Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARSÓLIN og kuldinn er titill bókar Þorvarðar Hjálmarssonar þar sem hann fléttar saman heim- spekilegri og bókmenntalegri hug- leiðingu um tilvistarheimspeki franska rithöfundarins Albert Camus. „Camus er einn þeirra höfunda sem maður las ungur að árum og vakti mann til vitundar um gildi góðra bókmennta. Honum er erfitt að gleyma. Á síðari árum hefur leið- in legið til hans á ný,“ segir Þor- varður sem leggur eina þekktustu skáldsögu Camus, Útlendinginn, til grundvallar umfjöllun sinni. Grundvallarspurningar um tilveruna „Í verkum sínum fæst hann við grundvallarspurningar um mann, heim og líf. Í Útlendingnum fæst hann við hinn framandi mann sem er bæði framandi sjálfum sér og öðrum mönnum. Hann skynjar tilveru sína sem utanaðkomandi eða ókunnur maður í heiminum, sem er framandi siðvenjum, trúarbrögðum og rétt- lætisboðum þeim sem ríkja í mann- legu samfélagi. Bókin er skrifuð á miklum óvissutímum í Evrópu, heimsstyrjöldin síðari er að skella á og í hönd fara miklir siðferðilegir umbrotatímar. Tilvistarstefnan fær byr undir báða vængi um þessar mundir, og eitt helsta boðorð henn- ar er, að þú ert það sem þú gerir. Athafnir þínar segja alla söguna um þig, hver þú raunverulega ert. Út- lendingurinn er öðrum þræði rann- sókn á þessari staðhæfingu. Það kemur nefnilega í ljós í sögunni að annað fólk les sínar eigin hugsanir inn í athafnir annarra manna. Oftar en ekki eru þær hugsanir langa vegu frá sannleikanum og eiga í raun ekki við nein rök að styðjast. Við erum hvert og eitt framandi á okkar eigin hátt, eig- um okkur okkar eigin heim sem við veitum engum aðgang að nema okkur sjálfum. Fordómar eru því mið- ur ríkjandi þáttur í mannlegum sam- skiptum og fordómar brengla dómgreind okkar. Við hræðumst það ókunna og dæmum það hart sem við skilj- um ekki. Við fellum dóma um annað fólk áður en við gerum okk- ur grein fyrir því að það eru okkar eigin fordómar sem ráða ferðinni og for- dómarnir stjórna þannig dóm- greind okkar meir en góðu hófi gegnir. Við verðum að geta sett okkur í spor annarra manna áður en við kveðum upp dóma um athafn- ir þeirra og líf.“ Uppreisnarmaður í eðli sínu Albert Camus var fæddur af frönsku foreldri en ólst upp í Al- geirsborg í Alsír í Norður-Afríku sem á þeim tíma var frönsk nýlenda. „Sem ungur námsmaður í Al- geirsborg las Camus samlanda sinn heilagan Ágústínus og hann hafði mótandi áhrif á hugsun hans alla tíð. Ágústínus fjallar um hin hinstu rök og um dóminn sem allir menn hljóta að lokum fyrir líf sitt. En Camus var í eðli sínu uppreisn- armaður sem reis upp gegn algild- um lausnum og skylduboðum. Hann var af fátæku bergi brotinn, ólst nánast upp við örbirgð sem átti eftir að setja svip á hann ævina á enda. Camus gleymdi aldrei fátækling- unum á götunni í Algeirsborg og honum sveið sárt kúgun þeirra og umkomuleysi. Hann vildi að kirkjan opnaði dyr sínar fyrir þeim og berð- ist fyrir samfélagslegu réttlæti öllum til handa. Fyrir honum var þetta fólk rænt allri náð, en það er einmitt náð Guðs sem Ágústínus boðar svo fallega í verkum sín- um, einkum í Borg Guðs sem er eitt af höfuðritum kristinnar trúar. Annar trúar- heimspekingur sem hafði milkil áhrif á hinn unga Camus var Sören Kierkegaard. Camus var svo heill- aður af verkum þessa danska hugsuðar að hann nefndi hundinn sinn eftir honum. Nietzsche var honum opinberun líka og svo Kristur, gríska goðsag- an og raunar allur hinn forni hug- myndaheimur Forn-Grikkja.