Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 30
ÍÞRÓTTIR EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON AÐ NOTA EÐA NOTA EKKI... — mottuna, þaö er spurningin — Skaust til Seoul!!! í síðustu viku fjallaði ég nokkuð um þá óheppni knattspyrnuliðanna í Reykjavík að þurfa að hefja keppnistímabilið á gervigrasvell- inum í Laugardal. Taldi ég gervi- mottuna slæman kost en fyllilega boðlegan tveimur höfuðborgarlið- um sem haft hafa tækifæri í allan vetur til að æfa á mottunni og þekkja því gjörla hvernig hún virkar á knöttinn. Það er aftur á móti hreint út sagt óheiðarlegt að draga liö inn á mottuna sem ekki hafa haft tækifæri til að æfa á henni. Þetta segi ég alveg burtséð frá því hvort aðkomuliðið spilar betur á mott- unni en heimaliðið eða hefur knatt- spyrnulega yfirburði sem ekki verða kveðnir í kútinn með því að spila á mottunni. Eins og ég sagði finnst mér það einfaldlega óheiðar- legt að draga lið inn á mottuna sem vita ekki hvernig hún virkar, vegna þess að í heimabæjum þessara liða er ekki gervigras. Nú segja senni- lega einhverjir að þetta sé sambæri- legt við það að draga lið inn á malar- völl um mitt sumar. Þessu vísa ég á bug vegna þess að öll lið hafa mögu- leika til að æfa á malarvelli og reyndar gera flest lið það í nokkra mánuði yfir vetrar- og vortímann. Þetta setur lið næstum því jafnfætis hvert öðru. Auðvitað skiptir það máli ef lið spilar og æfir allt sumarið á grasi en lendir síðan í einum malarleik undir lok keppnistíma- bilsins. Hins vegar hafa liðin góðan tíma til að undirbúa slíkt, vegna þess að leikurinn er fyrirfram áætl- aður á ákveðnum tíma. Um gervi- mottuna gildir öðru máli, því þó lið viti fyrirfram að þau eigi að spila á mottunni hafa þau fæst tæki- færi til að æfa á henni fyrir viðkom- andi leik — þetta skiptir meginmáli. Nú er það svo að heyrst hafa þær raddir sem vilja banna að leikir í 1. deild og hugsanlega einnig í 2. deild fari fram á möl. Sömu menn segja að mótið eigi einfaldlega að byrja seinna á vorin og ef vellir séu ekki nothæfir þá verði einfaldlega að fresta leikjum eða láta liðin skipta á heimaleikjum. Gott og vel, þetta er hugsanlega framkvæman- legt. Mér segir þó svo hugur að það komi til með að skapast verulegir erfiðleikar vegna frestaðra leikja ef t.d. um leiðinlegt (veðurfarslega séð) vor er að ræða. Þá væri ekki áhlaupaverk að vera í mótanefnd. Vellir eru víðast hvar ansi þéttsetnir hvað varðar keppnir og þá á ég ekki einungis við knattspyrnuleiki held- ur einnig frjálsíþróttamót og annað sem til fellur. Þetta myndi valda verulegum erfiðleikum. Það er hins vegar ekki vitlaus hugmynd að láta mótið almennt byrja mun seinna á vorin (sumrin). Slíkt myndi vissu- lega auka verulega líkurnar á því að leikir færu fram á venjulegu grasi og að lið stæðu sem jafnast að vígi. Þetta myndi væntanlega einnig þýða það að mótið færðist lengra fram á haustið, en það ætti að vera í lagi „veðurlega" séð svona flest ár. Við það að flytja mótið lengra fram á haust myndi einnig vinnast það að þau lið sem spila í Evrópukeppnum væru í góðri leikæfingu jafnvel þeg- ar þau kæmust í aðra umferð Evr- ópumótanna — sem gæti gerst á fimm ára fresti. Mér sýnist a.m.k. nauðsynlegt að endurskoða tíma- setningu mótsins með þetta aflt í huga. ÁNÆGJULEG TÍÐINDI Þau ánægjulegu tíðindi hafa verið að berast til landsins að undanförnu að það fólk sem við bindum mestar vonir við fyrir ÓL í Seoul sé að gera það gott. Einar Vilhjálmsson náði um daginn lengsta kasti á árinu í spjótkasti (þetta met hefur reyndar verið bætt núna) og íris Grönfeldt setur Islandsmet í spjótkasti öðru hverju þessa dagana. Þá hefur Alfreð Gíslason verið að sýna stór- leiki með Essen í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni og Kristján Ara- son varð Þýskalandsmeistari með sínu liði auk þess sem hann gerði samning við stórliðið