Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 45
UM ÞESSAR mundir standa yfir samningaumleitanir milli landeig- enda við vatnsá við Vík annars vegar og auðugs svissnesks fiskeldisfröm- uðs um leigu á ánni. Inni í myndinni munu og hugsanlega vera einhver jarðarkaup. Allt er þó enn ófrágeng- ið og erfitt að fá menn til að staðfesta gang mála. Morgunblaðið hefur þó fengið það staðfest að sá svissneski hafi gefið sig fram í haust er stangaveiðifélagið Stakkur í Vík var í miðjum klíðum að semja við landeigendur um fram- lengingu á leigusamningi. Talið er mjög líklegt að áin verði leigð Sviss- lendingnum, en þó er haft fyrir satt að hann hafi í einu og öllu rekið mál sitt með það fyrir augum að halda sátt við heimamenn, þannig munu heimamenn í Stakki ekki vera útlok- aðir frá ánni þótt samningar takist. Heyrst hefur að Svisslendingurinn hafi einnig áhuga á því að ná ítökum í Heiðarvatni, sem Vatnsá fellur úr. Stangaveiðifélagið Lax-á hefur Litlaá er ein besta sjóbirtingsá landsins. Hér sleppir veiðimaður fallegum birtingi aftur í ána síðastliðið haust. Laxá í Aðaldal, sem eru fyrstu svæð- in í ánni fyrir neðan Laxárvirkjun. Þetta eru fyrst og fremst urriða- svæði með talsverðu fiskmagni, en heldur smærri fiski en ofar virkjun- ar. Góðum fiski þó. Laxavon er þarna einnig og veiðast alltaf nokkur stykki á hverju sumri. Fyrrum var þarna mikil laxveiði og gjarnan fer- líki í bland. Vatnsá leigð Svisslendingi? ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? nýlega auglýst til sölu veiðileyfi í Litluá í Kelduhverfi fyrir komandi vertíð. Um er að ræða helming veið- innar í ánni, en hún hefur í seini tíð verið leigð þeim Pálma Gunnarssyni og Erling Ingvarssyni. Lax-á er ein- mitt í samvinnu við Erling um hans hluta. Þá hefur Lax-á bætt við sig veiði- svæðunum Staðar- og Múlatorfum í FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 45 SANDGERÐISBÆR og tvær út- gerðir í Garði fengu úthlutað 150 tonnum af byggðakvóta sjávarútvegs- ráðuneytisins. Er það svipaður kvóti og Suðurnesin máttu búast við út frá forsendum úthlutunar til svæðisins. Sandgerðisbær fékk 100 tonna kvóta, Nesfiskur og dótturfyrirtæki þess fengu 30 tonn og Gunnar Há- mundarson ehf. í Garði fékk 20 tonn. Nesfiskur er með starfsemi í Garði en landar aflanum í Sandgerðishöfn. Stærstur hluti kvóta Sandgerðis hefur verið fluttur úr bænum á und- anförnum árum. Því sótti bærinn um kvóta með stuðningi fiskvinnslufyrir- tækja og útgerða á staðnum. Reynir Sveinsson, formaður bæjarráðs, segir að við úthlutun hans verði reynt að kalla fram margfeldisáhrif, þannig að þeir sem noti byggðakvótann komi með nýjan kvóta á móti. Því sé ekki búið að ákveða hvernig kvótanum verði skipt á útgerðirnar. Reynir kvaðst ánægður með að fá þessi 100 tonn til Sandgerðis og taldi víst að bæjarstjórnin myndi skála fyr- ir byggðakvótanum á árlegu jólahlað- borði. Skálað fyr- ir byggða- kvótanum UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt forsvarsmönnum BSRB að það muni upplýsa um innihald kröfu- lista Japans, Bandaríkjanna og Ind- lands á hendur íslenskum stjórn- völdum í tengslum við GATS-samningaviðræðurnar (Gen- eral Agreement on Trade in Servic- es) sem fram fara á vegum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar. Úrskurð- arnefnd um upplýsingamál hafði áður hafnað kröfum BSRB þess efn- is. Frá þessu er greint á heimasíðu BSRB. BSRB sendi nýlega frá sér dreifi- bréf til samtaka kennara og skóla- fólks þar sem vakin er athygli á því að Bandaríkin hafi gert kröfu á ýmis ríki um að þau opni á erlenda sam- keppni á ákveðnum sviðum fræðslu; í framhaldsmenntun, fullorðins- fræðslu, starfsnámi og endurmennt- un. Segir þar að ekki sé vitað hvort Bandaríkin hafi gert slíkar kröfur á Íslendinga en að kröfulisti hafi borist frá Bandaríkjunum til íslenska utan- ríkisráðuneytisins vegna GATS- samninganna. Sem fyrr segir hefur ráðuneytið nú ákveðið að gera kröfulistana op- inbera á Netinu en þó með þeim hætti að ekki komi fram hvaða kröf- ur komi frá hvaða ríki. Að mati Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, er hér engu að síð- ur um að ræða mikilvæga ákvörðun af hálfu utanríkisráðuneytisins og mikilvægt skref í lýðræðisátt. Hann segir að GATS-samninga- viðræðurnar séu tvímælalaust mik- ilvægustu alþjóðaviðræður sem fram fari í dag og að þær gætu komið til með að snerta „sjálfan grundvöll samfélagsins“. Þar sé tekist á um hversu langt ríkisstjórnir séu reiðu- búnar að ganga í að markaðsvæða þjónustustarfsemi. Viðræður fyrir luktum dyrum „Við höfum unnið að því að vekja þjóðfélagið til vitundar um mikilvægi þessara samninga. Við erum nú stödd í samningsferl- inu þar sem einstök ríki eru að leggja fram svokallaða kröfulista á hendur öðrum ríkjum og svo reyna þau að ná samkomulagi sín í milli. Á síðari stig- um verður aftur reynt að víkka út samningsgrundvöll GATS sem lagð- ur var fyrir fáeinum árum, þannig að samningsferlið er allt í þróun.“ Hann segir að fregnir hafi borist af því að þrjú ríki hafi sent kröfulista til Íslendinga, þ.á m. Bandaríkja- menn, sem hafi sýnt skólamálum sérstakan áhuga. Ögmundur bendir á að í GATS- samningaviðræðunum sé tekist á um hvernig eigi að skilgreina þjónustu, hvort eigi að einskorða skilgreining- ar við fjármálaþjónustu, trygginga- þjónustu og þar fram eftir götunum, eða hvort víkka eigi hugtakið út og láta það ná yfir þætti sem skilgreind- ir hafi verið sem velferðarþjónusta. Hann bendir á að um þetta hafi staðið harðvítugar deilur, m.a. í Seattle í Bandaríkjunum árið 1999. „Það sem er áhyggjuefni er að þessar samningaviðræður fara fram fyrir luktum dyrum. Það er mjög mikilvægt að það fari fram lýðræð- isleg umræða um þessi mál og til þess þurfa menn að hafa upplýsing- ar.“ Hann segir að með dreifibréfi til kennara sé verið að vekja máls á því að atriði í GATS-samningaviðræðun- um kunni að snerta starfsvettvang þeirra. BSRB segir Bandaríkin krefjast samkeppni á ýmsum sviðum fræðslu Kröfulistar verða gerðir opinberir OFT getur verið erfitt fyrir aðstand- endur að finna leiði ættinga sinna frá liðinni tíð ef legsteinar eru ekki til staðar og leiðin ómerkt. Sókn- arnefnd Stykkishólmskirkju hefur haft áhuga á að tölvuskrá grafreiti í kirkjugarðinum til að auðvelda al- menningi að finna legstæði í garð- inum. Í