Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TALNINGA- VOGIR Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is  Léttu þér vinnuna í talningunni!  Auðveld í notkun  Vog á fínu verði Hafðu samband eða skoðaðu www.eltak.is UNDANFARIN misseri hafa mikil átök geisað á íslenskum fjár- málamarkaði með tilkomu stækk- andi hlutabréfamarkaðar, sölu ríkis- fyrirtækja og samþjöppunar fjármagns. Þessi bók fjallar að nokkru leyti um siðferði í því um- hverfi. Höfundur telur sig hafa verið illa svikinn í viðskiptum en það olli honum miklu fjárhagstjóni og gerði hann næstum gjaldþrota. Einnig missti hann af mikilvægu tækifæri til frama. Lög voru ekki brotin en trún- aður, traust og drengskapur. Bogi Þór Siguroddsson var fjár- málastjóri Húsasmiðjunnar í Reykjavík á árunum 1997 til 2000 og forstjóri fyrirtækisins frá árinu 2000 til júní á þessu ári. Í fyrri hluta bók- arinnar rekur hann vöxt fyrirtækis- ins. Á þessu fimm ára tímabili fjölg- aði sölustöðum þess úr fjórum árið 1997 í 23 um mitt ár 2002, bæði í Reykjavík og úti á landi, og eigið fé þess þrefaldaðist á sama tíma úr tólf hundruð milljónum árið 1997 í tæpa fjóra milljarða um mitt ár 2002 er höfundur var neyddur til að láta af störfum. Hann átti, að eigin sögn, mikinn þátt í vel- gengni fyrirtæk- isins enda lagði hann sig allan fram í störfum sínum. Bogi Þór átti sér drauma um mikinn fjár- hagslegan ávinn- ing af starfi sínu, meðal annars með því að eignast hlutabréf í fyrirtækinu. Síðla árs 2000 hóf hann að vinna að undirbún- ingi fjármögnunar á eigin yfirtöku á því með það í huga að bjóða sínum nánustu samstarfsmönnum í fram- kvæmdastjórninni þátttöku. Hann vann málið í nánu samstarfi við fjár- málastjórann en hélt öðru starfsfólki utan við undirbúninginn vegna þess að óvíst var hvort nægilegt fjármagn fengist til að gera yfirtökuna mögu- lega. Á þessum tíma vildu aðaleig- endur fyrirtækisins selja sinn hluta ef viðunandi verð byðist en hluta- bréfamarkaðurinn var þá í lægð. Í byrjun júní á þessu ári fór Bogi Þór utan í frí með fjölskyldunni. Eft- ir nokkura daga dvöl fékk hann til- kynningu símleiðis frá Íslandi um að búið væri að selja Húsamiðjuna og að kaupendurnir væru einn nánasti samstarfsmaður hans, fjármálastjór- inn í Húsasmiðjunni, og félagar hans og að Bogi Þór fengi ekki að taka þátt í kaupunum en yrði að láta af störfum sem forstjóri. Þetta var mik- ið áfall bæði persónulegt og fjár- hagslegt. Höfundur heldur því fram að fjármálastjórinn hafi vísvitandi setið á svikráðum við sig. Einnig er hann mjög ósáttur við þátt Búnaðar- bankans sem fjármögnunaraðila í yf- irtökuferlinu og þykir samskiptin við ráðamenn þar hafa verið óhrein- skiptin og óhreinlynd. Bókin er fyrst og fremst uppgjör við tvo samstarfs- menn hans, fjármálastjórann og for- verann á forstjórastóli og einn þriggja fyrrverandi aðaleigenda fyr- irtækisins. Í bókarlok eru hugleiðingar um viðskiptasiðferði. Þar segir að grundvallarforsendur markaðshag- kerfisins séu þær að farið sé að lög- um og reglum og að þátttakendur séu heiðarlegir. Stjórnendur ávinni sér völd, áhrif og virðingu sem ekki er hægt að kaupa. Þó séu ávallt ein- hverjir sem ná ekki að hasla sér völl eftir þessu leiðum og beiti því „fanta- brögðum og svikum“ (s. 223) og virð- ast geta náð langt séu þeir nægilega ófyrirleitnir. Höfundur segist hafa hugsað mikið um viðskiptasiðferði eftir ófarir sínar enda reynt að lifa eftir þeirri reglu að koma fram við fólk eins og hann