Helgarpósturinn - 26.05.1988, Page 6
Sverrir Hermannsson
FRAMKVÆMDIN
MIKIL VONBRIGÐI
,,Ætlunin með lögunum var ad
gefa þeim sem uildu afla sér rétt-
inda fœri á því án þess ad hrugga
við aðstöðu þeirra og þá á ég ekki
síður við skólastjórastödu en
kennarastöðu," sagði Sverrir Her-
mannsson t samtali við HP, en
hann var menntamálaráðherra
þegar Alþingisamþykkti lögin um
lögverndun starfsheitis og starfs-
réttinda kennara og skólastjóra í
apríl 1986.
Eins og í megingreininni er rak-
ið voru uppi mikiar áhyggjur með-
al margra þingmanna við af-
greiðslu málsins um að kennarar
með mikla reynslu að baki en án
réttindanna yrðu hraktir burt úr
stöðum sínum, sérstaklega í ljósi
þess að víða gengi illa að manna
þessi störf — og engan veginn
tryggt að réttindakennarar væru í
raun hæfari en réttindalausir
kennarar með langa starfsreynslu.
„Meðan þetta var í mínum
höndum skiidi ég anda laganna á
þennan veg. Mér var það mikil
raun að sjá framkvæmdina, að
gamlir og grónir afbragðskennar-
ar, sem ekki höfðu fuli réttindi,
gátu ekki fengið að halda kenn-
aranafnbótinni áfram hvað þá
meir. Þetta var mér raun að sjá og
ég gerði mér ekki grein fyrir
þessu. Ég tala nú ekki um að eftir
að það mark var sett, að réttinda-
lausir menn gætu aflað sér rétt-
inda og fengju til þess allt að 5 ár,
að það eigi í raun ekki að gefa
þeim þetta tækifæri. Að sjálfsögðu
ætlaðist ég til að staða siíkra
manna yrði ekki auglýst á meðan
og á þann háttinn var þetta rætt
við mig.
Ég leyni því ekki, hvað þetta til-
tekna fordæmi varðar frá Súðavík,
að ef það verður niðurstaða ríkis-
lögmanns og ráðuneytisins að
þetta nái ekki til skólastjóra þá
verða það mikil vonbrigði fyrir þá
sem voru að beita sér fyrir rétt-
indamáium kennara. Ég leit svo á
að það væri mjög mikilvægt og
það var sótt mjög á um þetta, með-
al annars gegn mikilii andstöðu í
mínum flokki. Ef framkvæmdin á
að vera þessi þá verða það mér
mjög mikil vonbrigði," sagði
Sverrir.
ekki hafi notið þessara réttinda sem
kveður á um í lögum, komist ekki að
verkum sínum, vegna þess að um
ófyrirsjáanlega framtíð þurfum við
á’þeim að halda. Og þótt þetta sé
þrengt með þessum hætti mun ég,
m'eðan ég er í þessari stöðu minni,
stuðla að og beita mér fyrir og ráða
úrslitum um að engu verði breytt í
því að við fáum notið þessara kenn-
ara áfram."
Því var samþykkt ákvæði til
bráðabirgða í lögunum þar sem seg-
ir meðal annars:
,,Þeir sem fyrir gildistöku þessara
laga hafa stárfað sem settir kennar-
ar sex ár eða lengur, en fullnægja
ekki skilyrðum laganna til starfs-
heitis og starfsréttinda, skulu eiga
kost á því að ljúka námi á vegum
Kennaraháskóla íslands eða Há-
skóla íslands til að öðlast slík rétt-
indi. Um tilhögun námsins skal setja
ákvæði í reglugerð. Heimilt er að
setja eða ráða þá, sem slíka starfs-
reynslu hafa að baki, í kennslustarf
til eins árs í senn en þó ekki til lengri
tíma en fjögurra skólaára samtals
frá gildistöku laga þessara."
