Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 52
1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mána- foss og Selfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kemur til Straums- víkur í dag. Helga María, Örvar Hvidebjörn og Ljósafoss koma í dag. Þór kemur á morgun, New Fantasy fer á morgun. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er sunnudagsins 22. des- ember er 86644. Mannamót Aflagrandi 40. Á morgun félagsvist kl. 14. Lokað á aðfangadag. Bingó föstu- daginn 27. desember kl. 14, félagsvist mánudag- inn 30. desember kl. 14. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13–16.30 opin smíða- stofa/útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 bútasaum- ur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13–16 bútasaumur. Uppl. í s. 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á morgun kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun Kl. 8– 16 opin handa- vinnustofan, kl. 10 leik- fimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Á morgun Kl. 9–16 handavinnustofan opin, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11..30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böð- un kl. 9–12, opin handa- vinnustofan kl. 9–16.30, félagsvist kl. 14, hár- greiðslustofan opin 9–14. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið verður lokað til mánudagsins 6.janúar. 2003. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofa og skrifstofa félagsins verða lokaðar 23.des og 24. des einnig milli jóla og nýj- árs. Opnar aftur 2. jan- úar .Félagsstarfið fellur niður milli jóla og nýjárs. Hefst aftur með dansleik 5. janúar. FEB óskar öll- um eldri borgum gleði- lega jóla og farsældar á nýju ári. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun opið frá 9– 16.30. Föstudaginn 27 desember og mánudag- inn 30.desember er opið frá kl. 9–16.30. Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Skötu- veislan verður á Þorláks- messu kl. 11.40, vinsamlega pantið tím- anlega. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 17 heitt á könnunni. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postlínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 13 spilað, kl 13.30 ganga, fótaaðgerð- ir. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Vatns- leikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og fös- tud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10–11 ganga, kl. 9– 15 fótaaðgerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálning, kl 9.15–15.30 alm. handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.10.30–11.30 jóga, kl.12.15–13.15 dans- kennsla, kl.13–16 kóræf- ing. Lyfjafræðingur á staðnum kl.13 fyrsta og þriðja hvern mánudag. Starfsfólk Vesturgötu 7 óskar gestum og velunn- urum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs,með þökk fyrir hið liðna. Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fóta- aðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, glerbræðsla og spilað. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids - Brids- deild FEBK Gullsmára er komin í jóla- og ára- mótafrí. Árnum öllum bridsurum og fjöl- skyldum þeirra gleði- legrar hátíðar. Hittumst hress á nýju bridsári (fimmtudaginn 9. janúar kl. 12.45 á hádegi). Minningarkort Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar ( K.H. ),er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44,II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk.Skrifstofan er opin mán.-fim. kl.10-15. Sími 568-8620. Bréfs. 