vildi að það kæmi fram við sig. Honum finnst óskiljan- legt að hámenntað fólk geti verið jafn firrt siðferði og hann fékk að reyna í samskiptum við samstarfsmenn sína í Húsasmiðjunni. Í bókarlok vitnar hann í prédikanir sr. Hjálmars Jóns- sonar dómkirkjuprests frá síðast- liðnu sumri þar sem meðal annars er fjallað um viðskiptasiðferði og bent er á að sumt fólk sé tilbúið til þess að fórna jafnvel sálinni fyrir auðævi. Frásögn bókarinnar er skilmerki- leg og ljóst er að höfundi liggur mikið á hjarta. Full ástæða er til að minna fólk á að temja sér heiðarleika í um- gengni við annað fólk og í viðskipt- um. Það er hins vegar mikill galli við efnistökin að aðili að mjög erfiðu deilumáli skuli vera höfundur bókar- innar. Þó að lesandinn fái ósjálfrátt nokkra samúð með höfundi hafa öll deilumál tvær hliðar. Lesandinn fær ekki innsýn í sjónarhorn þeirra sem höfundur telur sig eiga sökótt við og þeir geta heldur ekki svarað fyrir sig. Frásögnin hefði verið trúverð- ugri ef óháður aðili hefði fjallað um málið og sett fram sjónarmið beggja aðila og reynt að setja fram eigið mat. Um viðskiptasiðferði BÆKUR Viðskipti 253 bls. Útg.: Sigur í samkeppni, 2002. FJANDSAMLEG YFIRTAKA Bogi Þór Siguroddsson Kjartan Jónsson BARN er oss fætt, Jólaóratoría eftir John Speight, verður flutt í Hall- grímskirkju á tónleikum í dag kl. 17.00. Tónleikarnir verða sendir út í beinni útsendingu á Rás eitt, en jafn- framt til fjölmargra Evrópulanda sem eiga samstarf við Ríkisútvarpið í Evrópusambandi útvarpsstöðva. Verkið hefur verið tilnefnt til Ís- lensku tónlistarverðlaunana. Flytj- endur á tónleikunum verða Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir alt, Garðar Thor Cortes tenór, Benedikt Ingólfsson bassi, Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit Hallgrímskirkju, en stjórnandi er Hörður Áskelsson. John Speight samdi verkið fyrir Hörð og kóra Hallgrímskirkju, eins og hann skrifar á titilsíðu verksins. Hörður frumflutti það með sínu fólki í Hallgrímskirkju í desember í fyrra. „Glæsileg og áhrifamikil jólaóratóría“ var yfirskrift umsagnar Jóns Ás- geirssonar í Morgunblaðinu eftir frumflutninginn. Hann sagði meðal annars: „Tónmál Jóla- óratóríunnar eftir John A. Speight er bæði áhrifamikið og vel unnið og felur í sér vel yfirvegað samspil ómblíðrar og ómstríðr- ar hljómskipunar.“ Textar verksins eru teknir úr heilagri ritn- ingu, aðallega úr Spá- dómsbók Jesaja og Lúkasarguðspjalli. Verkið skiptist í þrjá hluta og lýkur á dýrð- arsöng englanna á Betlehemsvöllum. John Speight segist ekki vita ennþá hvaða þýðingu það muni hafa fyrir hann og verkið að það hljómar í eyrum milljóna í dag. „Ég hef ekki hugmynd. Maður vonar þó alltaf að það komi viðbrögð eftirá, og að einhverjir sýni tónlistinni áhuga og vilji jafnvel flytja verkið annars stað- ar. Það sem er mest spennandi fyrir mig, er það að ég er búinn að skrifa fjölskyldu minni og vin- um í Englandi og láta þau vita af þessu, – tón- leikarnir verða sendir út á BBC og vinir og vandamenn þar geta þá hlustað á það sem ég er að gera hér.“ John Speight segir að það sé talsvert öðru vísi að takast á við verkið nú, en var fyrir frumflutn- inginn fyrir ári- .„Strengjasveitin er stærri í ár, og hljóm- urinn því miklu fyllri. Ég finn líka að flutningurinn er afslappaðri núna og meiri breidd í honum. Hörður gefur tónlistinni þann tíma sem hún þarf í flutningnum, og það er mjög gaman fyrir mig. Sjálfur hef ég ekki breytt neinu. Ég er ekki eitt af þessum tón- skáldum sem er stöðugt að breyta og pússa; – það sem ég skrifa stendur.