Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 56
TÓNLIST 56 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Hádegistilboð alla daga og gott kaffi Cappuccino, Caffe latte og Espresso Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Sérstök jólasýning! 29. des. kl. 14. örfá sæti laus 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 10. jan, kl 20, laus sæti lau 18. jan, kl 20. Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4.sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14, Su 12/1 kl 14, Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 Síðustu sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20, Fö 3/1 kl. 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Su 5/1 kl 14 og 15 - Kr 500 MIÐASALAN ER OPIN FRÁ 13:00 - 20:00 Í DAG MIÐASALAN ER OPIN FRÁ 10:00 TIL 20:00 Á ÞORLÁKSMESSU Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í Langholtskirkju Sun. 22. des. kl. 20:00 Kór Langholtskirkju Gradualekór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson Úrvals hljóðfæraleikarar Kakó og piparkökur í hléi Ógleymanleg jólastemmning Miðasala í Langholtskirkju og við innganginn klang@kirkjan.is e. neil labute EGG-leikhúsið sýnir Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 28.12.02 Frumsýning - uppselt 29.12.02 Frumsýning Næstu sýningar 4. og 5. janúar. Aðeins 10 sýningar. Ath! sýningar hefjast kl. 16:00 Miðasala í Hafnarhúsi alla daga kl. 11-18. S: 590 1200 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Munið gjafakortin Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Lau 28/12 kl. 21 Jólasýning Nokkur sæti Fös 3/1 kl. 21 Uppselt Lau11/1 kl 21 MANNI verður óneitanlega hugsað til annarrar ungrar söng- konu þegar maður handleikur þessa fyrstu plötu Kötu, nefnilega Jó- hönnu Guðrúnar, sem er með þriðju plötu sína fyrir þessi jól (jólaplötu). Kata fetar um margt svipaða slóð, þ.e. syngur þekkt erlend dægurlög með nýjum ís- lenskum textum. En þar endar sam- anburðurinn, þar sem Kata er engan vegin einhver skuggamynd af Jó- hönnu. Hún hefur sinn stíl, gerir þetta á eigin forsendum og það meira að segja vel. Á plötum sem þessum mæðir eðlilega langsamlega mest á söng- konunni. Kornungar söngkonur eins og Kata – maður minnist t.d. Ruthar Reginalds og Ingunnar Gylfadóttur (munið þið ekki eftir Krökkum á krossgötum?) – eru í al- gerum brennidepli, jafnvel meira en harðnaðri söngkonur. Að þessu gefnu stendur Kata sig með glans á plötunni. Hún syngur öll lögin af öryggi, fer auðveldlega upp á háu nóturnar þegar þess þarf og er einkar lagviss. Röddin mjóróma og bara ansi hreint hrífandi. Kata er að vísu nokkuð eintóna í gegnum plötuna, eitthvað sem ég vil skrifa alfarið á reynsluleysið. Kata er nefnilega greinilegt efni og á hik- laust eftir að vaxa í söngnum, sé rétt haldið á spöðunum. Lagavalið hér er gott. Það er prýðilega grallaralegt, eitthvað sem nauðsynlegt er fyrir plötu af þessu tagi. Inn á milli nýrri slagara er svo skotið eldri, sígildari smíðum. Í fyrri flokknum eru lög eins og „Úps, nú fór ég of hratt“ („Oops, I did it again“ með Britney Spears), „Ég flýg eins og fugl“ („I’m Like a Bird“ með Nelly Furtado) og hið ómótstæðilega „Tómatsósulag“ („Asereje (The Ketchup Song)“ með Las Ketchup). Síðari flokk- urinn er sömuleiðis skemmtilegur; Kata rokkar Kata Kata Stöðin ehf. Kata er fyrsta plata hinnar tíu ára gömlu Katrínar Sigurðardóttur. Arnar Eggert Thoroddsen SEGJA má að þessi plata Kjart- ans Ólafssonar sé einskonar klippi- verk, því hann hefur tekið brot úr eldri verkum sínum, sem samin voru á árunum 1982 til 2001, unnið stafrænt með ýmsum aðferðum og sett síðan saman í hverja tónsmíð eins og hann lýsir vinnubrögðum sínum í plötubæklingi. Líklegt verð- ur að telja að hann hafi notað Cal- mus tónsmíðaforrit sitt til að vinna hljóðin, velta þeim fram og aftur, afturábak og áfram. Heyr til að mynda upphaf tilbrigðis númer 2, kammersveitartilbrigði, en tilbrigð- in nefnir hann eftir þeim hljóðfærum eða hljóðfæraskip- an sem notuð er í upphaflega verk- inu. Í því veltir Kjartan hljóm- sveitarköflum fram og aftur í tíma og rúmi með góðum árangri. Hljómavefurinn er nokkuð þétt- ur, svo þéttur reyndar að það er ekki fyrr en eftir nokkrar hlustanir sem eyrun taka að greina hvað er á seyði, hugmyndirnar koma í ljós. Auðveldast er að greina samhengið í fyrsta tilbrigðinu, Gítartilbrigði, sem er skemmtilega magnað og minnir ekki svo lítið á það sem framústefnumenn í tilrauna dægur- og danstónlist eru að byrja að spá í, en Kjartan er einfaldlega kom- inn mun lengra. Rafeindatil- brigðin eru líka skemmtileg, óhemju fjölbreyttur hljóð- aheimur sem er vel hnýttur saman með stefi sem kynnt er á fyrstu mínútu og birtist síðan aftur og aftur í ýms- um