Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 10.10. 1/2MBL Jólamyndin 2002 Kvimyndir.is 8 Eddu verðlaun Yfir 54.000 áhorfendur Sýnd kl. 3, 5.45 og 8. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 1.45, 3.50, 5.55, 8 og 10.10.  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 1/2HL MBL  RadíóX Jólamynd film-undar Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. H.K. DVGH. Vikan SK RadíóX SV. MBL GH. Kvimyndir.com B.Ö.S. Fréttablaðið Tónlist eftir Sigur Rós. Sýnd kl. 2 og 5 íslenskt tal. Sýnd kl. 3, 6 og 9 enskt tal.Forsýnd kl. 8 Loksins, Loksins Framhald af Stellu í Orlofi, einni vinsælustu grínmynd íslendinga fyrr og síðar Forsal a hafi n E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I Komið ykkur í réttu jólastemninguna! Rekið endahnútinn á jólaundirbúninginn og skellið ykkur með alla fjölskylduna á einu sýningarnar sem haldnar verða á þessari frábæru grínmynd fyrir jól. Það voru 1200 manns um borð þegar það týndist fyrir 40 árum.. nú er það komið aftur til að hrella þig! Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÁLFABAKKI KRINGLAN Y F I R 6 0 . 0 0 0 G E S T I R Roger Ebert Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tíma Sýnd kl. 4, 8 og 9.15 með ensku tali. Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I K v i k m y n d a h ú s i n e r u l o k u ð á Þ o r l á k s m e s s u MIKIL gróska er í rapptónlist nú um stundir, eins og brostið hafi stífla og flætt fram tónlist sem safnast hefur upp á löngum tíma. Á þeim tíu hiphop-diskum sem komið hafa út síðustu vikur eru menn að fást við ýmsar gerð- ir hiphop-tónlistar, á íslensku og ensku, en á safnskífunni Dizorder / Óreiða í Reykjavík, er hvort tveggja að finna, ís- lenskt og enskt rapp, og flytj- endur eru ekki bara íslenskir. Það sem máli skiptir Meðal þeirra sem eiga lög á disknum er Matti, en hann kemur að fjórum lögum á plöt- unni, sér um takt í einu, semur tvö með öðrum og á að auki eitt skank. Matti segir að mönnum hafi fundist sem það vant- aði plötu með rapptónlist á borð við þá sem er að finna á Dizorder, tónlist með alvarlegri undirtóni og pólitískari textum. „Á plötunni er nýr tónn og al- varlegri, ekki óhugsað umtal þar sem verið er að rugla um eitthvert fólk heldur fjallað um stað- reyndir sem skipta máli.“ Ingi heitir umsjónarmaður skíf- unnar og að sögn Matta leitaði Ingi til ýmissa tónlistarmanna sem hann þekkti til og allir tóku því vel að vera með. Eyjólfur Eyvindarson (Sesar-A) tók meðal annars þátt með því að sjá um upptökur á „Leitinni“, laginu hans Mezzíasar. Matti og Ragna Kjartansdóttir, Cell-7, áttu upphaflega að vera með lag saman en það náðist ekki að klára lagið vegna anna hennar. Matti segist þá hafa leyft Inga að heyra eitt lag sem hann var að vinna með Malla og Inga leist svo vel á að hann tók það inn. Eins og Matti rekur söguna var hluti af pælingunni að gera skífu sem hægt yrði að markaðssetja er- lendis í gegnum sambönd sem Thule er búið að koma sér upp. Textarnir á plötunni eru þó ekki allir á ensku, heldur ýmist blanda af íslensku eða ensku og aðspurður hvort það skipti máli segir Matti að menn hefðu orðið varir við að út- lendingar kynnu vel að meta rapp á íslensku þótt þeir skildu ekki hvað væri verið að segja. „Það hafa margir erlendir rapparar komið hingað til lands og fengið að heyra íslenskt rapp og kunnað vel að meta það, þeim finnst gaman að heyra flæðið í íslenskunni sem er allt öðruvísi en það sem þeir þekkja í ensku. Íslenskir rapparar eru allir að reyna á íslenskuna og hafa komist að því að flæðið í henni er virkilega gott og útlendingum finnst gaman að heyra það alveg eins og það er til dæmis gaman að heyra franskt rapp og japanskt þótt maður skilji ekki orð,“ segir Matti. „Menn eru líka ekkert komplexaðir yfir því að blanda saman íslensku og ensku í lögum og það er meira að segja hægt að láta málin ríma saman.