Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 36

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Page 36
c. Sáttaumleitanir Sturlu Kristjánssonar, brott- rekins fræðslustjóra af Norðurlandi eystra, við menntamálaráðuneytið. 12. ,,Fyrsl Jóni Baldvini lá þessi ósköp á œtla ég að leyfa honum ad hlaupa af sér hornin," sagdi Steingrímur Hermannsson á vormánuöum. Hvenœr lá Jóni Baldvini svona mikiö á? a. Jón Baldvin gerði þá kröfu að fá að leggja fram fjórtán frumvörp úr fjármálaráðuneytinu á einu bretti fyrir næstu jól. b. Jón Baldvin hóf stjórnarmyndunarþreifing- ar áður en forsetinn hafði deilt út umboði sínu. c. Fyrsta yfirlýsing Jóns Baldvins sem fjár- málaráðherra var að hann ætlaði að kaupa sér Citroén-bragga. Steingrímur var að gefa honum leyfi til aka um í þeim bíl. 13. ,,Hún erþad, vinurminn, þegar lögreglunni er sigad á slökkvilidid," útskýröi Albert Guömunds- son á kosningafundi um páskaleytid. Hvaö var Albert aö útskýra fyrir vini sínum? a. Hvað sú pólitík væri sem ekki stjórnaðist af fyrirgreiðslum og reddingum. b. Hver stefna Borgaraflokksins væri í öryggis- málum. c. Hvernig „nýfrjálshyggjan", sem hann sakaði Sjálfstæðisflokkinn um, kæmi út í verki. 14. „Mér finnst þetta líkara hefndaraögeröum og niöurrifsstarfsemi. Eg skil ekki þœr hvatir sem þarna liggja aö baki," sagöi Guömundur Bjarnason síöla vetrar. Hvaöa aögeröir voru þaö sem Guömundur átti svona erfitt meö aö skilja? a. Sú ákvörðun íbúa á Suðureyri við Súganda- fjörð að neita að mæta á kjörstað vegna slælegr- ar framgöngu þingmanna í málefnum þorpsins. b. Tillögur verslunarráðsins um að selja 49 opinber fyrirtæki. c. Áskorun stuðningsmanna Stefáns Valgeirs- sonar til manna um að segja sig úr Framsóknar- flokknum. 15. „Þetta eru ekki bara vond úrslit fyrir Alþýöu- bandalagiö, heldur þjóöina alla," sagöi Svavar Gestsson síöastliöiö vor. Hvaöa úrslit voru svona vond? a. Urslit í kosningum um formann Alþýðu- bandalagsins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson náði kjöri. b. Úrslit í kosningum til Alþingis, þar sem Al- þýðubandalagið galt mikið afhroð. c. Úrslit í samningaviðræðum stórveldanna, sem í raun gerðu tillögu Alþýðubandalagsins um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd úrelta. 16. „Þú kemst kannski í nánari kynni viö fálkann ef þú stendur þig vel," sagöi Þorsteinn Pálsson í lok apríl. Hver var þaö sem átti kannski aö fá aö kynnast fálka og hvernig? a. Þorsteinn sagði þetta við Jón Baldvin Hannibalsson, og átti við fálkann í merki Sjálf- stæðisflokksins eftir að Jón gaf honum rós, merki Alþýðuflokksins, í sjónvarpssal. Þetta var nokkurs konar tilboð til stjórnarsamstarfs flokk- anna. b. Þorsteinn sagði þetta við Friðrik Sophusson og átti við að hann hygðist jafnvel tilnefna hann til ráðherraembættis eftir kosningar. Fálkinn var Jón Helgason, sem Þorsteinn taldi fullvíst að tækist að halda sínum stól. c. Þorsteinn sagði þetta við Júlíus Sólnes eftir að Júlíus gekk úr Sjálfstæðisflokknum og tók sæti á lista Borgaraflokksins í Reykjanesi. Þetta var eins konar bónorð Þorsteins til þeirra Borg- araflokksmanna. 