Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSKÓLAR Reykjavík-ur hafa ekki farið varhlutaaf því að íslenskt samfélaghefur breyst í fjölmenn-ingarlegt samfélag á skömmum tíma. Leikskólabörn í Reykjavík töluðu yfir 50 ólík tungu- mál og voru af 90 mismunandi þjóð- ernum í fyrra. Tvítyngd börn voru rúmlega 400 og hefur eflaust ekki fækkað á milli ára. Ótalinn er sí- stækkandi hópur erlendra starfs- manna leikskólanna. Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskóla- fulltrúi hjá Leikskólum Reykjavík- ur, segir að brugðist hafi verið við breytingunni með ýmsum hætti, t.d. hafi henni verið falið að sinna þjón- ustu og fræðslu við tvítyngd börn í 15% stöðugildi fyrir um ári. „Allt frá því ákvörðunin var tekin hefur sífellt stærri hluti starfs míns farið í að sinna þessu verkefni, bæði af því að tvítyngdum börnum hefur verið að fjölga og reynt hefur verið að bæta þjónustuna við börnin og foreldra þeirra,“ segir hún. „Þess vegna er heldur ekki ólíklegt að endurskoða þurfi starfshlutfallið í náinni fram- tíð.“ Tilraun með móttökuáætlun Kolbrún segir að einn liðurinn í því að bæta þjónustuna sé tilrauna- verkefni með sérstaka móttökuáætl- unar fyrir börn innflytjenda í Leik- skólum Reykjavíkur. Eins og í tilvikum barna af íslenskum upp- runa felst fyrsti liður móttökuáætl- unarinnar í því að leikskólastjórinn boðar foreldra barnsins í viðtal í leikskólanum. „Rétt eins og gert er ráð fyrir í tilvikum barna af íslensk- um uppruna er gert ráð fyrir því að auk leikskólastjórans sé tengiliður leikskólans við foreldrana viðstadd- ur viðtalið. Ef um er að ræða erlenda foreldra er gert ráð fyrir því að leit- að sé eftir þjónustu túlks til að tryggja að allar upplýsingar komist til skila.“ Með því er annars vegar átt við skilaboð frá leikskólastjóranum til foreldranna um starfsemi Leikskóla Reykjavíkur, leikskólann og tengslin við foreldrana. Hins vegar er átt við upplýsingar frá foreldrunum til starfsmanna leikskólans um bak- grunn barnsins. „Eins og í upphafi aðlögunar barna af íslenskum upp- runa leggur leikskólastjórinn ákveðnar spurningar fyrir foreldr- ana. Nokkrar spurninganna í mót- tökuáætluninni eiga þó sérstaklega við foreldra erlendra barna, t.d. er spurt hvað foreldrarnir hafi búið lengi á Íslandi og hvers vegna þeir hafi flutt hingað.“ Hvers vegna er spurt að því? „Sem dæmi má nefna að reynslan af því að flýja heimaland sitt getur haft afgerandi áhrif á líðan barnsins. Ég vil samt taka fram að við þvingum ekki foreldrana til að svara þessari spurningu því að auð- vitað getur verið um viðkvæmt einkamál að ræða. Við skulum held- ur ekki gleyma tvíþættu markmiði viðtalsins, þ.e. að leggja grunninn að jákvæðri reynslu barnsins á leik- skólanum og jákvæðum samskiptum við foreldrana.“ Starfsmaður læri grunnhugtök Kolbrún segir að næsti liðurinn í móttökuáætluninni felist í því að undirbúa komu barnsins á leikskól- anum, m.a. með því að tengiliðurinn dreifi nauðsynlegum upplýsingum um barnið til annarra starfsmanna á deildinni. „Starfsmennirnir segja síðan hinum börnunum frá því að von sé á barni af erlendum uppruna á deildina. Gott er að nota tækifærið til að vekja upp umræður um upp- runa barnsins. Hvað sé líkt og ólíkt með menningu fólks í ólíkum lönd- um. Eins geta að því er virðast smá- atriði eins og að kenna börnunum að bera rétt fram nafn barnsins haft af- gerandi áhrif í aðlögun þess að nýju umhverfi. Ef barnið talar litla sem enga íslensku getur verið gott ef ein- hver starfsmannanna ber sig eftir því að læra nokkur grunnhugtök á tungumáli barnsins, t.d. borða, pissa, út o.s.frv. Með sama hætti geta myndir af börnum við daglegar athafnir komið að góðu gagni. Börn- unum eru sýndar myndirnar til að þau átti sig á því til hvers er ætlast af þeim um leið og stuðlað er að því að bæta orðaforða þeirra með því að tala um hvað er að gerast á mynd- inni. Samhliða ættu starfsmennirnir að fara yfir umhverfið á deildinni, þ.e. huga að því hvort eitthvað komi barninu kunnuglega fyrir sjónir. Fjölmenningarlegt samfélag ætti að endurspeglast í umhverfinu á leik- skólanum, t.d. í því að ekki séu allar dúkkur hvítar og bláeygðar og bæk- urnar endurspegli ekki aðeins líf Ís- lendinga heldur líf fólks af ólíkum uppruna. Ef foreldrar erlendra barna hylla fána lands síns er góð hugmynd að hafa fána barnanna á deildinni sýnilega á veggjunum. Sjálfsagt er að börnin hafi aðgang að heimskorti og korti af Íslandi inni á leikskólanum.