Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 57
STÆRSTA rokksveit í heimi stend- ur á vissum tímamótum um þessar mundir. Hún gerir upp fortíð sína, leggur á borðið það vinsælasta sem hún hefur sent frá sér og býður okk- ur að vega það og meta, lög sem öll eiga það sameiginlegt að vera flest- um kunn, eru svo fjarri okkur í tíma en nærri í minningunni. Í haust kom út önnur safnplata sveitarinnar sem inniheldur vinsæl- ustu lög U2 á árunum 1990–2000 og líkt og hefð er nú að verða þá fylgdi mynddiskur, svo til með sömu lög- um, ekki langt á eftir. Hluti af því sem haldið hefur svo lengi lífi í U2 eru hinar stöðugu endurnýjanir, sem fyrst og fremst eru tilkomnar vegna listræns rótleysis Bono og Edge. Þessa rótleysis, þessara stöðugu breytinga, ekki bara á tónlistinni, heldur öllum öðrum áherslum eins og klæðnaði, stíl og ímynd er hvað best að greina á myndböndum sveit- arinnar. Öll hafa þau verið unnin af nokkrum af þeim virtustu í faginu, eins og Kevin Godley, Stephane Sednaoui, Maurice Linnane og hirð- stílista þeirra, ljósmyndaranum Ant- on Corbijn en einnig hafa U2 menn orðið þess heiðurs aðnjótandi, eða öf- ugt, að hafa fengið Wim Wenders til að gera fyrir sig myndband („Stay (Faraway So Close)“). Þótt þau séu misjafnlega vel heppnuð, eru inn á milli nokkur af þeim eftirminnileg- ustu frá umræddum áratugi, eins og t.d. ofureinfalt en áhrifaríkt mynd- band Corbijns við „One“ þar sem buffalóar hlaupa í hægmynd allan tímann. Aukalega eru síðan nokkrar stuttar heimildarmyndir og umsagn- ir frá leikstjórum myndbandanna. Bestu lög U2 1990–2000 á mynddiski Meðlimir U2 hafa löngum þótt hafa auga fyrir hinu myndræna eins og tón- leikar þeirra gefa glöggt til kynna. Svo fjarri svo nærri FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 57 Laugavegi 54, sími 552 5201             ÓL Í FLASH Hálfsíðar ullarkápur áður 12.990 nú 9.990 Stærðir 36-48 Listhúsinu, Engjateigi 17-19 Síminn er: 552 5540 bokabud@simnet.is LANG ÓDÝRASTA BÓKABÚÐIN Opið til 22 í kvöld og 23 annað kvöld. RÚNAR Freyr Gíslason er einn hinna sex leikara, sem eiga eftir að svipta sig klæðum annan í jólum þegar söngleikurinn Með fullri reisn verður frumsýndur á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Já, þeir ætla að fara úr hverri einustu spjör enda leika þeir at- vinnulausa stálsmiði frá tilbúna landsbyggðarþorpinu Hafnarvík, sem fá þá hugmynd að slá karl- strippurum að sunnan við og halda eigin nektarsýningu. „Þeir grípa til þessa örþrifaráðs enda búnir að vera lengi atvinnulausir,“ segir Rúnar Freyr. Hann leikur hinn fráskilda Gunn- laug Leifsson í leikritinu, sem á 12 ára son er hann getur ekki umgeng- ist eins mikið og hann vill því hann getur ekki greitt meðlagið. En hvernig skyldi hafa gengið hjá leikurunum og tilvonandi nekt- ardönsurum í líkamsræktinni? „Við erum meira eins og í myndinni. Við erum þarna, förum í pottinn og slökum á. Það er ekki síður mikil- vægt að vera alveg rólegur og vel upplagður þegar maður fer úr öll- um fötunum á Stóra sviðinu,“ út- skýrir hann og segir að andlegi þátturinn sé nokkur hindrun í strippferlinu. „Þegar við vorum að æfa þetta í fyrsta skipti var ekki búið að æfa ljósin þannig að við stóðum þarna berir í algjörri dagsbirtu,“ segir Rúnar Freyr. Hann segir þó að sexmenning- arnir hafi framan af verið í nærbux- unum á æfingum en ekki farið úr öllu. „Svo kom að þessu í vikunni. Við þurftum að fara að kýla á þetta. Starfsfólk Þjóðleikhússins hefur fengið að sjá þetta hingað til. Svo komast almennir áhorfendur í her- legheitin annan í jólum.“ Hann segir þetta ennþá erfitt og finnur hraðan hjartslátt við að fara úr fötunum. „En fyrsta skiptið er alltaf erfiðast.