568- 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Kefla- víkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl 11-15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http:// www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykja- vík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562-5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofutíma og í öll- um helstu apótekum. Gíró-og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans Kópavogi (fyrr- verandi Kópavogshæli), síma 560-2700 og skrif- stofu Styrktarfélags van- gefinna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkr- unarforstjóra í síma 560- 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Net- fang: slysavarnafelag- id@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Í dag er sunnudagur 22. desember, 356. dagur ársins 2002, Vetrarsól- stöður. Orð dagsins: Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. (Fil. 4, 7.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 alveg, 4 févana, 7 hrognin, 8 hrammur, 9 vesæl, 11 lengdareining, 13 óska, 14 allmiklar, 15 urgur, 17 ójafna, 20 ösk- ur, 22 skipar fyrir, 23 leikin, 24 dimma, 25 pjakkar. LÓÐRÉTT: 1 hlýða, 2 illkvitni, 3 kvenmannsnafn, 4 pat, 5 týnir, 6 ákæra, 10 alda, 12 þegar, 13 púka, 15 búts, 16 stjórnar, 18 úr- komu, 19 korn, 20 grenji, 21 gón. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 standberg, 8 leynd, 9 ríkur, 10 dóm, 11 staka, 13 Agnar, 15 hring, 18 áttin, 21 rós, 22 reiða, 23 tinnu, 24 rummungur. Lóðrétt: 2 teyga, 3 nudda, 4 barma, 5 rokan, 6 Olís, 7 þrír, 12 kyn, 14 get, 15 horn, 16 iðinu, 17 gramm, 18 ást- in, 19 tunnu, 20 naum. Víkverji skrifar... RÖKLEYSA getur verið stór-skemmtileg. Hún hvetur fólk til ýmiss konar vangaveltna og gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Kunningi Víkverja hefur til dæmis safnað saman brotum úr söngtextum sem engan botn er hægt að fá í eða misskildum söngtextum. Kennir þar margra grasa en algengasti söng- textamisskilningur landans mun vera í laginu um hana Þyrnirós. Vík- verji áttaði sig t.d. aldrei á því sem barn hvaða „Hósihátt“ þyrnigerði væri sungið um í línunni „ …og þyrnigerðið hóf sig hátt“. Þá söng samstarfskona Víkverja t.d. hátt og skýrt lengi fram eftir aldri „Fram í heiðanna ró, fann ég bólstraðan stól …!“ x x x VEGNA dálætis Víkverja á rökleysu varð hann hryggur í hjarta þegar hann las frétt um það í Morgunblaðinu fyrir viku að í Hjallaskóla og mörgum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu legðu kennarar áherslu á rökrétt samhengi texta jólalaganna og því væri börnunum kenndur annar texti og skynsamlegri texti en flestir eigi að venjast. x x x VÍKVERJI telur að börn hafibara gott af því að glíma við það að heimurinn geti stundum verið svolítið órökréttur. Hann óttast að börnin eigi eftir að verða af miklu því þau muni líklega aldrei velta því fyrir sér, eins og flestir Íslendingar hafa gert í gegnum tíðina, hvaða kanna það er sem stendur uppi á stól í helli jólasveinanna og Grýlu og hvers vegna í ósköpunum hún eigi yfirleitt að vera uppi á stól, þar sem stólar teljast yfirleitt ekki sérstaklega góð- ur staður til að geyma eldhúsáhöld. Börnunum er kennt að syngja „…upp’á hól stend ég og kanna“ í staðinn fyrir þann snilldartexta sem landinn hefur kyrjað á jólum síðustu ár „…upp’á stól stendur mín kanna…“. Þá sópar Grýla ekki gólf heldur „hrín við hátt“ og stafur jóla- sveinanna er „gildur“ en ekki „gyllt- ur“, sem er þó reyndar í takt við upp- runalega textann. Jólasveinarnir ganga heldur ekki um „gólf“, heldur um „gátt“. ÞAÐ ER einörð trú Víkverja aðörlítil rökleysa geri fólki bara gott í öllu jólastressinu. Reyndar er texti við jólalögin sem við syngjum hugsunarlaust oft algjörlega út í hött og í honum engin lógík. Leikfélagið Hugleikur, sem Vík- verji þekkir til í, hefur t.d. gert sér mikinn mat úr rökleysi jólanna. Í einu jólalagi Hugleikara „Jólin eru skrýtin“ eftir Þórunni Guðmunds- dóttur er sungið um allan þann rugl- ing sem kemur fram í jólalögunum. Mikil óvissa ríki t.d. um fjölda jóla- sveina, sem eina stundina eru einn og átta og hina þrettán talsins. Þá sé hreint heldur ekkert samræmi í því hvort þeir klæðist sauðalitum eða leppum rauðum. Hér fyrir neðan fer að gamni