Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 33 Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur borgarstjóri því í raun ákveðið að hverfa úr stóli borgarstjóra.“ Í þessu orðalagi leynist ekki mikið svigrúm til málamiðlana. Árni Þór talaði um trúnaðarbrest og Alfreð sagði að ekki kæmi til greina að hún sæti sem borgarstjóri um leið og hún byði sig fram til Alþingis. Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, föstudagskvöld, sagði Halldór Ásgrímsson að Ingibjörg yrði að velja hvort hún vildi áfram vera borgarstjóri fyrir R-listann eða fara í framboð fyrir Samfylkinguna: „Við erum líka búin að segja það að þetta gangi ekki upp og við stöndum á því. Það veit hún.“ Í samtali við Morgunblaðið á föstu- dag sagði Halldór afstöðu framsóknarmanna í Reykjavík skýra: „Það er að sjálfsögðu vonlaust að borgarstjóri, sem er á ábyrgð þessara þriggja flokka og þar með Framsóknarflokksins geti blandað sér með afgerandi hætti inn í þessa kosn- ingabaráttu. Það fer ekki saman.“ Það getur ekki hafa kætt Halldór að í gær, föstudag, birti DV skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík þar sem stóð með stríðsletri í fyrir- sögn: „Halldór úti en Ingibjörg inni“. Samkvæmt könnuninni, sem blaðið gerði á miðvikudag, myndi Ingibjörg Sólrún ná inn á þing tæki hún 5. sætið í Reykjavík norður, en Halldór, sem ákvað fyrr á árinu að bjóða sig fram í Reykjavík, félli af þingi. Skoðanakönnunum ber vitaskuld að taka með fyr- irvara og þær koma ekki í staðinn fyrir kosningar, en um leið eru þær vísbendingar um það hvernig hið pólitíska land liggur. Framboð Ingibjargar Sólrúnar veldur einnig vinstri-grænum áhyggjum. Steingrímur J. Sig- fússon sagði í samtali við Morgunblaðið á föstu- dag að hann hefði áhyggjur af því að líkur á að vinstristjórn yrði mynduð eftir þingkosningarnar í vor minnkuðu til muna héldi Ingibjörg Sólrún því til streitu að fara í þingframboð: „Ég hef áhyggjur af því að möguleikar flokkanna til að byggja upp traust sín í milli um mögulegt sam- starf í landsstjórninni geti einnig skaðast.“ Á fundi vinstri grænna sem haldinn var í dag, laugardag, að frumkvæði borgarmálaráðs VG í Reykjavík, um samstarfið innan Reykjavíkurlist- ans, var lýst yfir fullum stuðningi við borgarfull- trúa flokksins í R-listanum og ályktað að í þeim viðræðum sem framundan væru yrði staðfastlega unnið að því að tryggja áframhaldandi samstarf flokkanna þriggja „enda byggist það samstarf á málefnum“. Árni Þór sagði að það væri mjög rík skoðun í röðum vinstri grænna og hann heyrði það líka í Framsóknarflokknum að það væri „algjörlega ósamrýmanlegt, að vera borgarstjóri og vera líka í framboði fyrir Samfylkinguna og það er mjög erf- itt að hvika frá þeirri afstöðu“. Árni sagði R- listann eiga framtíð án Ingibjargar Sólrúnar. Hún hefði sjálf sagt það oftar en einu sinni í fjölmiðlum að R-listinn snerist ekki um sig, heldur um pólitík og pólitískir hagsmunir yrðu að vera ofan á. Eitt í borginni, annað á landsvísu Það er því greinilegt að bæði framsóknar- menn og vinstri-græn- ir líta svo á að stjórn- málamaðurinn, sem efli þá í borginni muni ræna þá afli á landsvísu. Ingibjörg Sólrún leggur þessa dagana allt kapp á að sannfæra framsóknarmenn um að framboð hennar beinist ekki gegn þeim. Í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, telur hún af og frá að með því að stefna á þingsæti sé hún að stefna þingsæti formanns framsóknarmanna í hættu: „Halldór Ásgrímsson er það sterkur stjórnmála- maður að ekki geti verið nein spurning um að hann hljóti stuðning.