Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Óspektir og slys um hátíðirnar Nýliðin jólahátíð var víða róstusöm, sérstaklega þó í Reykjavík og næsta nágrenni. Á annan i jólum var mikið um ölvun og slagsmál i höfuðborginni og það sama gilti um ára- mótin: Gegndarlaus ölvun fram að hádegi á nýjársdag. Kannski verður jólahátíðarinnar nú þó fremur minnst fyrir þá slysaöldu sem reið yfir. Mörg og alvarleg slys urðu á gamlárskvöld og urðu a.m.k. 3 einstaklingar fyrir alvarleg- um augnslysum af völdum sk. tívóljbomha, sem í kjölfarið fóru á bannlista fyrir þrettándann. Á Þorláksmessu urðu 31 árs gamall maður og 16 ára stúlka úti við Klettsháls í A-Barðastrandarsýslu. Daginn fyrir gamlársdag beið 33ja ára gömul kona bana í umferðarslysi á Holtavörðuheiði. Á nýjársdag beið maður á sjötugsaldri bana er eldur kom upp í húsi hans á Kópaskeri. 3ja janúar beið 68 ára gamall mað- ur bana í umferðarslysi á Suðurlandsbraut. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir árangurslaus leit að tveimur karl- mönnum. Alls munu 54 íslendingar hafa látist af slysförum 1987, sem blessunarlega er þó 21 færra en árið áður. Af þess- um 54 fórust 26 í umferðarslysi. Deilur og næturfundir á jólaþingi Miklar annir hafa verið á þingi undanfarið og þingað dag og nótt milli jóla og nýjárs — í fyrsta sinn um alllangt skeið. Stjórnarliðar þurftu nauðsynlega að koma nokkrum mikil- vægum frumvörpum í höfn við tregar undirtektir stjórnar- andstæðinga og sumra stjórnarliða. Sérstaklega hefur verið mikið deilt um fiskveiðikvótann og tókst ekki að afgreiða hann fyrir áramót og er hann enn óafgreiddur. Sérstaklega þykir andstæðingum frumvarpsins vegið að smábátaeig- endum og talinn meirihluti fyrir því að breyta útkomu þeirra í væntanlegum lögum. Ekki var síður deilt um sölu- skattsfrumvarpið (matarskattinn sérstaklega), sem loks varð að lögum eftir áramótin, óþægilega á eftir áætlun. Margar vörur eiga að hækka en aðrar að lækka og sagt að áhrifin á framfærsluna eigi að vera óveruleg. Ný húsnæðis- stjórnarlög hafa tekið gildi með hertum reglum um for- gangshópa. Þeir sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn njóta forgangs umfram þá sem eiga fleiri en eina íbúð fyrir eða eiga skuldlitla íbúð yfir 180 fermetrum utan bílskúrs. Hins vegar var fallið frá hugmyndum um mismunandi vexti. Út- gáfa lánsloforða ætti að hefjast að nýju um næstu mánaða- mót, en mörg þúsund manns bíða i ofvæni. Pólitískir bankastjórar undir? Eftir að Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, hætti við að hætta hefur orðið alvarleg röskun á sam- komulagi stjórnarflokkannna þriggja um pólitískar banka- stjóraskipanir. Stefán átti að hætta og skyldi Kjartan Jó- hannsson, Alþýðuflokki, taka sæti hans. Jónas Haralz hættir í Landsbankanum og skyldi Sverrir Hermannsson fylla upp í þá eyðu. Loks stendur til að Valur Arnþórsson taki brátt við sæti Helga Bergs i Landsbankanum. En þegar Stefán stóð ekki upp fyrir Kjartani kom upp hnútur í banka- ráði Landsbankans. Nú vill fulltrúi krata þar að Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs bankans, fái stólinn og honum eru sammála annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Árni Vilhjálmsson, og fulltrúi Alþýðubandalags, Lúðvik Jósefsson. Formaður ráðsins, Pétur Sigurðsson, Sjálfstæð- isflokki, og Kristinn Finnbogason, Framsóknarflokki, eru meðmæltir Sverri og frestaði Pétur ákvörðun í málinu með- an reynt yrði að ná samkomulagi á bak við tjöldin. Mál þessi hafa valdið nokkrum