mundar á Búrfelli, sem er mjög vel útfærð. Sömuleiðis er það sérstak- lega vel útfært þegar Þorsteinn þessi strýkur skyrið af buxnasetu Guðmundar og etur. Bráðskemmti- legar persónulýsingar Jóns Thor- oddsen skila sér mætavel og það er auðvitað ekki amalegt að fá stað- festingu á því að myndin sem maður hefur gengið með í kollinum af Gróu á Leiti er mörgum sameiginleg. Ólyginn sagði mér, segir hún, og allir hlæja. Sælir, því allt er svo þægilegt sem er þekkt fyrir. Borgar hefði hins vegar ekki getað bjargað seinni hlutanum þó svo hann væri heims- ins besti leikstjóri. Þráinn Karlsson fer með hlutverk Þorsteins matgoggs og gerir það bráðvel, sömuleiðis er Skúli Gauta- son góður sem Guðmundur á Búr- felli og margir fleiri gera góða hluti. Flestum leikurunum tekst að draga upp þær týpur sem efni standa til en vissulega þurfa þeir ekki að takast á við neitt annað. Það er hins vegar undarlegur andskoti að setja mann í hlutverk, sem að stórum parti byggist á söng, ef sá sami getur alls ekki sungið, og því er Pétur Eggerz sem Indriði óheppilega til fundið leikaraval. Honum sjálfum satt að segja lítill greiði gerður. Niðurstaðan er því sú að það er bráðskemmtilegt í Samkomuhúsi LA fram að hléi Pilts og stúlku. Eftir hlé dettur sýningin niður og vegna þess hve sagan af Sigríði og Indriða er óspennandi er endirinn einhvern veginn afskaplega léttvægur. En svona er verkið og við því ekkert að gera né við neinn að sakast. Kristján Kristjánsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.