Morgunblaðið - 22.12.2002, Side 31

Morgunblaðið - 22.12.2002, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 31 SIF Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir hafa unnið saman um nokkurt skeið og hefur samleik þeirra mátt heyra meðal annars á tón- listarhátíðinni í Reyk- holti og víðar. Nýtt afsprengi samvinnu þeirra er geisladisk- urinn Poème, með frönskum og fran- skættuðum verkum fyrir fiðlu og píanó. Á örfáum árum hef- ur Sif Tulinius skipað sér í röð okkar fremstu fiðluleikara; gegnir stöðu 2. kons- ertmeista Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og leikur með ýmsum kammerhópum, þar á meðal Kammersveit Reykjavíkur og Caput. Einkenni á leik hennar er fíngerður og fágaður tónn, mjög hlýr; framúrskarandi bogatækni, sem lýsir sér meðal annars í því hve listilega hún getur skipt milli uppstroks og niðurstroks án þess að skilin séu heyranleg; fingrafimi, sem gerir til dæmis erfiðustu tví- grip létt og áreynslulaus á að hlýða; en umfram allt músíkölsk spilamennska, sem skiptir mestu. Öllum þessum eiginleikum er tjaldað til á geisladiski hennar og Steinunnar Birnu, sem sjálf er úr- vals píanóleikari með mikla mús- íkgáfu. Að leika safn verka sem samin eru fyrir flinkustu meistara fiðlunnar er ekkert áhlaupaverk og ekki að ástæðulausu að slík verk eru oft kölluð fingurbrjótar, því mörg þeirra eru beinlínis svíð- ingslega erfið í tæknilegri út- færslu. En meðal þessara verka eru líka ljóðrænar perlur sem krefjast fyrst og fremst þess mús- íkinnsæis og ljóðrænu sem Sif og Steinunn Birna hafa báðar í svo ríkum mæli. Slík verk á diski þeirra eru Melodie eftir Gluck úr Orfeifi í undirheimum í útsetningu Kreislers, Chopin noktúrna í cís- moll umrituð af öðrum fiðlusnill- ingi, Nathan Milstein, Andantino quietoso eftir Franck, Regrets eft- ir Vieuxtemps. Stúlkan með hör- gula hárið eftir Debussy og Poème eftir Chausson. Ravel á fjörmeiri verk á diskinum, Verk í habañeru- formi og hið sívinsæla og blóðheita Tzigane. Á toppnum í tæknikúnst- um er Wieniawski með Minningar frá Moskvu, þar sem hann útfærir rússneskt þjóðlag í til- brigðum, sem krefjast mikillar tækni af hálfu fiðluleikarans. Alla tónlist – líka þá tæknifreku, þarf að spila músíkalskt og það gera þær Sif og Steinunn Birna með afbrigðum vel. Það er vandalaust að bera slíkt lofsorð á leik þessara listakvenna. En því betri sem lista- menn eru, verða kröf- urnar sem til þeirra eru gerðar meiri. Og það verður ekki kom- ist hjá því að tína til þann eina galla sem finna má á annars frábærum leik þeirra. Í verkum eins og Minningum frá Moskvu þarf tæknin að vera nán- ast fullkomin til þess að þau njóti sín til fulls. Þótt þær fari frábær- lega af stað verða tækniþrautirnar undir lok verksins þeim um megn. Þar eru tvígripin hjá Sif of gróf og missa hljóminn og Steinunn Birna sýnir fiðluleikaranum ekki biðlund og er á undan í tempói. Að öðru leyti er þessi geisla- diskur þeirra yndislega fallegur og ber þar hæst lag Glucks, And- antiono Césars Francks og Regrets eftir Vieuxtemps, listilega músíkalskt mótuð og túlkuð af djúpri tilfinningu. Best er þó Tzig- ane, þrungið snerpu, skaphita og sígaunskum losta sem þær fanga snilldarlega í leik sínum. Umbúðir um diskinn eru fallegar, en upplýs- ingar um tímalengd verka misvís- andi. Texti Elísabetar Indru Ragnarsdóttur í pésa er bæði fróð- legur og skemmtilegur aflestrar. Ljóðræna og (svolítill) losti TÓNLIST Geisladiskar Sif Tulinius fiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari leika verk fyrir fiðlu og píanó eftir Gluck, Chopin, Wieniavski, César Franck, Vieuxtemps, Debussy, Chausson og Ravel. Útgefandi: Edda útgáfa. Poème Bergþóra Jónsdóttir Sif Tulinius Opnunartími Listasafns Reykjavíkur yfir jólin KJARVALSSTAÐIR og Ás- mundarsafn verða lokuð frá og með mánudeginum 23. til og með 26. desember. Hafnarhúsið verður opið til kl. 18 mánudaginn 23. desember en lokað frá og með 24. til 26. des- ember. Lokað verður á gamlársdag og nýársdag. Þriggja tenóra tón- leikar á Sólon Á ÞORLÁKSMESSU kl. 19.30 verða tenórarnir þrír að venju með tónleika á svölum Sólon kaffi (húsi málarans) á horni Bankastrætis og Ing- ólfsstrætis í boði Reykjavík- urborgar. Tenórarnir er Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, Snorri Wium og Þorgeir Andrésson. Með þeim á píanó leikur Steinunn Birna Ragn- arsdóttir. Þorláksmessuskata mánudaginn 23. desember Hlaðborð!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.