“ Einnig er dansað í söngleiknum. „En þetta eru allt stálsmiðir. Þeir mega alveg vera lélegir. Það var dálítið annað í Syngjandi í rigning- unni þegar ég átti að vera Gene Kelly og þurfti að læra að steppa. Dansinn á að vera heimatilbúinn. Þeir semja dansinn sjálfir.“ Sexmenningarnir standa því á sviðinu eins og þeir koma til dyr- anna. „Við erum þarna, feitir og mjór, hvítir og brúnir, bara eins og við erum. Við förum í líkamsrækt til að ná upp þoli. Þessir menn eiga ekki að vera nein vöðvabúnt eins og strippararnir að sunnan,“ segir Rúnar Freyr. Hann óttast ekki svefnlausar næt- ur yfir jólin af ótta við fyrirhugaða nekt. „Ég held ég verði tiltölulega rólegur þegar ég borða jólasteik- ina. Það gengur líka allt vel. Þetta er svo skemmtilegt handrit.“ Rúnar Freyr segist ekki halda að konur hafi endilega meira gaman af nektarsýningunni í leikritinu en karlar. „Ég held að karlarnir eigi allavega eftir að hlæja meira að okkur. Við erum eins og fífl þarna,“ segir hann og bætir við hlæjandi: „Fólk verður ekki fyrir von- briðgum,“ og má ætla að strákarnir geti staðið fyrir sínu. Söngleikurinn er eftir Terrence McNally og David Yazbek og er að sjálfsögðu byggður á hinni vinsælu kvikmynd The Full Monty. Æfingar standa yfir á Með fullri reisn í Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Golli Strákarnir rækta bæði sálina og líkamann í Planet Reykjavík. Sexmenn- ingana leika Rúnar Freyr Gíslason, Baldur Trausti Hreinsson, Kjartan Guðjónsson, Ólafur Darri Ólafsson og Atli Rafn Sigurðarson en á myndina vantar Arnar Jónsson. Úr hverri spjör Söngleikurinn Með fullri reisn verð- ur frumsýndur á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu annan í jólum. TVÆR af ástsæl- ustu myndum Ágústs Guð- mundssonar kvikmyndagerð- armanns voru á dögunum gefnar út á mynddiskum í fyrsta sinn. Eru þær hans nýjasta, verðlaunamyndin Mávahlátur og hans vinsælasta, metaðsókn- armyndin Með allt á hreinu. Mávahlátur fékk góðar viðtökur er hún var sýnd hérlendis á síðasta ári og sópaði að sér helstu Eddu-verðlaununum. Hún hefur einnig hlotið allnokkur verð- laun á erlendum hátíðum; Ugla Eg- ilsdóttir valin besta leikkonan á Kar- lovy Vary hátíðinni tékknesku og nú á dögunum hlaut myndin dómnefnd- arverðlaun á Norrænu kvik- myndahátíðinni í Lübeck í Þýska- landi. Búið er að selja myndina í myndbanda- og mynddiskadreifingu til Bandaríkjanna og helstu sjón- varpsstöðvar í Evrópu hafa að auki keypt sýningarrétt á henni. Á mynddiskinum er auk mynd- arinnar ítarefni á borð við ónotuð atriði, svipmyndir frá tökum, sýn- ishorn og ljósmyndir. Í ár eru liðin 20 ár síðan með allt á hreinu var frumsýnd og þótti því við hæfi að fagna áfanganum með veg- legri mynddiskaútgáfu. Auk myndarinnar er þar að finna ítarefni á borð við hreint óborg- anlega fyndnar viðræður helstu að- standenda um myndina, tilurð henn- ar og allar þessa ódauðlegu frasa, ljósmyndaalbúm, gagnrýni og síðast en ekki síst nýja heimildarmynd eft- ir Ragnar Bragason sem kallast Óð- ur til Með allt á hreinu, en þar reyn- ir Ragnar að varpa ljósi á snilldina á bak við myndina og þau djúpu áhrif sem hefur haft á landsmenn í gegn- um tíðina. Ef að líkum lætur eru margir sem telja útgáfu þessa tíma- bæra mjög því á ófáum heimilum er til útjaskað myndband sem löngu er komið á síðasta snúning enda mynd- in fræg fyrir að vera ein af þesssum örfáu sem virðist vera hægt að horfa endalaust á. Með allt á hreinu og Mávahlátur á mynddiski Stuðmannamyndin eina og sanna er komin á mynddisk. Ugla Egilsdóttir sló í gegn fyrir túlkun sína á Öggu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.