Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er vor í lofti þegareinn stærsti frystitogarilandsins, Freri RE 73,siglir til hafnar fyrir helgina. Fyrir flesta sjómennina um borð hillir þar með undir lang- þráð jólafrí. Fyrir karlinn í brúnni, skipstjórann Brynjólf Halldórsson, þýðir heimsiglingin hins vegar mun lengri fjarveru frá sjónum því með henni rekur hann endahnútinn á langan og farsælan sjómannsferil sinn. „Ég er búinn að vera á sjónum í 50 ár í mars næstkomandi,“ segir hann og blaðamaður hváir við enda lítur Brynjólfur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 50 ára sjálfur. Hann neitar því hins vegar hlæjandi að vera fæddur á sjónum heldur upplýsir að hann sé 66 ára. Hann hafi byrjað 16 ára á sjónum, í mars 1953. Það leið ekki á löngu áður en Brynjólfur var kominn í brúna því 1964 varð hann fyrst skipstjóri á togaranum og síldarskipinu Geir og síðar á togaranum Sigurði. Hann flutti sig síðan yfir til út- gerðarfélagsins Ögurvíkur þegar það hóf starfsemi sína árið 1972 og hefur verið skipstjóri þar síðan eða í 30 ár. Eins og gefur að skilja hefur margt breyst á þeim tíma. „Ég er búinn að upplifa gamla tímann og alla þróun sem hefur orðið frá gömlu síðutogurunum yf- ir í það nýjasta í dag,“ segir hann. „Aðbúnaðurinn hefur breyst geysilega frá því að maður byrjaði sem háseti á síðutogurunum. Ég man t.d. eftir því að hafa þurft að þíða fiskana áður en maður skar þá. Þegar Júlí fórst á Nýfundna- landsmiðunum árið 1959 vorum við í tvo sólarhringa stanslaust að berja klaka utan af skipinu því ís- ingin var svo mikil. Svona er mað- ur búinn að upplifa ýmislegt.“ Fiskurinn minnkar Hann segir breytingarnar ekki síður taka til fiskimiðanna sjálfra. „Maður er búinn að sjá í gegnum tíðina að fiskurinn er alls staðar að minnka á miðunum og þegar nýtt kemur inn er öðru fórnað.“ Þannig hafi veiðar á ákveðnu svæði áhrif á allt vistkerfið þar og nefnir hann karfaveiðar á Skerja- dýpinu suðvestur af landinu og kolmunnaveiðar í svokölluðum Rósagarði fyrir austan sem dæmi um þetta. „Eina aukningin sem maður sér á miðunum er ýsan, allar aðrar tegundir eru að minnka,“ segir hann og tekur undir að þetta sé án efa alvarlegasta breytingin í sjómennskunni í gegnum tíðina. „Maður sér það í gegnum tugi ára að það verður stöðugt erfiðara að gera túrana.“ Átján jól á sjó Brynjólfur tekur dræmt í það þegar hann er spurður um það hvort sjómannastarfið hafi samt ekki orðið auðveldara með ár- unum. „Núna eru túrarnir miklu lengi en áður og maður sér bara uppi í Stýrimannaskóla hvað það eru fáir þar. Nú er farið að spá í það hvaða kona vilji vera gift manni sem er alltaf fjörutíu daga á sjó og stoppar svo eina viku heima og fer svo aftur. Þetta er spurning um það hvað fólk getur sætt sig við.“ Hann segir að báðir aðilar þurfi að hafa bein í nefinu til að geta sætt sig við þess háttar líf. „Þetta er ekki síður erfitt fyrir konuna en fyrir manninn. Hún er einfald- lega eins og einstæð móðir á með- an.“ Það er þó af sem áður var að sjómenn væru á hafi úti um jólin. „Ætli ég hafi ekki verið svona 15– 18 jól á sjó,“ segir Brynjólfur. „Trollið var ekkert tekið inn og legið þegar maður hélt jólin úti á sjó. Það var kannski togað á með- an messan var í langbylgjunni og maturinn borðaður klukkan sex en klukkan átta eða níu var híft inn.“ Þannig segir hann að að- fangadagur hafi nánast verið eins og venjulegur vinnudagur. Sex blástrar upp í einu En hvernig tilfinning er það fyr- ir sjóara til 50 ára að koma til hafnar í síðasta sinn? „Það var dá- lítið einkennilegt að sigla inn Fló- ann í síðasta sinn, sérstaklega í svona sumarveðri. Til dæmis var svartfugl úti á miðunum eins og á vorin. Við enduðum á Halanum og það var skrýtið að sjá svona mikið líf. Þar var t.d. mikill hvalur og einn skipstjórinn taldi sex blástra upp í einu, þannig að þar var torfa fyrir utan alla höfrunga og allt annað. Þetta hefði bara verið heil- mikil sýning fyrir útlendinga að sjá svona því þetta voru stórir búrar.“ Aðspurður segir hann að honum finnist tími til kominn að fara að veiða hvalina aftur, það sé alveg óhætt að fækka þeim eitt- hvað. Þrátt fyrir Brynjólfur sakni sjó- mennskunnar eflaust eitthvað er ekki laust við að það sé tilhlökkun í honum yfir því sem framundan er. „Maður var svo mikið frá fjöl- skyldunni og börnunum áður fyrr að ætli maður hugsi ekki bara um barnabörnin og verði með fjöl- skyldunni,“ segir hann og bendir á ljósmyndir af fríðum flokki barna sem prýða káetuna hans. „Það er alveg kominn tími á það.