Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Líf hins friðsæla, fjölþjóð-lega samfélags í Ástralíuhefur rofnað. Hið gífur-lega áfall er svo mörgung líf voru hrifin burt á Balí, hefur skilið eftir sár með þjóðinni sem seint mun gróa. Sprengjan á Balí svipti um 90 ástr- ölsk ungmenni lífinu og tugir slös- uðust. Til samanburðar má geta þess að í Víetnam stríðinu misstu Ástralar um það bil 500 manns. Í kjölfar atburðarins á Balí hef- ur alríkisstjórnin bannað starfsemi Jemaah Islamiyah með lögum og eru þau nú skráð sem hryðju- verkasamtök. Í krafti þessara nýju laga hafa heimili múslima í Perth og Sydney, manna sem fyrir mörg- um árum sóttu fyrirlestra hjá leið- toga JI, Abu Bakar Bashir, er hann kom til Ástralíu, verið rann- sökuð. Vöknuðu nágrannar íbúa eins slíks heimilis um fimmleytið um morguninn við hávaða og læti er tugur lögreglumanna með hjálma, lambhúshettur sem aðeins eru með götum fyrir augu og munn (balaklafa), í skotheldum vestum, með vélbyssur og sleggju brutust inn í næsta hús. Gerðu þeir upptæka tölvu og tölvubúnað, dagbækur, blaðaúrklippur og fjöl- skyldumyndbönd. Hjónin á heim- ilinu sem ráðist var inn á,með fjög- ur börn, öll ástralskir ríkisborgarar, og nágrannarnir voru góðir vinir og hringdi ná- grannakonan í angist í fréttamann hjá ABC-útvarpsstöðinni. Konan var skelfingu lostin og hafði mest- ar áhyggjur af börnunum fjórum – að trausti þeirra á lýðræðiskerfi Ástralíu hefði verið illilega raskað. Flutti fjölskylda þessi til Ástralíu 1989 frá Indónesíu. Harkalegar aðferðir lögreglu og ASIO (Australian Secret Intelli- gence Organisation – áströlsku leyniþjónustunnar) hafa verið harðlega gagnrýndar af ýmsum að- ilum en stjórnvöld og aðrir segja að þetta sé hinn nýi veruleiki. Að Ástralía eigi í styrjöld og fólk verði að horfast í augu við það. Viðkomandi neita öllum ásökunum um samstarf við nokkra hryðju- verkastarfsemi eða þátttöku í slíku. Næsta fá atkvæði í flóttamönnum Á dögunum eftir sprengjuárás- ina á Balí kom ofstæki og kyn- þáttahatur greinilega fram í rabb- þáttum ýmissa útvarpsstöðva. Voru þá allir múslímar einfaldlega settir undir einn hatt. Hryðju- verkahattinn. Gleymdist þá að flestir þeirra sem hér búa og hafa smogið í gegnum nálarauga inn- flytjendaeftirlitsins, hafa flúið hingað einmitt undan þeim ofsókn- um og harðræði sem þeir hafa orð- ið fyrir í heimalandinu – hvort sem það er Indónesía, Írak, Afganistan, Sri Lanka eða önnur Asíulönd. Þá virðist almenningur eiga erfitt með að greina á milli hindúa, múslíma og þeirra sem einfaldlega hafa as- ískt útlit og jafnvel frumbyggja. Reynir nú á stjórnmálaleiðtoga að ganga á undan með góðu for- dómalausu fordæmi. Þar er hins vegar við ramman reip að draga þar sem alríkisstjórn frjálslyndra hefur orðið uppvís að því að fara vísvitandi með rangt mál er ráð- herrar hennar fullyrtu í október 2001 að flóttamenn hefðu hent börnum sínum í sjóinn. Sérstök rannsóknarnefnd var sett í það mál og birti niðurstöður fyrir skömmu. Varð niðurstaða meiri- hluta nefndarinnar sú að ríkis- stjórnin hefði ýmist hundsað eða sniðgengið allar ábendingar um að fullyrðingar þeirra um börnin væru rangar eða þeir hefðu ein- faldlega talað gegn betri vitund. Eins og allir vita var ríkisstjórnin endurkjörin í kosningunum sem einmitt þá stóðu fyrir dyrum. Ráð- herrann sem fór með mál flótta- manna hætti einfaldlega eftir kosningarnar og nýr ráðherra tók við. Sá fyrrverandi þurfti ekki að bera vitni fyrir nefndinni frekar en forsætisráðherrann, John Howard. Það eru engin atkvæði í flótta- mönnum að heitið geti. Nú er skammt til fylkiskosninga í NSW og verkalýðsflokkurinn sem er við völd fylgir alríkisstjórninni í flestu varðandi flóttamenn og hryðjuverkamenn. Leggur áherslu á að nú sé ekki tími til flokka- drátta. Telja margir vinstrimenn að alið sé á ótta almennings og flykkja þeir sér um Græna flokk- inn sem hefur aukið fylgi sitt tals- vert undanfarið. Demókratar eru í sárum eftir innbyrðis valdadeilur og foringjaskipti og þeir ná ekki eyrum kjósenda að neinu marki. Sem dæmi um aðkast það