Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 41 okkar og færa okkur ró og frið ásamt óendanlega miklu þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta nær- veru hennar. Að leiðarlokum viljum við þakka þér, elsku amma Sella, fyrir hlý- hug og vináttu alla okkar ævi. Blessuð sé minning þín. Kristín Björk, Friðbert, Njáll Trausti og Jóhann Grímur. Mamma hringdi í mig föstudag- inn 13. desmber sl. og sagði mér að Sella frænka væri orðin alvar- lega veik. Þegar við hjónin komum að sjúkrabeði hennar fór hugurinn strax að fljúga aftur í tímann. Hún og Mummi maður hennar (hann var þó oftar kallaður Gvend- ur Gríms af vinum og kunningjum) voru nýflutt í nýtt hús við Fax- askjól. Hinum megin götunnar blasti fjaran og sjórinn við; sann- kallaður ævintýraheimur fyrir ungan dreng. Allar götur í hverfinu voru ómal- bikaðar, olíukynding í húsinu sem húsbóndinn einn hafði lag á. Á bak við íbúðarhúsið var stórt autt svæði sem lá upp að Sörlaskjóli og þar var nú auðvelt að fá útrás fyrir leikgleðina. Ekki var síðra sjáv- armegin þar sem hægt var að fela sig í ósnortnum gróðrinum eða bak við bát einhvers grásleppukarl- anna sem áttu útræði úr fjörunni. Gamlárskvöldin eru sömuleiðis eftirminnileg þegar kveikt var í stórri brennu við götuna og sjá mátti himininn loga yfir sjónum. Þarna bjó hún móðursystir mín allt þar til hún gat ekki séð um sig sjálf. Mummi maður frænku átti gam- alt fjós og hlöðu sem var á bakk- anum neðan heimilis þeirra. Þar gat hann sinnt bílaviðgerðum og alls konar smíðum. Þarna í hlöð- unni smíðaði Mummi í félagi við aðra 12 tonna frambyggðan bát en frambyggðir bátar voru þá algjör nýlunda hér á landi. Báturinn var síðan sjósettur í fjörunni við Faxa- skjólið. Annars var aðalstarf Mumma að aka vörubíl milli Reykjavíkurhafn- ar og Keflavíkurflugvallar. Í ná- grenni við þau bjuggu aðrir vöru- bílstjórar sem óku sömu leið. Á þessum árum sáu menn sjálfir um viðhald bíla sinna sem oft var tímafrekt. Þá var gott að eiga bóngóðan nágranna og geta farið með bil- aðan vörubíl í hlöðuna til viðgerðar eða smíðað nýjan pall. Gestrisin hjónin buðu þá oft í mat eða kaffi handan götunnar. Var þá húsmóð- irin ævinlega tilbúin með góðar veitingar en hún starfaði ekki utan heimilis eftir giftingu. Fyrir hjóna- band starfaði hún í nokkur ár á prjónastofunni Malín. Ég var svo heppinn að fá að dveljast langdvölum hjá þeim hjón- um. Aldrei sagði Sella styggð- aryrði við óþekktaranga sem oft fór ansi mikið fyrir og var örugg- lega ekki neitt „mynsturbarn“. Ég vil nota tækifærið og þakka gott atlæti. Mummi maður Sellu lést árið 1973, tæplega 55 ára. Eins og áður sagði bjó hún áfram í húsinu eftir lát hans. Árið 1997 flutti Sella á dval- arheimilið Skjól og fékk þar frá- bæra umönnun og skal hún þökk- uð. Fyrstu árin á Skjóli var Sella við þolanlega heilsu og undi sér vel í herberginu sínu með sjávarsýn. Síðustu ár barðist hún við alzheim- er-sjúkdóminn sem smám saman tók völdin og var hún komin með hugann á einhvern annan stað en við hin. Sella frænka hefur nú örugglega hitt aftur fólkið sitt sem á undan er gengið. Sál hennar nýtur þess nú að svífa um, laus við líkamann sem hún var orðin fangi í. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Sn.Hj.) Jóhann G. Guðjónsson. ✝ Kristbjörg Hall-dórsdóttir fædd- ist í Austurkoti í Reykjavík 25. mars 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 17. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldór Halldórs- son, f. 6. júní 1868 að Austurvelli í Kjalarneshreppi, d. 26. maí 1943, bóndi á Jörfa á Kjalarnesi og síðar útvegs- bóndi í Austurkoti í Reykjavík, og kona hans Guð- laug Jónsdóttir, f. 1. október 1876 í Norðurgröf í Kjalarnes- hreppi. Systkini Kristbjargar eru: Elínbjörg, f. 30. apríl 1897, d. 19. janúar 1970; Marteinn, f. 24. nóvember 1898, d. 28. júní 1963; Þorgeir, f. 10. október 1900, d. 31. júlí 1921; Jónfríður Kristbjörg, f. 17. júlí 1902, d. 12. desember 1986; Kristín Magnea, f. 23. ágúst 1905, d. 12. október 1967; Sigurður Jóhann, f. 25. mars 1907, d. 20. janúar 1980; Ásta Gísla, f. 24. mars 1907, d. 5. júlí 1997; Björn, f. 27. mars 1911, d. 11. október 1965; Ólafía Laufey, f. 19. ágúst 1912; og Gísli, f. 12. ágúst 1914. Kristbjörg bjó í Reykjavík alla sína ævi, fyrst í for- eldrahúsum í Aust- urkoti við Faxa- skjól, síðan í nokkur ár á Lauga- vegi 54 og í Rauða- gerði 20 með eig- inmanni sínum síðustu 40 árin. Í ágúst 1948 gift- ist Kristbjörg eftir- lifandi eiginmanni sínum Leifi Jóhann- essyni rakarameist- ara, f. 14. desember 1918. Hann er sonur hjónanna Jóhannesar Lárusar Lynge Jó- hannssonar, f. 14. nóvember 1859, d. 6. mars 1929 prests að Kvennabrekku í Dölum og Guð- ríðar Helgadóttur, f. 9. nóvem- ber 1873, d. 21. febrúar 1958. Kristbjörg var heimavinnandi húsmóðir en vann að auki að verslunarstörfum, fyrst í Herra- búðinni við Skólavörðustíg og síðar í Verslun Guðsteins Eyj- ólfssonar í um 30 ár eða þar til hún hætti störfum vegna aldurs 1988. Útför Kristbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju á morg- un, mánudaginn 23. desember, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Á morgun, 23. desember, verður kvödd hinstu kveðju móðursystir mín, Kristbjörg Halldórsdóttir. Kristbjörg, eða Bíbí eins og hún var alltaf kölluð, lést södd lífdaga á Hjúkrunarheimilinu Eir 17. des. sl. þar sem hún hafði dvalið í góðu yf- irlæti við einstaka umönnun og hlýju alls starfsfólks í rúmt ár. Heilsu hennar hafði þá hrakað svo mjög að Leifi Jóhannessyni, eig- inmanni hennar, var um megn að annast hana lengur. Vil ég nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki á 2N fyrir alla hjúkrun og hjálpsemi við hana þann tíma sem hún dvaldi á Eir. Bíbí tók heilsuleysi sínu með því æðruleysi sem henni einni var lagið, en það sem angraði hana mest í sambandi við það, var að hún var ekki lengur fær um að taka al- mennilega, eins og hún orðaði það, á móti gestum. Gestrisni Bíbíar var við brugðið og hafði hún yndi af því að bjóða til sín frændfólki og vinum og var hvergi betra að koma en til hennar, hvort heldur er varðaði við- mót eða viðurgjörning. Bíbí frænka var elskuð og dáð af öllu sínu frændfólki og vinum ung- um sem öldnum, enda umvafði hún alla með hlýju sinni og hugsunar- semi og mátti aldrei neitt aumt sjá. Bíbí var alin upp í hópi tíu systk- ina en missti einn bróður sinn, Þor- geir, er hann var aðeins 21 árs, en hann lést af slysförum í Kaup- mannahöfn á stríðsárunum og var hann mikill harmdauði öllu sínu fólki. Mikill og einlægur vinskapur var milli systkinanna, en þau bjuggu í Austurkoti við Faxaskjól í Reykja- vík þegar Bíbí fæddist. Þar hjálp- uðust allir að við vinnuna sem bæði var búskapur svo og vinna við fisk- verkun, en Halldór afi reri til fiskj- ar, því Austurkot var alveg við fjöruborðið. Öll fjölskyldan hjálp- aðist því að við að afla lífsviðurvær- is þó að smám saman fækkaði svo á bænum eftir því sem eldri börnin fluttu að heiman. En alltaf var líf og fjör í Austurkoti og jafnan mikill gestagangur frændfólks og vina af Kjalarnesinu og víðar. Ég man eftir Bíbí frænku frá því ég var smástelpa því að um leið og mamma þurfti á hjálp að halda var Bíbí mætt með hlýjan faðminn og brosið bjarta sem yljaði öllum um hjartarætur, jafnt börnum sem full- orðnum. Eins var með önnur systk- ini hennar; Bíbí kom alltaf til hjálp- ar og uppörvunar þar sem þörf var á slíku. Hún elskaði börn, og þar sem henni og Leifi Jóhannessyni eig- inmanni