“ Prófraun Dizorder er einskonar tilrauna- útgáfa og ef vel gengur stendur til að gefa út fleiri plötur á vegum Dizorder. Malli og Matti eru að vinna að plötu sem myndi þá koma út hjá Dizorder og svo er Matti að vinna með Rögnu. Því má segja að diskurinn sé ákveðin kynning á því sem er fram- undan á næstu mánuðum, eða eins og Matti segir: „Mér finnst þessi diskur mikið skref fyrir íslenskt hiphop og prófraun hvort hægt sé að selja það er- lendis.“ Ingi tekur í sama streng og segir að það sé mikill metnaður í útgáfunni. Hann nefnir sem dæmi að verið sé að gera myndband til að kynna diskinn. „Við unnum myndband með Vivid Brain við lagið hans á plötunni, „Hljóður í Dimmuborgum“, sem er nú komið í spilun og hefur fengið ágætar und- irtektir þar sem það er óvanalegt og brýtur upp þá myndbandahefð sem hefur verið að myndast und- anfarin ár. Við notum gamlar fréttamyndir frá seinni heimsstyrj- öldinni til þess að minna fólk á hvað það er sem gerist í styrjöld- um og veitir ekki af þar sem margt bendir til þess að nú sé að hefjast enn eitt stríðið.“ Nýir tónar og alvar- legri Óreiðumennirnir Ingi og Matti. Geislaplatan Dizorder/Óreiða í Reykjavík er komin í verslanir. Morgunblaðið/Golli FYRIR stuttu kom út diskur sem þeir félagar og gítarleikarar Rún- ar Þórisson (fyrrum Grafík-limur) og Hinrik Bjarnason standa að. Nefnist hann Duo de Mano, eins og reyndar dúettinn, og inniheldur tónlist frá Suður-Ameríku; frá Brasilíu, Argentínu, Mexíkó og Venezúela. Rúnar Þórisson svar- aði góðfúslega nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um þetta verkefni. Af hverju rómönsk tónlist? „Þessi tónlist er mjög heillandi og höfðar til marg- brotinna tilfinninga mannsins, einkum gleðinnar en jafnframt tregans. Hún á það sammerkt að byggja á þjóðlegri hrynjandi og laglínum en sækir líka áhrif í það sem gerist í tónsmíðatækni Evr- ópu. Þetta er skemmtilegur bræð- ingur af ómengaðri alþýðutónlist þjóða sunnan við mærin og form- fastri tónlist vestrænna þjóða.“ Hvernig kom samstarf ykkar Hinriks til? „Áður fyrr gerðum við Hinrik töluvert af því að leika alþýðu- eða dægurtónlist. Hinrik var í hljóm- sveit sem var undanfari Gildrunnar og ég var lengi í hljómsveitinni Grafík. Síðar færðum við okkur yf- ir í klassískan gítarleik, útskif- uðumst báðir árið 1989 frá Tón- skóla Sigursveins. Dúettinn stofnuðum við síðan 1994.“ Hvernig er að vera fær á báðum þessum sviðum, þ.e. dægurtónlist og sígildri? Hefur þú fundið fyrir fordómum frá þeim sem starfa inn- an þeirra í þinn garð? „Í rokkinu ríkir frelsið, frum- sköpunin og möguleikinn á að geta haft áhrif á allt ferlið. Maður getur valið hvaða leið sem er, þó vissu- lega ríki ákveðin hefð. Í klassíkinni er aginn, ramminn er mótaður, verkin samin og skrifuð og gerð er krafa til flytjenda um túlkun og leikni. Reyndar er mjög spennandi að hafa haft tækifæri á að fást við fjölbreytta tónlist og viss forrétt- indi fólgin í því. Persónulega hef ég ekki orðið var við fordóma í minn garð vegna þessa. Því er hinsvegar ekki að neita að slíkir fordómar finnast og eru þá oftast byggðir á vanmáttarkennd og van- þekkingu á báða bóga.“ Verður framhald á þessu verk- efni? „Þær viðtökur og þeir dómar sem diskurinn hefur fengið gefa ekki tilefni til annars (sjá dóm í þessu blaði, 18. desember). Við er- um líka reynslunni ríkari og þá reynslu viljum við gjarnan nýta. Um þessar mundir erum við Hinrik á ferð og flugi að kynna þennan disk, við höfum troðið upp víða hvort heldur er á opinberum eða óopinberum vettvangi. Eftir ára- mót þegar hægjast fer um stefnum við á útgáfutónleika.“ Diskur með Duo de Mano Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarnason. Hið suðræna heillar Rapp-safnplatan Dizorder/Óreiða í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.