Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURBORG hefur um alllanga hríð haft hug á skikum úr landi Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði á Keldum. Við sem höf- um verið í forsvari fyrir Tilrauna- stöðina vorum á því að við gætum séð af einhverjum skikum enda vonuðumst við til þess að geta nýtt það fé sem fengist fyrir þá til að hraða endurreisn staðarins og efla tækjakost. Þetta var kannski barnalegt af okkur af því að í raun á ríkið landið, jafnvel þá skika, sem stofnunin keypti fyrir eigið aflafé. En við tókum nokkuð hátíðlega bréf Ingvars Gíslasonar, fyrrv. menntamálaráðherra, sem fól Til- raunastöðinni umsjón með Keldna- landi með bréfi árið 1983 í kjölfar samninga við borgarstjórn Reykja- víkur. En með þeim fékk borgin umtalsvert land og leiddi það til upphafs íbúðarbyggðar sem kennd er við Grafarvog. Fyrir nokkrum árum ákvað Björn Bjarnason, fyrrv. menntamálaráðherra, að bjóða borginni allt Keldnaland til kaups. Ég fór þá á stúfana spurði hvort hans hugmynd væri að hrófla við Tilraunstöðinni en hann kvað nei við og sagði hug sinn standa til þess þarna yrðu fyrst og fremst byggðar rannsóknarstofnanir ým- ist í einkaeign eða opinberar. Það gladdi mig og ennfremur svör Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra, sem voru á sömu lund, en ég fór einnig á fund hennar til að spyrjast fyrir um hugmyndir borg- arinnar ef af kaupum yrði. Við for- svarsmenn Tilraunastöðvarinnar áttum svo nokkrar viðræður við Björn, því að við vildum gjarnan tryggja að stofnunin nyti góðs af sölunni. Hann tók okkur vel en benti okkur á að við þyrftum að beita okkur í fjármálaráðuneytinu. Við áttum síðan vinsamlegar en ár- angurslausar viðræður við fjár- málaráðherra, Geir Haarde. Nú síðan gerist ekkert, því að borg og ríki urðu ekki ásátt um verð. En fyrir ríflega tveimur árum boðaði Björn Bjarnason okkur forsvars- menn Tilraunastöðvarinnar á sinn fund og tilkynnti okkur að hann hefði ákveðið að selja bæði Keldna- land og byggingar Tilraunastöðv- arinnar og flytja stofnunina í Vatnsmýrina. Björn skrifar grein í Morgun- blaðið hinn 31. ágúst sl. sem ber hinn skáldlega titil: „Viðjar vanans, tækifæri breytinganna“. Björn fer þarna á kostum sem stílisti, enda ritglaður og ritfær vel og heldur Pegasusi á skeiði enda sneiðir hann hjá óþægilegum staðreyndum sem kynnu að hafa valdið því að skáldfákurinn hefði hnotið eða hlaupið upp. Tilefni greinar hans er að verja þá ákvörðun sína er hann tók sem menntamálaráðherra að flytja og kljúfa Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum og eru þetta viðbrögð við grein Halldórs Þormars prófessors: „Til varnar Keldum“, sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 24. ágúst sl. Jafn- framt var hann að bregðast við þeim býsnum að nokkrir starfs- menn munu hafa dirfst að láta op- inberlega í ljós andstöðu við flutn- ing Tilraunastöðvarinnar. Þetta leiðir hugann að því sem ég vil kalla valdhroka. Björn tók þessa ákvörðun án þess að við starfsmenn kæmum þar nærri á nokkurn hátt. Hann lét það ógert að viðra þessar hugmyndir við for- stöðumann (þ.e. undirritaðan), stjórn eða starfsmenn og hlusta eftir skoðunum þeirra. Hann virð- ist hafa óttast andstöðu við hug- myndina, en samkvæmt grein hans munu starfsmenn hins opinbera ætíð vera til vandræða þegar flytja á opinbera starfsemi milli húsa, bæjarhluta eða landshluta. Þeir komi öðruvísi fram við vinnuveit- anda sinn en þeir sem vinna hjá einkaaðilum. Hvaðan honum kem- ur þessi þekking á viðbrögðum starfsmanna hjá einkaaðilum er mér ekki ljóst. Ég hélt að það til- heyrði nútímalegum stjórnunar- háttum að upplýsa starfsfólk um fyrirhugaðar breytingar og helst að sannfæra það um ágæti þeirra. Það er verðugt viðfangsefni að kanna hví starfsmenn hjá einkaað- ilum eru svona þýlyndir. Við starfsmenn á Tilraunastöðinni ger- um okkur að sjálfsögðu ljóst að valdið er hjá ráðherra en hefði hugnast það betur ef hann hefði haft kjark til að kynna okkur hug- myndina og og hlustað eftir rödd- um okkar og ekki síst að gera a.m.k. tilraun til að sannfæra okk- ur um að hann væri að leysa okkur úr viðjum vanans og það yrði stofn- uninni til góðs að kljúfa hana og flytja í Vatnsmýrina og hluta henn- ar út á land. Það er þessi afstaða fyrrv. menntamálaráðherra sem ég kenni við valdhroka. Hefði hann hlustað á raddir starfsmanna