úlfaþyt meðal stjórnarflokkanna, enda rótgróin samtrygging í hættu. Af Hafskips- og okurmálum í skiptarétti Reykjavikur hefur verið úrskurðað að hafna beri kröfum Ragnars Kjartanssonar um greiðslu á 125 þús- unda dollara viðbótarlaunagreiðslu úr þrotabúi Hafskips. Á hinn bóginn voru staðfestar og viðurkenndar kröfur þrota- búsins á hendur Ragnari, upp á nokkrar milljónir króna. Af okurmálinu sem kennt er við Hermann Björgvinsson er það að frétta, að við endurupptöku Sakadóms Reykjavíkur á máli Sigurðar Þormar sýknaði Helgi Jónsson Sigurð vegna þess að málið taldist fyrnt þegar það loksins var tekið fyrir á ný. Hins vegar hafði Sigurður fyrr unnið endurkröfumál á hendur Hermanni, sem samkvæmt því á að greiða Sigurði 27 milljónir króna, gjaldþrota maðurinn... Fréttapunktar • Nýliðið ár telst hið hlýjasta á íslandi siðan 1964. Þar af telst desembermánuður sá hlýjasti síðan 1933. • 1. janúar hófst staðgreiðsla skatta á íslandi. • Jóhannes Nordal hefur fyrir sitt leyti borið til baka þrá- látan orðróm um 7—H% gengisfellingu í janúar. íslenska krónan rýrnaði um rúm 17% á nýliðnu ári. Verðbólga tald- ist um 25% á árinu, en var um 13% árið 1986. Verslunarráð íslands spáir rúmlega 30% verðbólgu á nýja árinu, miðað við 27—28% almennar launahækkanir og einhverja gengis- fellingu og gengissig. • Lögregluvörður er nú um hvalskipin í Reykjavíkurhöfn. Það er í tilefni þess að Paul Watson í Sea Shepherd-samtök- unum hefur boðað komu sína til landsins i þessum mánuði til að vekja athygli manna á hvalfriðunarmálum. Ef hann kemur á hann á hættu að verða hnepptur í varðhald í tengsl- um við þann atburð er hvalskipum var sökkt hér á landi og spellvirki unnin í stöðinni í Hvalfirði — auk þess sem hann greiddi á sínum tíma fyrir olíu hér á landi með innstæðu- lausri ávísun. • Neyðarástand er yfirvofandi í dagvistarmálum á Akur- eyri. í lok þessarar viku taka gildi uppsagnir allra fóstra í bænum og engin lausn í sjónmáli. • Birgir Sigurðsson, leikritaskáld og þýðandi, hlaut um ára- mótin viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins — 250 þúsund. krónur. • Þröstur Ólafsson varð nú í vikunni Evrópumeistari ungl- inga 16 ára og yngri í skák. Guðfríður Grétarsdóttir varð fjórða í kvennaflokki. Viltu breyta til með hækkandi sól? Viltu læra um Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt Kanínurækt eða gömlu góðu hefðbundnu kvikfjárræktina? Tbekifærið gefst núna, því bændaskólinn á Hvanneyri tekur við nemendum á vorönn að þessu sinni! Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefni. Þar er frábær aðstaða á heimavist. Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfóg: Alifugla-og svínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi Hrossarækt • Kartöílu-og grænmetisrækt • Loðdýrarækt Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðljárrækt Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvélar og verktækni. Viltu taka þátt í nýsköpun íslensks landbúnaðar? Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf eða hliðstæða menntun getur lokið því á einu ári. Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið almennu grunnskólaprófi með lágmarkseinkunn til inngöngu í framhalds- skóla, og að þeir hafi öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum. Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum þarf að berast skólanum eigi síðar en 15. janúar. Nánari upplýsingar í síma 93-70000 og 93-71500. BÆNDASKÓLINN HVANNEYRI b HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.