Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 19
um auk þeirra sem ánetjast hafa einhvers konar fíkn.“ Í boði er margs konar önnur fræðsla, meðal annars um fjöl- skyldu- og uppeldismál. Jón Dalbú tekur fram að námskeiðin í kirkj- unum séu yfirleitt opin öllum en ekki bundin við fólk úr sókninni. Foreldramorgnar hafa nú verið starfræktir í flestum, ef ekki öllum, kirkjum borgarinnar sl. 10–15 ár. „Þar er lögð áhersla á samfélag og fræðslu. Komið hefur á daginn að ungir foreldrar hafa kynnst kirkj- unni sinni upp á nýtt í gegnum for- eldramorgna og orðið virkir þátt- takendur í starfi sóknanna. Jafnvel gefið kost á sér í hin ýmsu störf, m.a. að sitja í sóknarnefnd.“ Jón Dalbú segir að fræðslan hafi verið að þróast í æ fleiri áttir sem sýni að kirkjunni sé ekkert mann- legt óviðkomandi. Yfirleitt er fræðslan veitt án endurgjalds og segir Jón Dalbú að ókeypis fræðsla sé ekki víða í boði. „Hér í Hallgrímskirkju hafa t.d. verið fræðslufundir kl. 10 á sunnu- dagsmorgnum, áður en messa hefst. Þar hefur verið tekið á guðfræðileg- um, siðfræðilegum og sögulegum viðfangsefnum.“ Þá nefnir Jón Dalbú að Leikmannaskóli þjóðkirkj- unnar og Biblíuskólinn við Holtaveg bjóði upp á athyglisverð námskeið á hverju misseri. Að leita sálu sinni hvíldar Prestar stýra helgihaldi og fræðslumálum safnaðanna í samráði við starfsfólk kirknanna. Einnig taka þeir þátt í starfi sóknarnefnda og stjórn safnaðanna. Mikið af tíma prestsins fer þó í að sinna einstak- lingum í tengslum við ýmsar kirkju- legar athafnir, skírnir, brúðkaup og útfarir. En hefur sálgæslan eitthvað breyst? „Prestar verja æ meiri tíma til að sinna einstaklingum sem þurfa á sálgæslu að halda,“ segir Jón Dalbú. „Fólk kemur til að tjá vandamál sín, létta á hjartanu, fá fyrirbæn og leið- sögn. Einnig koma einstaklingar í mikilli neyð vegna félagslegra að- stæðna og reyna prestar meðal ann- ars að leysa úr málum þeirra í sam- vinnu við innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Það má segja að þessi þjónusta sé veitt allt árið, en neyðin verður sárari þegar dregur að jólum. Prestar verða meira varir við fátækt í borginni nú en áður.“ Er það vegna þess að fátækt sé að aukast, eða er fólk ófeimnara við að leita hjálpar? „Ég held að það sé hvort tveggja. Margir hafa brotið allar brýr að baki sér, bæði fjárhagslega og í samskiptum við fjölskyldur sínar. Þeir standa mjög einir og eiga í fá hús að venda.“ Jón Dalbú segist finna fyrir meiri og útbreiddari áhuga á andlegum efnum nú en fyrir nokkrum árum. Til marks um það sé að allri fræðslu sem kirkjan býður upp á hafi verið mjög vel tekið. Þá er mikið um að leitað sé til presta um að koma á fundi með hinum ýmsu félögum til að segja frá starfi kirkjunnar og til að ræða um trúarleg og siðferðileg efni. „Fólk er ekki eins feimið að tala um andleg málefni og var. Það vill gjarnan eiga samtal við kirkjuna sína.“ Um 20 þúsund manns á viku Íslenska þjóðkirkjan er lang- stærst trúfélaga hér á landi og burðarás í íslensku þjóðlífi. Hún tekur virkan þátt í samstarfi á mörgum sviðum þjóðlífsins, þar á meðal við önnur trúfélög. Jón Dalbú vill efla það samstarf. „Þegar ég tala um samstarf al- mennt, sem kirkjan á við ýmsar stofnanir og félagasamtök, legg ég áherslu á að samstarf við kristileg félög, fríkirkjur og aðra kristna söfnuði eflist. Í því sambandi má nefna Samstarfsnefnd kristinna trú- félaga sem kirkjan hefur hug á að efla þannig að samstarfið verði meira. Það er vilji kirkjunnar að þetta samstarf aukist frekar en hitt.