Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Áhugi stjórnvalda á að efla þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi um miðja 18. öld birtist m.a. í byggingu glæsilegra steinhúsa fyrir embættin. Er hlutur íslensku embættismannanna í þessu stór. Flutningar á stofnunum til Suðvesturhornsins A llar þær ákvarðan- ir sem hérna hafa verið nefndar, byggðust á þeirri hugmynd að koma á hér á Ís- landi öflugri nú- tímalegri stjórn- sýslu og einnig höfuðstöðvum fyrir félagslegar stofnanir eins og fangelsi, lækningamiðstöð og skóla, ásamt dómstól, Alþingi og dómkirkju. Þessar ákvarðanir myndu í dag verða taldar til ákvarðana á sviði landsskipulags sem í seinni tíð hefur verið mjög veikt á Íslandi. Ákvarðanir um staðsetningu stofnana hafa eink- um miðast við að stjórnmálaflokkarn- ir hafa viljað koma til móts við kröfur á landsbyggðinni um að hún fengi sinn hlut í stjórnsýslunni. Flestum er hins vegar ljóst, að með þessu hefur orðið tiltölulega lítil efling á þeim stöðum þangað sem stofnan- irnar hafa verið fluttar, en hins vegar hefur þetta jafnan leitt til veikingar stofnana, sem og tafa í uppbyggingu starfsemi þeirra. Í þessu dæmi sést skorturinn á sterku yfirvaldi, sem hefur heildar- sýn, líkt og því sem kom fram í hinum merku tillögum Skúla fógeta og Landsnefndanna fyrir um 200 árum. Í stað þessa er komið veikt ríkis- vald, sem hefur lítinn áhuga á að móta skynsamlega heildarstefnu, ríkisvald sem jafnan einkennist frekar af þjónkun við atkvæði í ýmsum héruð- um heldur en skynsamlegum aðgerð- um út frá hagsmunum heildarinnar. Það vekur nokkra athygli að færsl- an á stofnununum til Reykjavíkur fer í flestum tilvikum fram í tveimur skrefum. Fyrst eru þær fluttar í ná- grennið og nokkru síðar inn til sjálfs bæjarins. Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú að á þessum tímum voru það miklir fjár- hagslegir erfiðleikar, að konungsvald- inu þótti skynsamlegt að sjá embætt- unum fyrir góðum bújörðum, til að tekjur búsins hjálpuðu til við að reka þessar nýju embættisstofnanir. Einnig kann það að hafa spilað inn í að höfðingjum þótti á þessum tíma viðeigandi að halda sig ríkulega á stórjörð og hafa fjölda vinnumanna og stóran bústofn. Embættismennirnir voru flestir frá slíkum höfuðbólum komnir og vildu halda áfram því lífsmynstri sem þeir höfðu vanist þar, þ.e. að ráða yfir stór- býli. Jafnframt þessu þótti það henta að vera í hæfilegri fjarlægð frá sjálfri miðju valdsins sem Reykjavík var byrjuð að verða á þessum tíma. Þegar kominn var meiri bæjar- bragur á Reykjavík, embættisrekst- urinn orðinn umfangsmeiri og sam- virkni stofnananna virkari, þá var það eðlilegt næsta skref fyrir þessa emb- ættismenn og embætti þeirra að flytj- ast inn til Reykjavíkur sjálfrar. Það er dálítið gaman að veita því at- hygli að þetta er álíka mynstur í bú- setuflutningum og varð síðar, er fólk úr sveitum flutti sig fyrst til litla sjáv- arkauptúnsins í sinni sveit, eins og Dalvíkur, svo dæmi sé tekið, og síðan í næsta skrefi til Akureyrar. Frá Akureyri, sem og á öðrum stærri stöðum, lá síðan leið þessa fólks, eða afkomenda þess, oft áfram, sem næsta skref, til Reykjavíkur. Sem sagt; staður eins og Akureyri hélt íbúatölunni að hluta til vegna stöðugs aðstreymis úr nágrenninu, þannig að líkja mætti við tunnu sem bæði flæðir í og