BRÁÐABIRGÐA-
ÁKVÆÐIÐ SKILGREINT
tJm tilgang þessa bráðabirgða-
ákvæðis var sagt í greinargerð með
frumvarpinu og um leið kveðið á
um túlkun ákvæðisins, reyndar á
nokkuð ófulinægjandi hátt:
,,í ákvæði til bráðabirgða er gert
ráð fyrir að þeir sem starfað hafa við
kennslu án kennsluréttinda um
ákveðinn tíma skuli fá tækifæri til
að afla þeirra án þess að staða þeirra
breytist á meðan á námi stendur."
Arið eftir var síðan sett reglugerð
númer 457 þar sem í 10. grein segir
ótvírætt:
„Meðan settur kennari stundar
þetta nám verður staða hans ekki
auglýst. það gildir þó aðeins í fimm
ár frá og með 1. janúar 1988.“
Deilan nú stendur um túlkun þess-
ara ákvæða, þ.e. hvort aðeins er átt
við kennarastarfið sem slíkt þegar
sagt er ,,án þess að staða þeirra
breytist á meðan á námi stendur"
eða hvort átt er við stöðu viðkom-
andi aðila almennt, sem hann gegn-
ir. Hin þrönga túlkun ráðuneytisins
nú gerir ráð fyrir að Helgi Hauksson
megi halda kennarastörfum sínum
áfram, en öðru máli gegni um skóla-
stjórastöðuna. Hin víðari túlkun
gengur út frá því að ekki megi hrófla
við þeirri stöðu sem Helgi hefur
gegnt í tvö ár, þ.e. skólastjórastöð-
unni, frekar en kennslustöðunni.
Eins og fram kemur í sérstöku við-
taii við Sverri Hermannsson,
menntamálaráðherrann fyrrver-
andi, er það ótvíræð afstaða hans að
hugsunin hér að baki við afgreiðslu
Alþingis hafi verið hin víðari túlkun
og að það væru honum mikii von-
brigði ef ráðuneytið ætlaði sér að
túlka lögin á annan hátt.
ÖFGAR SAGÐI BIRGIR
Um leið verður að álykta sem svo
að Sverrir sé ekki par hrifinn af
ákvörðunum flokksbróður síns í
máli þessu, Birgis ísleifs Gunnars-
sonar, núverandi menntamálaráð-
herra, sem gerði hina þrengri túlk-
un að sinni. Þegar lögin voru til um-
ræðu á Alþingi vorið 1986 var ekki
annað á Birgi að heyra en hann væri
mótfallinn öfgum t lögverndun
starfsheita, hann sagði 18. apríl
1986: „í fyrsta lagi hef ég vaxandi
vantrú á þeirri öru þróun, sem hér
er á landi, þar sem hver stéttin á fæt-
ur annarri fær lögbundin sérréttindi
til ákveðinna starfa. Ég held að þessi
þróun sé að fara út í öfgar."
Við þetta tækifæri var núverandi
menntamáiaráðherra því á móti
öfgum hvað sérréttindi varðar og
mætti því ætla að hann væri á móti
því að túlka áðurnefnt ákvæði
þröngt, þ.e. að sérréttindin verði
sem mest. Það hefur hann hins veg-
ar kosið að gera með því að rita nafn
sitt undir túlkun embættismanna
sinna í menntamálaráðuneytinu.
Það var ekki fyrr en eftir að mót-
mæli við þessari túlkun bárust að
ráðherra leitaði lögfræðilegs álits
hjá ríkislögmanni um hvernig túlka
bæri laga- og reglugerðarákvæðin.