“ Einn spurningalisti fyrir alla Kolbrún segir að upphaflega hug- myndin hafi verið að fá foreldra barna af erlendum uppruna til að meta móttökuáætlunina. „Við höfum komist að því að ekki virðist raun- hæft að leggja slíkt mat á foreldra barna af erlendum uppruna. Starfs- menn og jafnframt foreldrar barna af erlendum uppruna verða því beðnir um að meta móttökuáætl- unina, t.d. í tengslum við hvaða spurningar er eðlilegt að leggja fyrir foreldra barna af erlendum uppruna í fyrsta viðtalinu. Hugmyndin er síð- an að útbúa einn spurningalista bæði fyrir foreldra barna af íslenskum og erlendum uppruna. Jafnvel þótt ein- hverjum foreldrum barna af íslensk- um uppruna þyki sumar spurning- arnar aðeins eiga við börn af erlendum uppruna kunna þær að eiga við í tilvikum foreldra annarra íslenskra barna í fjölbreytilegu sam- félagi nútímans. Sem dæmi má nefna spurninguna um trúarbrögð foreldranna því að enda þótt flestir Íslendingar séu Lúterstrúar aðhyll- ast margir annars konar trúar- brögð.“ Ekki bara á tyllidögum … Kolbrún heldur áfram og segir mikilvægt að vinna við fjölmenning- arleg tengsl verði eðlilegur þáttur í öllu leikskólastarfi. „Að sjálfsögðu er jákvætt að fólk komi saman á sér- stökum hátíðum til að miðla og fræð- ast um ólíka menningu. Enn mik- ilvægara er þó að fjölmenningarlegt starf verði eðlilegur þáttur í daglegu lífi barnanna á leikskólanum. Ef vel tekst til í tengslamyndun við for- eldra barna af erlendum uppruna er eðlilegt að leita til þeirra um að kynna menningu sína í leikskólan- um, t.d. með því að segja sögur frá heimalandinu, sýna myndir og gripi,“ segir hún og tekur fram að með sama hætti sé eðlilegt að leita til starfsmanna af erlendum upp- runa um kynningu á sínum heima- löndum í leikskólunum. „Rétt eins og Leikskólar Reykjavíkur hafa gert með því að leita til erlendra starfs- manna leikskólanna um kynningar á heimalöndum sínum í vetur. Af- raksturinn af því er að starfsmönn- um Leikskóla Reykjavíkur stendur til boða að koma á þrjá opna fræðslufundi um jafn ólík lönd og Albaníu, Bólivíu, England, Pólland, Taíland, Singapúr, Svíþjóð og Víet- nam.“ Stutt við virkt tvítyngi Fjölmenningarstefna Leikskóla Reykjavíkur var samþykkt í mars- mánuði árið 2001. Fyrsti liðurinn snýr að því að efla og bæta þjónustu og samvinnu við útlenda foreldra, m.a. með því að þýða upplýsingar um starfsemina yfir á nokkur tungu- mál, auka notkun túlka í samskipt- um við foreldra, fræða og þjálfa starfsfólk. Annar liðurinn felur í sér að auka færni starfsmanna í að kenna íslensku sem annað tungumál, m.a. með því að bjóða starfsmönnum upp á námskeið í málörvun barna af erlendum uppruna og fjölmenningu almennt. Þriðji liðurinn felur í sér að stuðla að virku tvítyngi barna af er- lendum uppruna, m.a. með því að hvetja foreldra til að tala móðurmál sitt við barnið og stuðla að því að tungumál barnsins heyrist/sjáist í leikskólanum. Fjórði liðurinn snýr að því að skil- greina viðmið í ráðningu erlendra umsækjenda, tryggja faglega ráðn- ingu og móttöku og stuðla að öryggi þeirra í starfi. Fimmti liðurinn felur í sér að bæta skráningu erlendra barna í leikskólunum bæði með því að afla betri upplýsinga þegar barn byrjar í leikskóla og bæta upplýs- ingar í tölvukerfi stofnunarinnar og gera þær aðgengilegri. Sjötti og síð- asti liðurinn felur í sér að nýta þá menningarlegu fjölbreytni sem til staðar er í leikskólunum, t.d. með foreldrasamstarfi og kynningum á ólíkri menningu og tungumálum. Leikskólarnir leitandi Kolbrún segir að gert sé ráð fyrir því að leikskólarnir geri grein fyrir því í skólanámskrá sinni hvernig