haust réð sóknarnefnd Pétur Guðmundsson til að taka verkið að sér. Hann hófst þegar starfa og er að ljúka því fyrir jólin. Það er mikið verk að fara yfir öll gögn og bera saman svo að skráning sé rétt. Pétur hefur haft kirkjubækur til hliðsjónar og borðið saman við áletranir á leg- steinum. Þessari vinnu er að mestu lokið og verður legstaðaskráin geymd á vefnum og þar verður hægt að nálgast upplýsingar um legstæði. Slóðin er www.gardur.is. Stykkishólmskirkjugarður er við innkeyrsluna í bæinn og blasir við þeim sem þangað eiga leið. Hann var tekinn í notkun 11. nóvember 1921. Garðinum var strax skipt upp í reiti og hverjum reit í 24 grafstæði. Áður var kirkjugarður í Maðkavík sem var orðinn útgrafinn og síðustu 10 árin var fjöldi fólks jarðaður á Helgafelli og í Bjarnarhöfn. Því þurfti að leita að nýjum stað. Í lýs- ingu frá þeim tíma segir: „Gert er ráð fyrir að garðurinn kosti sex þús- und krónur, þegar búið er að fylla upp í alla reiti og gjöra eins og ætl- aðst er til. Verðið er sönnu hátt, en þó ekki gífurlega þegar tekið er tillit til hve geysihátt verð er á öllu efni og vinnan afar dýr“. Í garðinum hvíla nú 562 einstaklingar. Grafreitir tölvuskráðir í Stykkishólmskirkjugarði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Pétur Guðmundsson hefur unnið gott verk með að sjá um að tölvuskrá grafreiti í Stykkishólmskirkjugarði. Hér er hann að bera saman kirkjubækur og áletranir á legsteinum til að koma í veg fyrir villur. Stykkishólmi. Morgunblaðið. MARGIR merki- legir munir eru til sýnis á árlegri jólasýningu Bókavörðunnar í glugga versl- unarinnar á Vesturgötu 7 í Reykjavík en á Þorláksmessu lesa tvær skáld- konur úr verkum sínum í búðinni. Í glugganum eru meðal annars nokkur hundruð gamlir eldspýtu- stokkar til sýnis og blánkuskór sem Thomsen kaupmaður í Thomsenmagas- íni gaf Hallgrími, syni sínum, á jól- um 1915. Þar gefur einnig að líta jólabréfaöskju dr. Helga Pjet- urss, jarðfræðings og heimspek- ings, sem mágur hans, Hans von Kritzcka Jaden barón gaf honum í fyrra stríði. Þá er jólabókin 1797, listaverk eftir Dieter Roth, dregin fram á hverjum jólum. Á Þorláksmessu verður síðan upplestur í búðinni, en þá lesa skáldkonurnar Ingibjörg Haralds- dóttir og Guðrún Eva Mín- ervudóttir úr verkum sínum klukk- an 18 til 19. Jólasýning hjá Bóka- vörðunni Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. Ingibjörg Har- aldsdóttir ljóð- skáld. „KYRRÐ er yfir bænum, kom- in jól. Kærleikur húsin fyllir.“ Svona hefst texti við nýtt jóla- lag sem Egill Ólafsson hefur hvort tveggja samið. Verður það frumflutt við aftansöng á aðfangadag í Grafarvogskirkju. Egill segir að lagið sé fyrir ein- söngvara, kór og lítinn flokk hljóðfæra, en Ríkharður Örn Pálsson útsetti lagið. Egill mun sjálfur flytja lagið ásamt kór Grafarvogskirkju. „Lagið var sett saman nú á dögunum í jólastemmningu. Það var einmitt kyrrð yfir bæn- um, rauð kyrrð,“ segir Egill. Aftansöngnum verður sjón- varpað beint á Skjá Einum og heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is. Kyrrð er yfir bænum Aftansöngur sýndur beint á www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.