Helgarpósturinn - 26.05.1988, Síða 20

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Síða 20
// Einhver sagöi einhvern tíma að penninn væri máttugri en sverðið. Sjálfsagt hefur sú fullyrðing átt við rök að styðjast þá. Varla núna á tækniöld þar sem menn kunna varla lengur að halda á penna, hvað þá að skrifa með honum. Nú til dags skrifar fólk helst ekki nema á tölvur. í þau fáu skipti sem draga þarf fram penna er það til að skrifa nafnið sitt undir Visa-úttektina eða ávísunina. Þetta eru auðvitaö ýkjur. Sem betur fer eru ennþá til menn og konur sem vanda skrift sína og leggja áherslu á að eiga góöa penna. Hér á landi eru margir sem við vitum að hafa einstaka rithönd og þeir aðilar eiga það sameiginlegt að skrifa með góðum pennum, flestir reyndar með sjálfblekungum, hinir með góðum kúlupennum. Hins vegar var það öllu erfiðara mál aö fá fólk til að segja „opinberlega" frá pennunum sínum. Viðfangsefnið „Penninn minn og ég" var við- kvæmt. Menn voru ekki á því að Ijóstra upp leyndardóminum við pennann sinn líkt og Tómas forðum daga er hann kvað Ólafur Finnbogason hefur starfad aö pennaviögeröum í meira en 52 ár. Hann segir aö enginn penni sé svo lélegur aö , hann leki og að ástarbréf eigi aldrei aö skrifa meö kúlu- penna. Hún er ekki amaleg þjónustan sem pennakaup- endur fá þegar baeöi Ólafúr og Sigríður Árnadóttir, sem Ólafur kallar „pennaspesial- ista", eru við afgreiðsluna. „kvæðið er um pennann, hann páraði það sjálfur. Og stundgrn er hann fullur og stundum er hann hálfur".,. „ÞÚ SKRIFAR EKKl KÆRASTANUM MEÐ KÚLUPENNA!" Sá sem skrifar illa veit af því. Hann veigrar sér við að skrifa og íþans heimi er tölvan kærkomið tjeki. Meöhénni getur hann sjnnt sínum daglegu störfum án þiess aö nokicur þekki leyndar- mál han®. Tolvan er þarfaþing, þángaö tjl kemur að sendibréf- |^tþr&rrfjVarlai er hægt að skrifa ástarbréf á tölvu? Hentugt að vísu þegar fleiri en einn/ein eru i spilinu. Hægt að prenta út í fimm eintökum. Aþeins að varast að nefna no|:kurt nafn í bréfinu. Að vísu svolítið ópersónulegt, en hvað gera menn ekki? Það er óskemmtilegt að fá bréf sem þarf aö fara með út í apótek og biðja lyfjafræð- inginn að lesa eins og frú ein lenti í þegar hún fékk bréf frá vini sínum í Bandaríkjunum. Endaði meö að hún hringdi til hans og bað hann að hætta að skrifa, hún væri orðin svo fóta- veik. Kannski hefði þessum manni ekki einu sinni dugað að eiga alvþru gullpenna úr því undirstöðuna vantaði? Reyndar segir alvanasti maðurinn í pennabransanum, Ólafur Finn- bogason hjá Pennanum: „Þú skrifar ekki kærastanum með kúlupenna," þannig að margir möguleikar eru ekki fyrir hendi! Ólafur starfrækti Pennaviögerð- ina í mörg ár og hefur starfað á tpessum vettvangi í rúmlega 52 ár og sjálfsagt þyí manna fróð- astur um allt er varðar penna, viðgerð þeirra, viðhald og gæði. EIGA GULLDRENGIRNIR GULLPENNANA? En hverjir eru það sem eiga gullpennana? Eru það eingöngu „gulltjrengirnir", ungir menn á framabraut? Ó nei, ekki aldeilis. Hvorki þeir né ungu konurnar á framabrautinni eru lengureinir um að eiga vandaða og dýra penna. Pennar þykja með betri gjöfum senri hægt er að gefa,< hvort heldur er fermingarbarh- inu, nýstúdentinum