Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. AÐSTAÐA fyrir þá sem stunda sjóböð úti fyrir Seltjarnarnesi var tekin í notk- un í gær af Jónmundi Guðmarssyni bæj- arstjóra. Seltjarnarnesbær varð vel við þeirri beiðni Björns Rúrikssonar, athafnamanns og sundkappa, sem ásamt fleirum hefur stundað þarna sjóböð, að koma upp skýli við ströndina til að þurrka af sér áður en farið er í heitu pottana í sundlaug Seltjarnarness. Björn, annar f.h. á efri myndinni, sagði við Morgunblaðið að skýlið væri mikið fagnaðarefni og viðbrögð bæjarins til mikillar fyrirmyndar. Með Birni eru, f.v., Björn Ásgeir Guðmundsson, Jón Otti Gíslason og Kristinn Magnússon. Síðar kom Jóhannes Þórðarson til liðs við þá. Hér til hliðar óska Björn og Jónmundur hvor öðrum til hamingju með skýlið en skálað var í nýmjólk í tilefni dagsins. Morgunblaðið/Kristinn Sundkappar fá aðstöðu SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað ákveðinna rekstrarþátta hjá Golfklúbbi Reykjavík- ur og Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Verða klúbbarnir frá áramótum að skilja að fjárhag sinn, annars vegar á milli þeirrar starfsemi sem er í samkeppni við einkaaðila og hins vegar starfsemi sem tengist íþróttastarfsemi þeirra. Úrskurðurinn er kveðinn upp vegna kvörtunar Garðlistar ehf. til Samkeppn- isstofnunar um að hún kanni hvort útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkur á garð- slætti á íþróttavöllum í Reykjavík og samningar við GR brjóti í bága við sam- keppnislög. Einnig var vakin athygli á samningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og Keilis um slátt á grasvöllum Hvaleyr- arholtsvallar í eigu klúbbsins og einnig um slátt á völlum íþróttafélaganna í bænum. Verða golfklúbbarnir m.a. að stofna sérstaka einingu um rekstur þeirrar þjónustu sem er og verður á samkeppn- ismarkaði. Þá skulu öll viðskipti milli samkeppniseiningarinnar og annarrar starfsemi golfklúbbanna verðlögð á markaðsverði eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða, en umrædd- ir golfklúbbar fá einnig styrki frá sveit- arfélögum. Stofni fyrirtæki um garðslátt MISJAFNT er hvernig tekið er á um- sóknum kvenna um fóstureyðingar innan heilbrigðiskerfisins. Á kvennadeild Land- spítalans er fylgt þeirri meginreglu að synja umsóknum um fóstureyðingu ef meðgangan er komin yfir 12 vikur og bjóða konum að áfrýja úrskurðinum til lögskipaðrar eftirlits- og áfrýjunarnefnd- ar. Sú nefnd synjar þó ekki umsóknum milli tólftu og sextándu viku, að sögn Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingmanns og fulltrúa félagsráðgjafa í nefndinni, sem einnig er skipuð lækni og lögfræðingi. Hún segir að með synjuninni á kvenna- deild sé verið að búa til þröskuld fyrir konuna, sem knýi hana til frekari um- hugsunar. Anna Helgadóttir, kvensjúkdómalækn- ir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, segir að geti hún stutt umsókn konu, þá sjái hún ekki ástæðu til að búa til þennan þröskuld, að vísa umsókninni til nefndar, þótt meðgangan sé orðin milli 12 og 16 vikur. Ekkert kveði á um það í lögum. „Þannig að ég styð ekki þetta vinnu- ferli hjá þeim,“ segir hún. 850 fóstureyðingar voru gerðar hér í fyrra og vænta má að þær verði um 10% færri á þessu ári. Ólík meðferð umsókna um fóstureyðingu  Snertir allar/16 ÚTLIT er fyrir að hótelherbergj- um í Reykjavík fjölgi um 20% á næstu mánuðum, miðað við þær framkvæmdir sem eru í gangi og áætlað er að ljúki fyrir næsta sum- ar. Í sumar var fjöldi herbergjanna um 1.560 en fer væntanlega í tæp- lega 1.900 með vorinu, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferða- þjónustunnar. Er þá ótalin fjölgun sem orðið hefur á gistiheimilum. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, hefur framboð á gistirými hér á landi stöðugt verið að aukast síðastliðin ár og líklegt að sú þróun haldi áfram næstu árin. Ljóst sé að þessi aukning kalli á gríðarmikla markaðssetningu til að fá viðunandi nýtingu á gistirýminu. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar hefur heilsárshótel- um á landinu fjölgað úr 54 í 58 á þessu ári, eða um rúm 7% frá síð- asta ári. Svipuð fjölgun herbergja hefur átt sér stað, eða úr ríflega 2.600 herbergjum í fyrra í tæp 2.900 herbergi í ár. Framboð á rúmum hefur hlutfallslega aukist enn meir, eða um tæp 13%, og er fjöldi rúma á hótelum nú ríflega 5.800. Fjölmargt á teikniborðinu Fjölgun hótelherbergja í Reykjavík er aðallega tilkomin vegna stækkunar Hótels Esju úr 172 í 284 herbergi. Þá stefnir Hótel Plaza við Aðalstræti 4 að opnun í maí nk. þar sem um 80 herbergi verða í boði, Hótel Barón hefur bætt við sig um 40 herbergjum og svipaður herbergjafjöldi verður í 101 hótel í gamla Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Erna Hauksdóttir minnir á að fleiri áform um hótelbyggingar séu komin á teikniborðin fyrir nánustu framtíð. Má þar nefna hótel yfir fornminjum sem fundist hafa á horni Aðalstrætis og Túngötu, fyr- irhugaða stækkun á Grand hóteli úr 100 herbergjum í 300, gert er ráð fyrir stóru hóteli í ráðstefnu- og tónlistarhúsi á Miðbakka og þá eru uppi áform um að breyta húsnæði Kjörgarðs við Laugaveg í ríflega 100 herbergja hótel. Einnig hafa hugmyndir komið fram um hótel- byggingu við Kringluna. Um 20% fjölgun hótelherbergja JÖRUNDUR hundadagakóngur Jörundarson skrifaði margt um ævi sína en ekkert um ástir. Samt komu konur mjög við hans sögu og þá eink- um þrjár; ein íslenzk, önnur skozk, sú þriðja írsk og henni giftist hann. Í fanganýlendunni Tasmaníu kynntist Jörundur írskri konu, sem gerðist fyrst njósnari hans, síðan ástkona og loks eiginkona. Hjónabandið var bæði sukk- og stormasamt, en lafði þó meðan bæði lifðu, eða sem næst því. Konur í lífi hundadaga- kóngsins  Drottning, mær/B1 VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir rigningu víða um land um jólin með suðaustlægri átt, allt að 13 metrum á sekúndu eða stinnings- kalda. Þó verður úrkomulítið norðanlands á morgun, Þorláks- messu, og fram á jóladag. Har- aldur Eiríksson veðurfræðingur sagði við Morgunblaðið í gær að útlit væri fyrir rauð jól um land allt yfir hátíðirnar. Eftir því sem liði á vikuna myndi kólna í veðri en ómögulegt væri að segja til um hvort snjókoma yrði um ára- mótin. Á annan í jólum spáir Veð- urstofan suðvestlægri átt og skúrum sunnan- og vestantil en bjartviðri norðaustanlands. Á föstudag er útlit fyrir austlæga átt með vætu um landið sunn- anvert en annars þurru veðri. Spá fyrir hitastig er þannig að milt verði í veðri fram á að- fangadag, þriðjudag, en síðan fari heldur kólnandi. Útlit fyrir rauð jól ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.