Teca á Spáni. víst að hann fari til Seoul en með árangri sínum á mótinu náði hann ÓL- lágmarki og þykir mér nokkuð víst að því verði skotið að ÓL-nefndinni að rétt væri að Carl skytist til Seoul og plammaði í mark. Hann ætti sennilega fullt eins heima þar eins og t.d. sigiingamenn. MEISTARAHEPPNI? Nú er tæplega tveimur umferðum og útsjónarsemi. Klapp, klapp, klapp. Talandi um hrós og unga drengi þá ætla ég að vona að dramb verði Rúnari ekki að falli. Hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, en ef hann hvikar frá réttri stefnu gæti hann hæglega lent utan við knattspyrnuveginn. Við höfum um það nokkur dæmi. Haldi Rúnar höfði utan vallar sem innan er allt í lagi. lt»*U BlBll Þetta lofar allt góðu og vonandi að þetta fólk standi sig vel á ÓL ásamt öðrum íslendingum. Einasta spurn- ingin sem vaknar hjá mér, og hún kann að hljóma kjánalega, er hvort spjótkastararnir okkar séu á toppn- um á vitlausum tíma?? Nú geri eg reyndar ráð fyrir því að bæöi Einar og Iris viti hvað þau eru að gera og vissulega kunna afrek þeirra nú að vera skipulögð sem „fyrri toppur" á árinu eða eitthvað i þá áttina. Það hefur hins vegar komið á daginn oft- ar en einu sinni hjá mörgum af afreksmönnum okkar að einstakl- ingarnir og liðin reyndar líka „toppa" á vitlausum tíma — ef hægt er að tala um vitlausan tíma. Eg held reyndar sjálfur að nú sé næst- um búið að komast fyrir þennan vanda. Bogdan hefur t.d. séð um hann hjá landsliðinu í handknattleik og ég er viss um að margra ára þjálf- un og reynsla manna eins og Einars aetti að skila honum í toppformi á ÓL en ekki nú í byrjun sumars. Nú, sá skemmtilegi atburður varð á móti hjá skammbyssuskotmönn- um um síðustu helgi að Carl Eiríks skaut sér til Seoull! Reyndar er ekki lokið á íslandsmótinu í knattspyrnu og Frammarar tróna ósigraðir á toppnum. Mótið hefur farið af stað án teljandi láta og verður að segjast eins og er að einu óvæntu úrslitin í mínum bókum eru sigur KA á Vík- ingum í Reykjavík. Frammarar koma út með ótrúlega góða nýtingu í þessum tveimur leikjum. Mark í hvorum tveggja leiknum á síðustu mínútu og sex stig í pokann gefa vissulega tilefni til að ætla að meist- araheppnin sé með Fram og að þeir uppskeri eins og flestir spáðu (ekki ég) titil í haust. KR-ingar hefðu án efa getað verið með sex stig einnig ef kæruleysi í viðureigninni við Vík- inga hefði ekki orðið þeim að falli. Þrátt fyrir að Ágúst Már léki mið- herja eins og hann hefði aldrei gert annað vantaði KR-inga sárgrætilega Pétur Pétursson — þann markaref. KR-ingar hafa þó sýnt eitthvað það skemmtilegasta í mótinu til þessa, en það er Rúnar Kristinsson. Þó það sé oft til ama að vera að hrósa ung- um strákum, vegna þess hve illa það stígur þeim til höfuðs, get ég ekki stillt mig um að gefa honum gott klapp fyrir skemmtilega boltatækni Leiftursmenn eru enn ósigraðir í mótinu rétt eins og stóru liðin. Þeir hafa hins vegar ekki skorað mark ennþá en ekki fengið á sig mark heldur. Tveir heimaleikir í röð hjálpa upp á sakirnar og meira en það. Eg er viss um að þessi byrjun gefur Leifturs-mönnum byr undir alla vængi og hver veit nema þeir komi rækilega á óvart í sumar. í 2. deild hirða Fylkismenn stig í Garðinum og stefna í það „spútnik'- lið sem ég spáði. FH vinnur hins vegar þrátt fyrir að hafa ekki endilega spilað betur. Þeir eru komnir þangað sem þeir verða — á toppinn. Selfyssingar lentu í óheiðarleikanum sem ég nefndi í upphafi og gátu litla björg sér veitt gegn ÍR. Þessi lið verða sennilega á róli um miðja deild er upp er staðið, svo hugsanlega skipt- ir svona mottuleikur ekki öllu. Þá er bara að vona að markahrók- ar allra liða sameinist um að gera þetta íslandsmót að skemmtilegu markamóti til að Jón og séra Jón í stúkunni hafi gaman af hlutunum og láti peninga renna til skemmti- kraftanna. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.