“ Samfélagsleg heimspeki „Í tilvistarheimspeki Camus er lífið miðjan. Það er heilagt og ein- hverskonar frumspekilegt minni í öllum verkum hans, jafnt ritgerðum sem sögum,“ segir Þorvarður. „Camus var harður andstæðingur afstæðishyggju og í huga hans var lífið það sem máli skiptir. Við byggj- um dóma okkar á helgi lífsins. Hver og einn hefur rétt til að lifa lífinu á þann veg sem hann kýs, ef hann brýtur ekki á rétti annarra manna. Tilvistarspekin er samfélagsleg heimspeki, fjallar um líf mannsins í heiminum og í samfélagi manna. Samfélagslegt réttlæti skiptir höf- uðmáli. En Camus leitaði að einingu manns og heims, samræmi heimsins sem hann kallaði svo. Við erum hluti af náttúrunni sem við erum sprottin úr, náttúruverur. Samt er erfitt að skilgreina tilgang okkar vegna þess að skynjun okkar gerir það að verkum að við erum fram- andi náttúrufyrirbærunum sem um- lykja okkur á alla vegu. Við erum náttúruverur með hugann fullan af spurningum um lífið og tilveruna og í krafti þeirra spurninga sköpum við okkur hugmyndaheim og trú samkvæmt Camus. Við erum ekki blóm, og við erum ekki sólin heldur. Að vera eitt með sólinni eins og blómið gengur ekki upp vegna þess að við erum ekki ein og stök, við lif- um í samfélagi við aðra menn og þörfnumst siðferðis, algildra mæli- kvarða til að móta líf okkar eftir. Þessi algildi mælikvarði var lífið sjálft og hvernig því er lifað í huga Alberts Camus.“ Liggur enn á fólki eins og mara Þorvarður segir bók sína vera virðingarvott við Albert Camus og heimspeki hans. „Hann hafði frjó áhrif á hugsun manns á sinni tíð og hefur enn, enda eru verk hans ótrú- lega auðug og vekja mann sífellt til umhugsunar um þá hluti sem hann tekur til umfjöllunar. Margt af því sem stríddi á hann liggur eins og mara á fólki enn þann dag í dag: Ólga manna á milli sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, fordómar og skilningsleysi fólks af ólíkum uppruna og menningarlegum bak- grunni. Hermdarverk og grimmd- aræði á götum úti og ef til vill yf- irvofandi styrjöld. Því miður virðist sem lítið hafi breyst í heiminum á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að Albert Camus skrifaði Út- lendinginn. En það er ástæðulaust annað en ala þá sömu von í brjósti og hann gerði: Að einhvern tímann komi sá dagur að mennirnir láti af fordómum sínum í garð annarra manna, og hver og einn maður öðl- ist það samfélagslega réttlæti sem hann á skilið.“ Þú ert það sem þú gerir Þorvarður Hjálmarsson RITRÖÐIN Norræn sakamál á sér allnokkra hefð á Norðurlöndum og kom fyrsta bókin á íslensku út í fyrra. Nú koma Norræn sakamál út öðru sinni hérlendis og eru alls 15 sögur í bókinni, þar af 8 íslenskar. Sögurnar eru mislangar og fjalla raunar ekki allar um sakamál, en þó flestar. Frásögn Önundar Jónsson- ar, yfirlögregluþjóns á Ísafirði, af snjóflóðunum á Súðavík árið 1995 er auðvitað engin sakamálafrásögn og sama er að segja um Ókunna mann- inn í ísskápnum, sérstæða og laun- fyndna frásögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykja- vík. Þessar frásagnir hefðu samt alls ekki mátt missa sín, þótt enginn væri bófahasarinn í þeim. Sérstaða Önundar Jónssonar meðal hinna höfundanna felst í því hversu langt hann gengur í að viðra eigin skoð- anir á söguefninu um leið og frá- sögninni vindur fram. Ég kunni þessu alls ekki illa. Þórhallur Árnason, lögregluvarð- stjóri á Eskifirði, ríður á vaðið með frásögn af óðum manni á gaffallyft- ara sem ógnaði lögreglu og íbúum þar í bæ fyrir fimm árum. Kraftmikil og persónuleg frásögn fékk hárin til að rísa, stundum. Þetta var fín byrj- un á bókinni. Flaggskip bókarinnar er þó að mínu mati innlegg Jóhann- esar Sigfússonar, varðstjóra á Ak- ureyri, sem heldur manni fast við efnið með látlausri en áhrifamikilli frásögn af störfum sínum í Bosníu og Herzegóvínu sem lögreglumaður hjá SÞ. Hann fékkst við sakamála- rannsóknir og annað, keyrði sig út á vinnu um hríð og lenti svo sannar- lega