eða afmælisbarninu. Pennar eru enda hlutur sem fólk sjaldnast I kaupir sér til eigin nota, Fáum mundi sjálfsagt detta i hug að kaupa sér Mont Blanc-sjálfblek- ung sem kostar yfir 15.000 krónur. Og hvað hafa þeir svo sem framyfir kúlupennana? kann einhver að spyrja. Sá sem spyr ætti aldrei að eignast Mont Blanc! Auðvitað þurfa menn ekki að eyða yfir 15.000 krónum í penna. Þeir geta alveg eins keypt sér gullhúöaða Sheaffer- penna, kúlupenna og blekpenna, á aðeins 1,1.500 krónur. Eða farið yfir i tískumerkin. Dregið upþ úr veski sínu Yves Saint-Laurent- penna í bláum, rauðum og gyllt- um|it. Skipt um penna í miðju nafíi og tekiö upp Cartier- perfiann sem er með fjórum , simiúm þykkri gullhúð en aðrir ar. Slíkir pennar kosta á frá 7.000—12.000. Hinir fndu tæplega 7.000. ÍNAR EKKI TÍSKUFYRIRBRiGÐi Annars segir Sigríður Árna- dóttir, pennasérfræðingur í Pennanum við Hallarmúla, að pennar séu síður en svo tísku- fyrirbrígði. „Pennar er,u góð og sígild gjöf." Hún sagði algengt að fólk léti merkja penna og dýrustu pennarnir væru nær eingöngu keyptir til gjafar á stórafmælum eða þegar um merkisatburði væri að ræða, og þá oftast sem gjöf frá mörgum. Þau Sigríður og Ólafur sögðu að góðir pennar þörfnuðust sjaldan viðgerðar, en hins vegar bæri við að fólk kynni ekki áð með- höndla penna. Sem dæmi nefndi Ólafur að sjálfblekungar mættu aldrei liggja á hliðinni eða vísa niður, til dæmis í jakkavasa, því á þann hátt „andaði" penninn ekki og gæti farið að leka. Hann bætti við að þeir sem ekki kynnu að meðhöndlj slíka penna ættu auðvitað bara að skrifa með kúlupennurrt! En hvað með að geyma penna í jakkavasa? Blekið út um allt. „Það er énginn penni svo lélegur að hann leki ef farið er rétt meö hann," sagði Ólafur. „Blek á alltaf að leka frá pennanum." Enn- fremur benti hann á að svart blek ætti aldrei að nota, því í því væri mikið af steinefni sem stíflaði pennana, og þeirri spum- ingu var fljótsvarað af hans hálfu hvers vegna svart blek væri þá framleitt: „Fyrir læknana, til að skrifa dánarvottorðin." Hann ■ sagði algengt að notað væri „blue/black"-blek, það er blek sem er blátt en skrifast svart. DÝRIR PENNAR FYRIR MIOLUNGSGÁFAÐA Óneitanlega dettur manni í hug að sá sem á dýran penna hljóti að vera skipulagður og gætinn persónuleiki. Maður sem atdrei myndi gleyma pennanum sínum einhvers staöar úti í bæ eins og ungi maðurinn sem fékk Lamy-pennann í stúdentsgjöf og týndi honum á stúdentaballinu sama kvöldið. Þegar við bárum þetta undir ólaf svaraöi hann að bragði að fólk sem eignaðist dýra penna mætti ekki vera „treggáfað. Það verður í það minnsta að vera miðlungsgáfað! Og kunna að fara með penna", bætti hann við. „Hinir geta notað „fancy"-pennana á 25 aura..." Það er þó góðs viti að æ fleiri virðast vera miðlungsgáfaðir í þessu þjóðfélagi, þvi sala á sjálfblekungum hefur aukist gífurlega upp á síðkastið og ennfremur virðast þeir á undan- haldi sem kaupa gullpenna til að nota sem stöðutákn. Ætli þetta endi ekki bara á orðum Napóleons sem sagði að í heim- inum væru bara til tvö vopn, sverðið og penninn. „Og að lokum fer hið síðarnefnda alltaf rneö sigur af hólmi." 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.