hefði hann hugsanlega losnað úr þeim viðjum vanþekkingar sem koma fram í grein hans. Meðal annars hefði honum átt að vera ljóst að þær viðjar vanans sem starfsmenn eru fjötraðir í og valda andstöðu við flutning er hin óvenju góða aðstaða sem Tilrauna- stöðin býr við til að sinna skyldum sínum en megininntak þeirra er og hefur frá upphafi verið rannsóknir á dýrasjúkdómum. Í fyrstu lögum um Tilraunastöðina frá 1947 er hlutverk hennar skilgreint mjög stuttaralega en þar segir að á Keldum í Mosfellssveit skuli starf- rækt Tilraunastöð sem fáist við „rannsóknir á dýrasjúkdómum og skyld verkefni“. Við endurskoðun laganna 1990 er fjallað ítarlegar um hlutverk hennar, m.a. byggt á því hvernig starfsemin þróaðist. Enn sem fyrr er meginskyldan rannsóknir á dýrasjúkdómum, enda er Tilraunastöðin eina stofn- unin í landinu sem hefur það sem meginhlutverk að sinna hagnýtum (þ.e. sjá um rannsóknarstofugrein- ingar á dýrasjúkdómum) og grunn- rannsóknum á dýrasjúkdómum. Stofnunin hefur reynt að sinna þessum skyldum sem best með því að laða að sérfræðinga í greinum sem eru undirstaða hagnýtra og grunnrannsókna í sjúkdómafræði og búa þeim sem best starfsskil- yrði. Stofnunin hefur því nú á að skipa ágætum sérfræðingum í öll- um helstu fræðigreinum sem mest er beitt í slíkum rannsóknum: þ.e. örverufræði (bakteríu- og veiru- fræði), líffærameinafræði, ónæmis- fræði, sníkjudýrafræði og sam- eindalíffræði, sem gerir okkur kleift að nálgast vandamálin sem leysa skal hvort heldur er um sjúk- dómsgreiningar eða grunnrann- sóknir að ræða með mörgum rann- sóknaraðferðum en það er krafa dagsins í dag. Stofnunin er því lítt háð því að leita sérfræðiþekkingar utan stofnunarinnar. Þvervísinda- leg vinnubrögð eru því ekki eitt- hvað sem heyrir sögunni til á Keld- um eins og Björn virðist halda, heldur eru enn til staðar og hafa raunar vaxið og orðið fjölþættari með árunum. Við höfum tekið þátt í margvíslegu samstarfi en lengst af og að mestu leyti við aðila hand- an Atlantsála bæði í vestri og austri en lítt við aðila í Vatnsmýr- inni. Þessi uppbygging stofnunar- innar er grundvöllur þess vísinda- lega árangurs sem Tilraunastöðin hefur náð í áranna rás og Björn fer viðurkenningarorðum um. Það hlýjar mér um hjartaræturnar enda lífsstarf mitt bundið Tilrauna- stöðinni. Ég er sammála Birni í því að góðir vísindamenn ná árangri án tillits til heimilisfangs, þó vil ég bæta við þeirri forsendu að því gefnu að þeim séu búnar góðar að- stæður. Ennfremur get ég tekið undir með honum að í heimi vís- indanna séu engar fjarlægðir. Þess vegna skipti ekki máli hvort Til- raunastöðin er í Grafarvoginum, Vatnsmýrinni eða jafnvel í New York en þangað ber hugarflugið Björn. Mér léttir alltaf í skapi þeg- ar ég sé fyrir mér búmennina á Keldum reka blóð- og bóluefnis- hrossin eftir Fimmtu tröð í Mið- garð (Central Park í munni þar- lendra) á beit. Mér er kunnugt af ferðum mínum til New York að þar er beitiland gott. En þá kemur að þeirri skilyrtu forsendu sem ég set fyrir því að vera sammála Birni um árangur góðra vísindamanna hvert sem heimilisfangið er, þ.e. aðstaðan til rannsókna. Þær viðjar vanans sem við starfsmenn á Keldum kunnum að vera bundnir í og Björn ætlar að leysa okkur úr er óvenju góð að- staða til að sinna þjónustu og rann- sóknum í sjúkdómafræðum. Ýmsir erlendir samstarfsmenn öfunda okkur af að hafa aðstöðu fyrir stór tilraunadýr, kindur og hross, við höndina til að sannprófa niðurstöð- ur sem fást á tilraunastofunum í tilraunaglösum. Að vísu eru bygg- ingar yfir stóru tilraunadýrin svo og kanínur, rottur og marsvín orðnar mjög lélegar og þarf að endurbyggja. Það var reyndar næsta verkefni á þeirri fram- kvæmdaáætlun um endurreisn staðarins sem hófst 1992 að frum- kvæði forvera þíns í embætti menntamálaráðherra, Ólafs Ein- arssonar. Þeim framkvæmdum átti að ljúka á fjórum árum og byggðist á beinum framlögum á fjárlögum, Á AÐ RÚSTA TILRAUNASTÖÐ HÍ Í MEINAFRÆÐI Á KELDUM? Eftir Guðmund Georgsson „Ef byggja á yfir Tilrauna- stöðina ann- ars staðar á þann hátt að aðstaða verði sem sam- bærilegust við það sem nú er mun kostnaður nálgast milljarð.“ 20% afsl. af allri jólavöru í dag og á þorláksmessu f l. f ll i j l í l Vivace - falleg og fersk hönnun, skífa úr perlumóður- skel sett 10 demöntum. www.seikowatches.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.