“ Um leið segir hún að það sé ekki markmið sitt að stuðla að framhaldslífi Dav- íðs Oddssonar í pólitík. Framtíð Reykja- víkurlistans og stjórnarmynstur Á næstunni mun ráð- ast hvaða áhrif ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar mun hafa á framtíð R-listans. Erf- itt er að sjá hvernig hún geti setið áfram í stóli borgarstjóra eftir þær afdráttarlausu yfirlýsingar, sem gefnar hafa ver- ið. Að sama skapi verður ekki auðvelt að ákveða hver eigi að taka við embættinu. Ef litið hefur ver- ið svo á innan R-listans að Ingibjörg Sólrún væri nokkurs konar fulltrúi allra flokkanna þriggja, sem að R-listanum standa, og með því að bjóða sig fram á vegum Samfylkingarinnar hafi orðið trún- aðarbrestur er erfitt að sjá að flokkarnir þrír geti sameinast um að borgarfulltrúi, sem bauð fram undir merkjum eins þessara flokka, verði borg- arstjóri. Í þeim efnum hljóta sömu rök að gilda og um Ingibjörgu Sólrúnu og ætti slíkur borgarstjóri þá að geta notað þann vettvang til að ausa vatni á myllu flokks síns í komandi Alþingiskosningum. Framsóknarmenn og vinstri-grænir hafa verið samstiga í andstöðu sinni gegn því að Ingibjörg Sólrún yrði bæði borgarstjóri og í framboði til þings fyrir Samfylkinguna. Það er hins vegar allt annað mál hvernig þeir meta hagsmuni sína leiði þessi atburðarás til þess að slitni upp úr samstarfi R-listans. Það kann að vera hagur beggja fyrir næstu kosningar að halda Ingibjörgu Sólrúnu í ráðhúsinu, en svo þarf ekki að vera leiði atburða- rásin Sjálfstæðisflokkinn til valda á nýjan leik í Reykjavík. Það er hins vegar síður en svo útilokað að þeirri atburðarás, sem Össur Skarphéðinsson hratt af stað á miðvikudag, lykti með því að mynd- aður verði nýr meirihluti í borgarstjórn hvort sem það verður með þátttöku tveggja eða þriggja flokka. Ýmsir kynnu að ætla að samstarf sjálf- stæðismanna við Framsóknarflokk hlyti að verða stirt í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni, sem Alfreð Þorsteinsson hefur mátt sæta af hálfu sjálfstæð- ismanna vegna málefna Línu.Nets, en ekki má gleyma að forsenda langlífis í pólitík er að geta yf- irstigið hindranir. Það er eitt að sjá fram á að halda völdum þótt samstarfið í R-listanum kunni að leysast upp. Öðru máli gegnir um að lenda í þeirri stöðu að hafa splundrað R-listanum til þess eins að lenda í minnihluta. Sú niðurstaða yrði hvorki fýsileg fyrir framsóknarmenn né vinstri græna. Í þessari orrahríð hafa sjálfstæðismenn í borg- arstjórn látið lítið fyrir sér fara, sem er skyn- samlegt. Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, sagði strax að framboð hennar til Alþingis væri fyrsta skref hennar út úr borgarstjórn. Ekki er auðveldara að sjá fyrir framvinduna í landspólitíkinni eftir ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar. Sjálf segir hún að í haust hafi málið snúist um að hún blandaði sér í prófkjörsbaráttu Sam- fylkingarinnar með það að markmiði að leiða lista í öðru kjördæmanna í Reykjavík: „Þar með hefði ég þurft að hætta sem borgarstjóri, mér var það alveg ljóst. Um þetta snýst málið ekki nú, heldur um það að setjast í 5. sæti á lista. Menn máttu allt- af gera því skóna að ég yrði einhvers staðar á list- anum.“ Síðan bætti hún við að hún teldi mikilvægt að á Alþingi væri einhver til andsvara í pólitískum umræðum, sem þar færu fram í auknum mæli um borgarstjórnina, og væri málsvari Reykjavíkur- borgar, hvort sem það væri hún eða einhver annar úr meirihluta borgarstjórnar. Þetta er greinilega ekki svo einfalt í augum annarra pólitískra leiðtoga. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri- grænna, telur að eftir þetta útspil dragi úr líkum á að mynduð verði vinstristjórn eftir næstu kosn- ingar. Halldór Ásgrímsson virðist líta á framboð Ingibjargar Sólrúnar sem aðför að Framsóknar- flokknum. Ingibjörg Sólrún lítur á hlutverk sitt að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Sé þessum brotum púslað saman fæst sú niðurstaða, sem kom fram í leiðara Morgunblaðsins í gær, föstu- dag, að svo virtist sem borgarstjóri hefði „með út- spili sínu jafnvel aukið líkurnar á áframhaldandi samstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í landsstjórninni.“ Hitt er hins vegar ljóst að ákvörðun Ingibjarg- ar Sólrúnar er ekki útspil í kurteislegum sam- kvæmisleik heldur átökum þar sem sumir hafa lagt pólitíska framtíð sína að veði. Og þeir ætla ekki að láta sitt af hendi þegjandi og hljóðalaust. Morgunblaðið/RAX Jólatrimm Hitt er hins vegar ljóst að ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar er ekki útspil í kurteislegum sam- kvæmisleik heldur átökum þar sem sumir hafa lagt póli- tíska framtíð sína að veði. Og þeir ætla ekki að láta sitt af hendi þegjandi og hljóðalaust. Laugardagur 21. desember 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.