Helgarpósturinn - 26.05.1988, Page 12

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Page 12
Delta — Kappa — Gamma BRENGLAR HUGARHEIM BARNA Félag kvenna í írœdslustörfum sendi nú á dögunum frá sér bœkl- ing, þar sem vakin er athygli á þeim miklu áhrifum sem notkun mynd- midla hefur á börn og ungmenni. Félagid bendir á ad ásamt heimili og skóla sé sjónvarpid einn mesti áhrifavaldurinn I lífi œskufólks. Konurnar hafa rœtt þessi mál á fundum sínum í vetur og velt fyrir sér hvað sé œskilegt að festist t barnshuganum. Við fengum Ás- laugu Brynjólfsdóttur, frœðslustjóra IReykjavík og formann Alfa-deildar þessara alþjóðlegu kvennasam- taka, til að skýra frá starfsemi þeirra og þá sérstaklega hvað þœr hafi til málanna að leggja varðandi sjón- varpsnotkun barna. „Hið alþjóðlega nafn samtakanna stendur fyrir konur sem eru í lykil- stöðum í fræðslumálum," sagði Áslaug, „þetta eru þrír fyrstu bók- stafirnir í hinum grísku heitum orð- anna konur, lykill og fræðsla." Fyrsta deild Delta Kappa Gamma- samtakanna á Islandi var stofnuð 1975 og það var Aifa-deildin í Reykjavík. Síðan þá hafa þrjár aðrar deildir verið stofnaðar, Beta-deild fyrir norðan, Gamma-deild í Kópa- vogi og Delta-deild í Borgarfirði á síðasta ári. Konurnar fylgjast með því sem er efst á baugi í skólamálum, s.s. laga- setningum, og gefa umsagnir á því sviði, þær gáfu t.d. umsögn um nýju framhaldsskóialögin. Fundir eru einu sinni í mánuði og þar eru skóla- mál rædd frá öllum hliðum, oft með því að fá fyrirlesara til að fjalla um ákveðin málefni sem þeir hafa verið að vinna að. Samtökin voru með þeim fyrstu til að efna til umræðu um hina svörtu skýrslu OECD um ástand skólamála á íslandi. Meðal fyrirlesara nú nýlega má nefna Ingu Jónu Þórðardóttur, sem fjallaði um starf nefndar um málefni fjölskyld- unnar, dr. Gunnar Schram, sem ræddi um fjarkennslu, og Sigrúnu Stefánsdóttur, sem fjallaði um skóla- sjónvarp. í framhaldi cif erindi henneu- sendu samtökin ályktun til mennta- málaráðherra þar sem skorað var á hann að koma á skólasjónvarpi og nýta þannig betur þann mikla áhrifavald í lífi barna og ungmenna sem sjónvarpið er. í félaginu hafa verið til umræðu tengsl milli hinna einstöku skólastiga og jafnvel hver kennslugrein fyrir sig rædd fram og til baka. Þá má nefna að konurnar hafa kynnt sér vel uppeldisrétt barna og skyldur foreldra í þeim efn- um. Félag kvenna í fræðslustörfum er fámenn samtök, í Reykjavíkurdeild- inni eru ekki nema rúmlega 20 kon- ur. Félagsmenn hafa víðtæka reynslu af fræðslumálum, innan samtakanna eru skólastjórar og doktorar svo einhverjar séu nefnd- ar. Nýja félaga verður að bera upp sérstaklega. Áslaug sagði að þessi fjöldi væri algert hámark, ekki væri unnt að taka fleiri í samtökin. Að- spurð um hvað réði því hverjir fengju inngöngu sagði hún að það kæmu tillögur um nýja félagsmenn ■■■■^■■■■■■■l EFTIR JÓN GEIR og þeir væru teknir inn ef pláss leyfði. Eins og áður segir er Félag kvenna í fræðslustörfum hluti af al- þjóðlegum samtökum sem starfa víða um heim og hafa aðalstöðvar í Houston í Texas. I stofnskrá alþjóða- samtakanna er kveðið skýrt á um tilgang starfseminnar. Hann er að styðja við konur í fræðslumálum og styrkja þær með umræðum um menntamál þannig að þær verði færari um að gegna starfi sínu. Einn- ig veita erlendar deildir konum styrki til náms en íslensku deildirn- ar hafa ekki bolmagn til þess. Áslaug sagði frá því að nú nýlega hefðu komið hingað til lands 114 konur frá deildinni í Illinois í Banda- ríkjunum. Þær dvöldu hér í nokkra daga og kynntu sér íslensk skóla- mál. „Við deildum þeim niður á nokkra skóla til kynningar, eftir því á hverju þær höfðu sérþekkingu. Meðal