í flóknum og erfiðum aðstæð- um. Af fleiri athyglisverðum sögum má nefna Morðið á Tom eftir Björn Th. Vanvik, lögreglufulltrúa í Stav- anger, og Fjölskylduátök – tifandi sprengja eftir Hans Strindlund, að- stoðaryfirlögregluþjón í Stokkhólmi. Frásögnin af langstærsta málinu, gríðarstóru alþjóðlegu fíkniefnamáli sem danska lögreglan lauk rannsókn á 1998, var hálfmisheppnuð þrátt fyrir góða spretti, t.d. þegar einn lögreglumaðurinn greip til þess ráðs að þykjast vera þroskaheftur þegar bófarnir voru hársbreidd frá því að uppgötva að þeir sættu rannsókn. Ég mæli hiklaust með þessari bók, hún gefur góða innsýn í marg- vísleg störf lögreglunnar. Sögurnar eru vel valdar og sumar ágætlega skrifaðar. Það er gott að fá eina „ekta“ lögreglubók í bland við ann- ars ágætan lögregluskáldskap sem er svo vinsæll núna. Ekki hef ég les- ið Norræn sakamál 2001, en sá í rit- dómi Morgunblaðsins að frágangur- inn á henni hafi verið slæmur. Það verður ekki sagt um þessa bók, þótt fyrirsagnanotkun sé stundum hálf- skringileg. Kápan er vel gerð og sumar ljósmyndirnar segja meira en þúsund orð, eins krassandi og þær eru. BÆKUR Sakamál Íslenska lögregluforlagið 2002. Ísafoldarprentsmiðja. NORRÆN SAKAMÁL 2002 Löggan í sagnastuði Örlygur Steinn Sigurjónsson Bókin um lófa- lestur eftir Rich- ard Webster er í þýðingu Atla Magnússonar. Í fréttatilkynn- ingu segir m.a.: „Lófalestur er eld- forn aðferð til að varpa ljósi á per- sónuleika fólks og leiða líkur að far- sæld þess, ævi og örlögum. Með leið- sögn höfundar getur lesandinn lesið í lófa, metið hendur annarra, sagt fyrir um fjármál, ferðalög og barneignir og séð hvort tveir einstaklingar eigi sam- an. Bókin er leiðarvísir til að skilja hvað felst í lögun handanna, lengd fingranna, húðrákunum, þumalfingr- unum, fjöllunum og hinum ýmsu lín- um lófans.“ Richard Webster er Nýsjálendingur og hefur árum saman ferðast vítt og breitt um heiminn og flutt fyrirlestra og stjórnað námskeiðum um lófalest- ur. Hann hefur ritað meira en þrjátíu bækur um dulræn efni af margvíslegu tagi. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 176 bls. Verð: 3.980 kr. Handbók ÍSLENSK náttúra og þær sagnir sem hún geymir er óþrjótandi efnivið- ur í ævintýri. Ingvar Sigurðsson sæk- ir efnið í sinni fyrstu bók til Snæfellsjökuls og alls þess sem sagt er að þar búi. Landnámsmaður- inn og hálftröllið Bárður Snæfels- sás hvarf jú forð- um í jökulinn en hann kemur ein- mitt við sögu aðalpersónanna, systk- inanna sem bera nöfn sólar og tungls. Sunna og Máni eru venjuleg nútím- börn á snjósleða sem lenda inni í jökl- inum fyrir tilstilli Bárðar. Þau þurfa að fara um tímagöng og snúa við gangi (þjóð)sögunnar og í þeirri ferð takast þau m.a. á við þursa, risa og jötnadrottningu mjög svo illskeytta. Þau fá jafnvel að sjá niður til Heljar. Fyrir börn sem er sú tegund fólks sem hefur hvað sterkast ímyndunar- afl er það ekki svo lítið ævintýri að lenda í öllum þessum ósköpum. Hvaða barn myndi fúlsa við því að flakka um í tíma og rúmi? Þó hugmyndin sé góð að þessari sögu úr jökulheimum hefði mátt vinna betur úr henni. Það vantar ein- hverja fyllingu svo sagan verði sann- færandi. Sennilega liggur það í per- sónusköpuninni sem hefði mátt nostra meira við. Lesandinn fær ekki nægilega mikla sýn inn í huga Sunnu og Mána því þau sjást að mestu ut- anfrá. Æðruleysi þeirra í öllum þeim áföllum sem þau verða fyrir er ótrú- verðugt, þó þau séu vissulega hetjur. Allt virðist þetta frekar lítið mál fyrir blessuð börnin þó þau lendi í klónum á dauðu fólki og hverskonar forynjum og það dregur úr spennunni. Ingvar hefði mátt staldra við og byggja betur upp framvinduna í tímaflakkinu og hlúa að krökkunum. Eins hefði farið betur