ODDVITAFRÚIN VILL
AUGLÝSA
Helgi Hauksson hefur verið skóla-
stjóri barnaskólans á Súðavík í tvö
ár, en á að baki sjö ára kennara-
6 HELGARPÓSTURINN
reynslu. Enginn styr hefur. staðið
um árangur hans í starfi, nema síður
sé, því samkvæmt heimildum HP
hefur skólanefnd skóians lýst yfir
ánægju sinni með starfið að undan-
förnu og bókað þetta á fundum sín-
um. Það var hins vegar eftir að ósk
köm frá Helgú'G. Guðjónsdóftur að
skólanefndin ákvað að taka það fyr-
' ir á fundi sínum að auglýsa skyidi
stöðuna lausa. Helga hefur nýlokið
við kennaranám, en hún er eigin-
kona hreppsnefndaroddvitans,
Hálfdáns Kristjánssonar. Helgi taldi
hins vegar ekki heimilt að auglýsa
stöðuna lausa í ljósi þess að hann
væri í réttindanámi og staða hans á
meðan vernduð í lögum um starfs-
réttindi og starfsheiti kennara og
skólastjóra. Hann leitaði álits
fræðslustjóra Vestfjarða, Péturs
Bjarnasonar, sem aftur tók þetta
mál upp á fundi ráðuneytismanna
með fræðslustjórum 29. janúar í ár.
A fundi skólanefndarinnar síðar
sagðist Pétur hafa fengið það svar
um túlkun á lagaákvæðunum frá
Sigurði Helgasyni, deildarstjóra
grunnskóladeildar, að litið væri svo
á að viðkomandi réttindalausir
kennarar væru ráðnir til 5 ára og að
þetta gilti einnig um Helga í stöðu
skólastjóra — og því þyrfti ekki að
auglýsa stöðuna. Þessu greindi Pét-
ur einnig skólanefndarmönnum frá.
FORMAÐUR SKÓLA-
NEFNDAR ÚTSKÝRIR
I greinargerð vegna ákvörðunar
skólanefndar Súðavíkur um að aug-
lýsa skólastjórastöðuna segir nefnd-
arformaðurinn, Dagrún Dagbjarts-
dóttir, hinn 11. apríl:
„1 febrúar sl. tjáði fræðslustjóri,
Pétur Bjarnason, undirrituðum og
öðrum skólanefndarmanni, Jónu
Benediktsdsóttur, að ekki þyrfti að
auglýsa stöðuna og vísaði þar til
þess er fram hefði komið á fundi
fræðslustjóra og ráðuneytismanna
þann 29. janúar sl.
Skömmu síðar hringir til mín
Helga G. Guðjónsdóttir í Súðavík.
Hún er að ljúka kennaranámi við
Kennaraháskólann og lýsti hún yfir
við mig áhuga á að sækja um stöðu
skólastjóra hér, næsta skólaár, þar
sem hún taldi að það bæri að aug-
lýsa hana. Jafnframt kvaðst hún
hafa vitneskju um að skólanefnd
væri ekki sammála um málið. Hún
tjáði mér að hún hefði rætt þetta við
Sigurð Helgason, deildarstjóra
grunnskóladeidar menntamála-
ráðuneytisins, og ég fengi upphring-
ingu frá honum fljótlega.
Tveim dögum síðar hringir Sig-
urður Helgason í mig og segir mér
frá viðræðum sínum við Helgu Guð-
jónsdóttur og niðurstaða hans var
sú að það bæri að auglýsa stöðuna
ef meirihluti skólanefndar væri því
hlynntur. Nokkru síðar hafði ég
samband við Sigurð og óskaði eftir
skriflegu áliti hans eða ráðuneytis-
ins um málið, sem ég fékk í postfax-
bréfi þann 5. apríi sl. Þar segir orð-
rétt: „Þrátt fyrir ákvæði 10. gr.
regiugerðar nr. 457/1987 um nám
kennara sem fullnægja ekki skilyrð-
um laga nr. 48/1986 um lögverndun
á starfsheiti og starfsréttindum
grunnskólakennara, framhalds-
skólakennara og skólastjóra er
skólanefnd grunnskólans í Súðavík
heimilt að auglýsa stöðu skólastjóra
sé meirihluti sammála þeirri
ákvörðun."
1 ljósi þessara atriða hélt síðan
skólanefndin fund þar þann 6. apríl
si. þar sem ásamt aðaimönnum í
skólanefnd voru mættir fræðslu-
stjóri, fulltrúi kennara og fulltrúi
skólastjóra, þar sem hann vék af
fundi meðan fjallað var um hvort
staða hans yrði auglýst eður ei, en
lagði fram bókun áður en hann vék.