“ Tónleikagestum er ráðlagt að koma tímanlega í Hallgrímskirkju. Íslensk Jólaóratoría hljómar um alla Evrópu John Speight ÞAÐ var fjölmennt í húmaðri Kópavogskirkju á fimmtudagskvöld, þegar kammerhópurinn Camerarct- ica hóf sína árlegu jólatónleika Moz- art við kertaljós. Tvö verk voru leik- in, Kvartett í G-dúr fyrir flautu og strengi eftir Jóhann Christian Bach og Kvintett í A-dúr fyrir klarinettu og strengi eftir Mozart. Jóhann Christian Bach var yngsti sonur Jóhanns Sebastians, og voru faðir hans og elsti bróðir, Carl Philip Emanuel Bach, hans fyrstu kennar- ar. Hann átti eftir að verða mikilsvirt tónskáld og gera víðreist; starfaði um tíma á Ítalíu, en settist síðar að í London og naut mikillar velgengni og frama fyrir tónlist sína. Mozart var aðeins strákhnokki þegar hann kom til London og kynntist Lund- úna-Bach eins og hann er oft kall- aður, og þau kynni höfðu mikil áhrif á Mozart, sem mat hann mikils og tók sér til fyrirmyndar í tónlistinni. Það var því vel viðeigandi að tefla verkum þessara tveggja meistara saman á tónleikum. Camerarctica byrjaði á Bach og fyrsti þátturinn rann ljúflega í léttri spilamennsku. Trillur og skraut ein- kenna fyrsta þátt verksins og tókst hópnum með leikandi spilamennsk- unni að laða fram talsverða heiðríkju í flutningnum. Hægi þátturinn var þokkalega leikinn, en nokkuð dauf- ur. Í þriðja þætti verksins var létt- leikinn hins vegar fyrir bí; hann var of þunglamalegur, strengirnir eins og þrír stakir hljóðfæraleikarar en ekki einn þriggja manna hópur og í flautuna vantaði meira flæði. Það var verið að spila allt of margar nótur, en allt of lítið af músík. Það vantaði hreinlega meira rennsli, léttleika og lipurð. Mozart fór líka vel af stað, eins og Bach, og tilfinning hljóðfæraleikar- anna fyrir því verki auðheyrilega næmari en var fyrir Bach. Það má kannski skjóta því inn í að það er synd að heyra ekki meira af verkum sona Bachs, svo ágæt tónskáld sem þeir voru. Sennilega gjalda þeir þess hver yfirburðamaður faðir þeirra var, og hve stutt var í yfirburða- manninn Mozart. En klassíski tím- inn hefði tæpast orðið samur hefði þeirra ekki notið við. Hægi þátturinn í kvintett Mozarts var músíkalskt leikinn og var það besta á tónleik- unum. Í síðustu þáttunum tveimur var klarinettan orðin broti úr tóni hærri en strengirnir og það hljómaði verulega truflandi. Það voru óþarfa mistök því að baki var músíkalskur leikur Ármanns Helgasonar á klar- inettið og fínn samleikur strengjanna fyrir utan svolitla hnökra í kadensu, þar sem hópurinn var ósamtaka. Það var falleg stemmning í kerta- ljósinu í kirkjunni, en Camerarctica hefur oft leikið betur. Bach í skugga Mozarts TÓNLIST Kópavogskirkja Camerarctia lék Kvartett fyrir flautu og strengi eftir Jóhann Christian Bach og Kvintett fyrir klarinettu og strengi eftir Mozart. Hljóðfæraleikarar voru Hallfríður Ólafsdóttir á flautu, Ármann Helgason á klarinettu, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlur, Guð- mundur Kristmundsson á víólu og Sig- urður Halldórsson á selló. MOZART VIÐ KERTALJÓS Bergþóra Jónsdóttir Afhverju Hvern- igson og regnbog- inn er eftir Elínu Arnar. Myndhöf- undur er Hans Al- an. Afhverju Hvern- igson er frá Spurn- ingalandi en Viskudrottningin hefur falið honum að hjálpa börn- unum á jörðinni með ýmsar spurn- ingar sem þau eru að glíma við og í kjölfarið hefst viðburðaríkt