Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 198. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kínverjar taka upp tekjuskatt Starísmenn Lenín-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk við guðsþjónustu. PekinK, 2. september. AP. KÍNVERJAR tilkynntu í dag, að þeir ætluðu að leggja 33% tekjuskatt á sameiginlegar framkvæmdir með útlendingum og fyrsta tekjuskatt á einstaklinga, frá 5 til 45 af hundraði. Kínverjar hafa lengi hreykt sér af því að leggja ekki tekjuskatta á einstaklinga, en í dag voru lögð fram á alþýðuþinginu drög að skattalögum, sem ná til bæði Kínverja og útlendinga. En þau munu greinilega aðeins hafa áhrif á útlendinga í Kína. Samkvæmt lögunum verður lagður tekjuskattur á þann hluta mánaðarlauna sem fara yfir 800 yuan (um 275,000 ísl. kr.). Þar með verða Kínverjar útilokaðir að sögn Peng Zhen, varaformanns fasta- nefndar alþýðuþingsins. Hann sagði, að aðeins um 20 Kínverjar fengju meira en 800 yuana í laun á mánuði, aðallega listamenn. Sjálfur Deng Xiaoping varafor- sætisráðherra er sagður fá aðeins 400 yuan á mánuði — og hann er valdamesti maður Kína. Peng sagði, að skattur á framkvæmdir með útlendingum yrði miklu lægri en í þróuðum ríkjum og nokkuð minni en i flestum þróunarríkjum. Skattafrádráttur vegna fjárfest- inga verður ríflegri en í mörgum löndum, sagði hann. Dæmdir Þrír embættismenn og skip- stjóri dráttarskips voru í dag dæmdir í eins til fjögurra ára fangelsi fyrir þátt sem þeir áttu í því að kínverskur olíuborpallur sökk á Bohai-flóa í nóvember sl. þegar 7 manns fórust. Olíuráð- herrann hefur verið rekinn og varaforsætisráðherra víttur vegna slyssins. Þúsundir námamanna í Póllandi enn í verkfalli Bjartsýni í verkfalli fiskimanna París, 2. september. AP. VONIR um að rofa mundi til í verkfalli franskra fiski- manna voru látnir i ljós þegar samningaviðræðum var fram haldið i dag. Þó endurtóku óháðir fiski- menn að tilboð stjórnvalda um aðstoð væri ekki nógu hag- stætt og til handalögmála kom milli verkfallsmanna og lög- reglu í miðborg Parísar. Eigendur stærri fiskiskipa sem eru gerð út frá Boulogne sögðu að þeir væru „mjög bjartsýnir" á lausn eftir fund með fulltrúum fiskimanna og embættismanni stjórnarinnar. Katowice, 2. september. AP. ÞÚSUNDIR kolanámumanna i Slésíu voru enn i verkfalli i kvöld og kröfðust aukins öryggis i námunum og betri kjara en verk- fallsmenn i Eystrasaltsborgunum fengu. Samningamenn rikisstjórnar- innar og verkfallsnefndar náma- manna sátu á fundi i allan dag i bænum Jastrzebie, um 50 km suðvestur af Katowice. Náma- menn sögðu að samkomulag hefði ekki náðst i kvöld, þótt pólska fréttastofan (PAP) og rikisút- varpið segðu að gengið hefði verið að öllum kröfum námamanna. Blaðið Trybuna Robotnicza sagði, að vinna lægi niðri í 12 námum á Katowice-svæðinu, en námamenn á einum stað sögðu, að þær væru 13. Verkfallsnefnd sagði vestrænum ferðamanni, að vinnu- stöðvunin næði til 17 náma, þar sem 50.000 verkamenn störfuðu, Námamenn vildu ekki tilgreina hvort einhver ákveðin krafa stæði í vegi fyrir samkomulagi. „Við vilj- um ekki ræða vandamál okkar við ókunnuga," sagði verkfallsleiðtogi. í Varsjá var sagt að Edvard Gierek flokksleiðtogi sæti á fundi um ástandið með framkvæmda- stjórn kommúnistaflokksins og leiðtogum af landsbyggðinni. Pólska fréttastofan sagði, að kaup- Danir fengju ekki liðsauka Kaupmannahofn, 2. september. AP. HAROLD Brown, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna. hefur sagt dönsku stjórninni, að ekki væri hægt að senda liðsauka til Dan- merkur á hættutima, ef danski heraflinn væri of veikburða til að halda velli þangað til hjálp bærist. Brown sagði þetta í tveimur harð- orðum bréfum til Poul Sögaard landvarnaráðherra er hann hvatti Dani til að auka herútgjöld um 3% á ári