á því að hafa innskotin um rún- irnar aftast í bókinni hjá mjög skemmtilegum upplýsingum um rún- ir almennt og aðferðum við að nota þær. Bókin er að mörgu leyti mjög fróð- leg og hún er fallega myndskreytt af textahöfundi. Hann hefur gert upp- lýsingavef um bókina og það efni sem hún fjallar um og er vert að benda væntanlegum lesendum á hann: http://www.ljosbra.is BÆKUR Barnabók Ingvar Sigurðsson, Ljósbrá 2002, bls. 63. ÆVINTÝRI Í JÖKULHEIMUM Margt býr í jöklum Kristín Heiða Kristinsdóttir Ingvar Sigurðsson Skipulag byggðar á Íslandi er eftir Trausta Valsson. Bókin er fyrsta rit sinnar teg- undar um mann- gert umhverfi á Ís- landi, segir í fréttatilkynningu. Þróunin er rakin allt frá landnámi til líðandi stundar. Fjallað er um náttúruna sem hið mót- andi afl í þróun byggðarinnar, byggð- armótun, skipulagsþróun bæja og svæða, þróun kerfa á landsvísu og loks um þróanir seinni tíma. Þar er hugmyndahræringum við upphaf 21. aldar lýst og hvernig þær breyta þró- un stærstu bæjanna og byggð- arsvæðanna í landinu. Bókinni fylgir fjöldi skráa og skipulagsmanntal auk 1250 mynda og uppdrátta. Trausti Valsson lauk námi af skipu- lagslínu TU í Berlín 1972. Starfaði við Þróunarstofnun m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags fyr- ir Úlfarsfellssvæðið. Hann lauk dokt- orsnámi í umhverfisskipulagi við UC Berkeley 1987. Fékk hlutadósents- stöðu við HÍ 1988. Var skipaður í fyrstu stöðu prófessors í skipulags- fræði við HÍ árið 2000. Trausti hefur skrifað fjölda greina og bóka, og er þessi bók sú tíunda. Hann hefur hlotið verðlaun í mörg- um samkeppnum og margskonar aðrar viðurkenningar. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er 480 blaðsíður innbundin og kostar 6.900 kr. Fræði Saga um máf og köttinn sem kenndi honum að fljúga er eftir Lu- is Sepúlveda í þýðingu Tómasar R. Einarssonar og Kristínar Svövu Tóm- asdóttur hefur komið út víða um heim. Kötturinn Zorbas hefur það eitt í hyggju að liggja í leti á meðan fjöl- skylda hans er í sumarfríi. En þau áform breytast skyndilega þegar deyjandi máfur lendir á svölunum hjá honum og verpir þar eggi sem hann biður Zorbas fyrir. Kötturinn játar þeirri bón en verkefnið reynist ekki vandalaust. Þá er gott að hafn- arkettirnir í Hamborg standa saman og með hjálp ítalska liðþjálfans, Ritarans og Þesssemalltveit – að ekki sé minnst á Alfræðibókina – tekst Zorbasi að komast áleiðis að settu marki. En hvernig á að kenna máfsunganum að fljúga? Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 126 bls., prentuð hjá Gutenberg. Kápu hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð: 2.490 kr. Unglingar Vængjaþytur vors- ins hefur að geyma ljóðaúrval Ásdísar Jóhanns- dóttur. Hún var fædd árið 1933 og lést árið 1959, 26 ára gömul. Ásdís byrjaði að yrkja 15 ára göm- um og hélt því áfram til dauðadags. Hún lét eftir sig nokkurt safn ljóða sem Sigríður systur hennar varðveitti. Skólafélagi Ásdísar, Helgi Hall- grímsson, náttúrufræðingur, valdi úr safninu 40 ljóð og vísur og bjó til prent- unar. Hann skrifar einnig eftirmála að bókinni með æviágripi höfundar. Ljóðunum er skipt í þrjá hluta eftir tímaröð: Æskuljóð höfundar frá Hvera- gerði eru í fyrsta hluta, í öðrum eru ljóð sem hún orti í Menntaskólanum á Ak- ureyri og í síðasta hlutanum eru ljóð frá háskólaárum hennar í Göttingen í Þýskalandi. Útgefandi er Félag ljóðunnenda á Austurlandi með styrk frá Búðahreppi í Fáskrúðsfirði og Menningarsjóði Aust- urlands. Bókin er til sölu hjá formanni Félags ljóðunnenda, Magnúsi Stef- ánssyni á Fáskrúðsfirði. Einnig er hægt að panta bókina bréflega eða með tölvupósti á netfangið: mstef@li.- is. Verð: 2.350 kr. Ljóð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.