sem múslímar verða fyrir í vaxandi mæli einmitt þessa daga er ung háskólastúdína, ástralskur ríkis- borgari, sem varð fyrir ókvæðis- orðum og hrækt var á hana þegar hún var í lest á leið til háskólans. Horfðu aðrir farþegar þegjandi á. Ástæðan var einungis sú að stúlk- an bar slæðu sem sýnir að hún er múslími. Réttsýnir menn hljóta að sjá hversu óréttlátt er að setja sama- semmerki milli trúarbragða og hryðjuverka. Grátandi útskýrði stúlkan á óaðfinnanlegri ensku fyr- ir manni, sem kom henni til að- stoðar að lokum, að hún hefði aldr- ei verið erlendis að hún þekkti ekki annað land en Ástralíu sem væri hennar eina heimaland. Hún gæti ekki farið neitt annað en fólk hrópar einmitt að þessu fólki að það skuli snauta heim. Mestu þurrkar í heila öld Sl. sumar lá leiðin til Íslands. Reykjavíkurborg brosti sólskins- brosi, grænni en nokkru sinni fyrr og trjágróðurinn vakti furðu og at- hygli gesta jafnt sem heimamanna. Óvenjugott var að tylla tánum niður á eyjuna hvítu í þetta sinnið. Græni liturinn einn út af fyrir sig var dásamleg sjón. Fyrsta verkið var að þamba tært og bragðgott Gvendarbrunna- vatn í lítravís; að láta vatnið renna með kitlandi sektartilfinningu þeg- ar burstaðar voru tennurnar; að busla í barmafullu baðkarinu og setja uppþvottavélina í gang án nokkurs samviskubits. Meira að segja var hægt að þvo án þess að hafa yfirfulla þvottavél. Meira að segja þurfti ekki að taka vatnsfötu með sér í sturtu til að bjarga dá- litlu vatni. Hvílíkur lúxus; hvílíkt bílífi! Hér í Nýju Suður-Wales hefur nefnilega ríkt skelfilegur þurrkur síðan í ársbyrjun og minnsta úr- koma mælst síðan 1901 til 1902. Sums staðar í fylkinu hefur þurrk- urinn staðið miklu lengur. Með- alúrkoma í NSW mælist 600 mm á ári. Fellur 60% af þeirri úrkomu yfir sumartímann (nóv.–apríl) en til marsloka 2002 hafa aðeins fallið 200 mm. Bændur þurftu a.m.k. 180 mm í sept. til okt. ef vel átti að vera en sú von rættist ekki. Vart kom dropi úr lofti. Veðurfræðingar spá regni á útmánuðum á næsta ári, trúlega í mars 2003. Það verður þraut að þreyja þangað til. En það er ekki aðeins í NSW sem regnguðinn hefur brugðist heldur eru stór svæði í Vestur- Ástralíu, Suður-Ástralíu, Viktoríu og Queenslandi afar illa sett. Hef- ur meira að segja verið gripið til vatnsskömmtunar í Melbourne í fyrsta sinni í 20 ár. Vatnsskömmt- unin nær fyrst og fremst til þess að vökva garða, þvo bíla og þess háttar til þess að byrja með. Þreytandi sólskin Ekki hvarflar að nokkrum Ís- lendingi að kvarta þegar sólin skín og himinninn er heiður og blár. Hver trúir blaðamanni sem segist vera uppgefinn á eilífu sólskini og skafheiðum himni? Þurrkurinn hefst einmitt þannig. Sólskin upp á hvern einasta dag. Árangurslaus skiman eftir ský- hnoðra á himni fer fram fyrstu vik- urnar en svo er hætt að líta til himins. Hverri lægð sem sést á landakortinu í sjónvarpsfréttum er fylgt eftir af einlægum áhuga en lægðirnar hverfa allar út í buskann aðallega suður fyrir land þar sem regnið fellur í sjóinn. Síðan kemur kannski dagur þeg- ar ekki sér til sólar og vonin um regn er nánast áþreifanleg. Veð- urfræðingar gefa jafnvel í skyn að möguleiki sé á regni og eftirvænt- Friðurinn rofinn Fjöldi Ástrala lét lífið þegar hryðjuverkamenn létu til skarar skríða á Balí í októ- ber og var það reiðarslag fyrir áströlsku þjóðina. Á sama tíma hafa mestu þurrkar í heila öld valdið miklum usla. Sólveig Kr. Einarsdóttir skrifar frá Narrabri í Nýju Suður- Wales þar sem þurrkarnir í landinu hafa verið hvað mestir. ’ Harkalegar aðferð-ir lögreglu og ASIO hafa verið harðlega gagnrýndar af ýms- um aðilum en stjórn- völd og aðrir segja að þetta sé hinn nýi veruleiki. ‘ Reuters Slökkviliðsmenn í Nýju Suður-Wales berjast við skógareld. Miklir þurrkar hafa verið í Ástralíu og hefur þrengt verulega að bændum. Sérsveitir lögreglunnar í Nýju Suður-Wales yfirbuga „hryðjuverkamann“ á æfingu fyrir skemmstu. Í krafti nýrra laga hef- ur lögreglan rannsakað heimili nokkurra múslima í Perth og Sydney undanfarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.