ferðalag. „Ævintýri Afhverju og vina hans minnir okkur á hvað það er gaman að vera áhugasamur um lífið og tilveruna og að spurningar geta verið til alls fyrstar,“ segir í fréttatilkynningu. Elín gaf nýlega út aðra bók sem nefnist Koss götunnar og fjallar um fíkniefnaheiminn á Íslandi. Útgefandi er Salka. Bókin er 40 blaðsíður, prentuð hjá Prentmet. Verð: 1.380 kr. Börn Mat á skólastarfi – handbók fyrir skóla er eftr Steinunni Helgu Lárusdóttur. Kverið fjallar um mat á skóla- starfi og er tilraun til þess að styðja starfsfólk skóla við að meta jafnt einstaka starfsþætti sem og starfið í heild á formlegan og kerfisbundinn hátt. Ekki er gert ráð fyrir að lesendur hafi sérstaka þekk- ingu á mati. Í Mati á skólastarfi hefur verið tekið mið af þeirri lagastoð sem matið hef- ur. Með hliðsjón af lögunum er lögð áhersla á þann tvíhliða tilgang mats- ins að nýta það til umbóta í skóla- starfinu og upplýsa um það starf sem fram fer í skólum. Steinunn Helga er lektor við Kenn- araháskóla Íslands. Hún hefur sér- hæft sig í mati á skólastarfi og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um efnið. Útgefandi er Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Ritið er 84 bls., prentað í Hagprent. Verð: 2.000 kr. Skólastarf Stafrófsspjaldið er byggt á lesbók- inni Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli eftir Berg- ljótu Arnalds. Á spjaldinu, sem er plastað, er hver stafur sýndur bæði stór og lítill og mynd fylgir hverjum staf til útskýr- ingar. Myndirnar eru litríkar og líflegar. Spjaldið er hannað þannig að bæði er hægt að hengja það uppá vegg og eins nota sem diskamottu eða borð þar sem barnið leikur sér við að teikna og lita. Útgefandi er Virago. Verð: 990 kr. Ævintýri í Jökul- heimum er fyrsta bók Ingvars Sig- urðssonar. Sögu- persónurnar, systkinin Sunna og Máni, fara í skíðaferð á Snæ- fellsjökul. Þar upphefst ævintýri sem er ofar skilningi nútímamanna. Bárður Snæfellsás, rammgöldróttur landnámsmaður sem hvarf í jökul- inn fyrir eitt þúsund árum, fangar þau inn í furðuheima goða og jötna. Til að komast til baka, inn í heim mennskra manna, verða systkinin að leysa af hendi erfitt verkefni. Höfundur notast við nöfn og heimildir úr Bárðarsögu Snæfells- áss. Einnig er stuðst við hugmyndir úr norrænni goðafræði. Í nokkrum tilfellum hefur höfundur breytt lít- illega út frá sögulegum heimildum svo þær falli betur að skáldsög- unni. Í bókarlok er kafli um uppruna rúnanna. Höfundur myndskreytir bókina, gefur hana út og dreifir. Á vefsíð- unni ljosbra.is hægt að kynna sér efni bókarinnar og skoða allar myndir úr henni. Bókin er 63 bls., prentuð í Litróf. Verð: 2.400 kr. Börn Bjöllur og títur eftir Jen Green er í bókaflokknum Skoðum náttúr- una. Gissur Ó. Erl- ingsson og Örn- ólfur Thorlacius þýddu. Í þessari bók eru mörg for- vitnilegustu atriðin í lífi bjalla og títna tekin til athugunar, frá því hvernig lík- amir þeirra starfa – og taka stórkost- legum breytingum við hvert þrep í lífs- ferlinum – að fæðuöflun og bardagaaðferðum, dulbúnaði og að- ferðum til að laða að sér maka. Nær- myndatökur birta leyndardóma smá- dýraveraldarinnar. Rammagreinar segja frá bjöllum og títum í goðsögn- um, bókmenntum og kvikmyndum. Bókin geymir meira en 200 litmyndir, auk teikninga sem sýna innri gerð skordýranna og hvernig líffæri þeirra starfa. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 64 bls. Verð: 2.380 kr. Dýraríkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.