eitt erindi úr stórskemmtilegum söng- texta Þórunnar. Þessi Grýla er hún dauð? – og dó hún út af rólum? Til hvers eiga könnur að standa uppi’ á stólum? Og stýfir kisa börn úr hnefa á jólum? Jónas gefur svani sjö og síðan kýrnar átta, Ó, segðu mér hví Andrés var svona utangátta. Barnabætur Í FJÖLDA ára þegar rík- isstjórnin hefur verið beitt þrýstingi til að bæta hag almennings, hefur oftast verið gripið til þess ráðs að hækka barnabætur og það á að leysa öll vandamál al- mennings. Að hækka barnabætur er röng aðferð því barnabætur eru greiddar til 51.000 aðila sem eru um 18% þjóðarinn- ar. Það sjá því allir að mik- ill meirihluti almennings fær ekkert þótt barnabæt- ur hækki. Það er nefnilega ótrúlega stór hópur, eins og þeir sem búa einir, þeir sem eiga uppkomin börn og þeir sem bara eiga ekki börn, sem fer á mis við að- gerðir stjórnvalda til að bæta hag almennings með hækkun barnabóta. Ég er meðmæltur barna- bótum sem slíkum og hef ekkert á móti þeim sem fá þær en til að bæta hag alls almennings þarf að beita öðrum aðferðum svo allir njóti góðs af. Í því sam- bandi er hækkun per- sónufrádráttar og það veruleg hækkun langlíkleg- ust að ná til sem flestra. Ég skora því á stjórn- völd að næst þegar þau verða svo góðviljuð að ætla að bæta hag almennings að hækka persónufrádráttinn í stað þess að hækka barnabætur. Eða bæta hag alls almennings en ekki eingöngu hag barnafjöl- skyldna. Sævar. Gengu of langt ÉG vil finna að Spaugstof- unni en í þætti nýlega gengu þeir of langt þar sem þeir gerðu lítið úr Jesú og lærisveinunum. Finnst mér að þeir ættu að skammast sín fyrir svona þátt. En ég vil nefna að Barnarásin er mjög góð og eins finnst mér Ómar Rangarsson frá- bær söngvari. Ásrún Heiðarsdóttir. Sammála Unni Í „BRÉFI til blaðsins“ sl. fimmtudag fjallar Unnur Arna í pistli sínum „Stopp“ m.a. um forgangsröðun fyrir jólin. Er ég henni hjartanlega sammála og eru orð hennar eins og töl- uð úr mínu hjarta. Hin síð- ari ár hef ég reynt að koma mér út úr jólastressi sem virðist búið að heltaka allt og alla. Ég komst að því að það er hægt að halda jól án þess að yfirkeyra sig á inn- kaupum, tiltektum og stressi fyrir jólin. Helga. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU, brúngyllt í Titan-umgjörð, týndust við Fellaskóla í Breiðholti fyrir mánuði. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 4082. Myndavél týndist KODAK stafræn myndavél týndist sl. miðvikudag ann- aðhvort í eða við Blómaval. Skilvís finnandi hafi sam- band í s: 892 1158 eða 561 1625. Eyrnalokkur týndist GULLEYRNALOKKUR með perlu týndist 15. des. í miðbænum, í Byko eða Nóatúni við Hringbraut. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 551 7368. Gucci-úr týndist GUCCI-úr týndist á leið- inni frá Ásholti í Domus Medica, þaðan á Vitatorg og svo aftur í Ásholt. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 697 4010. Fundar- laun. Bíllykill týndist SUZUKI-bíllykill með fjar- stýringu týndist fyrir nokkrum vikum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 896 5255. Dýrahald Sesar er týndur SESAR er svartur með hvíta bringu og hvítar lopp- ur. Hann er ólarlaus og merktur: R7H063. Hann týndist frá Álfhólsvegi 80 í síðustu viku. Þeir sem vita um Sesar eru beðnir að hafa samband í síma 554 6035 eða Kattholt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Hver á myndina? ÞESSI mynd var í mynda- albúmi sem maður ætt- aður af sveitabæ á Snæ- fellsnesi gleymdi í Kópavogi fyrir nokkrum árum. Þeir sem kannast við þetta vinsamlega hafi samband í síma 554 0824. Hver á myndavélina? Í ÁGÚST sl. fann sonur minn myndavél liggjandi undir tré í sumarhúsa- hverfinu í Húsafelli. Nú hef ég loksins látið fram- kalla filmuna sem var í vélinni og var meðfylgj- andi mynd ein myndanna. Eigandi vélarinnar getur haft samband við Kristínu í síma 431 1531.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.