unnið sé að fjölmenningarlegum tengslum í leikskólastarfinu. „Ef flett er í gegnum skólanámskrárnar sést að víðast hvar er tæpt á ein- hvers konar fjölmenningarlegu starfi. Í fæstum tilfellum eru kafl- arnir þó sérstaklega langir eða ít- arlegir. Ísland hefur á fáum árum breyst í fjölmenningarlegt samfélag. Þess vegna er kannski ekki nema von að leikskólarnir séu enn svolítið leitandi í tengslum við framkvæmd fjölmenningarlegs starfs innan leik- skólanna. Einn liður í því að vísa leikskólanum á leið er að sá fræjum í námi uppeldisstétta, t.d. var verið að hleypa af stokkunum sérstöku námi fyrir leikskóla- og grunnskólakenn- ara í kennslu tvítyngdra barna í Kennaraháskólanum í haust,“ segir Kolbrún. Sjálf er hún að ljúka MA- nám við KHÍ þar sem hún gerði rannsókn á málörvun tvítyngdra barna í leikskólum. „Mér er heldur engin launung á því að skoða þarf betur tungumálanám barna af er- lendum uppruna. Sem og að bæta menntun leikskóla- og grunnskóla- kennara almennt í tengslum við fjöl- menningarlegt samfélag.“ Sérsniðin íslenskunámskeið Kolbrún segir að íslenskunám- skeið fyrir starfsmenn af erlendum uppruna hafi verið vinsæl og gefið góða raun. „Leikskólar Reykjavíkur hafa komið sér upp því viðmiði að ráðningarsamtöl við erlenda starfs- menn fari fram á íslensku. Engu að síður hefur verið talin full þörf á því að bjóða erlendum starfsmönnum leikskólanna upp á sérstök námskeið í íslensku. Fjölmenning ehf. hefur verið fengin til að sjá um námskeiðin og hafa þau verið með dálítið sér- stöku sniði. Starfsmenn fyrirtækis- ins hafa farið inn á leikskólana til að kynna sér aðstæður og hannað í framhaldi af því sérstakt námsefni fyrir starfsmennina. Boðið hefur verið upp á námskeiðin á tveimur stigum og hefur námið farið fram á vinnutíma.“ Tvenns konar námskeið í tengslum við fjölmenningarlegt samfélag hafa verið í boði fyrir alla starfsmenn. „Annars vegar er um að ræða námskeið á vegum Fjölmenn- ingar ehf. í því skyni að auka færni þátttakendanna í þvermenningar- legum samskiptum. Hins vegar hef ég haldið námskeið um kennslu í ís- lensku sem öðru tungumáli á leik- skólastigi,“ segir Kolbrún og tekur fram að áhuginn hafi verið svo mikill að ekki hafi verið hægt að taka á móti öllum sem vildu vera með í fyrra. Þess vegna sé ætlunin að halda tvö námskeið í vetur. „Að auki bjóðum við leikskólastjórum alltaf öðru hvoru upp á fyrirlestra af ýms- um toga, t.d. í tengslum við fjöl- menningarleg samskipti.“ Leikskóli fyrir alla Að auki nefnir Kolbrún að ýmsar aðgerðir séu á döfinni í því að skyni að bæta aðgengi foreldra af erlend- um uppruna að stofnuninni. „Við höfum látið þýða upplýsingabækling um Leikskóla Reykjavíkur á sex tungumál og til stendur að þýða hann á enn fleiri tungumál. Þá er ætlunin að láta þýða heimasíðu stofnunarinnar á ensku. Umsókn- areyðublöð hafa verið þýdd á ensku og vonandi verður hægt að þýða þau á fleiri tungumál á næstunni,“ segir hún. „Eins og segir í lögum um leik- skóla og aðalnámskrá leikskóla er leikskólinn fyrir öll börn óháð and- legu og líkamlegu atgervi, menningu og trú. Með allri fjölmenningar- stefnunni viljum við stuðla að því að Leikskólar Reykjavíkur geti sinnt hlutverki sínu eins vel og nokkur kostur er í fjölmenningarlegu sam- félagi. Við skulum samt ekki gleyma því að grunnurinn að því öllu er virð- ingin fyrir manneskjunni. Á því sjálfsagða viðhorfi byggjum við alla aðra starfsemi leikskólanna.“ Fjölmenningarlegt starf á vegum Leikskóla Reykjavíkur Virðingin fyrir manneskjunni myndar grunninn Morgunblaðið/Kristinn Kolbrún Vigfúsdóttir: „Leikskólinn er fyrir öll börn, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu og trú.“ Fjölmenningarlegt samfélag endurspeglast í háu hlutfalli barna af erlendum uppruna á leikskólum á vegum Leikskóla Reykjavíkur. Anna G. Ólafsdóttir fékk Kolbrúnu Vigfúsdóttur, leikskólafulltrúa hjá Leik- skólum Reykjavíkur, til að segja frá því hvernig brugð- ist væri við breytingunni í starfi leikskólanna. ago@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.