“ Jón Dalbú segir að það sé mikill hugur í þeim sem koma að safn- aðarstarfi í Reykjavík og finna fyrir meðbyr og áhuga á málefnum kirkju og kristni, að reyna eftir megni að svara þessum áhuga og bjóða upp á eins fjölbreytt starf og mögulegt er. Hann segir að fæstir geri sér grein fyrir hve margir leggja leið sína í kirkju. „Ég lét í fyrravetur gera könnun á því hve margir koma í kirkjurnar og safnaðarheimilin á einni viku. Lét telja börn, unglinga og full- orðna. Að meðaltali komu í hverja kirkju Reykjavíkurprófastsdæmis vestra um þúsund manns, en kirkj- urnar eru tíu talsins. Í Reykjavík- urprófastsdæmunum báðum eru 19 kirkjur og því má ætla að í prófasts- dæmunum báðum sé þetta ekki undir 19 til 20 þúsund manns í viku hverri. Ef talið væri í desember væri þessi tala miklu hærri, því þá margfaldast þátttakan í kirkjulegu starfi. Sem dæmi um það má nefna að á aðventunni í fyrra komu 18.500 manns í Hallgrímskirkju í desember og stefnir í að það verði mun fleiri í ár. Þessir gestir komu bæði til tón- leika- og helgihalds. Því fer fjarri að Hallgrímskirkja sé of stór, eins og sumir hafa haldið fram. Raunar er hún oft of lítil. Það er svolítið skemmtilegt að segja frá því hvað oft er full kirkja hér á tónleikum og í helgihaldi.“ Í þessum aðsóknartölum eru ekki taldir með þeir sem koma við jarð- arfarir og brúðkaup í Hallgríms- kirkju, en þeir geta skipt þúsundum í hverjum mánuði. Að auki eru einn- ig hópar ferðamanna sem koma á hverjum degi í kirkjuna. Flestir fara upp í turninn og margir skoða kirkj- una. Jón Dalbú segir að anddyri kirkjunnar sé oft eins og umferð- armiðstöð. Hallgrímskirkja er opin alla daga 9–17 og til kl. 18 yfir sum- armánuðina. Þjóðkirkjan hefur sett á stofn embætti prests innflytjenda sem starfar í nánu samstarfi við Alþjóða- húsið og aðrar stofnanir sem hafa með málefni nýrra Íslendinga og út- lendinga hér á landi að gera. „Það eru messur á erlendum tungumál- um einu sinni í mánuði hér í Hall- grímskirkju, á ensku síðasta sunnu- dag hvers mánaðar. Auk þess eru á jólum messur á dönsku, sænsku og þýsku í Dómkirkjunni og víðar. Eitt af nýjustu verkefnum kirkjunnar í Reykjavík er miðborgarprestur, sem m.a. sinnir unglingum sem koma mikið í miðborgina um helg- ar.“ Unnið að nýrri stefnumótun Nú eru tvö prófastsdæmi í Reykjavík og sóknirnar í þeim 19 talsins. Auk Reykjavíkursókna heyra sóknir á Seltjarnarnesi og í Kópavogi undir prófastsdæmin. Undir Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem Jón Dalbú er prófastur fyrir, heyra tíu sóknir: Ássókn, Bú- staðasókn, Dómkirkjusókn, Grens- ássókn, Hallgrímssókn, Háteigs- sókn, Langholtssókn, Laugar- nessókn, Nessókn og Seltjarnar- nessókn. Þá heyrir sérþjónusta kirkjunnar í Reykjavík undir pró- fastsdæmið. Í prófastsdæminu búa um 68 þúsund manns. Aðspurður um fjölda starfsmanna í kirkjum prófastsdæmisins sagði Jón Dalbú að þeir væru um 80 talsins. Auk sóknarpresta og organista eru aðrir prestar, kirkjuhaldarar eða fram- kvæmdastjórar, æskulýðsfulltrúar, kórstjórar, öldrunarfulltrúar, kirkjuverðir og meðhjálparar svo nokkuð sé nefnt. Að auki koma margir sjálfboðaliðar að þessu starfi. Jón Dalbú segir að breyttir tímar kalli á breytta starfshætti. „Nú er unnið að skipulagðri stefnumótun innan hinna ýmsu sókna í Reykjavík. Þar eru allir þættir starfsins og möguleikar kirkjulegs starfs innan hverrar sóknar skoðaðir gaumgæfilega.“ gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.