myndum. Mjög skemmti- legt verk. Eiginlegur hljóðfæraleikur er jafnan illgreinanlegur fyrr en tekur að líða á verkin (og í rafeinda- og raddatilbrigðunum eru vitanlega ekki eiginleg hljóðfæri), í gítartil- brigðinu birtist gítarinn tær eftir tæpar tvær mínútur, í kammer- sveitartilbrigðinu kjökrar fiðla eftir rétt rúmar fimm mínútur og fær síðan að hljóma nokkuð skýrt um tíma, til að byrja með með nokkuð eðlilegum hljómi en hverfur síðan út í himingeiminn með stuttum inn- skotum hér og þar og svo má telja. Svo ber reyndar við í Flaututil- brigðinu að flautan fær sterkari inn- komu en hin hljóðfærin og hljóm- urinn ekki eins skældur og til að mynda gítarhljómurinn í tilheyrandi tilbrigði. Lokakafli þess tilbrigðis er þrunginn tignarlegri fegurð. Mjög gott. Einna síst er tilbrigði fyrir kammerhljómsveit, það næst síð- asta, því það er full venjulegt, ekki eins ævintýralegt og þau sem á und- an eru komin þó í því séu góðir sprettir, nefni til að mynda frá 4:36 til 4:58 og reyndar eru tvær síðustu mínúturnar skemmtilegar. Síðasta og sjöunda tilbrigðið þyk- ir mér það skemmtilegasta, ekki síst fyrir það að Kjartan er að vinna með raddir sem erfiðara er að skæla og gerir því meiri kröfur til tónskáldsins. Uppbyggingin í því verki er mjög skemmtileg, hlust- andinn er dreginn inn í það smám saman þar til hann sekkur í hljóða- hafið. Umslag plötunnar er í takt við þær plötur sem Kjartan hefur áður sent frá sér, skemmtilega slæmt, en galli er hve litlar upplýsingar eru um verkin í meðfylgjandi bæklingi. Hægt er að sækja sýnishorn verk- anna á vefsetur Kjartans, Electro- nic Music valið í vinstri dálki á list- ir.is/calmus/Kjartan.net/ en þar eru brot úr verkunum sem mp3-skrár. Það er vel þess virði að kynnast þeim. Einskonar klippiverk Kjartan Ólafsson Sjö tilbrigði / 7 variations ErkiTónlist Sjö tilbrigði, 7 variations, Electro- acoustic music eftir Kjartan Ólafsson. Árni Matthíasson HIN þekkta tónlistarsjónvarps- stöð MTV stendur fyrir r&b- dansveislu á Broadway laug- ardaginn 11. jan- úar næstkom- andi. Veislan er kennd við The Lick, eftir sam- nefndum sjón- varpsþætti. Kynnirinn er hinn geðþekki Trevor Nelson, sem margir kannast við af skján- um er fylgst hafa með MTV. Trevor sér bæði um vinsælda- listaþátt The Lick og svo einnig The Late Lick en þar er sýnd ým- is viðtöl, fréttir og nýjustu mynd- böndin. Stuðið á Broadway verð- ur tekið upp og sýnt í The Late Lick um tveimur vikum síðar. Samkvæmt upplýsingum frá Broadway kemur hingað til lands hópur af MTV-fólki ásamt ónafngreindum tónlistarmanni. Trevor fær alltaf einhverja stjörnu sem heiðursgest í gleð- skapinn. Á meðal þeirra sem heimsótt hafa Trevor eru Puff Daddy, Mariah Carey, Janet Jackson og fleiri stjörnur úr tónlistarheim- inum. Ekki er ljóst hver kemur með Trevor hingað til lands. TENGLAR ............................................. www.mtve.com MTV-þátturinn The Lick heimsækir Ísland Dansveisla á Broadway „Una paloma Blanca“ er þannig orðið að óði til sumarsins og „Happy Birthday, Sweet Sixteen“ sem Neil Sedaka gerði frægt á sín- um tíma heitir nú einfaldlega „Af- mæli“. Undirleikurinn er alla jafna hinn ágætasti. Hann er kristaltær og í fínu jafnvægi, stundum næsta hvass og stingandi en það á einkennilega þægilegan hátt. Sirkuslegt yfir- bragð hans hentar venjulegast vel og þjónar þannig heildarmyndinni. Stundum verður hann þó fullvafa- samur, leiðist þá út í skringilegar skemmtaraveislur (eins og í „Sja la la la la“). Textarnir eru flestir léttvigtar- legt tal um ástina, gleðiglaum og annað slíkt veraldarvafstur. Þeir eru flestir sæmilega samsettir af Kristjáni Hreinssyni þótt sá grunur læðist óneitanlega að manni að þeir hafi verið samdir eina morgunstund yfir tveimur kaffibollum eða svo. Sem slíkir þjóna þeir tilgangi sínum vel en það kemur fyrir að þeir verða fullbjánalegir: „Ég ætla að fara í ferð, af frábærri gerð“, „Ég kannski gefið fæ þér gleðistund“. Kannski er ég einhver púrítani en stundum stinga yrkisefni þeirra mig: „...ég þrái þig heitt ... seinna meir þá muntu mig fá“ er sagt í laginu „Bíddu eftir mér“. Það hefur greinilega ýmislegt breyst síðan ég var tíu ára. Myndir af Kötu inni í umslagi eru kærkomnar svo og textar. Framhliðin sjálf er þó miður vel heppn- uð, bakgrunnur og leturgerð eru skelfing. En Kata sjálf brosir blítt og er barasta snotrasta hnáta. En ég læt þetta nægja af heil- brigðri gagnrýni. Þessi atriði sem ég hef verið að tína til spilla nefnilega engan vegin fyrir heildarmynd- inni, sem er eins og Kata sjálf hin laglegasta. Þegar allt kemur til alls er platan afar skemmtileg og hrekklaus, verk sem þessari ungu og efnilegu söngkonu er óhætt að vera stolt af. Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.