17. „Allt þetta mál er gjörsamlega óþolandi fyrir íslenska neytendur og viö sœttum okkur ekki viö þetta slugs og fúsk," sagöi Jóhannes Gunnars- Ég hef engu aö leyna í þeim efnum," sagöi Jón Baldvin Hannibalsson síöastliöiö sumar. Hverjir voru þaö sem Jón œtlaöi aö segja skattborgur- unum frá? a. Þeir aðilar sem sagðir eru svíkja allt að sjö milljörðum króna undan skatti, en Jón hefur enn ekki komist að því hverjir það eru. b. Þeir aðilar sem bera ábyrgð á því að bygging Flugstöðvarinnar fór 1,3 milljarða króna fram úr áætlun, en Jón hefur erin sem komið er veigrað sér við að draga þá fram í dagsljósið. c. Þeir aðilar sem áttu þær skuldir sem ríkið þurfi að yfirtaka af Útvegsbankanum jafnhliða skuldum Hafskips, en Jón hefur enn ekki greint frá því hverjir þessir aðilar eru. 21. „Þaö gefur augaleiö aö áhrifin veröa mikil, en of mörgum spurningum er ósvaraö til aö meta þau almennilega, spurningum um bílastœöa- vandamál, umferöaröngþveiti og annaö," sagöi Pálmi Guömundsson, verslunarstjóri í Kaupstaö í Mjóddinni, síöla sumars. Hvaö var þaö sem gat haft þessi víötœku áhrif? a. Lækkun á verði sápu, tannbursta og ilm- vatna í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. b. Salmonellu-kjúklingarnir sem ekki voru teknir úr verslunum, svo fjöldi fólks sýktist. c. Opnun verslunarmiðstöðvar Hagkaups í Kringlunni. 22. ,,Vitleysan í ráöuneytinu ríöur ekki viö ein- teyming," sagöi Skúli Alexandersson, þingmaö- ur Alþýöubandalagsins, í ágúst. Hvaö var þaö sem Skúla fannst svo vitlaust? a. Sjávarútvegsráðuneytið hafði sektað hann vegna meints kvótasvindls í fyrirtæki hans, Jökli, á Hellissandi. b. Fjármálaráðuneytið hafði sent frá sér fjórt- án ný skattfrumvörp, sem öll leiddu til auk- innar skattheimtu. c. Landbúnaðarráðuneytið gerði kröfu um auknar niðurgreiðslur, aukin framlög til bænda, aukna tolla á grænmeti og að ríkið skyldi kaupa alla umframframleiðslu bænda. 23. ,,Segir ekki einhvers staöar aö laun heimsins séu vanþakklceti?" sagöi Tryggvi Stefánsson, bóndi á Hallgilsstööum, seint í sumar. Hvert var tilefni þessarar óbeinu tilvitnunar? a. Tryggvi var þarna að kvarta undan áratuga- löngum skrifum Jónasar Kristjánssonar um mál- efni landbúnaðarins. b. Tryggvi var þarna að segja hug sinn um það, að skiptaráðandi í þrotabúi Kaupfélags Sval- barðseyrar ætlaði að ganga á fyrrum stjórnar- menn þess og innheimta skuldir er þeir gengu í ábyrgð fyrir. c. Tryggvi var þarna að kvarta yfir framkomu þingmanna Framsóknarflokksins gagnvart Stef- áni Valgeirssyni, sem Tryggva fannst önnur laun eiga skilið fyrir dugnað fyrir hönd kjördæmis síns. 24. _ „Ég kann því afar illa aö vera settir úrslita- kostir, hvort heldur er í þessu máli eöa ööru," sagöi Guömundur J. Guömundsson á haustdög- um. 1 hvaöa máli voru Guömundi settir úrslita- kostir? a. Alþýðusamband Austurlands setti verka- mannasambandinu úrslitakosti um kröfugerð fyrir fiskvinnslufólk, annars hótuðu þeir að semja við atvinnurekendur utan sambandsins. b. Vinnuveitendasambandið setti Alþýðu- sambandinu úrslitakosti þess efnis, að ef fullar verðbætur yrðu settar á öll laun myndi það leiða til þess að engar launahækkanir yrðu sam- þykktar í komandi samningum. c. Albert Guðmundsson hafði sett Guðmundi þá úrslitakosti fyrir samþykkt við inngöngu þess síðarnefnda í Borgaraflokkinn, að hann lýsti því yfir að hann hefði þegið 120 þúsund krónur af Albert, en ekki 100 þúsund krónur eins og Guð- mundur hefur haldið fram. 25. „Hernum var ekkibeint blandaö ímáliö en aö sjálfsögöu er hér um utanríkispólitískt mál aö rœöa og þaö snertir öll okkar