úr. Starfsemi Byggðastofnunar Forveri Byggðastofnunar var Framkvæmdastofnun ríkisins sem stofnuð var 1971, en aðdraganda hennar eða forsögu má rekja allt til Marshall-aðstoðar Bandaríkjamanna við ríki í Evrópu. Byggðastofnun tók við af Fram- kvæmdastofnun með sérstökum lög- um 1985. Þegar hér var komið sögu var fólksflóttinn frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins á ný tekinn að aukast, og einnig höfðu orðið slæmar niðurstöður af ýmsum þeim verkefnum sem Framkvæmdastofn- un og Byggðastofnun höfðu stutt úti á landsbyggðinni. Þetta ástand leiddi til þess að boðað var til ráðstefnu á Selfossi haustið 1987. Fundarboðendur voru Byggða- stofnun og Samband ísl. sveitarfé- laga. Það sem vakti hvað mesta athygli á ráðstefnunni var erindi Davíðs Odds- sonar, þá borgarstjóra í Reykjavík. Í erindi sínu sagði Davíð m.a.: „Ég tel, að í nafni byggðastefnunnar hafi mörg röng ákvörðun verið tekin … Og einatt læðast að manni grunsemd- ir, að hagkvæmniskýrslur svokallaðra sérfræðinga séu beinlínis samdar til að láta vonlaus dæmi líta bærilega út … Ég þarf ekki að nefna hér sjóefna- vinnslu, graskögglaverksmiðju, þör- ungavinnslu eða steinullarverksmiðju … Slík byggðastefna, sem slíkar ákvarðanir þrífast á, getur aldrei gengið til lengdar. Hún hlýtur að hefna sín og koma niður á landsmönn- um öllum.“ Um 1990 var sá skilningur farinn að sækja á, að í starfi stofnunarinnar þyrfti starfsemin að færast frá sér- tækum aðgerðum til almennra að- gerða. Aðeins fjórum árum eftir Selfoss- ráðstefnuna er Davíð orðinn forsætis- ráðherra og þar með ráðherra byggðamála, og Byggðastofnun og byggðaaðgerðir komnar á hans verk- efnalista. Reyndar er rétt að taka það strax fram, að stjórn Byggðastofnunar var á þessum tíma kosin beint af Alþingi, þannig að ráðherrann hafði ekki mikil tök á stjórnun stofnunarinnar og fljótlega eftir að Davíð er tekinn við embætti, skrifar hann bréf þar sem hann fer fram á að markmið stofn- unarinnar séu skýrð. Lögunum um Byggðastofnun 1985 var nokkuð breytt 1991, og með reglugerð frá febrúar 1992 var stofn- uninni markaður fyllri rammi. Þar segir t.d. að meginhlutverk Byggða- stofnunar sé tvíþætt: „Að stuðla að þjóðfélagslegri hagkvæmni byggðar í landinu. Aðgerðir hennar skulu miða að því að styrkja og efla byggð í land- inu, sem fái staðist til lengdar og þar sem rekin er fjölþætt atvinnustarf- semi og þjónusta.“ Hitt atriðið hljóðar svo í reglugerð- inni: „Að fylgjast með og gera áætl- anir um þróun byggðar og atvinnulífs í landinu til að treysta og jafnframt bæta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.“ Breytingar á þjóðfélagsgerðinni Í lokakafla ritsins skipulagsmál á Íslandi er m.a. fjallað um þær hug- myndahræringar sem ráða hvað mestu um mótun samfélaga okkar núna við aldamótin 2000. Í þessari úttekt þurfum við að sjálf- sögðu bæði að setja niður fyrir okkur hvar þjóðfélagið er statt nú og eins hvernig það er að þróast og loks breytast á næstu áratugum. Líkt og við aldamótin 1900 eru að verða miklar breytingar í þjóðfélags- gerðinni, t.d. hvað atvinnumál varðar, og svo líka, – sem oft tengist slíkum hræringum, – hvernig við hugsum. Um aldamótin 1900 var íslenska þjóðfélagið að breytast úr landbúnað- ar- í fiskveiðiþjóðfélag. Fiskveiðar sem iðnaður voru ekki mögulegar nema með því að um leið yrði sú