í Ijósi álits ráðuneytisins samþykkti
skólanefndin samhljóða að staðan
skyldi auglýst."
DEILDARSTJÓRINN
GEGN FRÆÐSLUSTJÓRA
í samtali við HP sagði Dagrún að
skólanefndin hefði ekki neitt út á
Helga Hauksson að setja sem skóia-
stjóra en markmiðið með því að láta
auglýsa skóiastjórastöðuna væri að
fá kennara með full réttindi í hana,
en slíkur kennari væri til staðar á
Súðavík. Varðandi túlkun reglu-
gerðarinnar vísaði hún alfarið á
menntamálaráðuneytið.
Þvert gegn því sem fram kemur
hjá fræðslustjóranum og staðfest er
í greinargerð skólanefndarfor-
mannsins neitaði Sigurður Helga-
son, deildarstjóri grunnskóladeild-
ar, því staðfastlega að á áðurnefnd-
um fundi hefði þetta álit hans komið
fram.
„Það hefur verið okkar mat að
þrátt fyrir orðalag reglugerðarinnar
hafi aldrei staðið til að þetta fólk
ætti að hafa meiri réttindi en kenn-
arar með full réttindi, því þeirra
stöður má augiýsa. Það var verið að
tryggja þessu fólki réttindi, en ekki
umframréttindi. Það er alls ekki rétt
sem þú tilgreinir, að ráðuneytið hafi
á fundinum með fræðslustjórunum
ályktað að samkvæmt þessari grein
þyrfti ekki að auglýsa þessa stöðu,
það er misskilningur. Skólanefndin
spurði hvort heimilt væri að auglýsa
þes„a slöðu og við svöruðum því til
að heimilt væri að auglýsa stöður
sem réttindafólk situr í ef óskað
væri eftir og á sömu íorsendum
heimiluðum við auglýsingu í þessu
tilfelli. Þessu var mótmælt af Helga
Haukssyni og því var málinu vísað
til ríkislögmanns, þar sem beðið var
um álit á lögmæti þessarar auglýs-
ingar. En 1. grein laganna er skýr,
ekki má setja í stöðu skóiastjóra
nema þá sem hafa réttindi. í þessu
máli var það bókað í skólanefndinni
að staðan væri auglýst til þess að
freista þess að fá í stöðuna mann
með full réttindi. Þetta er skýr af-
staða og þarna er frumkvæðið og
tilbúningur að önnur afstaða hafi
komið fram hjá mér eða ráðuneyt-
inu.“
HVER SKAL TÚLKA
LÖGIN?
Sigurður sótti fundargerð áður-
nefnds fundar, þar sem segir eftir
ritaranum að Pétur Bjarnason hafi
tekið upp vandamál varðandi það,
ef réttindalaus maður er í skóia-
stjórastöðu, hver réttur hans væri
samkvæmt 5 ára reglunni. Sigurður
segir að Pétur hafi bent á þetta
vandamái, „en þessu er hvergi svar-
að í þessari ítarlegu fundargerð. Það
er því út í bláinn að segja að þarna
hafi ég svarað því til að hið samai
gilti um kennara og skólastjóra”.
Þarna standa því orð Sigurðar
gegn tilgreindum orðum fræðslu-
stjórans á Vestfjörðum eins og
skólanefndarformaðurinn hefur
bókað þau. Pétur Bjarnason
fræðslustjóri er eríendis og ekki
unnt að bera þetta misræmi undir
hann á þessari stundu.
Hins vegar bar Helgarpósturinn
ummæli Sverris Hermannssonar,
þess efnis að þessi túlkun ráðuneyt-
isins væri ekki í samræmi við það
sem til var ætlast við samþykkt lag-
anna 1986, undir Sigurð og kannað-
ist Sigurður við þessa túlkun Sverris
á þeim tíma á Alþingi.