utanríkismál,"' sagöi Halldór Asgrímsson snemma hausts. I hvaö var hernum ekki beint blandaö sem snerti hann þó? a. Hernum var ekki beint blandað í tilraunir tiP1 þess að koma lögum yfir Paul Watson og félaga í Sea Shepherd, en málið snerti hann þó þar sem það var utanríkispólitískt. b. Hernum var ekki beint blandað í tilraunir ríkisstjórnarinnar til að lækka útflutningsbætur'- á lambakjöti, en málið snerti hann samt. c. Hernum var ekki beint blandað í deilur rík- isstjórnarinnar og bandarísku stjórnarinnar vegna hvalamálsins, en þær snertu hann þó. 26. „Svo traökaöi maöurinn líka á höndunum á mér," sagöi Ragnar Ómarsson í haust. Hver var þaö sem traökaöi á Ragnari og hvers vegna? a. Kvikmyndatökumaöur hjá sjónvarpinu þar sem Ragnar var í þættinum ,,Á tali hjá Hemma Gunn“, en þar situr fólk í sætum sem eru grafin niður í gólfið. Maðurinn gerði þetta óvart þegar Ragnar lagði hönd yfir stólbakið. b. Skipverji á Hval 9, en Ragnar hlekkjaði sig við útsýnistunnu skipsins til að mótmæla hval- veiðum íslendinga. Skipverjinn skar á líflínu Ragnars og einnig flagg mótmælenda og nestis- poka. c. Björgunarsveitarmaður sem var að leita að Ragnari þegar hann villtist í Heiðmörk í þrjá' daga. Ragnar var fastur undir snjóskafli og gat sig ekki hrært. Björgunarsveitarmaðurinn gekk það nálægt að hann steig á hendur Ragnars án þess að taka eftir honum. 27. , /á „Eg þori nú ekki aö fara meö hvort hún hafvm beinlínis hótaö því, en þaö lá í loftinu," sagöi> Steingrímur Hermannsson í sumar um atburöh sem áttu sér staö fyrir nokkrum árum. Hver haföi kannski ekki beinlínis hótaö hverju og hvaö lá í loftinu? son, formaöur Neytendasamtakanna, í vor. Hvaöa slugs og fúsk var svona óþolandi? a. Markaðssetning og innköllun á nýja Sól-gos- inu hans Davíðs Schevings Thorsteinssonar. b. Opinber rannsókn á salmonellu-sýkingu í fermingarveislu í Búðardal. c. Hönnun á burðarþoli í íslenskum húsum með tilliti til jarðskjálfta. 18. „Viö játum okkur sigraöar í þessari orustu en baráttan mun halda áfram," sagöi Sesselja Hauksdóttir fóstra síöla vors. Hver var sú orusta sem Sesselja og félagar hennar höföu tapaö? a. Fóstrur höfðu sagt upp störfum til að knýja fram kaupkröfur sínar, en drógu uppsagnirnar síðan til baka. b. Þrátt fyrir mikinn sigur Kvennalistans voru konur í öðrum flokkum í það slæmum sætum að konum á þingi fjölgaði ekki nema lítillega. c. Fóstrur hafa gert þá kröfu að Fóstruskólinn verði færður á háskólastig. 19. „Viö erum ekki komin inn í klíkurnar ennþá," sagöi Valgeir Guöjónsson síöastliöiö vor. Hvaöa klíkur var Valgeir aö tala um? a. Hljómsveitin Strax hafði ekki erindi sem erfiði í tilraunum sínum til að slá í gegn erlendis og helsta ástæðan að dómi Valgeirs var sú, að henni væri haldið frá tækifærunum af þeim sem þegar höfðu komið sér fyrir við kjötkatlana. b. Að hans dómi skiptust þjóðirnar í Evrópu- söngvakeppninni í nokkrar klíkur sem skiptust á að greiða hver annarri atkvæði og það væri helsta ástæðan fyrir slælegu gengi lagsins „Hægt og hljótt" í keppninni. c. Valgeir var þarna að tala um unnendur klassískrar tónlistar, sem höfðu meinað poppur- um aðgang að hinu nýja tónlistarhúsi. 20. „Því er til aö svara aö efog þegar ég hefundir höndum upplýsingar til skattborgaranna um þaö hverjir þetta eru mun ég ekki liggja á þeim. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.