“ Brynjólfur Halldórsson skipstjóri siglir í höfn í síðasta sinn eftir fimmtíu ár á sjó Kominn tími til að sinna fjölskyldunni Morgunblaðið/Sverrir Brynjólfur Halldórsson í brúnni eftir síðasta túrinn. Nú hlakkar hann til að eyða meiri tíma með barnabörnunum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í eins ár fangelsi fyrir að notfæra sér ölv- unarástand konu til að hafa við hana samfarir. Vegna ölvunarinnar gat hún ekki spornað við verkn- aðinum. Meðal þess sem réð úrslit- um í málinu var að maðurinn greiddi konunni 1,5 milljónir króna en eftir það dró hún kæru sína til baka. Konan lagði fram kæru 14. júlí 2000 og kvað hún gerendur vera karlmenn sem hún vissi lítil deili á. Hún sagðist hafa farið á skemmti- stað kvöldið áður en síðan farið með kunningja sínum á heimili hans og sofnað þar. Um klukku- stund síðar hafi húsráðandi hleypt fleirum inn, hún síðar verið borin á milli herbergja og loks hafi annar maðurinn haft við hana mök gegn vilja hennar. Síðar sagði hún að henni hafi verið haldið. Hún kvaðst litla mótspyrnu hafa veitt en reynt það af veikum mætti. Engin skilyrði vegna 1,5 milljóna Tekin var skýrsla af manninum 18. september 2000 þar sem hann neitaði að hafa átt haft mök við konuna. Niðurstöður DNA-rann- sóknar á sæði sem fannst í kyn- færum hennar sýndu að hann hefði átt samfarir við hana. Við yfir- heyrslu 12. desember sagðist mað- urinn engar skýringar kunna á þessu og neitaði að hafa átt sam- farir við konuna án hennar vilja. Sex dögum síðar dró konan kæru sína til baka en fyrir dómi kom fram að maðurinn hafði áður greitt henni 1,5 milljónir króna. Sögðu bæði að greiðslan hefði verið án skilyrða. Lögmaður mannsins og skipaður réttargæslumaður kon- unnar höfðu milligöngu um greiðsluna. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði sjálfur verið ölvaður og ekki gert sér grein fyrir að konan væri í verra ástandi en hann sjálf- ur. Hann hefði farið undir sæng til hennar þar sem hún var nakin fyr- ir og síðan hefði eitt leitt af öðru. Sekt ekki sönnuð með framburði Í niðurstöðu dómsins segir að frásögn konunnar bendi til þess að hún hafi hvorki vitað af sér þegar maðurinn hafði við hana samfarir, né gert sér grein fyrir því sem gerðist sökum ölvunar. Gegn neit- un mannsins væri sekt hans því ekki sönnuð. Héraðsdómur rekur síðan að framburður mannsins hafi tekið breytingum allt þar til hann játaði fyrir dómi að hafa haft sam- farir við konuna með hennar sam- þykki. Skýringar á breyttum fram- burði þóttu fjarstæðukenndar. Hann hafi borið að hafa ekki verið dómbær á ástand hennar. Engu að síður hafi hann greitt henni háa peningafjárhæð sem bendi ein- dregið til þess að hann hafi talið sig hafa gert eitthvað á hennar hlut. Að teknu tilliti til alls þessa, þ.á m. framburðar konunnar og niðurstöðu DNA-rannsóknarinnar, taldi dómurinn að maðurinn hefði haft samræði við konuna án þess að hún hafi getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Peningagreiðsla mannsins var virt honum til refsi- lækkunar en dómnum þótti sýnt að með því hafi maðurinn viljað bæta fyrir skaðlegar afleiðingar verkn- aðar síns. Í dómnum segir að ámælisverð- ur dráttur hafi orðið á lögreglu- rannsókn en fram kemur að hún lá niðri mánuðum saman og lauk ekki fyrr en 25. mars sl. Auk þess hafi hagir mannsins breyst frá því verknaðurinn var framinn en mað- urinn er nú í sambúð og með barn á framfæri. Þótti því rétt að skil- orðsbinda refsinguna og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Guðjón St. Marteinsson, Hjördís Hákonardóttir og Logi Guð- brandsson kváðu upp dóminn. Ragnheiður Harðardóttir saksókn- ari, sótti málið f.h. ríkissaksóknara en Kristján Stefánsson hrl. var til varnar. Árs skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot Greiddi 1,5 m. kr. og kæra dregin til baka ÞRETTÁN Íslendingar, sem vinna við björgun Guðrúnar Gísladóttur KE 15, sem liggur á 40 m dýpi undan ströndum N-Noregs, eru komnir til Íslands í frí. Búið er að fresta að- gerðum þar til eftir jól vegna veðurs en upprunalega stóð til að skipið yrði komið til hafnar í Noregi fyrir jól. Haukur Guðmundsson, eigandi Ís- húss Njarðvíkur, segir að ákveðið hafi verið að fresta aðgerðum í nokkra daga þar sem veðurspá hafi ekki verið góð. „Við erum komnir að því að fara að lyfta og rétta skipið við og þorðum varla að gera það yfir jólahátíðina ef við þyrftum að hafa einhvern aukaviðbúnað,“ segir Haukur. Því hafi verið ákveðið í sam- ráði við alla viðkomandi aðila að taka nokkurra daga jólafrí, en björgunar- teymið fari aftur út til Noregs 27. desember. Áætlar Haukur að um tveggja sólarhringa vinna verði eftir þegar veðrið verður orðið skaplegt. Björgun Guðrúnar frestað fram yfir jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.