„Þegar þetta var til umræðu á
Alþingi voru dreifbýlisþingmenn
uggandi yfir þessu, því hjá þeim
höfðu verið réttindaiausir menn um
árabii. Það er rétt að Sverrir lagði
mikla áherslu á að með þessu bráða-
birgðaákvæði væri verið að tryggja
rétt þessa fólks þannig að það þyrfti
ekki að óttast um sína stöðu. Síðar
koma hins vegar upp vandamál
vegna mótsagnarinnar um möguleg
umframréttindi hinna réttindalausu
og því er þessi afstaða tekin. Við
stóðum frammi fyrir því að ákvæði
laga stönguðust á. Ráðherra hefur
hins vegar vísað þessu til ríkislög-
manns vegna þess að það komu
fram mótmæli," sagði Sigurður.
KENNARASAMBANDIÐ
FUNDAR
Eftir því sem HP kemst næst mun
Svanhildur Kaaber, formaður Kenn-
arasambands íslands, hafa beitt sér
sterklega fyrir því að umrædd staða
yrði auglýst og þá um leið að svo-
kölluð 5 ára regla í lögunum um
starfsréttindi kennara yrði túlkuð
þröngt, þannig að hún næði ekki til
stöðu skólastjóra. Um ieið hefur hún
beitt sér gegn réttindum félags-
manns í KÍ en fyrir réttindum utan-
félagsmanns, sem Helga er. Sam-
kvæmt þessu virðist það ekki vera
ætlun KÍ að gefa Helga tækifæri á
að halda skólastjórastöðu sinni
meðan hann aflar sér kennslurétt-
inda. Heigi Hauksson hefur leitað til
KI um stuðning og lagalega aðstoð
ef á þyrfti að halda, án árangurs.
í samtali við HP sagði Svanhildur
að þetta mál yrði tekið upp á fundi
stjórnar KÍ nú á föstudaginn, en það
væri sín afstaða að auglýsa hefði átt
stöðuna, eins og gert var. Það rök-
studdi hún með því að bráðabirgða-
ákvæðið í lögunum næði einungis
til kennara á þeirri forsendu að starf
skólastjóra væri það mikilvægt að
ekki væri gert ráð fyrir því að rétt-
indalausir menn gegndu því. Þess
vegna væri einungis talað um kenn-
ara í reglugerðinni varðandi undan-
þágu. Hún vildi ekkert tjá sig um þá
túlkun er fram kemur í orðum fyrr-
verandi menntamálaráðherra,
Sverris Hermannssonar, þess efnis
að lagaákvæðin um verndun stöðu
hinna réttindaiausu næðu einnig til
stjórnunarstarfa, sagði einfaldlega
að hún væri á ofangreindri skoðun.
Hún neitaði því að hún hefði beitt
sér fyrir því að staðan yrði auglýst
en sagði að þegar hún hefði verið
spurð um sína persónulegu skoðun
hefði hún látið hana í ljós. Hún ítrek-
aði að um persónulega afstöðu sína
væri að ræða og að hún myndi að
sjálfsögðu fylgja niðurstöðu KÍ.
HVERJUM LÁ SVONA Á?
Það sem mun helst vaka fyrir
ráðuneytismönnum er að koma í
veg fyrir að lögin verði túlkuð þann-
ig að réttindalausir kennarar í rétt-
indanámi öðlist meiri rétt en þeir
kennarar sem hafa öðlast kennara-
réttindin. í ijósi þessa hefur ráðu-
neytið gripið til þess ráðs að túlka
lögin og reglugerðina þröngt við
stöðu kennara. Á hinn bóginn virð-
ist ráðuneytið hafa ákvarðað þvert
gegn þeim anda laganna sem fyrr-
verandi ráðherra greinir hér frá og
um leið tekið sér vald sem ekki var
þess — að minnsta kosti blasir við
að nær hefði verið að fá lögfræði-
legt álit fyrst en taka síðan ákvörð-
un um hvort viðkomandi stöðu ætti
að auglýsa. Enda bíður skólanefnd-
in á Súðavík eftir áliti ríkislögmanns
og sjálfsagt líka eftir niðurstöðu
fundar stjórnar kennarasambands-
ins, því á þeim bæ liggur aðeins fyrir
persónulegt mat formannsins.