eins og önnur NATO-ríki, sam- kvæmt heimildum í Pentagon í dag. Stjórn Thatchers sökuð um hleranir Sagt er, að Brown hafi ekki haft í hótunum, heldur bent á hugsanlegar afleiðingar. Danir gefa í skyn, að þeir ætli ekki að draga út herút- gjöldum en ekki auka þau í takt við verðbólguna og kalla það „núll- lausn“. Samkvæmt heimildunum sagði Brown, að erfitt yrði að réttlæta fyrir bandaríska þinginu og þjóðinni að staðið yrði við skuldbindingar um að senda liðsaúka til Danmerkur, ef Danir efldu ekki varnir sínar nógu mikið til þess að koma í veg fyrir að Rússar legðu landið undir sig áður en hjálp bærist. Brown sagði, að Danir yrðu að halda virkinu nógu lengi til þess að liðsauki gæti borizt og innrásarlið næði ekki birgða- stöðvum. hækkanir, sem samið var um í Gdansk, mundu ná til allra hópa . þjóðfélagsins. Ríkissjónvarpið sagði, að viðræður við námumenn héldu áfram og kröfur þeirra væru „algerlega óaðgengilegar". Ekki var minnzt á samkomulag. Námamenn í Jastrzebie segja, að m.a. sé krafizt aukinna sjúkrabóta eftirlauna eftir fimmtugt í stað 55 ára aldurs og aukins öryggis. Varsjár-útvarpið segir, að einnig sé rætt um breytingu á vaktakerfi. Námamenn vilja fjórar sex tíma vaktir í stað þriggja átta tíma vakta nú. Vaktakerfið hefur lengi verið gagnrýnt. Pólskir fánar blöktu við Wajek- námuna og sjálfboðaliðar voru á verði. Vestur-þýzka sjónvarpið seg- ir, að sumir krefjist að hitta Gierek sjálfan, sem er frá þessum slóðum og var námamaður í 17 ár. Námu- menn óttast hugsanlegar ögranir stjórnarinnar og leita í bílum, sem reyna að komast til miðstöðva verkfallsmanna. Andófsmenn í Katowice sögðu í dag, að þau mál, sem námumenn settu á oddinn, væru ekki enn þá algerlega leyst. Verkfallið virðist ekki hafa áhrif á líf fólks í borginni Katowice. Áfengissala var bönnuð á svæðinu í dag vegna verkfallsins. Brighton, 2. september. AP. LEIÐTOGI félags brezkra símvirkja. Bryan Stanley, sakaði í dag stjórn Margaret Thatchers i Bretlandi um að hlera simtöl verkalýðs- leiðtoga og leyna simahlerunum. Hann lagði á það áherzlu á þingi Verkalýðssambandsins (TUC) i Brighton að samkvæmt lögum mætti innanrikisráðherra aðeins heimila simahleranir ef grunur léki á alvarlegum glæpum eða njósnum. Félagið hefur haldið því fram, að símahleranir séu stundaðar í „stórum stíl“, að enginn ráði við þær lengur og þingið geti ekki skipt sér af málinu. Bandarísk leyniþjónustustofnun er sögð ein nokkurra „óopinberra stofnana", sem hleri símtöl og önnur fjar- skipti án þess að William White- law innanríkisráðherra fái rönd við reist. Whitelaw hefur játað, að um 500 símahleranir séu heimilaðar á ári, aðallega hjá grunuðum njósn- urum, hryðjuverkamönnum og glæpamönnum, einkum smyglur- um. En símvirkjar, mannréttinda- hópar og dagblöð segjast hafa undir höndum sannanir, sem styðji ásakanir þeirra, þótt ekki sé unnt að skýra frá þeim vegna laga um ríkisleyndarmál. Blöð hafa sagt frá mikilli aukn- ingu ólöglegra símahlerana einka- stofnana og nýrri tækni, sem gerir kleift að hlera án þess að þess verði vart. Blaðið New Statesman sagði fyrst frá málinu, er það hélt því fram að með hlerunaraðgerð- um, sem kallast „Tinkerbelle", væri hægt að hlera 1.000 línur samtímis frá leynilegu pósthúsi í Mið-London. Sumir segja að lín- urnar séu 5.000. Stanley verkalýðsleiðtogi krafð- ist opinberrar rannsóknar á síma- hlerunum og sagði að yfirlýsingar stjórnvalda hefðu verið „ófull- nægjandi". Hann sagði, að al- menningur hefði „töluverðar" áhyggjur af málinu. Runald Reagan, forsetaframbjóðandi repúblikana, ásamt Stani- slaw Walesa, föður eins af leiðtogum pólskra verkfallsmanna, á kosningafundi í Jersey City, New Jersey. Túlkur til hægri. Frelsisstyttan í New York-höfn i baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.