þjóð- félagsbreyting að þéttbýli myndaðist og þá að sjálfsögðu við ströndina, við bestu hafnaraðstæðurnar. Um leið var þjóðfélagið að byrja að tæknivæðast, vegir voru lagðir, sími, vatnsveitur og rafmagn voru að koma til sögunnar – og bæir og borgir í nú- tímaskilningi fóru að verða til. Aukin þéttbýlismyndun hefur hald- ið áfram hægum skrefum alla 20. öld- ina og við upphaf þeirrar 21. hafa kröf- ur manna tekið miklum breytingum. Ísland stendur á allmiklum tíma- mótum í mótun stefnu um það hvernig framtíðarþjóðfélagsgerð er æskilegt eða mögulegt að stefna að á Íslandi. Í þessum kafla verða raktir nokkrir vænlegustu og líklegustu möguleikar er það varða. Eins og stendur eru allgóðar líkur á að þjónustu- og þekkingarþjóðfélagið – sem nú er farið að komast nokkuð vel á strik – geti haldið áfram að þróast. Íslendingar eru allvel menntuð þjóð og eru þar nokkru á undan mörgum löndum, sérstaklega í þriðja heimin- um. Þess vegna hefur Ísland þegar nokkuð getað haslað sér völl á þekk- ingariðnaðarsviðinu. Í þessu sambandi ber hins vegar að líta til þess að hinn minna þróaði hluti heimsins heldur líka áfram að þróast, og íbúar landa eins og t.d. Pakistans og Indlands virðast ráða mjög vel við verkefni þekkingarþjóðfélagsins, tölvuvinnu og slíkt. Vegna þessa er ekki með fullu víst, þó allvel gangi í dag í þekkingariðnaði á Íslandi, að þetta forskot haldist. Næsta öruggt er að risaþjóðfélögin hugsa sér líka gott til glóðarinnar á þessu vænlega sviði. Ef svo færi eig- um við ekki þá björtu framtíð á þessu sviði sem við nú hyggjum. Uppbygging þjónustusamfélagsins á Íslandi hefur mjög notið hinnar miklu fjölgunar erlendra ferðamanna, sem hefur fjölgað úr rúmum 15 þús- undum 1960 og upp í yfir 300 þúsund um aldamót, sem er meira en íbúa- fjöldi landsins. Það hvað þessi geysilegi fjöldi krefst mikillar þjónustu hefur t.d. leitt til þess að þjónustustig í mörgum sveitum og þorpum úti á landi hefur hækkað mjög, sem væri óhugsandi án hinna erlendu ferðamanna. En einnig hér gætu verið blikur á lofti. T.d. gæti komið til hækkað verð á flugvélabensíni, en þá mundu flugferð- ir hingað hækka mjög mikið. Hækkað verð á eldsneyti mun einnig væntan- lega þýða verulegan efnahagssam- drátt í þeim löndum sem túristarnir koma nú frá og leiða þannig til fækk- unar ferðamanna. Það virðist því skynsamlegt, vegna óvissunnar, að huga að fleiri stoðum fyrir þjóðfélagið og þá fyrst og fremst í frekari úrvinnslu á sjávarfangi og nýtingu á hinni hreinu orku landsins til orkufreks iðnaðar. Þróun í átt til höfuðstaðar Bókarkafli Stærstu áhrifavaldar um mótun byggðar á Íslandi eru náttúruöflin, maðurinn hefur hins vegar einnig sett sinn svip á landið og þróun í átt að þéttari byggð og byggðarmótun. Hér er gripið niður í yfirlitsriti Trausta Valssonar um skipulag byggðar á Íslandi. Sumar stofnanir settust fyrst að í nágrenni Reykjavíkur og fluttust svo í bæinn. Um 2000 eru viðskiptakjarnar sem og útivistar- og skemmtanasvæði áberandi. Stjórnarráðið var í upphafi reist sem tugthús. Nesstofa reis sem bústaður landlæknis. Á kortinu má sjá flutning þann sem varð á stofnunum utan af landi til Innnesja. Skipulag byggðar á Íslandi – frá land- námi til líðandi stundar eftir Trausta Valsson er gefin út af Háskólaútgáf- unni. Bókin er 480 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.