hennar varð ekki barna auðið, úthellti hún elsku sinni og hlýju yfir systkinabörn sín og börn þeirra, sem syrgja nú uppáhalds- frænku sína og vin. Hún giftist Leifi í ágúst 1948 og bjuggu þau fyrstu hjúskaparárin í kjallaranum á Laugavegi 54. Þar var alltaf stöðugur gestagangur, því Laugavegurinn var þá ein aðal- verslunargatan í Reykjavík og á vísan að róa með móttökur hjá Bíbí. Síðar byggðu þau sér íbúð þá sem þau hafa búið í sl. 40 ár, í Rauða- gerði 20. Þau hjónin voru mjög samhuga um að að búa sér fallegt heimili og var Bíbí einstaklega lagið að gera umhverfi sitt fallegt og fágað, enda mikill fagurkeri og var tiltekið hversu öllu var smekklega fyrir komið á heimili þeirra og hver hlut- ur valinn af alúð. Samband þeirra hjóna var ein- staklega fallegt og má segja að þau hafi lifað fyrir hvort annað og með hvort öðru. Leifur er t.d. mikill hestamaður og reyndi Bíbí mikið að fá bakteríuna líka. Þau keyptu handa henni hest og hún fór í út- reiðartúra með Leifi, en allt kom fyrir ekki. Hún var alltaf hálf- hrædd, bæði við hestana og svo að detta af baki, þannig að sú tilraun misheppnaðist. Hún samgladdist í staðinn Leifi og studdi hann í þessu áhugamáli hans. Þau höfðu hins vegar bæði mikla unun af ferðalög- um og ferðuðust mikið bæði innan- lands og utan og fóru t.d. oft til Danmerkur þar sem þau áttu góða vini en Leifur lærði rakaraiðn í Danmörku og varð innlyksa þar öll stríðsárin. Nú síðustu árin hefur Leifur svo stutt og hlúð að Bíbí og heimsótt hana á hverjum degi upp á Eir og borðað með henni hádegismat. Missir Leifs er mikill og söknuður- inn sár, en það linar sorgina að vita að nú er Bíbí búin að fá hvíld frá veikindum sínum og hvílir í friði hjá Guði. Um leið og ég þakka frænku minni allan hennar umvefjandi kær- leika bið ég góðan Guð að styðja og styrkja Leif í sorginni og að blessa minningu Kristbjargar Halldórs- dóttur. Helga Guðmundsdóttir. KRISTBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR Faðir okkar, FRIÐRIK JÓNASSON kennari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. desember kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja, Björk Helga Friðriksdóttir, Jóhanna Arnljót Friðriksdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug og studdu okkur við andlát og útför elsku mannsins míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, BJÖRNS A. BJARNASONAR, Funalind 13, Kópavogi. Helga Axelsdóttir, Drífa Björnsdóttir, Ingimundur Þ. Guðnason, Dröfn Björnsdóttir, Árni Árnason, Helga B. Björnsdóttir, Guðmann Elísson, Axel J. Björnsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við sendum hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur einstaka hlýju og samúð við andlát og útför ástkærs sonar okkar, SÍMONAR ÁSGEIRS GRÉTARSSONAR. Hlýhugur ykkar var okkur mikill styrkur. Góður guð blessi ykkur, gefi ykkur gleðileg jól og far- sælt komandi ár. Grétar Símonarson, Guðbjörg Sigurðardóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát systur minnar, JÓHÖNNU ÞORLEIFSDÓTTUR, Boðagranda 7, Reykjavík. Kristín Þorleifsdóttir og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, KRISTBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, Rauðagerði 20, lést þriðjudaginn 17. desember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 23. desember kl. 10.30. Leifur Jóhannesson. Þökkum innilega samúð, vináttu og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, LILJU MATTHILDAR FRANSDÓTTUR frá Króki, Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki dvalarheimilisins Lundar á Hellu. Guð veri með ykkur. Ingólfur Guðmundsson frá Króki, Hólmfríður Rannveig, Ólafur Sigfússon, Ingólfur Magnússon, Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.