annars skoðuðu þær ísaks- skóla, Ölduselsskóla, Fóstruskól- ann, Kennaraháskólann og Háskóla íslands. Eftir að þær komu aftur til síns heima hefur bréfum frá þelm rignt yfir okkur. Það er skemmtilegt að í þeim láta þær í ljós ánægju með íslenska skóla. Ég get þessa nú af því að alltaf þegar íslendingar fara til út- landa halda þeir að hlutirnir þar séu svo miklir og merkilegir. Svo getum við öðru hverju sent fulltrúa frá okk- ur á ráðstefnur erlendis," sagði Ás- laug Brynjólfsdóttir. SJÓNVARPSGLÁP GAGNRÝNT Það sem A-deild Félags kvenna í fræðslustörfum hefur verið að at- huga nú upp á síðkastið er hvernig beina megi sjónvarpsnotkun barna í jákvæðan farveg og styðst þar við erlendar rannsóknir, en engar rann- sóknir hafa verið gerðar hér á landi nýlega. Félagið gaf út bækling undir yfirskriftinni „Hvað viljum við að festist í barnshuganumí' og er ætl- unin að dreifa honum til allra for- eldra í Reykjavík. Konurnar kynntu efni bæklingsins fyrir foreldrafé- lögum í skólum og svo byggist um- ræða um málið á virkni foreldrafé- laganna. I bæklingnum er vakin athygli á stöðugt meiri notkun barna og ung- menna á sjónvarpi og myndbönd- um. Erfitt sé að velja og hafna. Margt efni, s.s. vandað barnaefni, fréttir, fræðslu- og kennsluþættir, geti verið allt í senn skemmtilegt, fróðlegt og hollt. Hins vegar beri að forðast efni sem brenglað getur sið- ferðisþroska barna, efni sem vekur ofsahræðslu og efni sem getur leitt til óæskilegrar eftirbreytni svo sem þjófnaðar eða ofbeldis. Þeirri spurn- ingu er varpað fram hvort sjónvarp- ið eða foreldrarnir stjórni heimilinu og þá sérstaklega hvort sjónvarpið ráði svefntíma barna og matartíma og hvort barnið horfi eitt á sjónvarp eða efnið sé útskýrt af foreldri sem horfir á sjónvarp með barninu. Bent er á að barn sem horfir mikið á sjón- varp missi af persónulegum sam- skiptum, hreyfingu og útivist og ÞORMAR MYND: JIM SMART skapandi viðfangsefnum. Ennfrem- ur að kannanir á skólabörnum hafi sýnt að börnum sem horfa mikið á hvaða efni sem er í sjónvarpi sé hættara við þreytu, einbeitingar- leysi, skorti á frumkvæði og löngun til sköpunar, samstarfs- og satn- skiptaerfiðleikum, óöryggi varð- andi tal og tjáningu og þeim sé hætt- ara við misskilningi á hugtökum og skilningstregðu á myndlausum sög- um. Áslaug Brynjólfsdóttir sagði að bæklingurinn væri hafður eins stuttur og einfaldur og mögulegt væri til að fólk gæfi sér tíma til að kynna sér efni hans. Fólk væri svo upptekið af því að horfa á sjónvarp að það gæfi sér vart tíma til að lesa. Að sögn Áslaugar er sú gagnrýni sem felst í bæklingnum tví- eða þrí- þætt. „Okkur finnst alls ekki nógu vel staðið að efni fyrir börn og ungl- inga í sjónvarpi. Það gæti verið miklu betra. Foreldrar eru heldur ekki nógu duglegir að velja efni fyr- ir börn sín. Börnin eru það mikið ein að þau fara að horfa á hvað sem er. Það er enginn til að stjórna á hvað þau horfa, þau eru sjálf um valið. Ábending okkar er sú að foreldrar sitji hjá börnum sínum þegar horft er á sjónvarp og ræði um efnið við þau. Ef sjónvarpsheimurinn, og ruglið sem þar er boðið upp á, er ekki eins og heimurinn sem við hrærumst í þá getur hinn raunveru- legi heimur orðið skrítinn og breyti- legur í hugum barnanna. Við viljum beina sjónvarpsnotkun í jákvæðan farveg og lögðum áherslu á að fræðsluvarpi yrði komið á laggirnar. Það er lítið efni komið en gæti orð- ið góðir þættir. Það sem mér finnst samt mikilvægast er að efnið sem sýnt er í fræðsluvarpinu verði líka hægt að fá á myndböndum til notk- unar í skólum." Rœtt viö frœdslustjorann í Reykjavík um starfserni alþjódlegra samtaka á íslandi 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.